Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.1989, Blaðsíða 18

Bæjarins besta - 21.12.1989, Blaðsíða 18
BÆJARINS BESTA því klukkan sex um morgun- inn til klukkan fimm á dag- inn. Þetta var erfið vinna en hún vandist eins og allt ann- að. Þegar ég giftist að verða tuttugu ára þá flutti ég til Flateyrar með manninum mínum, Ólafi Jakobssyni. Þar var hann skósmiður í sex ár. Svo fluttum við aftur til ísafjarðar og bjuggum oft ósköp þröngt. Við áttum níu börn, einn son og átta dætur. Við misstum fyrstu og sjö- undu stúlkuna. Svo áttum við fósturdóttur sem er barnabarn okkar. Nú eru af- komendurnir okkar eru nú sjötíu og átta talsins. Þykir vænst um Alþýðuflokkinn Ég vann í vaskinu og hér og þar. Fyrstu árin okkar hér var óskaplega kreppa og maðurinn minn hafði ekki efni á því að setja upp verk- stæði. Við vildum ekki fá hjálp frá bænum og gátum baslað einhvern veginn áfram. Svo lagaðist þetta. Bless- aðir stjórnmálamennirnir gerðu sitt besta. Mér þykir nú vænt um alla flokka en ég á Torfnesi. Eftir að maður- inn minn dó árið 1963 fór ég að vinna í íshúsfélaginu. Vann þar í tólf ár þar til ég var 75 ára. Smíðaði jólatréð sjálfur Þú spurðir um jólahaldið í gamla daga. Ég get sagt þér að það var nú ósköp fátæk- legt. Ég man eftir því að þeg- ar ég bjó á Þórustöðum þá smíðaði faðir minn jólatréð sjálfur og við skreyttum það með kertum. Jóíagjafirnar voru kerti og vasaklútur eða lítil spil. Maður var ánægður með það. Þau hjónin voru söngelskar manneskjur og á hverju kvöldi á jólaföstunni þá létu þau okkur syngja sálma áður en við fórum að sofa. Við fórum í kirkju í Holti. Þegar ég var farin að búa þá reyndi maður að útvega börnunum ný föt fyrir jólin. Stundum gat ég keypt kjóla á stelpurnar, stundum saum- aði ég þá sjálf. Já, ég er búin að lifa lengi og sjá margt. Ég er búin að lifa tvær stórstyrjaldir og vona að ég lifi ekki þá þriðju. Það hefur svo margt Mér var komið fyrir í Vatnadal. Þar var ég til tæp- lega fjögurra ára aldurs en þá fór ég til föður míns og stjúpu en þá bjuggu þau í Stóra-Hjarðardal í Onundar- firði. Ári seinna fluttu þau að Þórustöðum og þegar ég var níu ára fluttu þau til Flat- eyrar. Faðir minn og stjúpa voru barnmörg og fátæk og hús- næðið var lítið þannig að þegar ég var 11 ára fór ég í vist hjá kaupmannshjónum á Flateyri. Þar hjálpaði ég vinnukonunni og gekk í skóla í tvo vetur. Þá skrifaði móðir mín mér. Þá bjó hún og vann í danskri fiskfa- brikku á ísafirði. Hún hafði heyrt að ég væri látin vinna svo mikið og fengi lítið að læra en það var nú ekki rétt. Hún bað mig að heimsækja sig um vorið og ég fékk leyfi til þess og peninga fyrir far- gjaldinu. Én ég þurfti að ,,Ég þóttist nú góð ef ég gat klárað tíu skippund í fiskvaskinu frá því kiukkan sex að morgni til klukkan fimm.“ Svo komu hjónin í ágúst til að sækja mig og sögðust hafa leyfi frá föður mínum til að hafa mig. Móðir mín hélt hún hefði nú móðurréttinn og sótti sýslumanninn. Því lauk með því að ég var áfram á ísafirði og gekk í skóla í tvo vetur hér. Eftir fermingu fór ég í ársvist til kaup- mannshjóna hér. nema að ég gæti unnið það mikið í fiskvaskinu að það færi fram yfir daglaunin. Ég var látin vinna bæði húsverk- in og síðan í vaskinu á plan- inu þar sem O.N. Olsen er núna. Launin voru 1 króna og 25 aurar fyrir skippundið og í einu skippundi eru 320 pund. Ég þóttist nú góð ef ég gat klárað tíu skippund frá hef alltaf fylgt Alþýðu- flokknum og geri það til enda lífs míns. Þeir reyna allir að bæta hlutina, þessir karlar, en fólk skilur ekki að það eru svo ólíkar hugsjón- irnar. Enginn gerir svo öll- um líki, ekki einu sinni Guð í himnaríki. Nú, ég vann lengi hjá Böðvari í rækjustöðinni hér gerst í þessum heimi og margt breyst. Það er svo skrítið margt í þessu mann- lífi og sumt er manni ekki leyft að skilja. Mér hefur stundum fundist að þetta líf hafi allt liðið hjá eins og ljúf- ur draumur. Ég hef alltaf mætt góðu fólki og það skiptir mestu. Allir fá sitt að reyna og það er misjafnt í vist hjá kaupmannshjónum BB er orðim fastur gestur á Hlíf á jólaföstunni og í þetta sinn ætlum við að spjalla við Önnu Bjarnadóttur. Anna er fædd á Norðureyri við Súgandafjörð árið 1899 og er því orðin níræð. Hún er vel ern og brást vel við bón BB þegar við báðum hana að segja okkur frá uppvaxtarárum sínum og því hvernig hún minnist jólahaldsins hér áður fyrr. 1 króna og 25 aurar fyrir skippundið í vistinni fékk ég lítil laun „Ég er búin að lifa nítíu jólanætur“ segir Anna. „Ég er fædd á Norðureyri við Súgandafjörð 9. júlí árið 1899. Foreldrar mínir bjuggu hér á ísafirði en þeg- ar móðir mín var ófrísk af mér þá slitu þau samvistum og hún fór til bróður síns á Norðureyri með eldri bróður minn sem þá var tæplega eins árs og þar fæddist ég. Það var mikil fátækt og erf- iðleikar í þá daga. Enginn getur skilið það nema að hafa upplifað það. Móðir mín var vinnukona hjá bróður sínum og gat ekki haft nema eitt barn hjá sér þannig að hún varð að láta mig frá sér þegar ég var hálfsmánaðar gömul. Eg var því ung þegarég hóf gönguna út í h'fið. bæta við mig vinnu. Þau ráku líka gistihús og þar hjálpaði ég til. Ég fór til móður minnar en hún vildi ekki að ég færi til baka og réð mig hjá systur sinni til að passa krakka. BB-viðtalið: „Þetta hefur allt liðið eins og Ijúfur draumur Anna F. Bjarnadóttir í viðtali við BB

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.