Bæjarins besta - 21.12.1989, Blaðsíða 17
BÆJARINS BESTA
17
Kristinn Grétarsson skíðamaður:
Váði úrvalsárangri
í Austurríki
1Næsthæstur á skíðakennaraprófi sem
80 þreyttu en aðeins 30 náðu
Kristinn t.v. ásamt einum félaganum á námskeiðinu.
KRISTINN Grétarsson
skíðamaður frá ísafirði
er, þegar þetta birtist lesend-
um, farinn til Austurríkis til
starfa sem skíðakennari.
Kristinn útskrifaðist af
skíðavalsbraut Menntaskól-
ans á Isafirði síðastliðið vor.
í nóvember fór hann síðan til
Austurríkis og var þar á nám-
skeiði í hálfan mánuð og
þreytti að því loknu strangt
skíðakennarapróf og náði
þeim glæsilega árangri að
vera næstefstur.
Áttatíu manns, flestir frá
Austurríki tóku prófið, sem
er bæði verklegt og bóklegt,
en aðeins þrjátíu náðu til-
skildum árangri.
Skíðakennari í
Obertauern
„Ég frétti af þessu prófi í
gegnum skólasystur mína frá
Keflavík, Lindu Steinþórs-
dóttur, sem útskrifaðist af
skíðavalsbrautinni 1988 og
vann sem skíðakennari í
Austurríki í fyrra“ sagði
Kristinn í stuttu spjalli við
BB skömmu áður en hann
hélt utan. „Hún tók þetta
próf um leið og ég og var
meðal þeirra hærri líka. Það
var eiginlega nauðsynlegt
fyrir mig að taka þetta próf
þar sem ég var búinn að
ákveða að verða skíðakenn-
ari í Obertauern, rétt hjá Al-
tenmarkt. Námskeiðið stóð í
tvær vikur og fór fram í
Kaprun, skammt frá Sell am
Zee. Vikuna áður en nám-
skeiðið hófst vorum við út-
lendingarnir, sem vorum
fimmtán, við æfingar á
skíðasvæðinu með leiðbein-
endum sem kenndu okkur á
skíðum, sýndu okkur ýmsar
æfingar og mátu hversu góð
við vorum á skíðum til þess
að ákveða hvort við mættum
taka prófið.
Fyrirlestrar
í fimm tíma
Á námskeiðinu sjálfu fór-
um við á fætur hálfsjö og fór-
um'í upp í fjall og vorum
þar við æfingar og kennslu til
klukkan tvö eða hálfþrjú. Þá
fórum við heim og það tók
klukkutíma að koma sér nið-
ur fjallið. Bóklegur tími
byrjaði hálffimm og stóð til
hálftíu á kvöldin með hléum
á milli. Þann tíma stóð kenn-
arinn framan við töflu og tal-
aði látlaust allan tímann, á
þýsku að sjálfsögðu. Nám-
skeiðið fór allt fram á þýsku
og til að byrja með skildi ég
lítið en fékk aðstoð frá her-
bergisfélögunum og fékk síð-
an að taka bóklegu prófin á
ensku en í þeim verklegu
varð ég að tala þýsku við
kennsluna. Það var prófað í
fjórum verklegum greinum; í
einu er skíðað frjálst í alls
konar beygjum, í öðru eru
gerðar svokallaðar kennara-
Á námskeiðinu var kennt í fimmtán manna hópum og hér er
mynd af hópfélögum Kristins ásamt kennara. Það gæti orðið
einhver bið enn á því að ísfirðingar sjái svona snjó á Selja-
landsdal.
æfingar, í þriðja er maður
látinn sýna kennslu í ein-
hverju ákveðnu, t.d. plógæf-
ingum og í því fjórða skíðar
maður eftir fyrirmælum
prófdómara. Svo tókum við
átta bókleg próf, m.a. í
fyrstu hjálp, í útbúnaði,
hættum í fjöllunum og snjó-
flóðahættu.
Tryggir réttindi
og laun
Þetta próf gildir fyrir
kennara fyrstu tveggja
hópanna, þ.e. algjörra byrj-
enda og næsta hóp á eftir, og
tryggir manni ákveðin at-
vinnuréttindi og lágmarks-
laun. Ég hefði aldrei náð
þessum árangri nema af því
að ég er búinn að vera við
nám á skíðavalsbrautinni í
M.f. Þar var búið að kenna
nánast sömu hluti, að vísu
farið öðruvísi í námið, en
uppistaðan er sú sama.
Kennslan um snjóflóðahætt-
una var nokkuð frábrugðin,
eðlilega, og reglur sem gilda
í brekkunum í Austurríki eru
einnig mun strangari en hér
enda fleira fólk. Skíðakenn-
arinn er ábyrgur fyrir nánast
öllu sem getur farið úrskeið-
is og ber mikla ábyrgð.“j
Kristinn verður, sem fyrr
segir, kominn til skíðabæjar-
ins Obertauern þegar þetta
birtist og er væntanlega byrj-
aður störf: „Þarna eru þrír
skíðaskólar, sem þykir ekki
mikið“ sagði hann. „Bærinn
er í raun byggður utan um
skíðaíþróttina. Þangað koma
margir í frí og ég byrja að
vinna þann 20. desember og
verð að vinna öll jólin. En
það er í lagi því þetta er mitt
óskastarf.“
BB óskar Kristni gleði-
legra jóla og farsæls kom-
andi árs í skíðabrekkunum í
Austurríki.
GLEÐILEG JÓL
Gefið ykkur sjálfum góða jólagjöf
T.D. MPiorueeR HLJÓMTÆKJASAMSTÆÐU
SEM ÞIÐ FÁIÐ Á SÉRSTÖKUM JÓLAKJÖRUM.
# MIKIÐ AF FALLEGUM
GJAFAVÖRUM T.D. STYTTUR
- LAMPAR - STÁLVÖRUR
MEÐ GYLLINGU,
MATAR- OG KAFFISTELL.
# SINGER SAUMAVÉLAR KR. 23.100.
# FYRIR BÖRNIN, SNJÓÞOTUR
OG SLEÐAR Á GÓÐU VERÐI.
OPIÐ ÞORLÁKSMESSU
KL. 10-23.
OPIÐ AÐFANGADAG
KL. 11-12.
RAFSJA
HÓLASTÍG 6
BOLUNGARVÍK S 7326