Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.1989, Blaðsíða 22

Bæjarins besta - 21.12.1989, Blaðsíða 22
22 BÆJARINS BESTA Flugfélagið Ernir: Sjúkraflug Vest- firðinga er í hættu Ágúst Oddson heilsugæslulæknir ✓ og Kristinn P. Benediktsson yfirlæknir FSI skrifa: ísafjarðarkaupstaður Útboð Akstur með skíðafólk á Seljalandsdal Bæjarsjóður ísafjarðar auglýsir eftir tilboði í akstur skíðafólks á skíðasvæðið á Seljalandsdal. Um er að ræða akstur á tímbilinu 15. janúar til 15. maí 1990. Útboðsgögn fást á bæjarskrifstofunni á ísafirði frá og með föstudeginum 22. desember 1989. Tilboðum skal skila til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa fyrir kl. 11.00, mánu- daginn 8. janúar 1990 og verða þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. íþrótta- og æskulýðsfulltrúinn á ísafirði Sundhöll - íþróttahús Starfsmann (karlmann) vantar við Sundhöll- íþróttahús frá 1. jan n.k. Upplýsingar gefur undirritaður í síma 3722 eða á bæjarskrifstofu. íþrótta- og æskulýðsfulltrúi íþróttahúsið ísafirði Þeir sem ætla að leigja tíma í íþrótta- húsinutímabiliðjan.-apríl 1990 sækium það fyrir 28. des. n.k. Umsóknareyðu- blöð fást á bæjarskrifstofu. íþróttafulltrúinn. ESSA dagana hafa farið fram umræður um stöðu Flugfélagsins Ernis á ísa- firði. Fram hefur komið að fjárhagsstaða félagsins er slæm og hætta sé á að rekst- ur þess geti stöðvast hvenær sem er verði ekki gripið í taumana.Þetta er mjög al- varlegt ástand, þar sem Flug- félagið Ernir hefur séð Vest- firðingum fyrir sjúkraflugi um hart nær 20 ára skeið. Nú þegar hefur stærsta flugvél félagsins verið leigð til Afríku vegna verkefna- skorts hér fyrir vestan. Næst stærsta flugvél félagsins hef- ur verið ónothæf vegna vél- arbilunar um margra vikna skeið vegna þess að ekki hef- ur fengist fjármagn til að kosta viðgerð. Öll starfsemi félagsins í dag byggist því á minnstu vélinni sem er að vísu mjög vel útbúin til flugs við erfið skilyrði en allscndis ófullnægjandi hvað varðar innra rými og starfsaðstöðu við aðhíynningu á veiku fólki og ekki síst sængurkonum. Auk starfa við sjúkraflug hefur Ernir skyldum að gegna við Vestfirðinga með póst- og farþegaflugi. Það er þvi ljóst að ein flugvél getur engan veginn sinnt allri þessarri starfsemi. Vegna sjúkraflugsins eins hafa þeg- ar verið farnar nærri 200 ferðir á þessu ári. Það er öllum ljóst, sem til þekkja, að sjúkraflugi Vest- firðinga verður ekki sinnt frá Reykjavík. Þar ráða mestu um ótrygg lendingarskilyrði, oftast vegna veðurs, og að flugtíminn í Reykjavík hing- að vestur getur skipt sköpum ef um bráð veikindi er að Kristinn P. Benediktsson yf- irlæknir FSÍ. Ágúst Odddsson heilsu- gæslulæknir í Bolungarvík. ræða eða alvarlegt slys. Það er því frumskilyrði að alltaf sé til staðar flugvél á ísa: fjarðarflugvelli, ef sinna á sjúkraflugi Vestfirðinga af einhverju öryggi. Góður flugvélakostur nægir þó ekki, heldur þarf einnig flug- menn með góða staðarþekk- ingu og reynslu af flugi við þær aðstæður sem gjarnan skapast hér fyrir vestan. Flugmenn Flugfélagsins Ernis hafa þessa reynslu og þekkingu eftir áralanga þjónustu við Vestfirðinga. Það er vandséð hverjir aðrir gætu annast þessa mikilvægu þjónustu. Flugfélagið Ernir hefur haldið uppi og kostað bakvaktir allan sólarhring- inn allt árið um kring til að geta sinnt beiðni um sjúkra- flug, hvenær sem hún berst. Þann tíma sem við höfum starfað hér höfum við alltaf getað treyst á að hjálpar- beiðni um sjúkraflug væri sinnt fljótt og vel, hvort sem væri að nóttu eða degi. Sú spurning er áleitin hvers vegna vandi Flugfé- lagsins Ernis er svona mikill. Svarið við henni er ekki fljótfundið en ýmislegt kem- ur þar til. Bakvakt fyrir sjúkraflug er félaginu kostn- aðarsöm og hafa opinberir aðilar alltof lítið lítið komið þar til aðstoðar. Flvers vegna greiðir hið opinbera ekki bakvaktir fyrir sjúkra- flug eins og fyrir sjúkraflutn- ing á landi? Ekki er sá flutn- ingur síður mikilvægur fyrir sjúka og slasaða, sérstaklega ef litið er til landfræðilegra og samgöngulegra aðstæðna á Vestfjörðum. Ernir hefur leitast við að byggja upp flugflota sinn og aðstöðu á landi, til þess að geta veitt betri þjónustu og meira ör- yggi í sjúkraflugi sem og öðru flugi. Vonast var til að Vestfirðingar sæju sér hag í því að nýta sér þessa auknu þjónustu síns heimafélags og þannig stuðla jafnframt að auknu öryggi í sjúkraflugi svæðisins. En því miður varð reyndin önnur og aðsóknin brást nema þegar ekki var hægt að nýta aðra kosti. í dag er útlit fyrir að starfsemi félagsins stöðvist innan skamms, ef ekki verður brugðist skjótt við og greitt úr rekstrarerfiðleikum þess. Sjúkraflug félagsins myndi þá jafnframt leggjast niður, og er vandséð hverjir geti fyllt það skarð. Hér verða allir að leggjast á eitt og leggja sitt af mörkum. Opin- berir aðilar hafa verið að vinna í málinu, en treglega hefur gengið að finna viðun- andi lausn. Að lokum viljum við hvetja Vestfirðinga til að nýta sér þjónustu Flugfélags- ins Ernis og þannig stuðla að átramhaldandi öryggi í sjúkraflugi fjórðungsins. Með kveðju Kristinn P. Benediktsson yfirlœknir FSÍ Ágúst Oddsson heilsugœslulœknir Bolungarvík Niðursuðuvörur Þegar vanda skal til veislu úrvalsframleiðsla úr 1. flokks hráefni Islensk ///// Ameríska

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.