Bæjarins besta - 21.12.1989, Blaðsíða 19
BÆJARINS BESTA
19
BB hleraði:
- að enn sé verið að skrifa
nýja þætti í sápuóperuna
„Slopparnir slást“. Næsti
þáttur mun að líkindum
gerast i siöanefnd lækna þar
sem þeir Kristinn Bcnedikts
og Ágúst Odds munu vænt-
anlega kæra þau Bergþóru
og Geir fyrir að vega að
starfsheiðri sínurn í síðustu
blaðaskrifum. Við bíðum
spennt.
- að síðasta slúður BB um
sameiginlegt framboð krata
og íhalds í Víkinni sé tómt
bull. íhaldið ætlar að bíða
með alla umræðu um fram-
boð fram á nýja árið. Það
rétta í ntálinu sé að nú séu
Allaballar, Framsóknar-
menn og óháðir farnir að
hittast í hornum og plan-
leggja sameiginlegt fram-
boð. Og þá cr auðvitað
spurningin hverjum óháðir
verða þá óháðir ef af vcrð-
ur...
- að Einar Oddur Kristjáns-
son hefði verið á fundi í Bol-
ungarvík fyrir hclgina. Einar
flutti ,,tölu" eins og það er
stundum orðað og sagði
meöal annars að hann væri
orðin langþreyttur á því að
vera eilíft að vera að tala um
tölur og aftur tölur. Bæjar-
stjórinn í Bolungarvík, Ólaf-
ur Kristjánsson, var staddur
á fundi þessum óg greip þá
fram í og kallaði til ræðu-
manns hvort hann vildi þá
ekki skipta um umræðuefni
og tala um rennilása í staö-
inn...
Undirskriftir til stuðnings
Kristni P. Benediktssyni
BÆJARINS besta hefur borist svohljóðandi yfirlýsing: „Vegna skrifa Geirs Guðmundssonar og Bergþóru Sigurðardóttur
lækna á Heilsugæslustöðinni á ísafirði í BB þ. 18. desember s.l. (jólablaðinu), þá viljum við undirritað starfsfólk á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Isafirði koma eftirfarandi á framfæri:
I greinum þeirra, einkum Geirs, er gróflega vegið að mannorði og starfsheiðri bæði tveggja fyrrverandi samstarfsmanna
okkar, og þó sérstaklega yfirlæknis okkar, Kristins P. Benediktssonar, þar sem koma fram ærumeiðingar, ósannindi um störf
hans við FSÍ og atvinnurógur.
Okkur er óskiljanleg sú heift sem Geir Guðmundsson beitir fyrir sig í grein sinni. Hún er honum til lítils sóma. Viljum við hér
með lýsa yfir megnustu andúð á slíkum skrifum.
Við undirritað starfsfólk á FSÍ lýsum yfir fullum stuðningi okkar við Kristinn P. Benediktsson yfirlækni, og vonum að hann
standi þetta fár af sér.“
Anna Hjartardóttir.
Ágústa Hóbnbergsdóttir.
Ásgerður Jensdóttir.
Árný Björg Halldórsdóttir.
Björney J. Björnsdóttir.
Bryndís Kjartansdóttir.
Elísabet Rósmundsdóttir.
Elizabeth Einarsdóttir.
Frauke Eckhoff.
Gígja Tómasdóttir.
Guðmunda Brynjólfsdóttir.
Halldóra Guðmundsdóttir.
Halldóra Magnúsdóttir.
Helga Sigurgeirsdóttir.
Hulda Björk Georgs.
Hörður Högnason.
Inga Porláksdóttir.
Ingibjörg Jónsdóttir.
Ingibjörg Norðkvist.
Kolbrún Benediktsdóttir.
Kristrún Guðmundsdóttir
Magnús Kristjánsson.
Katrín Arndal.
Kolbrún Porvaldsdóttir.
Kristín Jónsdóttir.
Lárus Baldursson.
Lilja Sigurgeirsdóttir.
Rósa Hallgrímsdóttir.
Sigríður Vagnsdóttir.
Sigrún Magnúsdóttir.
Sigurlín Pétursdóttir.
Sólveig Kristinsdóttir.
Steinunn Sölvadóttir.
Sveinsína Sigurgeirsdóttir.
LJnnur Árnadóttir.
Pórdís M. Sumarliðadóttir.
Purý Símonardóttir.
hvernig fólkið bregst við því.
Pað er svo margt skrítið en
samt er það satt
svona er hún veröld, ojœja.
Hún kallar migfífl þegar
geðið er glatt
get ekki stillt mig að hlœja.
Þetta er eftir Pál Olafs-
son“ segir gamla konan og
hlær. „Maður verður að taka
því góða í lífinu og gleyma
hinu. Ef fólk gerði ekki
svona miklar kröfur þá væri
það svo miklu ánægðara.“
Og á þeim vísdómsorðum
ljúkum við þessu spjalli við
Onnu Bjarnadóttur á Hlíf og
þökkum fyrir okkur.
-V.D.
„Jólagjafirnar voru, kerti ,vasakiútur eða lítil spil.“
Læknadeilan:
BÆJARINS BESIA
- svalar lestrarþörf
Vestfirðinga.