Bæjarins besta - 21.12.1989, Blaðsíða 2
2
BÆJARINS BESTA
Unnur Jökulsdóttir og Þorbjörn Magnússon árituöu bók sína „í kjölfar kríunnar" í Bókhlöö-
unni á mánudag.
Jólasveinarnir komu til ísafjarðar 9. desember síðastlið-
inn og tók á móti þeim mikill fjöldi fólks.
Til Bolungarvíkur komu þeir aftur á móti síðastliðinn
laugardag. Þar var ungviðið mjög spennt og hafði gaman
af komu þeirra.
Þessi litli jólasveinn sat hinsvegar rólegur á herðum
pabba .íns og hugsaði.
Bókasalan:
McLean og Guðrún
Ásmunds söluhæst
ÞAU Unnur Jökulsdóttir
og Þorbjörn Magnús-
dóttir árituðu ferðabók sína
,,í kjölfar kríunnar" í Bók-
hlöðunni á ísafirði á mánu-
dag og kynntu hana við-
skiptavinum. Bókin greinir
frá ferð þeirra á skútunni
Kríu um hálfan hnöttinn.
Þau hjónin voru búsett á Isa-
firði um tíma fyrir all-
nokkrum árum.
Bók þeirra er sú fjórða
söluhæsta samkvæmt saman-
tekt Bókhlöðunnar um síð-
ustu helgi. Margar af sölu-
hæstu bókunum eru
ævisögubækur og spennu-
bækur eins og sjá má á list-
anum:
1. Dauðalestin - Alistair
McLean.
2. Ég og lífið - Guðrún Ás-
mundsdóttir.
3. Sagan sem ekki mátti
segja - Björn Sv. Björnsson.
4. I kjölfar kríunnar - Unnur
Jökulsdóttir og Þorbjörn
Magnússon.
5. Sendiherrafrúin segir frá -
Heba Jónsdóttir.
6. Háskaleg áætlun - Hamm-
ond Innes.
7. Skýrt og skorinort - Ind-
riði G. Þorsteinsson og
Sverrir Hermannsson.
8. Svartur sjór af síld - Birgir
Sigurðsson.
9. - 10. Heimsmetabók
Guinness og Aflakóngar og
athafnamenn.
Söluhæstu barna- og ung-
lingabækurnar eru þýdd ung-
lingabók sem heitir „Ég get
séð um mig sjálf“, „Fiðring-
ur í tánum" eftir Þorgrím
Þráinsson, „Lata stelpan“
og „Fimm hittast á ný“ eftir
E. Blyton.
Bókasalan hefur verið
jöfn og góð allt frá um 12.
desember og sagðist Gunn-
laugur bóksali Jónasson í
samtali við BB ekki geta
kvartað. Veðrið hefur líklega
haft þau áhrif að margir hafa
þegar lokið sínum bókainn-
kaupum en eflaust verða ein-
hverjir að láta sig hafa það að
fara í verslunarleiðangra í
brunagaddinum sem nú ríkir
síðustu dagana fyrir jól.
Patreksfjörður:
Lýtingur
kemurumjólin
Seljavík greiðir 128 milljónir fyrir skipið
SELJAVÍK h.f., félag hefur gengið frá samningum
sem fyrirtækin Bjarg, um kaup á skipinu Lýtingi
Oddi og Fiskvinnslan á NS 250 frá Vopnafirði.
Bíldudal stofnuðu í október, Kaupverð skipsins er 128
milljónir. Það átti að vera
komið til Patreksfjarðar fyrr
í vikunni en brottför tafðist
þar sem skipið þurfti að fara
í meiri viðgerðir en búist var
við. Áætlað var að skipið
legði af stað vestur frá Akur-
eyri, þar sem það var í slipp,
á miðvikudag og ætti því að
vera komið til sinnar nýju
heimahafnar þegar þetta
birtist lesendum.
Lýtingur er togskip með
alls um 460 tonna kvóta mið-
að við þorskígildi, 120 tonna
rækjukvóta og síldarkvóta.
Hann er smíðaður í Þýska-
landi árið 1965 og yfirbyggð-
ur árið 1985. Skipið er 214
brúttólestir að stærð. Það
byrjar á línuveiðum strax
eftir áramótin.
Jólin:
Svipmyndir
frá komu
jólasveinanna