Morgunblaðið - 07.09.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.09.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2020 Tómlegt Engir áhorfendur voru leyfðir á landsleik Íslands og Englands á laugardag. Þessi sat þó í hólfi Tólfunnar en snerti ekki trommuna allan leikinn, enda enginn til að taka undir húið fræga. Eggert Okkur er ítrekað sagt, í fjölmiðlum og á Alþingi, að stjórn- völd þjáist af stefnu- leysi og vanmætti, bæði fyrir farald- urinn og nú í honum. Í raunheimum skul- um við sem snöggv- ast horfa til Ölfuss sem er um 2.300 manna samfélag. Þar er nú hafin uppbygg- ing samkvæmt atvinnustefnu og langtímasýn sem á sér rætur hjá ríkisstjórninni, einbeittum áhuga sveitarstjórnar Ölfuss og fjöl- margra íbúa. Verið að undirbúa aukinn vatnsútflutning (Iceland Glacial) og kolefnisjöfnun hans, byggja upp 5.000 tonna laxeldi á landi í tveimur áföngum (Land- eldi) og stefnt að stórfelldri yl- rækt til útflutnings í samvinnu við ylræktarbændur á Suðurlandi. Í auðlindagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði er að finna merka og vaxandi þörungarækt sem skilar omega-3-fitu, próteini og fleiri af- urðum sprotafyrirtækisins Vaxa. Nýtt þekkingar- og þróunarsetur hefur tekið til starfa í Þorláks- höfn og bætt hafnaraðstaða til út- flutnings í Þorláks- höfn hefur laðað að Smyril Cargo Line með sínar reglu- bundnu flutn- ingaferðir. Þetta allt end- urspeglar atvinnu- stefnu stjórnvalda, eins fjölbreytt og hún er, öfluga nýsköp- unarstefnu og nýja sjóði, langþráða mat- vælastefnu, metn- aðarfulla samgöngu- áætlun, vistvæna orkustefnu og loftslagsvænar að- gerðir. Framfarirnar minna okkur á fjölmörg tækifæri sem bíða í Suðurkjördæmi, allt frá Suður- nesjum til Hafnar í Hornafirði, og einnig á sjálfan raunveruleikann. Hann felst ekki í stóryrðum allt of margra í stjórnarandstöðunni um stefnuleysi og getuleysi stjórnvalda. Slík orð ala því miður á ruglingi, reiði og sundrungu á erfiðum tímum. Þar horfum við í andlit lýðhyggjunnar, eða lýð- skrumsins, þar sem stjórnmála- menn taka að sér að deila og drottna. Sem sagt: Verið er að halla réttu máli með rakalausum fullyrðingum, frammi fyrir raun- veruleikanum sem blasir við. Uppbyggingin einangrast ekki við Ölfus. Áherslur á menntun, rann- sóknir, innviðafjárfestingar, ný- sköpun í öllum atvinnugreinum, nýjar atvinnugreinar og grænar áherslur eru stefnumið stjórn- valda fyrir landið allt. Það er því ekki um skort á markmiðum og vanmátt stjórnvalda að ræða, þvert á móti. VG leggur ríflega sitt af mörkum í samræmi við stjórnarsamning flokkanna þriggja eins og hæfir félagslegum stefnumiðum, jafnrétti og um- hverfisvernd. Þessi orð mín eru svar við óréttmætri og innantómri gagn- rýni. Þau eiga að vera áminning til allra sem hafa áhuga á stjórn- málum að máta raunveruleikann við síbyljuna um vanheilsu ríkis- stjórnarinnar, vangetu og van- efndir. Samsteypustjórn er vett- vangur málamiðlana og er byggð á trausti. Undan því kemst eng- inn flokkur á þingi sem tekur að sér framkvæmdavald. Eftir Ara Trausta Guðmundsson » Það er ekki um skort á markmiðum og vanmátt stjórnvalda að ræða, þvert á móti. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er þingmaður VG í Suðurkjördæmi. Stjórnin? Hún er ekkert að gera Þessa dagana eru sagðar af því fréttir að Róbert Spanó, sem nú gegnir embætti forseta Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE), hafi sér- staklega verið heiðraður af Tyrkjum. Var honum boðið til Tyrklands þar sem hann var sæmdur nafnbót heiðursdoktors við háskólann í Istanbúl, auk þess sem hann átti fund með Erdogan forseta Tyrklands. Þetta eru vond tíðindi. Sérstaklega að dómarinn skuli þiggja svona fjólur af ríki sem allir vita að reglulega forsmáir vernd mannréttinda og hefur þurft að verjast fjölmörgum kærum fyrir MDE undanfarin misseri, m.a. fyrir brot á tjáningarfrelsi borgara sinna. Þegar Róbert var spurður um ástæð- ur þess að hann tók við þessum gælum svaraði hann því til að hefð væri fyrir því að dómarar við dómstólinn gerðu það þegar aðildarríki ætti í hlut. Svarið er frekar bágborið svo ekki sé meira sagt. Í raun ættu dómarar við MDE aldrei að þiggja svona viðurkenningar frá að- ildarríkjunum. Aldrei. Ríkin eru aðilar til varnar í kærumálum sem berast til dómstólsins. Það er því ekki við hæfi að dómarar taki við atlotum þeirra. Slíkt hlýtur að rýra traust manna til dóm- stólsins. Allra helst á þetta við þegar í hlut á ríki sem er blóðugt upp fyrir axlir af mann- réttindabrotum sínum eins og Tyrkir eru. Ró- bert hefði hreinlega átt að nota þetta tækifæri til að uppræta hefðir af þessum toga, hafi þær yf- irhöfuð verið fyrir hendi. Hvers vegna heldur Róbert Spanó að Tyrkir hafi viljað hengja á hann orðu? Dettur honum ekki í hug að það kunni að vera vegna viljans til að gera hann vinveittan þeim stjórnvöldum í þessu landi, sem sí- fellt þurfa að verja hendur sínar fyrir dómstólnum? Mun hann láta það eftir þeim? Það er auðvitað forsmán ef dómarar við dómstólinn eru svo hégómlegir að vilja þiggja svona viðurkenningar frem- ur en að afþakka þær í þágu þeirra hagsmuna sem þeim hefur verið trúað fyrir að gæta í þágu almennra borgara í aðildarríkjum að dómstólnum. Það er sorglegt að íslenski dómarinn við dóm- stólinn skuli falla á kaf í þennan pytt. Vonandi drukknar hann ekki. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » „Hvers vegna heldur Róbert Spanó að Tyrkir hafi viljað hengja á hann orðu?“ Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður. Heiður eða skömm?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.