Morgunblaðið - 07.09.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.09.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2020 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Það var árið 2005 sem ég tók mér frí frá öðrum skrifum og teikni- vinnu og hóf ljóðagerð. Það var í rauninni ótrúlegt uppátæki og ekki minni furða að út sé komin áttunda ljóðabók mín,“ segir ljóðskáldið Guðrún Hannesdóttir sem nýverið gaf út ljóðabókina Spegilsjónir. „Á tímabili lenti ég í smá útgef- endahiksta og sjöundu bók mína Þessa heims gaf ég út sjálf 2018 með dyggri aðstoð góðra vina. Í vor kom til skjalanna eigandi Partus-- forlagsins Valgerður Þóroddsdóttir og tók að sér handrit mitt að Speg- ilsjónum mér til mikillar ánægju og vildi ritstýra og gefa það út.“ Ljóð- in eru öll ný nema tvö sem hafa birst áður í tímaritum. Mörk veruleika og ímyndunar Guðrún segir ljóðin í Spegil- sjónum stutt og einföld, svipuð fyrri ljóðum sínum. „Ég á mér ljóð- heim sem ég skynja mjög sterkt og í bókinni má eflaust finna aftur kunnugleg orð og efnivið úr eldri bókum. Sumum hefur fundist myrkari tónn í þessari bók en hinum fyrri, en því er ég ekki sammála. Allt lit- ast sannarlega af þeim dagleiðum sem gengnar eru, en núverandi áfangastaður minn eða réttara sagt sjónarhorn finnst mér jafn heillandi og öll hin fyrri. Jafnvel skýrari eða opnari í einhverjum skilningi.“ Skáldið viðurkennir að hver les- andi skilji ljóðin sínum skilningi en henni sjálfri þykir þau vega salt á mörkum veruleika og ímyndunar, fjalla um eltingaleikinn og glímuna við skynjun okkar. „Við erum sífellt að hrökkva upp eða ranka við okk- ur á nýjum stað og í nýju hugar- ástandi. Ýmist í örvæntingu yfir viðvarandi forsendubresti eða fögn- uði yfir litlu eins og börnin. Það mætti líka segja að efni bókarinnar endurómi kunnuglega spurningu: „Sérðu það sem ég sé?““ Í þessu samhengi nefnir Guðrún grein Svövu Jakobsdóttur um þessa einföldu spurningu úr sögu Jónasar Hallgrímssonar „Grasaferð“. „Þar veltir Svava meðal annars fyrir sér svari hins unga sögumanns þegar hann er spurður hvort hann hafi ort tiltekið ljóð eftir séðri fyrirmynd: „Því trúi ég ekki … en svona mun það hafa farið samt, annars hefði mér varla dottið það í hug,““ skýrir Guðrún. Heillandi og undarlega tvírætt Um titilinn Spegilsjónir segir Guðrún: „Orðið finnst mér heillandi og undarlega tvírætt. Það hefur lengi verið á sveimi í höfðinu á mér og kom jafnvel fyrir í ljóði. Ég hélt kannski að ég hefði búið það til sjálf. En svo var ekki.“ Hún bætir við að speglar séu mögnuð fyrirbæri bæði í skáldskap og veruleika. „Þeir hafa áreiðanlega verið mönnum íhugunarefni alveg frá því þeir fóru fyrst fyrir millj- ónum ára að skoða spegilmynd sína í lindum og tærum vötnum. Speg- ilmynd er síkvik og hverful og getur varpað birtu á hluti, tvístrað heild- armynd og skapað nýtt samhengi, magnað kraftinn í því sem maður ekki veit eða skilur – alveg eins og ljóð.“ Náttúran er áleitin í ljóðum Guð- rúnar. „Ég held að við berum öll að vissu leyti byrðar genginna kyn- slóða, kvíða þeirra og angist. Svo ekki sé talað um hið hroðalega farg nútímans sem er ekki smátt í snið- um. Þetta getum við ekki lagt frá okkur frekar en eigin skugga. En athvarfið og huggunin er vís. Það er ekki að ófyrirsynju eða af einhverri rómantískri velluhugsun að vísað er endurtekið til sömu fyr- irbrigða í skáldskap á öllum tímum. Innra með okkur býr líka allt hið fagra, fegurð hafsins, himinsins og náttúrunnar (lauf, stjörnur og bjartar lindir) sem eru runnin okk- ur í merg og bein. Náttúran er meginstoð okkar til lífs og sálar og okkar dýrmætasta eign.“ „Hver syngur með sínu nefi“ Spurð um skáldskapinn og hlut- verk hans í eigin lífi svarar Guðrún: „Ljóðlist held ég sé aðeins ein teg- und viðbragða í eilífri viðleitni mannsins til að skilja og koma böndum á hinn heimsfræga marg- brotna raunveruleika. Sama hvort menn nota aðferðir hátimbraðra vísinda eða trúarbragða, eða sitja bara og stara í gaupnir sér og íhuga möguleikana – útkoman getur verið jafn heillandi. Hver syngur með sínu nefi. Sjálf er ég að hugsa upphátt um vonir mannanna og vegferð, feg- urðina og furðurnar og reyna að finna mér leið til að nálgast ein- hverja skilningsörðu. Og svo auðvit- að að gera mér glaðan dag í viður- eigninni við tungumálið. Ég hugsa að ég geti ómögulega hætt því.“ „Allt hið fagra býr innra með okkur“  Guðrún Hannesdóttir sendir frá sér ljóðabókina Spegilsjónir  Reynir að nálgast einhverja skilningsörðu með ljóðagerðinni og gerir sér glaðan dag með tungumálinu  Áttunda ljóðabókin Morgunblaðið/Styrmir Kári Ánetjast „Það er þannig með ljóðlistina að þegar maður hefur eitt sinn ánetjast henni verður ekki aftur snúið,“ segir Guðrún Hannesdóttir ljóðskáld. Nýverið kom út hennar áttunda ljóðabók, Spegilsjónir. horfðu á mig gegnum steininn ef ekki sést til sólar og þú munt sjá tvöfalt andlit mitt titra eins og tvísleginn tón snúðu steininum hægt þar til andlitið verður aðeins eitt og rétt átt blasir við! leið okkar greiðist í þokunni allt ljós er fengið að láni sólsteinn ÚR SPEGILSJÓNUM Myndlistarsýningin Áfallalandslag var opnuð fyrir helgi í Listasafni Reykjanesbæjar. Er henni ætlað að tengja áhorfandann við atburðarás áfalla sem tengjast náttúru- hamförum, að því er fram kemur á vef safnsins og er sýningin sögð innblásin af grein sem skrifuð er af Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni og Arnari Árnasyni, Landscapes of Trauma: A Reflection on Wonder. Sigurjón Baldur og Arnar eru sagðir vitna í heimspekitrúfræðing- inn Mary-Jane Rubenstein þar sem hún dregur saman línu á milli ensku orðanna „wonder“ og „wo- und“. „Enska orðið wonder þýðir með- al annars á íslensku; jarðteikn, und- ur, kraftaverk. Wound er þýtt á ís- lensku sem; særa, meiða, meiðst, áverki. Mary-Jane segir bæði orðin standa fyrir truflun hversdagsleik- ans, atburður sem brýtur upp dag- legt líf með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Rannsókn þeirra Sigurjóns og Arnars beinist að áfalli sem íbúar Vestmanneyja urðu fyrir vegna náttúruhamfara árið 1973 og eftir- mála þess í samtímanum,“ segir á vefnum. Myndlistarmennirnir sem sýna saman eru Ósk Vilhjálms- dóttir, Rannveig Jónsdóttir, Hall- dór Ásgeirsson og Gjörn- ingaklúbburinn, þ.e. þær Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jóns- dóttir. Segir á vefn- um að grein þeirra Sigurjóns og Arnars hafi vakið athygli Helgu Þórsdóttur, safnstjóra Listasafns Reykjanesbæjar og sýningarstjóra Áfallalandslags, þar sem Reykja- nesið virðist vera að vakna í jarðfræðilegum skilningi og margir jarðskjálftar hafa mælst yfir fjór- um stigum á Richter-kvarðanum frá seinni hluta árs. „Þannig kviknaði sú hugmynd mín að nota tungumál myndlistar- innar til að tjá áfall sem fylgir áverkum og undrum þess sem verð- ur fyrir hamförum af völdum nátt- úruafla. Listamennirnir sem taka þátt í haustsýningu Listasafns Reykjanesbæjar, Áfallalandslagi, eru allir þekktir fyrir að vinna með krafta náttúrunnar í eigin mynd- listarsköpun,“ skrifar Helga um sýninguna. Áföll sem tengjast náttúruhamförum Helga Þórsdóttir  Samsýningin Áfallalandslag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.