Morgunblaðið - 07.09.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.09.2020, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2020 Lindex á Íslandi opnaði um helgina nýja verslun í miðbæ Egilsstaða. Mikill fjöldi lagði leið sína í versl- unina fyrsta daginn, eða um helm- ingur bæjarbúa Egilsstaða og Fella- bæjar sem telur tæplega 3.000 íbúa. „Við erum afar glöð og þakklát fyrir að vera komin austur sem þýðir að dreifikerfi okkar spannar nú öll fjögur horn landsins. Verslanir okk- ar á Vesturlandi, Suðurlandi og Norðurlandi hafa sýnt okkur þann meðbyr sem Lindex hefur og eftir að hafa leitað fanga eftir góðri stað- setningu á Austurlandi í nokkur ár er frábært að geta fagnað þessu svona með þessum frábæru mót- tökum,“ segir Albert Þór Magn- ússon, umboðsmaður Lindex á Ís- landi, í tilkynningu sem félagið sendi frá sér. Verslunin á Egilsstöðum er til húsa við hlið Bónuss í Miðvangi, verslunarkjarna í miðbænum. Þar verða þrjár meginvörulínur Lindex í boði, auk þess sem boðið er upp á nýjustu tækni við verslunina, m.a. 70 tommu snertiskjái við mátunarklefa. Lindex hefur einsett sér að 80% af framleiðslunni verði framleidd með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti fyrir lok næsta árs. Fyrir- tækið kynnti einnig nýlega mögu- leika til að endurnýta fatnað með því að skila til verslunarinnar og verður umbunað með inneign í gegnum að- ild að vildarklúbbi, sem nú býðst Austfirðingum í fyrsta sinn. Lindex rekur nú sex verslanir á Íslandi; í Smáralind, Kringlunni, á Glerártorgi á Akureyri, miðbæ Akraness, í Krossmóum í Reykja- nesbæ ásamt netverslun lindex.is og nú Miðvangi, Egilsstöðum. Opnun Albert Þór Magnússon ávarpar gesti við opnun verslunar Lindex á Egilsstöðum um helgina. Langar biðraðir höfðu þá myndast. Lindex vel tekið á Egilsstöðum  Helmingur íbúa mætti við opnun Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is UMFERÐAREYJAR Sérlausnir fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki Henta vel til að stýra umferð, þrengja götur og aðskilja akbrautir Til eru margar tegundir af skiltum, skiltabogum og tengistykkjum sem passa á umferðareyjarnar. Framkvæmdir standa nú yfir á Hólmsheiði ofan við Grafarholts- hverfi í Reykjavík þar sem verið er að leggja jarðstreng sem leysa á af hólmi 132 kV loftlínu. Sú liggur um Hólmsheiði og Úlfarsárdal, frá Geit- hálsi að tengivirki við Korputorg. Efni er komið á staðinn og starfs- menn ÍAV á fullu. Leiðinni er skipt í sex leggi og er hver þeirra 1.125 m langur. Byrjað verður á útdrætti strengja í tvo leggi meðfram Hólms- heiðarvegi og síðan í legg frá Reyn- isvatnsási neðan og norðan við byggðina í Grafarholti að Lambhaga og verslun Bauhaus. Að lokum verða lagðir strengir í leggi 1 og 6, sem eru hvor á sínum endanum. Eftir það verður loftlínan tekin úr rekstri og vinna hefst við breytingar í tengivirkjunum á Geithálsi og Korpu. Framkvæmdum lýkur í október nk. Starfsmenn verktakans tóku til óspilltra mála strax þegar þeir mættu á svæðið og settu ofaníburð í veginn um Hólmsheiðina, sem var orðinn grófur og holóttur og í raun illfær. Er nú greið leið milli Graf- arholts og Suðurlandsvegar; hring- veginn skammt frá Hólmsá. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Rafmagn Kefli með háspennulínum sem verða settar í jörð á næstunni. Strengir settir í jörð á Hólmsheiði Hoffell SU-80 kom til Fáskrúðs- fjarðar um helgina með fullfermi af makríl, 1.050 tonn, til vinnslu hjá Loðnuvinnslunni. Að sögn Sigurðar Bjarnasonar skipstjóra tók það áhöfnina um 19 tíma að veiða þenn- an afla. Miðin hafa færst vestar og nær færeysku lögsögunni og því styttri sigling en verið hefur að undanförnu. Hefur Hoffellið nú veitt um 8.000 tonn af makríl á vertíðinni. Hoffellið með þúsund tonn af makríl Morgunblaðið/Albert Kemp Fullfermi Hoffellið kemur inn Fáskrúðsfjörð um helgina, hlaðið makríl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.