Morgunblaðið - 07.09.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2020
Páll Sig-
urjónsson
✝ Páll Sig-urjónsson
fæddist 17. júlí
1944. Hann lést
12. ágúst 2020.
Útför Páls fór
fram 21. ágúst
2020.
Meira: mbl.is/andlat
Minningar á mbl.is
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þorsteinn ólst upp á Austfjörðum
og flutti síðan með fjölskyldu sinni á
unglingsárunum, fyrst á Eyrar-
bakka og síðan til Grindavíkur. Þor-
Þorsteinn Þráinn
Sigtryggsson Ísfeld
✝ Þorsteinn Þrá-inn Sigtryggs-
son Ísfeld fæddist á
Stöðvarfirði 21.
júní 1959. Hann lést
á Landspítalanum
22. júlí 2020. Þor-
steinn var sonur
hjónanna Sig-
tryggs Þorsteins-
sonar og Sesselju
Anítu Þorsteins-
dóttur.
Útförin hefur farið fram.
steinn átti fimm
hjónabönd að baki og
lætur eftir sig sex
uppkomnar dætur.
Hann bjó um árabil í
Svíþjóð en flutti aftur
til Íslands 2015 og
eyddi síðustu árun-
um á Selfossi. Ég hef
þekkt Steina í rúm-
lega 36 ár, eða síðan
ég kynntist Hrenna,
eiginmanni mínum,
sem er bróðir Steina. Þeir bræður
hafa alltaf átt einlæga vináttu og
bróðurkærleika sín á milli, hvað
sem á hefur bjátað í lífinu. Steini
hefur verið stór hluti af lífi mínu
þótt stundum liði langt á milli þess
að fjölskyldurnar hittust. Við fór-
um í ógleymanleg ferðalög saman
og hann dvaldist einnig hjá okkur í
Noregi á tímabili. Það er með sár-
um söknuði og þökk fyrir liðin ár að
ég kveð Steina. Fyrir mér hefur
hann alltaf verið góður vinur.
Þrátt fyrir mörg áföll í lífinu var
alltaf stutt í brosið og góða skapið
og þyrfti maður á hjálp að halda
var hann sá fyrsti til að bjóða sig
fram. Börnin okkar minnast hans
sem skemmtilegs og kærleiksríks
föðurbróður og hann skilur eftir
stórt skarð í fjölskyldunni.
Farðu í friði, kæri mágur og góði
vinur.
Vinný.
Við þökkum auðsýnda samúð og samhug
vegna andláts móður okkar,
GUÐRÚNAR SÆMUNDSEN.
Þá þökkum við starfsfólki Hrafnistu
Sléttuvegi innilega fyrir góða umönnun.
Evald Sæmundsen
Ari Kristján Sæmundsen
Grímur Sæmundsen
og fjölskyldur
✝ Birna SvavaIngólfsdóttir
Vestmann fæddist
13. janúar 1938 á
Grímsstöðum á
Fjöllum. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Hlíð 27. ágúst 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Ingólfur
Kristjánsson bóndi,
f. í Víðikeri í Bárð-
ardal 8.9. 1889, d. á
Akureyri 9.6. 1954, og Katrín
María Magnúsdóttir frá Böðv-
arsdal í Vopnafirði, f. 13.10.
1895, d. í Reykjavík 17.3. 1978.
Systkinin voru 15.
Birna giftist hinn 14.9. 1961
Aðalsteini Vestmann frá Akur-
eyri, f. 12. ágúst 1932, d. 2020.
Foreldrar hans voru Þorvaldur
ar eru Eva Dís Guðmundsdóttir,
barn Daníel Snær, og Bjarki
Þór Guðmundsson, barn Aríana
Ísis. 3) Margrét Vestmann, f.
1967, m. Aðalbjörn R. Svan-
laugsson, börn þeirra: Aðal-
steinn Vestmann, Anita Vest-
mann, m. Viðar Einarsson, barn
þeirra Amanda Vestmann, Al-
mar Vestmann og Axel Vest-
mann. 4) Vera Vestmann, f.
1976, d. 1978. 5) Valur Vest-
mann, f. 1978, m. Vera W. Vest-
mann, börn þeirra: Jóhannes W.
Vestmann og Símon W. Vest-
mann.
Útför Birnu fer fram í kyrr-
þey í Akureyrarkirkju hinn 7.
september 2020 klukkan 13.30.
Hægt verður að fylgjast með at-
höfninni á heimasíðu Akureyr-
arkirkju.
Vestmann Jónsson
bankagjaldkeri á
Akureyri, f. 1896 í
Kanada, d. 1940, og
Margrét Aðal-
steinsdóttir hús-
freyja, f. 1898 á
Skeiði í Svarfaðar-
dal, d. 1982.
Börn Birnu og
Aðalsteins eru: 1)
Inga Katrín Vest-
mann, f. 1958, m.
Kristján Þ. Kristinsson, börn
þeirra: Vera Kristín, m. Kári Jó-
hannesson, börn þeirra eru
Kristján Logi, Róbert Bragi og
Karen Emilía, Bjarki Þór Al-
bertsson Vestmann og Kristinn
Þráinn, m. Þórey Kara. 2) Þor-
valdur Vestmann, f. 1963, m.
Þórdís Þórólfsdóttir, börn henn-
Nú er mamma farin á eftir
ástvini sínum og lífsförunaut í
blíðu og stríðu, hún gaf honum
nokkrar vikur til að gera allt
klárt og svo dreif hún sig líka.
Hún var fædd á Grímsstöðum
á Fjöllum og ólst upp á Víðirhóli
í sömu sveit, þar sem víðernin
ráða ríkjum í bláfjallasal og
drottningin sjálf Herðubreið
blasir við.
Ég var svo heppinn að fara
með mömmu á þessar æsku-
stöðvar til að litast um og rifja
upp gamla daga, mér fannst
staðurinn óskaplega afskekktur
og úr leið og nefndi það: Þú ætl-
ar ekki að segja mér að það hafi
verið gott að búa hérna lengst
inni á öræfum? „Gott? Það var
yndislegt!“ og gamla dreif sig út
úr bílnum og skeiðaði til fjalls
þannig að ferðafélagarnir áttu
fullt í fangi með að fylgja henni
eftir: „Þarna var geitakofinn og
þarna fjárhúsin.“ Hún hafði
yngst um 20 ár við það að kom-
ast til fjallanna sinna þar sem
hún ólst upp í hópi 15 systkina.
Mamma var lágvaxin fíngerð
kona sem hafði yndi af því að
eiga falleg föt og vera vel til
fara, „alger óþarfi að vera ekki
vel til fara og snyrtilegur“ sagði
hún og pakkaði niður strau-
járninu þegar þau hjónin fóru til
Spánar um jól.
Mamma var nefnilega þannig
að hún vílaði ekkert fyrir sér. Ef
eitthvað virtist ætla að verða
snúið þá fór hún á námskeið:
Þegar hún eignaðist nýja forláta
saumavél; saumanámskeið, það
kom örbylgjuofn á heimilið, ný-
móðins apparat og mikið þing;
hún á námskeið, þegar þau hjón
lögðu leið sína til Spánar;
spænskunámskeið.
Hún hafði líka áhuga á and-
legum málefnum, var reikimeist-
ari og lærði svæðanudd auk
þess að vera í Sálarrannsókna-
félaginu þar sem hún starfaði
mikið við umsýslu og var lengi í
bænahring, bað fyrir þeim sem
þurftu á góðum straumum að
halda.
Hún var líka gefin fyrir
hreyfingu og stundaði sund dag-
lega meðan hún gat og dreif
pabba í gönguferðir sem þau
stunduðu meðan heilsan leyfði
og höfðu bæði ánægju af.
Kvikmyndir voru líka áhuga-
mál og þar var mamma á heima-
velli, þekkti leikstjóra og leikara
og gat rætt málin af ótrúlegri
innsýn og kunnáttu sem var
magnað að upplifa, ásamt því að
heyra meitlaðar skoðanir sem
ég get ekki haft eftir, en man
t.d. ennþá hvað henni fannst um
Woody Allen.
Ljóð voru mömmu hugleikin
og góð ferskeytla hressti alltaf,
ég tala nú ekki um ef hún var
ekki á neinni tæpitungu og efn-
istök hressileg þar sem ekkert
er dregið undan. Annars var
mágur hennar Matthías Johann-
essen hennar maður í skáldskap
enda sá maður svo vel giftur að
þaðan gat bara gott eitt komið.
Ég man samt best eftir hvað
mamma var margfróð og með
góðan húmor sem bar kannski
ekki mikið á, en hún skaut
gjarnan fram setningum og at-
hugasemdum sem settu hlutina í
annað og fyndnara ljós.
Ég veit að ef það er þannig
að fólk hittist aftur í sumarland-
inu þá er mamma þar og nú
hafa orðið fagnaðarfundir þegar
hún hitti alla sem fóru á undan,
börnin sín, eiginmann og líka
alla hina, systkinin öll, foreldra
og þar frameftir götunum.
Á Hólsfjöllum:
Herðubreið
birtist úr þokunni
eins og þokað sé frá lokunni
lindin mín ljúf og blíð
á Víðirhóli.
(Matthías Johannessen)
Elsku mamma, takk fyrir allt
og allt.
Kveðja,
Þorvaldur (Brói).
Minning um móður
Í hjarta mínu er lítið ljós,
sem logar svo skært og rótt.
Í gegnum torleiði tíma og rúms
Það tindrar þar hverja nótt.
Það ljósið kveiktir þú, móðir mín,
af mildi, sem hljóðlát var.
Það hefur lifað í öll þessi ár,
þótt annað slokknaði þar.
Og þó þú sért horfin héðan burt
og hönd þín sé dauðakyrr,
í ljósi þessu er líf þitt geymt,
– það logar þar eins og fyrr.
Í skini þess sífellt sé ég þig
þá sömu og þú forðum varst,
er eins og ljósið hvern lífsins kross
með ljúfu geði þú barst.
Af fátækt þinni þú gafst það glöð,
þess geislar vermdu mig strax
og fátækt minni það litla ljós
mun lýsa til hinsta dags.
(Jóhannes úr Kötlum)
Elsku mamma, takk fyrir allt.
Þín börn,
Inga, Magga og Valur.
Elsku amma Birna. Nú er öll-
um þínum verkefnum lokið, með
glæsibrag og rúmlega það; nú
hefurðu tekið saman pjönkur
þínar og ert farin yfir til afa og
allra hinna sem hafa beðið eftir
þér – og ég efast ekki um að það
hafi orðið fagnaðarfundir. Þó
svo að það hafi ekki liðið langur
tími milli ykkar hjóna hefur það
glatt afa að fá þig loksins til sín.
Samband ykkar tveggja var allt-
af fallegt og sterkt, jafnvel þeg-
ar heilsunni fór að hraka og þú
fórst að missa lit – þá voruð þið
alltaf samstiga og milli ykkar
órjúfanleg tengsl.
Ég sakna þess að koma með
Amöndu í heimsókn til lang-
ömmu sinnar en er um leið gíf-
urlega þakklát fyrir að þú hafir
fengið að kynnast henni. Þakk-
lát fyrir að þú hafir alltaf þekkt
þitt nánasta fólk.
Brosi með sjálfri mér þegar
ég hugsa til ykkar afa og ykkar
venja, eins og þess að hafa alltaf
öll ljós slökkt nema þau nauð-
synlegustu og þurfa að sann-
færa Vidda um að þið væruð víst
heima – það væri bara ekki
kveikt frammi að óþörfu!
Þú varst hörkudugleg, ákveð-
in en líka hlý og falleg sál.
Takk fyrir allt, amma mín.
Sjáumst í sumarlandinu.
Þín
Aníta.
Kveðja
Þú kenndir mér að hlusta,
í kærleika og trú,
kvistina mína græddir,
þeir grænir standa nú.
Þú alla vildir styðja
sem allslags báru sár,
þín eðlislæga hlýja,
gat þerrað margra tár.
Og nú – þegar þú ert komin upp á
Astralsviðið,
og yfirlítur tímabilið sem nú er liðið.
Þá koma til þín gullkornin
í glæstum ljóma sínum,
og geisla frá sér kærleika
á nýjum vegi þínum.
Kveðja,
Ingibjörg frá Gnúpafelli.
Birna Svava
Ingólfsdóttir Vestmann
✝ GuðbjörgKristín Har-
aldsdóttir fæddist á
Flateyri við Önund-
arfjörð 3. júlí 1955.
Hún varð bráð-
kvödd á heimili
sínu í Hafnarfirði 2.
ágúst 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Haraldur
Jónsson f. 30. sept-
ember 1924, d. 20.
október 1988 og Gróa Guð-
munda Björnsdóttir f. 27. des-
ember 1926. Guðbjörg var næst-
elst sex systkina, en þau eru
Guðmundur Björn, f. 26. desem-
ber 1953, d. 28. maí 1995, Jóna
Guðrún, f. 22. nóvember 1956,
8. maí 1987, trúlofuð Hilmari
Guðlaugssyni, f. 28. júlí 1980.
Á Flateyri gekk Guðbjörg í
barnaskóla og fór síðar til náms
við Héraðsskólann í Reykjanesi
við Ísafjarðardjúp. Guðbjörg
var í sveit mörg sumur sem barn
á Kirkjubóli í Bjarnardal.
Guðbjörg vann ýmis störf um
dagana. Hún vann í fiski og í
sláturhúsi, hún vann í Kaup-
félaginu og var eitt sumar til
sjós á Sóleyju ÍS. Einnig starfaði
hún á dvalarheimili aldraðra á
Flateyri, á pósthúsinu þar í bæ
og í Sparisjóði Önfirðinga. Þá
var Guðbjörg lengi virk í starfi
Kiwanisklúbbsins Þorfinns.
Eftir að Hjálmar veiktist af
völdum heilablóðfalls árið 2002
hætti Guðbjörg að vinna svo hún
gæti annast hann heima, sem
hún gerði síðan af einstakri um-
hyggju og natni.
Útför Guðbjargar fór fram í
kyrrþey í Víðistaðakirkju þann
19. ágúst 2020.
Gunnhildur Halla,
f. 29. mars 1958, d.
19. ágúst 2011,
Gróa Guðmunda, f.
25. ágúst 1961, og
Hinrik Rúnar, f. 19.
ágúst 1966, d. 9.
apríl 2016.
Eiginmaður Guð-
bjargar er Hjálmar
Sigurðsson, f. 3.
maí 1945. Börn
þeirra eru: 1) and-
vana stúlka, f. 16. júní 1978. 2)
Sigurður Jóhann, f. 7. júlí 1979,
trúlofaður Tiffany Gedalanga, f.
2. apríl 1978. Dóttir þeirra er
Ísabella Von, f. 1. október 2019.
3) Haraldur, f. 28. nóvember
1980. 4) Ragnheiður Karítas, f.
Elsku systir mín, hún Gugga
Stína, kvaddi þennan heim allt of
snemma, aðeins 65 ára.
Gugga var sex árum eldri en
ég og tók strax stórusysturhlut-
verkið alvarlega.
Hún sá oft um og hafði gaman
af að punta litlu systur sína fyrir
t.d. jólaböllin í samkomuhúsinu,
þá setti hún rúllur í hárið á mér
og lét mig vera með þær í ein-
hvern tíma, á meðan valdi hún
fötin sem ég átti að vera í.
Tók síðan rúllurnar úr hárinu
og greiddi mér með mikilli um-
hyggju og vandvirkni og þegar
hún var orðin ánægð með verk
sitt fylgdi hún mér í samkomu-
húsið á jólaballið.
Gugga var líka sú sem fylgdi
mér fyrsta daginn minn í skól-
ann heima á Flateyri, ég sex ára
og hún 12 ára.
Leiddi mig móðurlega upp
Fremstugötuna en þegar við
vorum komnar að húsi Píu og
Einars vildi ég ekki fá fylgd
lengra og bað hana að fara, ég
vissi þó alltaf að stóra systir
fylgdist með mér í fjarska til að
vera viss um að ég kæmist ein og
óstudd seinustu metrana í skól-
ann.
Þegar ég fór 14 ára í Héraðs-
skólann á Laugarvatni var ég
ekki búin að vera í marga daga
þegar fyrsti pakkinn kom með
póstinum en þá var stóra systir
búin að velja alls konar gúmmel-
aði og senda mér og árið eftir er
ég var á Núpi þótti minni nú
gaman að senda mér stóra
pakka með mjólkurbílnum.
Svona var Gugga, alltaf hug-
ulsöm og góð.
Gugga elskaði svo sannarlega
börnin sín og svo þegar hún varð
amma á síðasta ári var það eitt
það besta sem hún hafði upplifað
og einmitt þess vegna ákvað hún
að flytja frá Ísafirði til Reykja-
víkur þar sem börnin hennar og
litla Bella ömmugullið búa, til að
vera nær þeim.
Einnig tókst henni að fá inni
fyrir Hjalla sinn á Hrafnistu þar
sem hann nú býr.
Já Gugga hugsaði alltaf fyrir
öllu og vildi að hlutirnir gengju
hratt fyrir sig og einmitt þess
vegna voru þau bæði komin suð-
ur, svo allir gætu verið saman.
Lífið er hverfullt og dauðinn
oft ósanngjarn.
Ég mun alltaf sakna elsku
Guggu Stínu minnar og geyma
allar góðu minningarnar sem ég
á, því þær eru margar í gegnum
árin okkar saman.
Elsku Hjalli hefur nú misst
klett sinn úr lífinu og votta ég
honum mína dýpstu samúð.
Elsku börnin hennar Guggu
hafa einnig misst mikið, tengda-
börnin og Bella litla og bið ég
alla góða vætti að vaka yfir þeim.
Elsku mamma hefur enn og
aftur misst barn sitt og finn ég
mikið til í hjartanu með henni.
Hvíl í friði elsku Gugga mín.
Ég sakna þín.
Þín systir,
Gróa (Gógó).
Elsku Gugga mín, takk fyrir
allar góðu stundirnar okkar
saman. Það er svo gott að
staldra við og rifja upp dýrmæt
augnablik hjá okkur mágkonun-
um, þá sérstaklega þegar við
bjuggum báðar á Flateyri. Þau
skipti sem þú og Ragnheiður
komuð til okkar Hinna á kvöldin.
Það var mikið spjallað og mikið
hlegið. Ég fjárfesti í Senseo-
kaffivél fyrir það eitt að geta
gefið þér kaffi meðan Hinni okk-
ar var á sjónum. Þú komst oft við
og varst að taka út breytingar
sem höfðu átt sér stað í garð-
inum okkar. Eitt skiptið er mér
svo minnisstætt þegar Hinni
hafði lofað ykkur grilli á pallin-
um á sumardaginn fyrsta ef
snjórinn væri farinn. Þann dag
var snjór upp yfir þakið á bíl-
skúrnum, þú hlóst að litla bróður
en hann var fljótur að moka all-
an snjóinn burt af pallinum og
hringja í þig til að tilkynna að
enginn væri snjórinn og matar-
boðið stæði. Einnig komuð þið
Hjalli alltaf reglulega í skötu í
bílskúrnum hjá okkur.
Hinni minn leit upp til þín og
talaði svo fallega um þig, kallaði
þig Guggu bestu systur enda
gafstu honum allt Tinna-safnið
og nýtt hjól þegar þið voruð
yngri. Alveg eins og það var svo
erfitt að segja þér að Hinni minn
væri dáinn þá voru fréttirnar um
andlát þitt þungbærar fyrir okk-
ur öll. Lífið getur verið svo
ósanngjarnt, Gróa móðir þín,
tengdamamma mín, er nú að
jarða sitt fjórða barn, það á eng-
inn að þurfa að lifa barnið sitt.
Þú verður jarðsett á afmælisdag
Hinna okkar heitins, Gunnhildur
systir þín dó á þessum degi, það
er gott að þið systkinin deilið fal-
legum síðsumarsdegi saman.
Ég sendi mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur til Hjalla, Sigga,
Halla, Ragnheiðar og Ísabellu
litlu ásamt tengdabörnum á
þessum erfiðu tímum. Minning-
ar ylja!
Elínbjörg (Ella) og börn.
Guðbjörg Kristín
Haraldsdóttir