Morgunblaðið - 07.09.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.09.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2020 ✝ Ingibjörg Jó-hanna fæddist á Dönustöðum í Laxárdal í Dala- sýslu 16. febrúar 1936. Hún lést 23. ágúst 2020 á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð. Foreldrar henn- ar voru hjónin Skúli Jóhannesson frá Dönustöðum og Jóhanna Lilja Kristjáns- dóttir frá Hellissandi. Systkini Ingibjargar voru Viktoría, Daði, Sigríður, Sólrún, Guðrún Lilja og Iða Brá. Viktoría, Sól- rún og Iða Brá lifa systur sína. Ingibjörg giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Þorsteini Guðbrandssyni rafvirkja frá Broddanesi á Ströndum, 17. nóvember 1961. Foreldrar Þorsteins voru Guðbrandur Benediktsson og Ingunn Þor- steinsdóttir. Börn Ingibjargar og Þor- steins eru: 1) Ingunn, f. 1961, ir þeirra er Ingibjörg Sólrún, f. 1992, eiginmaður hennar er Eiríkur Árni Guðmundsson, dætur þeirra eru Elín Indra og Ragnhildur Stella. 5) Sólrún, f. 1969, dóttir hennar er Lilja, f. 2016. Ingibjörg eða Inga eins og hún var alltaf kölluð ólst upp á Dönustöðum og átti þar góða æsku með foreldrum sínum og systkinum. Inga flutti til Reykjavíkur um tvítugt, þar sem hún stundaði nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur og vann á Landspítalanum og í frystihúsinu Ísbirninum. Fyrir sunnan kynntist Inga eftirlif- andi eiginmanni sínum Steina. Þau hófu búskap á Fram- nesvegi og fluttu árið 1966 í Kópavog, á Álfhólsveg 21, þar sem þau bjuggu í 50 ár. Eftir að börnin fæddust var Inga heimavinnandi. Þegar börnin uxu úr grasi fór hún aftur út á vinnumarkaðinn og vann lengst í niðursuðuverk- smiðjunni ORA. Síðustu árin bjó Inga á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Útför Ingibjargar fer fram í dag, 7. september 2020, klukk- an 13 frá Digraneskirkju. Vegna aðstæðna er útförin að- eins fyrir nánustu fjölskyldu. maki Eyþór Björnsson. Börn þeirra eru: a) Darri, f. 1985, eig- inkona hans er Þórunn Ármanns- dóttir, dóttir þeirra er Eldey Blær. b) Dagný Yrsa, f. 1988, eig- inmaður hennar er Hagalín Ásgrímur Guðmundsson, dætur þeirra eru Magnea Lind og Hekla Björg. c) Ægir, f. 1990, sambýliskona hans er Guðný Rún Guðnadóttir, börn þeirra eru Lovísa Jenný og Mikael Aron. 2) Daði Gils, f. 1963, fyrrverandi maki Bergey Hafþórsdóttir. Börn þeirra eru: a) Margrét Indra, f. 1993, sambýlismaður Bjarki Garð- arsson. b) Þorsteinn Skúli, f. 1995. 3) Kristín Lilja, f. 1966, barnsfaðir Gísli Tryggvason, sonur þeirra er Róbert, f. 1997. 4) Ragnhildur, f. 1967, barnsfaðir Ágúst Ólason, dótt- Mamma mín, það var svo auð- velt að elska þig og dást að þér. Það er svo margt minnistætt og gott sem tengist þér. Þú varst skapgóð kona og afar félagslynd sem endurspeglaðist í þeim sterku tengslum við systur þínar og börn þeirra, fjölskyldu pabba og fjölda vina sem þú eignaðist í gegnum árin. Ég hef alla tíð litið upp til þín hversu flink þú varst í samskipt- um og kunnir að rækta góðan vin- skap. Það er nefnilega kúnst. Þú gast gert gráan hversdagsleikann spennandi og skemmtilegan í frá- sögnum þínum. Þú skreyttir þær eins og þér fannst þurfa þó það gæti stundum verið örlítið á kostnað sannleikans. Svo var hlát- urinn kryddið. Væntumþykja þín í garð barna og barnabarna birtist í gegnum natni þína við okkur, hlýju og hvatningu í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Þú varst svo snögg að öllu sem þú tókst þér fyr- ir hendur og eitt af mörgu sem ég lærði snemma af þér var vinnu- semi og samviskusemi. Þó var stærsta gjöf sem þú gafst mér þátttaka þín í uppeldi Ingibjargar Sólrúnar, einkadóttur minnar. Slík umhyggja er ekki sjálfsögð. Hún er aftur á móti ómetanleg og eigum við Ingibjörg ykkur pabba svo margt að þakka. Þér leið hvergi betur en á Dönustöðum þar sem rætur þínar lágu og oft á tíðum rifjaðir þú upp góðar stundir úr æsku þinni. Ég á svo margar minningar með þér á Dönustöðum í hópi fjölskyldunnar allt frá því ég var lítil stelpa og síð- ast þegar við fórum með pabba, Ingibjörgu og Elínu Indru, barna- barnabarni þínu. Af öllum þessum ferðum vestur vorum við aðeins einu sinni tvær saman í gamla bænum og áttum eftirminnilegar stundir. Við elduðum uppáhalds- matinn okkar á þessum tíma og drukkum hvítvín og Campari. Við hlustuðum á tónlist og þá varð Bubbi Morthens helst fyrir valinu. Í kvöldgöngu okkar seint þetta bjarta júníkvöld sagðir þú mér sögur úr sveitinni um leið og við gengum þær sagnaslóðir. Sögurn- ar voru ítarlegar og var afi Skúli í aðalhlutverki í þeim flestum. Því miður skráði ég þær ekki niður þrátt fyrir að þú hafir mælt með því. Mamma mín, ég á þér svo mikið að þakka. Sérstaklega fyrir allar skemmtilegu stundirnar með þér og hversu mikið þú hefur mótað mig í gegnum árin. Þín dóttir, Ragnhildur Þorsteinsdóttir. Sumir apa eftir frægum stjörn- um og þrá ekkert heitar en líkjast þeim. Aðrir mæna upp til eldri systkina og reyna að feta í þeirra fótspor. Ég átti mér annan draum og fyrirmynd sem barn. Ég vildi verða amma, en ekki bara einhver amma. Ég vildi verða amma Inga. Djúpur brunnur minninganna virðist nær botnlaus. Þú varst við- stödd þegar ég fæddist og við höf- um haldist í hendur síðan, en hér skilur leiðir í þessu lífi. Þú skilur eftir þig tóm í hjarta mínu sem verður aldrei fyllt. Álfhólsvegurinn, Skólatröð, Bubbi. Lesa saman minningargreinar, draumaráðningar eða ljóð. Þú varst kvikk, fljótfær, blíð. Fyndin, jákvæð, glaðvær. Þú dekraðir mig með tíma og gafst mér frelsi til að vera. Síðustu daga hefur hugurinn reikað sérstaklega til einnar stundar er við sátum tvær inni í stofu á Álfhólsveginum. Þú í þínu sæti við gluggakistuna þar sem allir steinarnir þínir lágu í skipu- lagðri óreiðu. Ég sat í sófanum við hlið þér og las upphátt fyrir þig minningargreinar. Við fundum til saman, yfir missi sem aðrir áttu. Við lásum ljóðin, flest höfðum við lesið áður og við áttum báðar okk- ar uppáhalds. Svo las ég meðfylgj- andi ljóð. Í miðjum lestri fór rödd mín örlítið að bresta. Ég leit upp og sá að augu þín voru orðin vot. Við kláruðum ljóðið og sátum. Tárin láku og án orða vissum við báðar að við áttum núna nýtt sam- eiginlegt uppáhaldsljóð. Seinna lásum við það oft, og okkur þótti það alltaf jafn fallegt. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá, uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Þú munt breiða ást úr öðrum heimi yfir minn lífsins veg um ókomna tíð, það veit ég. Takk fyrir að kenna mér að já- kvæðnin og bros er það allra besta sem einstaklingurinn hefur fram á að færa. Þín Ingibjörg. „Já auðvitað þetta er hún Ólöf Björg“. Inga lítur á Ingunni dótt- ur sína hneyksluð fyrir að segja sér að þarna sé Björg komin. Þetta var í síðasta skiptið sem hún nefndi mig með nafni. Að heyra þetta gladdi mig ósegjanlega svo ég grét er út í bíl var komið fyrir utan Sunnuhlíð. Hún notaði nefni- lega alltaf bæði nöfnin. Inga móð- ursystir mín hefur verið stór og afar mikilvægur hluti af lífi mínu, mamma mín númer tvö. Koma Ingu og fjölskyldu vestur hvert sumar var hápunkturinn, leikið allan daginn við dætur hennar og yndislegt að sitja í eldhúsinu hjá Ingu, appelsínudjús, pylsur, góðu kleinurnar og annað góðgæti. Inga var nú aldeilis ekki laus við mig, menntaskólaárin var ég heimagangur á heimili hennar og Steina. Hversu margar máltíðir og nætur ég gisti, veit ég ekki en ávallt var mér tekið með hlýju og brosi af þeim hjónum. Kaniltertan hennar Ingu var engu lík, uppá- haldið mitt. Ég sé Ingu fyrir mér þurrka af blómum af stóískri ró og umhyggju enda voru þau falleg. Tónlist Bubba Morthens var í miklu uppáhaldi hjá henni. Inga gat verið skemmtilega hreinskilin. Eitt sinn er við stelpurnar vorum að hafa okkur til og ég önnum kaf- in við að mála mig kemur Inga til mín og segir „veistu Ólöf Björg þér fer betur að vera ekki of mikið máluð“. Bæði var það að ég var ekki mjög flink við þetta og hún hafði rétt fyrir sér, ég hef farið að ráðum hennar æ síðan. Öðru sinni hafði ég frammi full- yrðingar um að ég ætlaði sko aldr- ei að gifta mig. Inga leit á mig kímin og sagði „ maður á nú aldrei að segja aldrei, góða mín“. Ég bakkaði með þessi stóru orð og viti menn ég gifti mig. Margt var spjallað og mikið hlegið, ekki síst í eldhúsinu. Inga frænka táraðist oftar en ekki þegar hún hló. Það var svo notalegt að sitja á bekknum undir glugganum og skrafa við Ingu er hún eldaði eða vaskaði upp af mikilli natni. Fyrir þetta allt verð ég ævinlega þakklát. Inga heimsótti mig að Heiðarbæ og er mér sérstaklega minnisstæð- ur dagurinn er hún var í sauðburði, það var svo gaman að sjá hve hún naut þess að handleika lömbin. Við Inga áttum það sameiginlegt að tala svolítið við okkur sjálfar, hlæja frekar mikið, já, og vera fremur grátgjarnar, sem stundum hefur veist mér erfitt en mun léttbærara fyrst Inga var eins. Inga var einstaklega vel gerð manneskja, hjartahlý, glaðvær og skapgóð, umburðarlynd og þolin- móð. Aldrei heyrði ég hana tala illa um neinn. Ég sé hana fyrir mér sitjandi makindalega, halla undir flatt, handlegg yfir brjóstkassa og hin höndin lögð að andliti og fingur við munnvik. Hún hafði svo falleg- an og smitandi hlátur og hún bjó líka yfir mikilli ró. Það var hrein- lega svo gott og gaman að vera í hennar félagsskap. Það var börn- um mínum dýrmætt að kynnast Ingu ömmusystur þeirra þar sem þau muna ekki svo vel eftir móður minni. Mamma og Inga voru um margt líkar og sú yngsta, Steinunn Lilja, sótti í að heimsækja Ingu í Sunnuhlíð. Það er einfaldlega ekki hægt að segja neitt nema fallegt um hana Ingu frænku, ekki amaleg eftirmæli það. Ólöf Björg Einarsdóttir. Kynni okkar Ingu hófust 1968 þegar ég giftist mági hennar Bene- dikt og flutti í sama hús og þau Þorsteinn, ung hjón með fjögur börn og það fimmta á leiðinni. Við Benedikt bjuggum á neðri hæðinni en Inga og hennar fjöl- skylda á efri hæð. Við barnahópinn bættust svo börnin okkar tvö. Í húsinu bjuggu einnig tengdafor- eldrar okkar Ingu. Samgangurinn var því mikill og samkomulag gott og bar aldrei skugga á. Mér féll strax mjög vel við Ingu, hún var þægileg í umgengni, létt í skapi og hafði einstaklega smitandi hlátur. Ég fann fljótt hvað Laxárdalur- inn og Dönustaðir þar sem hún var fædd og uppalin voru henni hug- stæðir og kærir. Síðustu árin voru henni erfið en alltaf var stutt í brosið og hlátur- inn. Hún átti góðan eiginmann, börn, barnabörn og langömmubörn sem hugsuðu vel um hana. Síðustu árin dvaldi hún í Sunnu- hlíð í Kópavogi, þar hafði Þor- steinn eiginmaður hennar keypt sér íbúð svo hann gæti verið nær Ingu sinni. Að leiðarlokum þökkum við Benedikt og börnin okkar, Guðrún Inga og Guðbrandur samfylgdina og vottum öllum aðstandendum Ingu samúð. Hvíl í friði kæra svilkona. Kristín Sigurðardóttir. Ingibjörg Jóhanna Skúladóttir ✝ Ásta GuðrúnEaton (fædd Þórðardóttir) fædd- ist í Hafnarfirði 3. apríl 1920. Hún lést í Poulsbo, Washingtonríki í Bandaríkjunum 18. ágúst 2020. Ásta var dóttir hjónanna Þórðar Einarssonar og Sól- veigar Bjarnadótt- ir. Hún var hin sjö- unda í röð 10 systkina sem öll eru látin. Ásta giftist Harry Ernest Eat- on 1945. Börn þeirra: Christine Greig, Linda Gill- espie, látin 2000, og Ken Eaton. Útför hefur far- ið fram. Þegar Ásta var ung kona bjó hún átta mánuði á Englandi en sneri heim til Íslands til að starfa fyrir breska sendiráðið og í lyfja- verslun og lagði það grunn að því að fullkomna enskukunnáttu henn- ar. Árið 1942 kynntist hún tilvon- andi eiginmanni sínum, majór Harry Ernest Eaton, sem þá var staðsettur á Íslandi með banda- ríska hernum og hafði hlutverk for- ingja yfir loftvarnarskotsveit. Árið 1943 sigldi hún til Bandaríkjanna til að setjast þar að og þar bjó hún til loka stríðsins hjá fjölskyldu hans í Highland Park í Illinois-ríki. Við lok stríðsins gengu þau í hjóna- band og hélt hann áfram að starfa fyrir herinn og bjuggu þau því í Texas, Michigan, Okinawa, Mary- land, Istanbul og Illinois þar sem hann hætti störfum sem fullgildur ofursti. Eftir eitt ár á Íslandi fluttust þau á Thompson-stræti í Annapolis í Maryland-ríki, þar sem hún bjó uns hún fluttist til Seattle í Wash- ington-ríki til að vera hjá dóttur sinni og tengdasyni og endaði lífs- göngu sína á hjúkrunarheimili aldraðra í Poulsbo þar rétt hjá. Þau Harry bjuggu hamingju- söm saman uns dauðinn skildi þau að, að undanskildum stuttum tíma í Kóreustríðinu á sjötta áratugnum. Ásta hefur eignast marga vini á langri lífsleið og muna þeir hana sem elskulega, umhyggjusama, fyndna, orkuríka, gestrisna, hæfi- leikaríka, vinalega og gefandi. Hún elskaði fólk, fjölskyldu sína, að sauma, prjóna, mála, stunda garð- yrkju og ferðast og var sérstaklega í essinu sínu þegar hún hélt boð fyrir vini og fjölskyldu. Hún naut þess að versla og fá sér hvítvíns- glas yfir góðri máltíð. Hún stóð sterk og var vinsamleg öðrum, jafnvel þegar eiginmaður hennar lést 1982 og dóttir hennar, Linda Gillespie, árið 2000. Hún var indæl og auðveld í umgengni allt til enda og verður hennar minnst með söknuði. Hún skilur eftir sig dótt- urina Christine Greig (eiginmaður henner er Richard Greig), soninn Ken Eaton (kvæntur Angelu Shipp), sjö barnabörn og tólf barnabarnabörn. Aska Ástu verð- ur grafin í þjóðargrafreit Banda- ríkjanna í Arlington, í úthverfi Washington D.C., við hlið eigin- manns hennar. Christine Greig, Ken Eaton og fjölskyldur. Ásta Guðrún Eaton Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR STEFÁNSSON, Aðalgötu 50, Ólafsfirði, fyrrverandi bóndi í Hólkoti, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar fimmtudaginn 3. september. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 11. september, að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Fanney Sigurðardóttir Stella María Sigurðardóttir Karl Sigtryggur Karlsson Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir Óskar Þór Karlsson Marite Tiruma Karlsone Álfheiður Björk Karlsdóttir Benedikt Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUNNÞÓRUNN GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR, Túngötu 18, Húsavík, lést 1. september. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 12. september klukkan 14:00. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða eingöngu ættingjar og vinir viðstaddir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjúkrahús Húsavíkur. Eyþór Viðarsson Sigrún Björg Víkingur Birkir Viðarsson Kristín Elfa Björnsdóttir Sigríður Viðarsdóttir Sigurður Þór Einarsson og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA HÓLMFRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR, Strandvegi 30, Vestmannaeyjum, lést á Landspítalanum í Fossvogi 28. ágúst síðastliðinn. Útför fer fram frá Landakirkju föstudaginn 11. september klukkan 13:00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarreikning Kvenfélags Landakirkju (0582-14-101640, kt. 410791-2349). Útför verður streymt á vef Landakirkju. Ester Fríða Ágústsdóttir Guðlaugur Ólafsson Guðmundur Ágústsson Andrea Inga Sigurðardóttir Ágúst Grétar Ágústsson Erna Ósk Grímsdóttir Sæþór Ágústsson Rampai Kasa barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNBJÖRG AUÐUR ÖRNÓLFSDÓTTIR, Adda Örnólfs, söngkona, lést hinn 2. september á Landakotsspítala. Útförin verður auglýst síðar. Þórhallur Helgason börn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.