Morgunblaðið - 07.09.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.09.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að skipuleggja starf þitt mjög vel til þess að þér verði sem mest úr verki. Annaðhvort líkar þér eitthvað eða ekki, það gildir líka um fólk. 20. apríl - 20. maí  Naut Oft var þörf en nú nauðsyn að þú gerir ráðstafanir varðandi framtíðina. Njóttu þess að vera með þeim sem skipta þig mestu máli. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er enginn heimsendir þótt þú fáir ekki allt það út úr samstarfs- mönnum þínum sem þú vilt. Reyndu að vera viðbúinn svo að þú getir dregið úr afleiðingunum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er mikilvægt að einfalda hlut- ina og taka til í skápum og geymslum. Láttu ekkert annað trufla þig á meðan. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur mikla löngun til þess að víkka út heim þinn og læra nýja hluti. Fáðu þér blund í dag ef unnt er og gakktu snemma til hvílu í kvöld. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er ástæðulaust að efast svona um allar þínar ákvarðanir. Reyndu að finna þér skjól meðan þú meltir málin og finnur þínar lausnir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ráðleggingar þínar geta komið sér vel fyrir samstarfsmann þinn. Farðu þér hægt og berðu alla kosti vandlega saman áður en þú velur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú átt eitthvað erfitt með að einbeita þér þessa dagana. Einbeittu þér að endurbótum og endurskipulagningu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Kurteisi kostar ekkert og er sjálfsögð hvernig sem á stendur og hver sem í hlut á. Líttu á það sem tækifæri til að sýna umheiminum hvað í þér býr. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hamingjan felst í því að gera greinarmun á því sem maður vill og því sem maður þarfnast. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú átt fullt í fangi með að komast yfir allt, sem þú þarft að leysa af hendi. Samskipti innan fjölskyldunnar einkennast af hlýju og léttleika. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú vekur líklega á þér athygli í dag með einhverjum hætti. Komdu skoð- unum þínum á framfæri á nærgætinn hátt. eru árlega fyrir frumsamda bók fyrir börn og ungmenni. Sem alþingismaður vann Guðrún að fjölda mála, sérstaklega á sviði almanna- og sjúkratryggingamála Árið 2017 var Guðrún útnefnd Borgarlistamaður Reykjavíkur og við það tilefni setti Reykjavíkur- borg á stofn Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem veitt G uðrún fæddist í Hafn- arfirði, elst systk- inanna tíu á Blómst- urvöllum við Jófríðarstaðaveg. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1955. Hún starfaði sem ritari rektors í MR í áratug (1957-1967) og var deildarstjóri félagsmála- og upplýs- ingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins 1973-1980. Hún sat í stjórn BSRB 1972-1978, var borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1978-1982 og ritari þess 1977-1983. Hún var kosin á þing fyrir Alþýðu- bandalagið frá 1979-1995. Hún var forseti sameinaðs Alþingis 1988- 1991, fyrst kvenna í heiminum til að gegna embætti þingforseta, og var fulltrúi í Norðurlandaráði 1983- 1988. Guðrún skrifaði fjölmargar bæk- ur, einkum ætlaðar börnum og unglingum, og sló í gegn með sinni fyrstu bók, um uppátækjasömu tví- burana Jón Odd og Jón Bjarna, sem kom út árið 1974. Eftir fylgdu sögur, leikrit og sjónvarpsefni fyrir börn á öllum aldri, um ástföngnu tröllskessuna Flumbru í Ástarsögu úr fjöllunum, sérvitringinn og sam- félagsrýninn Pál Vilhjálmsson, smá- vaxið nútímafólk og stórvaxin börn í leikritinu Óvitum og stríðsárin í Hafnarfirði í þríleiknum Sitji guðs englar, auk fjölda annarra verka. Verk hennar hafa verið þýdd á fjölda tungumála. Ritstíll Guðrúnar er meitlaður og lipur og frásagnarhátturinn ein- kennist af virðingu fyrir ungum les- endum, ásamt því að draga fram spaugilegu hliðarnar á daglegu lífi og fjalla um bæði einfaldar og flóknar tilfinningar og kenndir af miklu næmi. Bækurnar hafa boð- skap að bera, en Guðrún tekur umburðarlyndi og nærfærni fram yfir predikunartón í verkum sínum. Guðrún hefur hlotið fjölda verð- launa og viðurkenninga fyrir rit- störf sín. Þar er helst að nefna Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur 1975, Norrænu barnabókaverðlaunin 1992 og Verð- laun Jónasar Hallgrímssonar 2005. og málefna barna, og var m.a. flutningsmaður frumvarps til laga um stofnun embættis umboðs- manns barna. Auk félagsmála og annarra starfa tengdra stjórnmálum og ritstörfum hefur Guðrún alla sína ævi haft sér- stakt yndi af garðrækt og kýs einn- ig öðru fremur að eiga samveru- stundir með afkomendunum. Fjölskylda Guðrún var gift Hauki Jóhanns- syni, f. 25.1. 1935, verkfræðingi. Þau skildu. Þau áttu soninn Hörð, f. 14.2. 1957, tölvunarfræðing hjá Hafrannsóknastofnun. Eiginkona hans er María Guðfinnsdóttir, sér- fræðingur í mennta- og menningar- málaráðuneytinu. Börn þeirra eru Hrafn, Haukur og Arnar Harðar- synir. Seinni maður Guðrúnar var Sverrir Hólmarsson, f. 6.3. 1942, d. 6.9. 2001, kennari og þýðandi. Börn þeirra eru: 1) Þorvaldur, f. 26.11. 1966, ráðgjafi í Reykjavík. Sam- býliskona hans er Aðalheiður Guðrún Helgadóttir rithöfundur og fv. alþingismaður – 85 ára Ljósmynd úr einkasafni. Garðrækt Guðrún hefur alla tíð haft sérstakt yndi af garðrækt og samveru með sínum stóra afkomendahópi. Virðing fyrir ungum lesendum Ljósmynd úr einkasafni Lindgren-verðlaunin Guðrún Helgadóttir sést hér með rithöfundinum Astrid Lindgren en Guðrún var tilnefnd til verðlaunanna árið 2005. Til hamingju með daginn SVALALOKANIR Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar og falla vel að straumum og stefnum nútímahönnunar. Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við. Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er. Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun. Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU 40 ára Sigrún Ósk fæddist í Reykjavík en fluttist ársgömul til Danmerkur og bjó þar fram að sjö ára aldri. Hún býr núna á Akra- nesi. Sigrún er dagskrárgerðarmaður á Stöð 2. Maki: Jón Þór Hauksson, f. 1978, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta. Synir: Orri Þór, f. 2010, og Haukur Andri, f. 2013. Foreldrar: Ingibjörg Erna Óskarsdóttir, f. 1956, sjúkraþjálfari á Akranesi, og Kristján Þorgils Sigurðsson, f. 1955, blikksmiður á Akureyri. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir 30 ára Eva Kolbrún ólst upp í Kópavogi og býr þar enn með fjöl- skyldunni. Hún vinnur hjá Kópavogsbæ sem fulltrúi bæjarlög- manns. Eva Kolbrún hefur áhuga á í́þróttum svo aðeins eitt sé nefnt. Maki: Beitir Ólafsson, f. 1986, pípulagn- ingamaður og aðal markmaður KR í fótbolta. Börn: Bæron, f. 2015, og Elba, f. 2019. Foreldrar: Birgir Runólfur Ólafsson, f. 1962, vinnur sem sjálfstæður smiður og Anna Lind Borgþórsdóttir, f. 1963, flug- freyja hjá Icelandair. Eva Kolbrún Birgisdóttir Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.