Morgunblaðið - 08.09.2020, Page 1
Sky Lagoon Það styttist í að gestir geti baðað sig í Sky Lagoon á Kársnesi.
Vonir standa til þess að Sky Lag-
oon, baðlón vestast á Kársnesi,
verði opnað næsta vor en fram-
kvæmdir hafa gengið hraðar en
gert var ráð fyrir.
Starfsmenn baðlónsins verða á
annað hundrað.
„Framkvæmdir ganga mjög vel
og í raun má segja að sökum
kórónuveirunnar gangi þær hraðar
en við áætluðum. Núna erum við í
kappi við tímann að reyna að klára
sem mest af útivinnunni,“ segir
Dagný Hrönn Pétursdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sky Lagoon.
„Næsta vor er teygjanlegt hug-
tak og við sjáum til hvort við opn-
um snemma eða seint á því tíma-
bili. Það verður að taka mið af
umhverfinu. Við erum hins vegar
hvergi bangin og erum með fótinn
á bensíngjöfinni en þó þannig að
við séum skynsöm,“ segir Dagný.
Hún hefur talsverða reynslu af
rekstri baðlóna en hún var fram-
kvæmdastjóri Bláa lónsins í um tíu
ár. Að hennar sögn er gríðarlega
mikilvægt að horfa til lengri tíma
þegar ráðist er í fjárfrekar fram-
kvæmdir. »12
Opna vonandi í vor
Framkvæmdir við Sky Lagoon
á Kársnesi ganga vonum framar
Þ R I Ð J U D A G U R 8. S E P T E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 211. tölublað 108. árgangur
Ó́SÁTTUR MEÐ
20 METRA HÁA
ÖSP Í GARÐINUM GLÆNÝR SJÚKRABÍLL
KOSTIR OG GALLAR
VIÐ AÐ SEMJA
SKAUP Í FARALDRI
SÁ FYRSTI Í 20 ÁR 2 SEX HÖFUNDAR 28TIL VANDRÆÐA 6
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Um 1.200 umsóknir um atvinnuleys-
isbætur hafa borist Vinnumálastofn-
un (VMST) frá nýliðnum mánaðamót-
um eða á einni viku. „Okkur hafa
borist um 1.200 umsóknir frá mánaða-
mótum. Þetta er svipað og við höfðum
spáð þannig að við erum þokkalega
viðbúin þessu,“ segir Unnur Sverris-
dóttir, forstjóri VMST. Hún segir of
snemmt að segja til um hvort spá
stofnunarinnar um þróun atvinnu-
leysis í septembermánuði muni ganga
eftir.
Gert hefur verið ráð fyrir að al-
mennt atvinnuleysi hafi farið í um
8,6% í ágúst og muni aukast lítið eitt í
september. Ekki er búist við umsókn-
um vegna fjöldauppsagna um sein-
ustu mánaðamót fyrr en að loknum
uppsagnarfresti síðar á árinu. Í ágúst
var 284 starfsmönnum sagt upp störf-
um í fjórum hópuppsögnum.
,,Við höfum gert og gerum enn ráð
fyrir um 3.000 umsóknum að meðal-
tali á mánuði fram að áramótum,“
segir Unnur.
Yfir þrjú þúsund á hlutabótum
Að sögn hennar eru þeir sem sótt
hafa um bætur á seinustu dögum að
öllum líkindum að mestu leyti fólk
sem missti vinnuna um mánaðamótin
maí/júní.
Alþingi samþykkti í síðustu viku að
framlengja hlutabótaleiðina um fjóra
mánuði eða til áramóta. Að sögn Unn-
ar lítur út fyrir að um 300 nýjar um-
sóknir hafi borist um hlutabætur það
sem af er september en fyrir voru um
2.750 manns í hlutabótakerfinu um
síðustu mánaðamót.
1.200 umsóknir í einni viku
Fjölgar á atvinnuleysisskrá VMST býst við um 3.000 umsóknum í hverjum
mánuði til áramóta Um 300 nýjar umsóknir um hlutabætur frá mánaðamótum
Sólsetrið við Gróttu var fagurt í gærkvöldi eins
og það gjarnan er á þeim slóðum. Þetta par naut
fallegrar birtu á Seltjarnarnesi og fór um hönd í
hönd á fjórum jafnfljótum undir bláum himni og
daufri birtu frá sólinni sem var við það að hverfa
ofan í hafið þegar ljósmyndara bar að garði.
Gengið undir himinbláma á Seltjarnarnesi
Morgunblaðið/Eggert
Fyrirtækið
Swipeclub, sem
býður upp á net-
námskeið sem
taka á andlegri
og líkamlegri
heilsu, velti ríf-
lega 100 millj-
ónum í fyrra.
Nökkvi Fjalar
Orrason, fram-
kvæmdastjóri
Swipeclub, segir að þrátt fyrir mik-
ið framboð á því sem kallað er
„sjálfshjálparefni“ hafi hann komið
auga á glufu í markaðnum. Flest af
því sem framleitt er hérlendis miði
að því að byggja upp færni sem nýt-
ist við vinnu eða áhugamál en heils-
an sé að einhverju leyti óplægður
akur. »12
Swipeclub velti 100
milljónum í fyrra
Nökkvi Fjalar
Orrason
Fyrirtækið Íslandsþari vinnur að
undirbúningi vinnslu á stórþara eða
tröllaþara á Húsavík.
Snæbjörn Sigurðarson, sem hef-
ur unnið að verkefninu síðustu
mánuði, segir að hugmyndin sé að
afla þara, þá einkum stórþara, úti
fyrir Norðurlandi og nýta jarðhita
á Húsavík til að þurrka hráefnið.
Varan verði síðan flutt út til frekari
vinnslu í matvæla-, heilsu- og lyfja-
iðnaði.
Um stórt fyrirtæki yrði að ræða á
húsvískan mælikvarða og gætu allt
að 80 stöðugildi í landi og 20 á sjó
fylgt starfseminni. »4
Áform um þör-
ungaverksmiðju
Á tíu ára tímabili fjölgaði störfum
í ferðaþjónustu um 634% í Mýrdals-
hreppi. Rúmlega helmingur allra
starfa í sveitarfélaginu er við ferða-
þjónustu en hlutfallið var um 15%
fyrir tíu árum. Þetta er á meðal
þess sem kemur fram í greiningu
sem Samtök sunnlenskra sveitar-
félaga hafa látið taka saman um
stöðu og þróun atvinnulífs á Suður-
landi.
Störfum í ferðaþjónustu á Suður-
landi hefur fjölgað um 1.937 frá
2012 til 2019 en það er 55% af fjölg-
un starfa á Suðurlandi á því tíma-
bili. Laun í ferðaþjónustu á Suður-
landi eru 15% lægri en meðallaun í
fjórðungnum. Meðallaun fyrir allar
atvinnugreinar voru 498 þúsund á
mánuði en 423 þúsund í ferðaþjón-
ustu. »10
Morgunblaðið/Eggert
Hestaferð við Reynisdranga Vík í
Mýrdal er afar vinsæll ferðamannastaður.
Störfum fjölgaði um
634% á tíu árum