Morgunblaðið - 08.09.2020, Page 2
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Greiddir hafa verið tæpir átta millj-
arðar úr ríkissjóði eða samtals
7.990.664.930 kr. í fjárstuðning til fyr-
irtækja og annarra rekstraraðila
vegna hluta launakostnaðar á upp-
sagnarfresti starfsmanna í mánuðun-
um maí, júní og júlí.
Embætti Ríkisskattstjóra birti í
gær lista yfir hvaða atvinnurekendur
hafa fengið fjárstuðning samkvæmt
lögunum sem samþykkt voru í maí
síðastliðnum um stuðning vegna
greiðslu hluta launakostnaðar á upp-
sagnarfresti starfsfólks, fjárhæðir og
fjölda launamanna sem eru á upp-
sagnarfresti í þeim tilvikum þar sem
þeir eru 20 eða fleiri.
Samkvæmt upplýsingum sem
fengust hjá Ríkisskattstjóra fengu
alls 272 rekstraraðilar stuðning úr
ríkissjóði vegna hluta launakostnaðar
á uppsagnarfresti í maí, júní og júlí.
Icelandair ehf. sker sig úr en fyrir-
tækið fékk tæpa 2,9 milljarða eða um
36% af heildarfjárhæðinni vegna upp-
sagna 1.889 starfsmanna. Flugleiða-
hótel hf. koma næst í röðinni, fengu
rúmar 452 milljónir kr. vegna 480
starfsmanna, og Íslandshótel fengu
þriðja hæsta stuðninginn, tæpar 436
milljónir, vegna 467 starfsmanna.
Fyrirtæki á listanum starfa flest í
ferðaþjónustu eða greinum sem
tengjast henni.
8 milljarðar í stuðn-
ing vegna uppsagna
272 fyrirtæki fengu greitt úr ríkissjóði vegna hluta launa
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Tímamót hafa orðið í sjúkraflutn-
ingsþjónustu á Patreksfirði nú þeg-
ar þangað er kominn glænýr
sjúkrabíll. Síðast kom nýr sjúkra-
bíll á staðinn fyrir rúmum tuttugu
árum en annars hafa verið færðir
þangað notaðir bílar úr Reykjavík
og öðrum umdæmum.
Bíllinn er einn af þeim 25 nýju
sjúkrabílum sem Rauði kross Ís-
lands hefur keypt til landsins í
átaki til endurnýjunar sjúkrabíla-
flota landsmanna. Siggeir Guðna-
son, sem hefur umsjón með bílnum
á Patreksfirði, segir að bíllinn sé
öðruvísi innréttaður en gömlu bíl-
arnir, til þæginda fyrir sjúklinga og
þá sem þeim sinna í flutningum. Þá
séu það tímamót að fá glænýjan bíl.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
rekur tvo sjúkrabíla á Patreksfirði.
Hinn sjúkrabíllinn er fimmtán ára
gamall. Þeir þjóna sunnanverðum
Vestfjörðum, úr Arnarfirði og aust-
ur að Klettshálsi. Þar taka sjúkra-
flutningsmenn úr Búðardal við og
sinna Reykhólum og nágrenni. Bíl-
arnir eru notaðir 70 til 100 sinnum
á ári.
Sex starfsmenn sinna akstri
sjúkrabílanna, allir í aukastarfi, eru
á bakvöktum, og tveir til viðbótar
geta komið til aðstoðar ef á þarf að
halda. Siggeir fullyrðir að fólkið sé
ekki að sinna þessum störfum fyrir
launin heldur vegna áhuga á að
þjóna samfélaginu. Vinnuveitendur
þess þurfi að vera sérstaklega lið-
legir til þess að hægt sé að skrá sig
á bakvakt á sjúkrabílnum. Sjálfur
er hann yfirmaður þjónustu-
miðstöðvar Vesturbyggðar.
helgi@mbl.is
Fyrsti nýi sjúkra-
bíllinn til Patreks-
fjarðar í tuttugu ár
Flestir bílarnir til þessa hafa komið
notaðir úr öðrum umdæmum
Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson
Glænýr sjúkrabíll Vignir Bjarni Guðmundsson, Freydís Eva Hallsdóttir, Edda Fanney Jónsdóttir, Halldór Trausta-
son, Siggeir Guðnason og Guðlaugur Jónsson skipta á milli sín vöktum á nýja sjúkrabílnum á Patreksfirði.
Á Austurlandi er nú síðsumars búið
að fella 940 hreindýr, sem er um 70%
af þeim veiðikvóta sem Umhverfis-
stofnun gefur út. Kýrnar sem náðst
hafa eru 486 og tarfarnir 454. Margir
veiðimenn hafa verið á ferðinni
eystra að undanförnu og telst kunn-
ugum til að um helgina hafi um 80
dýr verið skotin. Mest er veiðin á
svæðinu frá Jökulsá á Dal norður til
Bakkafjarðar og svo á Fljótsdals-
heiðinni, það er svæði 1 og 2, enda er
mikið af kvótanum merkt þeim svæð-
um, að sögn Jóhanns Guttorms
Gunnarssonar, sérfræðings hjá UST
á Egilsstöðum.
Heildarkvóti á hreindýraveiðunum
í ár er 1.325 dýr. Veiðarnar hafa að
mestu gengið vel, að sögn Jóns Há-
varðs Jónssonar, formanns Félags
leiðsögumanna með hreindýraveið-
um. „Að veiðar gangi vel þýðir að
veðrátta hefur haldist sæmileg og
frátafir af þeim sökum litlar, auk
þess sem dýr hafa yfirleitt verið finn-
anleg á þeim slóðum þar sem veiði-
og leiðsögumenn hafa farið um,“ seg-
ir Jón Hávarður. Hann hefur í sumar
gjarnan farið með veiðimenn á fyrr-
nefnd svæði, 1 og 2, og svo á svæði 3,
sem nær yfir Dyrfjöll, Borgarfjörð
eystri og nærliggjandi slóðir.
„Veðrátta ræður því hvort næst
upp í veiðikvóta þessa árs. Enn lifir
vika af því tímabili sem fella má tarfa
og kýr má skjóta fram til 20. sept-
ember. Veðráttan ræður þessu. Svo
er alltaf eitthvað um að veiðimenn
heltist úr lestinni, skili inn leyfum
sem svo er endurúthlutað. Það eru
margir um hituna og koma austur til
veiða bjóðist leyfi, þótt fyrirvarinn sé
oft skammur,“ segir Jóhann Gutt-
ormur Gunnarsson.
Í kvóta ársins eru meðtaldar 50
kýr sem fella má í nóvember á svæð-
inu milli Lónsheiðar og Jökulsár á
Breiðamerkursandi.
„Hreindýraveiðarnar skila heil-
miklu til samfélagsins hér á Austur-
landi. Að fella dýr og koma því til
byggða er líka heilmikil vinna og fyr-
irhöfn. Leiðsögumennirnir sem því
sinna eru um 100 talsins en misvirkir
í starfinu,“ segir Jón Hávarður.
sbs@mbl.is
940 hreindýr hafa verið felld
70% af kvóta
ársins er nú náð
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hreindýr Stofninn er stór og dýrin
flakka víða um á Austurlandi.
Húsnæði fangelsisins á Akureyri
verður endurnýjað og breytt til að
mæta vaxandi húsnæðisþörf lögregl-
unnar eftir að því verður lokað 15.
september næstkomandi. Fangelsis-
málastofnun mun hafa fjárhagslega
burði til að reka stærri fangelsi
landsins með lokun fangelsisins á
Akureyri.
Greint var frá því í dag að fangels-
inu á Akureyri yrði lokað í næstu
viku. Lokunin átti að fara fram um
mánaðamót júlí og ágúst en var síð-
an frestað á meðan mat ríkislög-
reglustjóra á hugsanlegum viðbótar-
kostnaði fyrir lögregluna á Norður-
landi eystra fór fram.
Í tilkynningu frá dómsmálaráðu-
neytinu segir að embætti lögreglu-
stjórans á Norðurlandi eystra verði
nú styrkt um fjórar stöður lögreglu-
manna til að sinna almennri lög-
gæslu í umdæminu.
Páll Winkel fangelsismálastjóri
segir leiðinlegt að horfa á eftir sam-
starfsfólki sínu í fangelsinu á Akur-
eyri. Hann segir breytinguna þó í
takt við þróun fangelsismála-
kerfisins.
„Það sem við getum gert núna
þegar þessi hagræðing hefur náð
fram að ganga er að við getum rekið
tvö stór fangelsi á fullnægjandi af-
köstum, bæði fangelsið á Hólmsheiði
og Litla-Hraun,“ segir Páll.
Að hans sögn eru margar ástæður
fyrir breytingunni. Til dæmis afpláni
fæstir fangar lengur stærstan hluta
refsingar sinnar í lokuðu fangelsi,
stóru fangelsin séu með mun hærra
öryggisstig og þar sé auðveldara að
bjóða upp á möguleika til náms og
vinnu. lilja@mbl.is
Fangelsinu lokað
í næstu viku
Breytingin í takt við þróun kerfisins
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Fangelsið á Akureyri Fangelsinu
verður lokað 15. september nk.