Morgunblaðið - 08.09.2020, Side 4

Morgunblaðið - 08.09.2020, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 2020 Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Hreint loft - betri heilsa Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell loft- hreinsitæki eru góð viðmyglu- gróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. Verð kr. 59.100 Verð kr. 37.560 Verð kr. 16.890 Birgir Þórarinsson, þingmaður Mið- flokksins, er ræðukóngur 150. lög- gjafarþings Alþingis, sem lauk sl. föstudag með „þingstubbnum“ svo- nefnda, er Alþingi kom saman í rúma viku. Birgir talaði einnig mest á 149. löggjafarþingi. Samanlagt talaði Birgir nú í 1.840 mínútur, eða sem svarar hátt í 31 klukkustund, þegar bæði ræður og athugasemdir hafa verið teknar saman. Eftir að þinghaldi var frestað í lok júní sl. var birtur topp 10 listi í Morg- unblaðinu (2. júlí) yfir mestu ræðu- menn Alþingis. Röð efstu þingmanna breytist ekki með þingstubbnum, með þeirri undantekningu að Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, kemst inn á listann, er í 9. sæti með rúma 13 klukkustundir í pontu. Annars er röð tíu efstu þessi eftir 150. löggjafarþingið, klukkustundir í sviga: Birgir Þórarinsson (30,8), Guð- mundur I. Krist- insson, Flokki fólksins (25), Björn Leví Gunn- arsson Pírati (24), Bjarni Benedikts- son, Sjálfstæð- isflokki (20,5), Helgi Hrafn Gunnarsson Pír- ati (19,3), Karl Gauti Hjaltason (17,4), Þorsteinn Sæmundsson, Mið- flokki (17), Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingu (15,5), Willum Þór Þórs- son (13,4) og Ólafur Þór Gunnarsson, VG (13,2). Ef þingstubburinn, sem stóð frá 27. ágúst til 4. september, er skoðaður sérstaklega þá talaði Björn Leví lengst allra í þingsölum, eða í 132 mínútur, þar af 81 mínútu í ræðum. Næstir koma Willum Þór með 117 mínútur, Guðmundur I. Kristinsson, 116 mínútur, Ágúst Ólafur Ágústs- son, Samfylkingu, í 110 mínútur og Bjarni Benediktsson talaði í 102 mín- útur. Ræðukóngurinn Birgir talaði „aðeins“ í 80 mínútur í þingstubbnum en álíka lengi og allir aðrir Miðflokks- menn til samans. Lengsti fundur í 16 tíma Þingfundir á 150. löggjafarþingi voru samtals 141 og stóðu í tæpar 715 klst. Meðallengd þingfunda var 5 klst. og fjórar mínútur. Lengsti þingfund- urinn stóð í 16 klst. og sjö mín. Lengsta umræðan var um sam- gönguáætlun sem stóð samtals í um 45 klst. Þingfundadagar voru alls 109, að því er fram kemur í yfirliti frá Al- þingi. Af 253 frumvörpum urðu alls 138 að lögum, 120 voru óútrædd, tveimur var vísað til ríkis- stjórnarinnar. Morgunblaðið/Eggert Alþingi Vegna sóttvarnareglna var lengra bil á milli þingsæta og hliðarsalir notaðir til að koma þingmönnum fyrir. Birgir er ræðukóngur Alþingis annað árið í röð  Björn Leví Gunnarsson talaði mest í „þingstubbnum“ Birgir Þórarinsson Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir liljahrund@mbl.is Þrír greindust með kórónuveiruna á sameiginlegri deild sýkla- og veiru- fræðideildar Landspítalans og Ís- lenskrar erfðagreiningar í fyrradag. Einn er nú inniliggjandi á Landspít- ala vegna veirunnar með væg ein- kenni. Alls hafa sex verið lagðir inn á sjúkrahús í annarri bylgju faraldurs- ins, þar af var einn í öndunarvél um tíma. Þetta kom fram á upplýsinga- fundi almannavarna í gær. Þar sagði Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir á fundinum að frá því að nýjar reglur tóku gildi á landamær- unum 19. ágúst hefði 31 greinst með veiruna, þar af 10 í síðari sýnatöku. Undanfarna daga hafa í kringum 1.000 sýni verið tekin daglega við landamæraskimun, en samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra nær sú tala bæði yfir fyrri og síðari sýnatöku. 80 sentimetrar „út í hött“ Þórólfur sagði að tilgangurinn með þeim reglum sem eru í gildi innan- lands og tóku gildi í gær, til dæmis eins metra nálægðartakmarki og því að ekki megi fleiri en 200 koma sam- an, væri að koma í veg fyrir út- breiðslu faraldursins hér á landi. Hann segir það „út í hött“ að breyta eins metra reglunni í 80 sentimetra reglu spurður hvort til greina kæmi að taka 20 cm af metrareglunni. „Þetta er ekki spurning um leik að sentimetrum,“ sagði Þórólfur. Hann bætti því við að með þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hefði tekist að fletja kúrfuna og fækka innan- landssmitum. Þá sagði Þórólfur að mál ensku landsliðsmannanna Phils Fodens og Masons Greenwoods væri klárt brot á reglum um sóttkví, en leikmennirnir fengu til sín íslenskar stúlkur og gerðust þar með sekir um brot á sóttvarnalögum. Málið var rannsakað hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu og voru leikmennirn- ir sektaðir um 250 þúsund krónur hvor. Greint var frá því í gær að Heilsu- gæslan á höfuðborgarsvæðinu myndi nú halda úti töku einkennasýna inn- andyra. Hingað til hafa sýnin verið tekin inn um bílglugga í sýnatöku- tjaldi fyrir utan gamla Orkuhúsið við Suðurlandsbraut. Óskar Reykdals- son, forstjóri Heilsugæslunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nú þegar „veðrið er orðið rysjótt þá er praktískara fyrir okkar fólk að þetta sé gert í húsi“. Gangaverðir verða á svæðinu og vísa fólki veginn þegar gengið er til sýnatöku að sögn Óskars. Hann segir að ýtrustu sótt- varnaráðstöfunum sé fylgt og því fel- ist engin áhætta í sýnatöku. Einn á sjúkrahúsi með væg einkenni veirunnar  Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi  Þrjú ný innanlandssmit Ljósmynd/Almannavarnir Tveir Rögnvaldur Ólafsson og Þórólfur Guðnason á fundi almannavarna. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fyrirtækið Íslandsþari vinnur að undirbúningi að vinnslu á stórþara eða tröllaþara á Húsavík. Snæbjörn Sigurðarson, sem hefur unnið að verkefninu síðustu mánuði, segir að hugmyndin sé að afla þara, þá einkum stórþara, úti fyrir Norður- landi og nýta jarðhita á Húsavík til að þurrka hráefnið. Varan verði síðan flutt út til frekari vinnslu í matvæla-, heilsu- og lyfjaiðnaði. Uppbygging í vetur Verkefnið var tekið fyrir í byggðarráði Norðurþings í síðustu viku þar sem óskað var eftir aðstoð og samstarfi sveitarfélagsins við ákvörðun endanlegrar staðsetn- ingar og skipulagningu þeirra þátta sem nauðsynlegir eru til að byggja upp starfsemina á Húsavík. Byggð- arráð tók jákvætt í erindið. Fram kom í Fiskifréttum í sum- ar að verkefnið kallaði á fjárfest- ingu upp á rúma tvo milljarða króna. Snæbjörn segir að nokkrir einka- aðilar standi að fyrirtækinu og að viðræður séu í gangi við fjárfesta. Fjármögnun verkefnisins skýrist á næstu dögum. Ef allt gangi upp verði hægt að hefja uppbyggingu útgerðar og vinnslu á Húsavík í vetur. Starfsemin verði svipuð og er hjá Þörungaverksmiðjunni á Reykhól- um nema hvað áhersla verði lögð á tröllaþara og fullvinnslu. Um stórt fyrirtæki yrði að ræða á húsvískan mælikvarða og gætu allt að 80 stöðugildi í landi og 20 á sjó fylgt starfseminni. Verðmæti unnin úr stórþara  Yrði stórt fyrirtæki á húsvískan mælikvarða  Áhersla á fullvinnslu Stórþari Byggðarráð Norðurþings tók vel í hugmyndir um vinnslu. Krabbameinsfélagið óskaði eftir því að gögn sem styddu fullyrðingar fulltrúa Sjúkratrygginga Íslands um starfsemi félagsins yrðu send félaginu fyrir hádegi í gær. Slík gögn bárust ekki en Sjúkratrygg- ingar svöruðu þó erindinu og ósk- uðu eftir staðfestingu frá Krabba- meinsfélaginu á því að kröfur til starfseminnar væru uppfylltar. Það staðfesti Krabbameinsfélagið. Tryggvi Björn Stefánsson, læknir og fyrrverandi fulltrúi Sjúkratrygg- inga, sagði í Kastljósi í síðustu viku að gæðaeftirliti og gæðaskráningu í leitarstarfi félagsins hefði verið verulega ábótavant. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga sagði í gær að hún hefði ekki séð nein gögn sem gætu staðið undir þeirri fullyrðingu en sagði þó að nýtt skjal hefði komið fram sem Sjúkratryggingar myndu fara yfir með landlækni í dag. Skjal- ið, sem er frá áramótum 2017/2018, hefur þegar verið afhent Krabba- meinsfélaginu. Skjalið var útbúið af Sjúkratryggingum og fjallar um ár- angur af þjónustusamningi þeirra við Krabbameinsfélagið. Krabbameinsfélagið gaf það út á sunnudag að ef gögn kæmu fram sem styddu fullyrðingar Tryggva myndi félagið ekki komast hjá því að „loka starfsemi Leitarstöðvar- innar umsvifalaust“. Þá sagði félag- ið einnig að ef Sjúkratryggingar gætu ekki framvísað slíkum gögn- um fyrir frest liti Krabbameins- félagið svo á að þau væru ekki til og að ummæli Tryggva væru „stað- lausir stafir“. Engin gögn bárust Krabbameinsfélaginu  Án gagna séu ummælin staðlausir stafir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.