Morgunblaðið - 08.09.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.09.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 2020 Þeir sem „hafa ríka réttlætis-kennd“ og vita betur í þeim efn- um og öðrum en aðrir vilja tak- marka málfrelsi annarra og gera það af góðum hug. Páll Vilhjálmsson skrifar um það:    Dagblöðum meðranga skoðun á meintum loftslags- breytingum af mannavöldum var lokað af öfgahópi er kennir sig við út- rýmingu og uppreisn.    Gerðist í höfuðborg Bretlands.   Douglas Murray í Telegraph vek-ur athygli á tvennu:    Dagblöðin sem voru skotmörkineru öll til hægri í pólitíska lit- rófinu.    Í öðru lagi er stórt hlutfallaðgerðasinna í útrýmingu og uppreisn miðaldra fólk í þokka- legum efnum.    Þessu fólki leiðist, segir Murray,og finnur tilgang í lífinu í öfga- hópi með trúarívafi.    Líffræðin virkar þannig að upp úrmiðjum aldri dofnar kynhvötin.    Tilgangur lífsins verður óskýrariþegar fólk hættir barneignum.    Óstabílir einstaklingar, yfirleittvinstrimenn, finna sér tilgang í trúarkreddum, einkum ef hún felur í sér heimsendi.    Í einni setningu: glötuð greddaverður kredda.“ Páll Vilhjálmsson Er viagra svarið? STAKSTEINAR STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Heilbrigðisráðherra hefur staðfest samning milli Sjúkratrygginga Ís- lands og LaserSjónar ehf. um auga- steinsaðgerðir fyrir sjúkratryggða einstaklinga. Einstaklingar sem fá þjónustu samkvæmt samningnum þurfa að uppfylla sömu skilyrði fyrir aðgerð og giltu í fyrri samningi um auga- steinsaðgerðir. Samningurinn er gerður til eins árs og tók gildi um mánaðamótin. Fram kemur á vef Sjúkratrygginga að samningurinn sé gerður í kjölfar verðfyrirspurnar þar sem óskað var tilboða í fram- kvæmd 600 augasteinsaðgerða á 12 mánaða tímabili. Í ljósi hagstæðs tilboðs skapist svigrúm til að fjölga aðgerðum á árinu um allt að 10- 15%. Með staðfestingu ráðherra hefur samningurinn öðlast gildi og eru þá þrír aðilar sem framkvæma auga- steinsaðgerðir með greiðsluþátt- töku hins opinbera, þ.e. Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri og Laser- Sjón. Samkvæmt síðustu skýrslu um biðlista frá embætti landlæknis var beðið eftir 1.114 augasteinsaðgerð- um í október á síðasta ári. Samið um augasteinsaðgerðir  Samningur við LaserSjón framlengdur um ár  Svigrúm til að fjölga aðgerðum Ljósmynd/Ólafur Már Björnsson Aðgerð Augnlæknir á einkastofu framkvæmir aðgerð á sjúklingi. Brottkast á bæði þorski og ýsu jókst í botnvörpu árið 2017 og var um töluverða aukningu að ræða í báðum tegundum. Metið brottkast á þorski var það hæsta sem mælst hefur í það veiðarfæri. Í niðurstöðum Hafrannsókna- stofnunar á mælingum á lengdar- háðu brottkasti þorsks 2017 kem- ur fram að reiknað brottkast þorsks í línuveiðum jókst frá árinu áður, og var um 608 þúsund fiskar eða 384 tonn, sem samsvarar 2,9% af heildarfjölda landaðs afla ársins eða um 0,5% af heildarþyngd. Reiknað brottkast þorsks í botnvörpuveiðum jókst að sama skapi töluvert frá síðasta mati, og var um 3.353 þús. fiskar eða 5.274 tonn, sem gerir um 12,2% af heildarfjölda eða 3,9% af heild- arþyngd landaðs afla í botnvörpu. Reiknað brottkast fyrir árið 2017 í þessum tveimur veiðarfær- um var því nokkuð hátt, eða 8,2% af heildarfjölda landaðs afla, og 2,6% af heildarþyngd landaðs afla. Brottkast úr línu og botnvörpu var meira en þegar þessi veið- arfæri voru síðast skoðuð árið 2015. Brottkast á þorski í netum var svipað og undanfarin ár, en þó var metið brottkast 2018 hærra en langtímameðaltal. Árið 2018 dró úr brottkasti bæði þorsks og ýsu á línuveiðum miðað við árið á undan. Brottkast er mælt við línuveiðar á hverju ári, en í botnvörpu- og netaveiðum annað hvert ár á víxl. Lengdarmælingar Meginaðferðin sem beitt er til að meta brottkastið er háð því að til séu lengdarmælingar á afla upp úr sjó annarsvegar (sjósýni), þ.e. áður en hugsanlegt brottkast á sér stað, og hinsvegar lengdarmæling- ar á lönduðum afla (landsýni), þ.e. eftir að brottkast hefur farið fram. Með samanburði á slíkum lengd- ardreifingum, og með tilteknum útreikningum, er unnt að meta brottkast, þar sem mismunur lengdardreifinganna er mælikvarði á brottkast, segir í skýringum á aðferðum. Forsenda útreikninganna er að ekkert brottkast eigi sér stað eftir að tiltekinni lengd er náð. Aðferðin byggist þannig á því að brottkast sé lengdarháð og fiski (smáfiski) á tilteknu lengdarbili sé hent en stærri fiskur hirtur. aij@mbl.is Aukið brottkast á botnvörpuveiðum  Var 3,9% af þyngd landaðs afla 2017

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.