Morgunblaðið - 08.09.2020, Side 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 2020
Æðsta stofnun þjóðkirkjunnar, kirkjuþing,
kemur saman 10. september nk. til að samþykkja
nýja skipan kirkjumála í framhaldi af viðbót-
arsamningi ríkisins og kirkjunnar frá 6. sept-
ember 2019.
Af því tilefni skora ég á þingfulltrúa að taka til
afgreiðslu með afbrigðum á þingsköpum þá ós-
mekkvísi og trúarbrenglun, sem fræðslunefnd
þjóðkirkjunnar á biskupsstofu hefur sett fram
sem nýtt efni sunnudagaskólans, með forsíðu-
mynd af Kristi í litum regnbogans, sem varalit-
aðri konu með brjóst!
Ekkert getur bætt þessa framkomu Biskups-
stofu og fræðslunefndar kirkjunnar nema af-
dráttarlaust samþykki kirkjuþings um að aftur-
kalla þetta efni sunnudagaskóla kirkjunnar og
veita biskupi Íslands áminningu um þessa fram-
kvæmd, með ósk um að fræðslunefnd þjóðkirkj-
unnar og samskiptastjóra hennar, sem í fjölmiðl-
um hefur rökstutt ákvörðunina, verði sagt upp.
Áskorun til kirkjuþings
Eftir Halldór Gunnarsson
Halldór Gunnarsson
»…nema sam-
þykki kirkju-
þings um að
afturkalla þetta
efni og veita
biskupi Íslands
áminningu. Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur í Holti.
Að undanförnu hefur
nýtt aðalskipulag, sem
gerir ráð fyrir því að
hringvegurinn liggi
sunnan þéttbýlisins í
Vík, í stuttum jarð-
göngum undir Reyn-
isfjall, ekki verið í frétt-
um á hverjum degi.
Best hefði verið ef fyrr-
verandi þingmenn Suð-
urlands hefðu fyrir
löngu staðið saman og
flutt tillögu um að flýta útboði gang-
anna sem leysa af hólmi núverandi
veg á snjóþungu og illviðrasömu
svæði milli Reynishverfis og Víkur-
þorps. Þessi veggöng undir Reyn-
isfjall, sem deilt hefur verið um alltof
lengi, koma öllum landsmönnum til
góða. Þau hefði átt að ákveða mörg-
um árum á undan Vaðlaheiðar- og
Héðinsfjarðargöngum. Veglínurnar,
sem deiluaðilar geta ekki samið um,
gera ráð fyrir hefðbundnum láglend-
isvegi. Öllu máli skiptir að þessi veg-
ur standist hertar öryggiskröfur
ESB og losni við brekkur og blind-
hæðir sem skapa vandræði. Skamm-
arlegt er að þingmenn Suður-
kjördæmis skuli aldrei hafa tekið
þetta mál upp í samgöngunefnd Al-
þingis áður en blekkingum var beitt
til að fá Vaðlaheiðargöng samþykkt.
Á núverandi hluta hringvegarins
vestan Víkurþorps og um Reynis-
hverfi er ástandið til háborinnar
skammar og engum bjóðandi. Við
þessu skulu allir þingmenn Suður-
kjördæmis og ráðherra samgöngu-
mála bregðast. Honum er skylt að
svara því hvort það sé heppilegt að
þjóðvegurinn, með öllum sínum um-
ferðarþunga, liggi um ókomin ár
þvert yfir neysluvatnsból Víkurbúa.
Óþolandi er að engin svör skuli fást
þegar þingmenn Sunnlendinga eru
spurðir hvort nú sé tímabært að þeir
standi saman og flytji á Alþingi
frumvarp um að ríkisstjórnin taki á
þessu vandamáli í eitt skipti fyrir öll.
Allir þingmenn Suðurkjördæmis
skulu svara því hvort þetta vandamál
og tvöföldun Suðurlandsvegar skuli
hafa forgang áður en tími Vest-
mannaeyjaganga kemur. Skamm-
arlegt er að fyrrverandi innanrík-
isráðherra skyldi alltaf færast undan
í flæmingi þegar vonsviknir heima-
menn í Víkurþorpi sendu honum
skýr skilaboð um að það væri óþol-
andi að sjá slysahættuna aukast á
hverjum degi, sem sívaxandi umferð
flutningabifreiða í gegnum íbúðar-
hverfið skapar. Þetta skulu ábú-
endur í Reynishverfi kynna sér
vandlega, í stað þess að berjast gegn
stuttum veggöngum undir Reynis-
fjall og nýrri veglínu. Vestan Vík-
urþorps er tilgangs-
laust fyrir þá að halda í
núverandi veg, sem
sleppur aldrei við 70-80
m veðurhæð á sekúndu
og 6-10 metra snjó-
dýpt. Það gengur ekki
öllu lengur að þing-
menn Sunnlendinga
komi sér undan því að
svara réttmætum
spurningum heima-
manna, sem hafa alltof
lengi mátt þola þetta
óréttlæti. Heimamenn í
Reynishverfi geta ekki krafist þess
að Vegagerðin byggi upp hindr-
unarlausan heilsársveg á illviðra-
sömu og snjóþungu svæði vestan
Víkurþorps sem verður aldrei
öruggt fyrir snjóflóðahættum. Á
hringveginum er Reynisfjall eina
verulega misfellan. Þar hafa snjó-
þyngsli, illviðri og hálka oft skapað
vandræði. Vegurinn upp á fjallið að
vestanverðu um Gatnabrún, sem
uppfyllir ekki hertar öryggiskröfur,
lendir alltaf í klóm náttúruaflanna
þegar starfsmenn Vegagerðarinnar
treysta ekki veðurspánum. Fyrir
þetta þræta heimamenn vestan
Reynisfjalls, sem sigla undir fölsku
flaggi þegar þeir ítreka hvað eftir
annað andstöðu sína gegn færslu
hringvegarins til suðurs og stuttum
jarðgöngum undir Reynisfjall. Vest-
an Víkurþorps geta snjóflóð lokað
núverandi vegi án þess að ábúendur
í Reynishverfi viðurkenni þessar
staðreyndir, sem tala sínu máli. Nú-
verandi vegir, sem tryggja aldrei
öruggar vegasamgöngur, bjóða frek-
ar upp á mikla slysahættu þegar fár-
viðri kemst í fréttirnar þvert á allar
veðurspár. Um miðjan febrúar árið
2000 kynnti Sturla Böðvarsson, þá-
verandi samgönguráðherra, jarð-
gangaáætlun Vegagerðarinnar sem
eitt forgangsverkefni fyrir Vestfirði,
Norður- og Austurland. Í viðtölum
við fyrrverandi ráðherra kom fram
að þessar samgöngubætur yrðu fjár-
magnaðar með sölu ríkiseigna. Eng-
in svör fengust þegar fyrrverandi
þingmenn Suðurlands voru spurðir
hvers vegna það mátti ekki koma
samgöngumálum Víkurþorps, Mýr-
dals og Reynishverfis í viðunandi
ástand með þessari sölu sem snerist
upp í pólitískan skrípaleik.
Flýtum framkvæmdum við stutt
veggöng undir Reynisfjall.
Eftir Guðmund
Karl Jónsson
» Vestan Víkurþorps
og um Reynis-
hverfi er ástandið
til skammar.
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
Ný veglína sunnan
Víkurþorps
Íslendingar hafa nú
búið við takmarkanir á
samkomufrelsi, ferða-
frelsi og atvinnufrelsi í
um hálft ár í tilraunum
stjórnvalda innanlands
og utan til að hefta út-
breiðslu nýrrar, bráð-
smitandi, en tiltölulega
hættulítillar veiru,
SARS-CoV-2, sem
fyrst varð vart í borg-
inni Wuhan í Kína í nóvember eða
desember 2019. Skammstöfun Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
á heimsfaraldrinum er COVID-19.
Allar sóttvarnaráðstafanir grípa
inn í persónulega hagi fólks og þær
eru dýrkeyptar. Sóttvarnaráðstaf-
anir síðasta misserið hafa gengið
mjög nærri hagkerfum flestra landa,
ekki síst Íslands, vegna mikils vægis
ferðaþjónustu í vergri landsfram-
leiðslu (VLF). Þess vegna er nauð-
synlegt, áður en sóttvarnaráðstaf-
anir eru ákveðnar, að vega og meta
ólíka valkosti í því augnamiði að lág-
marka tjónið. Einvörðungu að há-
marka sóttvarnaáhrifin er ekki endi-
lega besta lausnin.
Lagaleg réttindi í húfi
Hin gullna regla, sem við á um
sóttvarnaráðstafanir, er að stjórn-
völd gæti meðalhófs. Hún kemur að
góðu haldi, þegar leitað er lausna
sem lágmarka tjónið. Það verður að
hafa uppi smitvarnir gegn heimsfar-
aldri, en ef þær keyra úr hófi fram
m.v. afleiðingar sýkingar verða þær
dýrari en nemur ávinninginum af að
fækka smitum. Það er vel þekkt við-
fangsefni innan verkfræðinnar að
lágmarka tjón eða hámarka ávinn-
ing, þar sem ólíkir kraftar togast á,
og kallast aðferðafræðin bestun (e.
optimisation).
Á Íslandi og annars staðar í Evr-
ópu er tekið að gæta þreytu almenn-
ings gagnvart langdregnum sótt-
varnaaðgerðum. Í Berlín og víðar
hafa tugþúsundir hópast saman til
að mótmæla frelsisskerðingu yf-
irvalda, en hafa um leið stóraukið
smithættu. Hérlendis hafa lögfræð-
ingar, góðu heilli, tjáð sig opinber-
lega um réttindaskerðinguna, sem í
sóttvörnunum hefur
falist. Sigríður Á. And-
ersen þingmaður tjáði
sig í útvarpsþætti 15.8.
2020, daginn eftir að
forsætisráðherra
kynnti ákvörðun rík-
isstjórnarinnar um tvö-
falda skimun komuf-
arþega og fimm daga
sóttkví. Þessi ákvörðun
orkar mjög tvímælis,
lagalega og efnahags-
lega, þótt hún þyki
sóttvarnalega best.
Reimar Pétursson lögmaður ritaði
skelegga gagnrýni á stjórnvöld á vef
Fréttablaðsins 29.8. 2020. Niðurlag
greinarinnar hljóðaði þannig, og er
engu við lögfræðiþáttinn að bæta úr
þessum ranni hér:
„Nú er svo komið, að íslenskt sam-
félag hefur verið rekið án tillits til
stjórnarskrár og laga um margra
mánaða skeið. Fátt bendir til, að
rofa muni snarlega til og að þessu
ástandi sloti fljótlega. Réttlæting
þessara ráðstafana getur því vart
verið sú, að þær séu skammvinnar.
Sú krafa er því brýn, að stjórnarskrá
og lög séu virt.“
Stjórnvöld telja sig vera í fullum
rétti með sínar íþyngjandi aðgerðir,
en lögmaðurinn hefur mikið til síns
máls. Það er dómstólanna að skera
úr þessum lagalega ágreiningi, en
eftir stendur, að stjórnvöld virðast
hafa farið offari í sóttvarnamálum og
brotið meðalhófsreglu stjórnsýslu-
laga, sem fullt tilefni var þó til að
virða í baráttunni við þessa veiru.
Meðalhófsins ber að leita
Jón Ívar Einarsson, prófessor við
læknadeild Harvard-háskóla, ritaði
grein í Morgunblaðið 29.8. 2020 und-
ir heitinu: „Hinn vandrataði meðal-
vegur veirunnar“. Hann bendir þar á
lágt dánarhlutfall hérlendis af völd-
um téðrar veiru, eða um 1/500 af
sýktum, en dánarlíkur af völdum
hjarta- og æðasjúkdóma sé 1/7, af
völdum bílslysa 1/114 og af völdum
slysa á gangandi vegfarendum 1/647.
Til samanburðar var dánartíðnin af
völdum hinnar skæðu ebólu-veiru,
sem geisaði í Vestur-Afríku á fyrsta
áratug þessarar aldar, u.þ.b. 1/1,7.
Grein sinni lauk Jón Ívar þannig og
skal taka undir þau orð:
„Það er óraunhæf útópía að búa í
veirufríu landi, því að það er ekki
hægt að loka veiruna úti til lengdar,
eins og nýleg dæmi frá Færeyjum
og Nýja-Sjálandi sanna. Það er
skynsamlegra að gæta meðalhófs og
vernda lýðheilsu, og þá sérstaklega
vernda viðkvæma hópa, en jafnframt
að hlúa að frelsi einstaklinga og
finna leiðir til að lágmarka skaðann
fyrir alla.“
Tvöföld skimun og sóttkví
Sú aðgerð stjórnvalda í sóttvarna-
málum, sem mesta gagnrýni hefur
hlotið, er að skipa öllum farþegum til
landsins að fara í skimun fyrir kór-
ónuveirunni við komuna og, sé
niðurstaða hennar neikvæð, að fara
samt í aðra skimun eftir um fimm
sólarhringa og í sóttkví, þar til
niðurstaða hennar er ljós. Þetta er
mjög íþyngjandi fyrir komufarþeg-
ana, þar sem töfin spannar lungann
úr dvalarlengd flestra, enda hefur
þetta reynst valda ferðaþjónustunni
og þar með efnahag landsins stór-
tjóni. Spurningin er sú, hvort þessi
sóttvarnaaðgerð sé réttlætanleg
þrátt fyrir ógæfuna, sem henni
fylgir.
Hver sýktur veldur sér og öðrum
(samfélaginu) miklum kostnaði, og
með sóttkvíarkostnaði verður hér
reiknað með meðalkostnaði 3,1
MISK/sýktan. Nettótap af hverjum
ferðamanni, sem hættir við að koma,
er áætlað 100 kISK/farþ. Reiknað er
með, að 1/1500 reynist jákvæður í
seinna skiptið, en neikvæður í fyrra
skiptið. Samt fæst, að það er 30-40
sinnum meiri kostnaður en sparn-
aður af þessu fyrirkomulagi. Frum-
hlaup virðist hafa átt sér stað.
Eftir Bjarna
Jónsson » Besta lausnin virðist
vera að skima alla
farþega við komuna og
viðhafa smitgát, þar til
niðurstaða hennar verð-
ur ljós. Seinni skimun er
of dýrkeypt.
Bjarni Jónsson
Höfundur er verkfræðingur
á eftirlaunum.
bjarnijons1949@gmail.com
Fálm út í loftið?
Óvissan sem einkennir þá krefjandi
tíma sem við lifum á í dag getur haft í
för með sér áhyggjur og kvíða. „Mun
ég eða einhver af mínum nánustu
veikjast?“, „Mun ég halda vinnunni?“,
„Hversu lengi mun faraldurinn
standa yfir?“. Kvíði og áhyggjur eru
eðlileg viðbrögð við þeim fáheyrðu að-
stæðum sem við finnum okkur í. Þeg-
ar áhyggjurnar verða hins vegar
óraunhæfar eða ágengar geta þær
haft skaðleg áhrif á líkamlega og and-
lega heilsu okkar. Við fáum hnút í
magann og blóðþrýstingur hækkar,
við verðum orkulaus og finnst við vera
hjálparvana. Eða við sofum illa og
glímum við einbeitingarskort. Vanda-
málið er að áhyggjur eiga það til að
stigmagnast og leiða til meiri
áhyggna. Þegar áhyggjur sækja að
okkur erum við ekki í núinu – við lát-
um annaðhvort sogast niður í kvik-
syndi fortíðarinnar („Hvers vegna fór
ég í þessa fermingarveislu í síðustu
viku?“) eða óttumst það sem framtíðin
muni færa okkur („Hvað ef mér verð-
ur sagt upp?“). Við þurfum að átta
okkur á því að óvissa er óhjákvæmi-
legur hluti af lífinu, burtséð frá kór-
ónuveirunni. Veit einhver raunveru-
lega hvað muni gerast á morgun, í
næsta mánuði, á næsta ári eða jafnvel
bara á næstu 10 mínútum?
Drögum athyglina
að líðandi stund
Við erum hönnuð til að vera í núinu
og takast á við áskor-
anir lífsins. Tökum
íþróttir sem dæmi: Ef
við værum ekki hönnuð
til að takast á við óvissu
myndu íþróttamenn
aldrei fara út á völl,
hoppa í sundlaugina eða
skíða niður bratta
brekku. Íþróttamenn
takast á við óvissu á
hverju augnabliki. Þeir
spila leikinn. Alveg eins
og íþróttamönnum er
okkur ætlað að taka þátt í og láta ber-
ast með ánni með tilheyrandi ófyr-
irsjáanleika og óvissu. Annars yrðum
við kyrr, föst á bökkum árinnar, og
hefðum áhyggjur af því sem við vær-
um að fara að gera.
Til að geta tekist á við óvissuna sem
fylgir áskorunum eins og kórónuveir-
unni þurfum við tæki og tól. Hér fyrir
neðan eru þrjár gagnlegar aðferðir:
1. Komdu þér upp aðferð
til að hætta að hafa áhyggjur
Næst þegar þú tekur eftir því að
áhyggjur sækja að þér er gott að sjá
fyrir þér stoppmerki eða heyra við-
vörunarbjöllu í huganum. Veltu síðan
fyrir sér hvort áhyggj-
urnar skili einhverju.
Svarið verður að öllum
líkindum nei.
2. Komdu þér
aftur í núið
Áhyggjur varða yfir-
leitt fortíð eða framtíð:
„Hvers vegna keypti ég
ekki nóg af grímum í
síðustu viku?“ eða
„Hvað mun gerast ef ég
verð ekki komin/n með
vinnu eftir mánuð?“ Til
að koma þér aftur í núið er gott að
anda djúpt niður í maga, jarðtengja
þig og taka eftir hvernig þér líður í
stað þess að vera upptekinn af flæði
hugsana þinna.
3. Hugleiddu hvað þú
getur gert fyrir aðra
Eitt af því mest gefandi sem við
getum gert er að hjálpa öðrum. Lok-
aðu augunum og sjáðu fyrir þér vin,
ættingja, vinnufélaga eða einhvern
sem þú hefur ekki hitt lengi. Veltu
síðan fyrir þér hvað þú gætir gert fyr-
ir viðkomandi sem myndi auðvelda líf
hans eða draga úr streitu. Það er
gagnlegt að einbeita sér að öðrum.
Þegar við stöldrum við, kyrrum
hugann og einbeitum okkur að öðrum
verða áhyggjurnar að engu.
Að takast á við óvissu
Eftir Ingrid
Kuhlman
Ingrid Kuhlman
Höfundur er framkvæmdastjóri
Þekkingarmiðlunar og með meistara-
gráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
ingrid@thekkingarmidlun.is
» Þegar við stöldrum
við, kyrrum hugann
og einbeitum okkur að
öðrum verða áhyggj-
urnar að engu.