Morgunblaðið - 08.09.2020, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 2020
✝ Ingólfur Krist-ófer Sigur-
geirsson fæddist í
Reykjavík 13. ágúst
1936. Hann lést á
Hrafnistu Skóg-
arbæ 23. ágúst
2020. Foreldrar
Ingólfs voru Jóna
Ingibjörg Ágústs-
dóttir, f. 22.8. 1914,
d. 27.2. 1993, og
Sigurgeir Jóhanns-
son, f. 13.1. 1911, d. 9.9. 1943.
Ingólfur var næstelstur í hópi
fimm alsystkina, sá elsti var Jó-
hann, f. 1935, þá Ásthildur, f.
1937, Erla, f. 1939, þau eru öll
látin, en yngst er Soffía, f. 1941,
og hálfbróðir Hreggviður S.
Sverrisson, f. 1952.
Þegar Sigurgeir faðir Ingólfs
féll frá haustið 1943 stóð Jóna
Ingibjörg ein uppi með börnin
fimm og voru elstu börnin þeir
Jóhann og Ingólfur sendir í fóst-
ur. Þá voru þeir bræður aðeins
sjö og átta ára
gamlir. Þeir fóru
fyrst í fóstur á
Vatnsleysuströnd,
en staðirnir urðu
fleiri og dvaldi Ing-
ólfur víða um land,
meðal annars í
Landeyjasveit. Ing-
ólfur saknaði móður
sinnar mjög og var
æskan að hans sögn
ekki alltaf auðveld.
Móðir hans kynntist svo seinni
manni sínum Sverri G. Mey-
vantssyni 1950 og átti með hon-
um soninn Hreggvið.
Ingólfur, eða Ingi) fór snemma
til sjós og vann margvísleg störf
bæði til sjós og lands. Sjómennsk-
an átti þó alltaf stóran sess í huga
hans. Hann vann m.a. um tíma
sem bílstjóri bæði á trukkum og
á leigubílum. Ungur kynntist
hann unnustu sinni Önnu Snjó-
laugu Þorvaldsdóttur, f. 17.3.
1939, d. 5.11. 1967. Það varð hon-
um mikið áfall að missa Önnu,
hún var stóra ástin í lífi hans. Síð-
ar kynntist hann eiginkonu sinni
Gerde sem kom frá Þýskalandi,
en hún tók síðar nafnið Gerða
Irena Pálsdóttir, f. 2.6. 1923, d.
10.1. 1999. Þau bjuggu í Reykja-
vík og víðar. Það var Inga að
vonum mikið áfall að missa
Gerde og má segja að líf hans
hafi farið á hliðina við það. Móðir
hans féll frá í febrúar 1993 og
var það honum þungbært. Bakk-
us kom því oftar við og urðu þeir
félagar heldur nánir um tíma.
Ingi varð heimilislaus nokkr-
um árum eftir fráfall eiginkon-
unnar og var um tíma í gistiskýli
í gamla Farsóttarhúsinu og víðar
en flutti svo á Njálsgötu 74 árið
2011 og var þar með búsetu þar
til hann fluttist á hjúkrunarheim-
ili. Eftir um sex mánaða dvöl á
sjúkrahúsum varð ljóst að hann
myndi ekki flytjast aftur heim.
Eftir dvöl á öldrunardeild á
Landakoti flutti hann fyrst á
Hjúkrunarheimilið Hjallatún í
Vík í Mýrdal og síðan í varanlega
vistun á Hrafnistu Skógarbæ í
apríl sl.
Útför Ingólfs fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík 8. sept-
ember 2020 kl. 15.
Ingólfur vinur minn kvaddi
þessa jarðvist 10 dögum eftir 84
ára afmælið. Mér þótti við hæfi
að færa honum góðan penna og
krossgátublað á afmælisdaginn
en hann var hrifinn af fínum
pennum og marga krossgátuna
hefur hann ráðið. Vegna veðurs
og hrakandi heilsu Inga frest-
uðum við kaffihúsaferð en hún
verður víst ekki farin úr þessu.
Ingi var heimilislaus um tíma
og gisti þá meðal annars í gisti-
skýlinu sem var í Þingholts-
stræti. Erna Kaaber tók gott
viðtal við hann og fleiri gesti
skýlisins árið 2005 fyrir rit Geð-
hjálpar. Skemmtileg tilsvör hans
gáfu til kynna hversu stutt var í
kímnina og líka hversu þakklát-
ur hann var fyrir skjól. Hann
fluttist svo á Njálsgötu 74 sem
er búsetuúrræði á vegum
Reykjavíkurborgar. Þar kynnt-
ist ég Inga þegar ég réð mig í
sumarafleysingar 2018. Hann
sagði okkur starfsmönnum
margar sögur sem stundum var
erfitt að fylgja eftir því sögurnar
gátu spannað áratugi. Ingi var
stálminnugur fram á síðasta
dag. Hann glímdi við veikindi
meðal annars vegna afleiðinga
slysa o.fl. og þurfti því að fara
oft á spítala og síðar á hjúkr-
unarheimili. Ég fylgdi honum
gjarnan í þessar sjúkrahúsferðir
og heimsótti hann. Hann var
ekki í miklum tengslum við fjöl-
skyldu sína á þeim tíma og varð
úr að ég ákvað að halda því
áfram. Við urðum góðir vinir
enda gátum við spjallað um
heima og geima.
Það er oft sagt að kötturinn
eigi níu líf en ég tel að Ingi hafi
átt mun fleiri. Það var með ólík-
indum hvernig hann reis upp
aftur og aftur úr lungnabólgu og
öðrum erfiðum veikindum. Alltaf
hresstist Ingi og fór aftur að
reykja og óska eftir bíltúrum.
Við höfðum nýlega farið í banka-
ferð en það voru heilagar stund-
ir að fara í banka og kaffihús á
eftir. Ingi var mikill miðbæjar-
maður og fórum við því oft í
gleraugnaverslunina hjá Rüdig-
er á Laugavegi og til Gilberts
úrsmiðs. Hann þekkti Reykjavík
vel og mundi eftir flestum ef
ekki öllum gömlum húsum og
fyrirtækjum. Eftir að hann flutt-
ist á Skógarbæ urðu Arionbanki
á Bíldshöfða og Bakarameistar-
ann nýju áfangastaðirnir. Kaffi
og birkirúnstykki með smjöri og
svo reykti Ingi nokkrar síga-
rettur til að fullkomna ferðina.
Einstaka sinnum var komið við í
„mjólkurbúðinni“ og varð þá
agnarlítil Baileys fyrir valinu,
þannig að Bakkus var ekki til
vandræða í seinni tíð. Ingi bað
mig oft að skutla sér í Sindra og
þar birgði hann sig vel upp af
níðsterkum vinnufatnaði og í
þannig klæðnaði kveður hann.
Ég minnist Ingólfs sem örláts
manns sem oft gaf þeim sem
minna áttu. Hann var líka hjálp-
samur og barngóður og minntist
oft frændsystkina sinna sem
honum þótti afar vænt um. Ing-
ólfur var glettinn og stundum
kaldhæðinn, hann var stoltur og
sjálfstæður, líka þrjóskur og
þver. Með þessa eiginleika í far-
teskinu hefur hann eflaust kom-
ist í gegnum óblíða ævi oft á
köflum. Ingólfur fékk friðsælt
andlát eftir enn eina lungnabólg-
una. Nú var hann búinn með líf-
in, hann kláraði síðasta borðið.
Hvíldu í friði kæri vinur.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Ragnheiður J.
Sverrisdóttir (Jonna).
Ingólfur Kristófer
Sigurgeirsson
✝ Lovísa MaríaErlendsdóttir
(Jolanta Maria Za-
wacka, Jola) fædd-
ist 12. febrúar
1949 í Szcecin í
Póllandi. Hún and-
aðist á Landspít-
alanum við Hring-
braut þann 22.
ágúst 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Szczensny
Zawacki stýrimaður, f. 4.11.
1926, d. 2010, og Krzysztora
Maria Pouch snyrtifræðingur,
f. 23.3. 1930, d. 2015.
Jola á fjóra bræður sam-
mæðra. Þar af er einn albróðir
sem heitir Janus Zawacki.
Hann býr í Svíþjóð en þau
höfðu alla tíð töluvert sam-
band, hina þekkti hún ekki
mikið.
Hún lærði til þjóns á sínum
unglingsárum og vann eitthvað
við það í Póllandi. Einnig lærði
hún og dansaði
ballett frá barn-
æsku.
Jola kom til Ís-
lands í desember
1969, 20 ára og
fékk fyrst vinnu
við að passa börn.
Hún vann síðan
ýmiss önnur störf,
m.a. var hún mat-
sveinn á Guðrúnu
GK um tíma og var
í eldhúsinu á Brúarfossi sem
aðstoðarmanneskja.
1972 giftist hún Víglundi
Þorsteinssyni. Þeim varð ekki
barna auðið. Þau skildu.
2001 flutti Jola á Sólheima í
Grímsnesi og bjó þar og starf-
aði til dánardægurs.
Útför Jolu fer fram í dag, 8.
september 2020, klukkan 14.
Í ljósi aðstæðna verður ein-
ungis nánustu aðstandendum
og vinum boðið að vera við-
staddir útförina.
Jóla kom til landsins árið 1969.
Fylgdi hún í fótspor móður sinnar
og byrjaði hún á að vinna við að
passa börn. Síðan réð hún sig í
vinnu í eldhúsinu á Landakoti og
fór svo þaðan á elliheimilið
Grund. Þar fannst henni gott að
vinna, enda var starfsfólkið þá
samhent eins og ein stór fjöl-
skylda.
Þar var hún að vinna þegar ég
kynntist henni. Þessari litlu,
brosmildu stúlku sem ég varð ást-
fanginn af. Við gengum í hjóna-
band 8. september 1972. Við flutt-
um til Stokkhólms skömmu síðar
til að freista gæfunnar. Jóla fékk
vinnu við stjórnun í ræstingum
við stórt hótel en ég fór í skóla.
Tveimur árum seinna kom
heimþrá í okkur og við fluttum
aftur heim. Jóla fór að vinna hjá
Helga í Góu og líkaði mjög vel að
vera þar. Hún fór með mér á sjó
sem kokkur á fiskibát (Guðrúnu
GK) og seinna á Brúarfossi, skipi
Eimskipafélagsins þar sem hún
vann einnig í eldhúsinu. Það var á
þeim tíma sem hún var að byrja
að veikjast. Veikindi sem áttu eft-
ir að verða hennar hlutskipti það
sem eftir var ævi hennar og hún
náði aldrei fullum bata af, þó að
hún ætti betri tímabil inn á milli.
Smá saman náðu veikindin þó yf-
irhöndinni og ollu þau m.a. mjög
miklum persónuleikabreytingum
hjá henni.
Það var mikil gæfa fyrir Jólu
þegar hún flutti á Sólheima í
Grímsnesi. Þar blómstraði hún og
hæfileikar hennar til listsköpunar
fengu að njóta sín. Hún málaði og
saumaði út myndir og hélt sýn-
ingar og seldi verk sín. Hún tók
þátt í leiklistarstafi með Leik-
félagi Sólheima framan af og það
var alltaf nóg að gera hjá henni.
Þó að við slitum hjónabandi okkar
vorum við alla tíð vinir og í miklu
sambandi og það leið ekki sá dag-
ur að Jóla hringdi ekki a.m.k. einu
sinni í mig, yfirleitt mun oftar.
Nú hringir hún ekki meir.
Ég vil þakka Jólu samfylgdina
í þessi hartnær 50 ár, þar af rúm
30 í hjónabandi og bið guð um að
varðveita hana þar sem hún er
núna og vona að hún sé frjáls úr
veikindafjötrunum sem voru
henni oft þungbærir.
Víglundur Þorsteinsson.
Það komu margar ljúfar minn-
ingar í hugann þegar ég fékk að
vita af andláti Jolönda Maríu eða
Jólu eins og hún var kölluð.
Mér kom strax í huga orð Jesú
„Sælla er að gefa en þiggja.“ Hún
vildi gefa öðrum fallegar gjafir og
gleðja aðra.
Þegar hún kom í guðsþjónust-
ur í Sólheimakirkju stoppaði hún
við baukinn og gaf til kirkjunnar.
Ég man fyrst eftir Jólu þegar
hún bjó í Hafnarfirði. Þessi lág-
vaxna kona sem sendi frá sér fal-
legt bros þegar ég mætti henni.
Þegar ég vann sem prestur á
Sólheimum urðum við góðir vinir.
Það voru margar stundir þar sem
við sátum saman. Við sungum
saman og enduðum á því að draga
vers úr Biblíunni og biðja saman.
Ég keypti fyrir hana þráðlaus-
an hátalara og við fengum aðgang
að tónlistaforritinu Spotify. Lagið
Hallelúja eftir Leonard Cohen
var í sérstöku uppáhaldi hjá
henni.
Þú gafst mér Jesús gleði og frið
Ég gat sem barn þig talað við
Og sorgin aldrei ýfði sálu mína
Tilveran var traust og hlý
Tært var loftið hvergi ský
Og tilvalið að hrópa halelúja.
Hallelúja, hallelúja.
Nú leiðst við högum langar veg
ljúfi Jesú þú og ég ....
Þetta sungum við oft saman og
Jóla hrópaði með hárri raust við-
lagið Hallelúja.
Jólanda var mikið fyrir að
punta sig og eignast fallega kjóla.
Þegar ég kom til hennar varð hún
að sýna mér fötin sem hún hafði
keypt sér. Hún var stolt og glöð.
Jóla var listakona sem málaði
og saumaði listaverk. Hún fór sín-
ar leiðir og naut þess að skapa.
Útsaumuð mynd eftir Jólu prýðir
eitt af jólakortum Sólheima.
Jóla átti fallega og einlæga trú
á Jesú Krist frelsara sinn. Við
ræddum oft trúarleg málefni og
bænin var henni kær.
Okkar síðasta stund var á
Landspítalanum þar sem hún lá.
Við ræddum um trúna og eilífð-
ina. Eins og oftast þegar við hitt-
umst fengum við okkur orð úr
Biblíunni og báðum saman. Það
var falleg kveðjustund sem er
mér afar kær.
Takk fyrir vináttu þína elsku
Jóla. Takk fyrir allar góða minn-
ingarnar og þann kærleika sem
þú sýndir mér og öðrum í kring-
um þig. Hann var sannur og
hreinn.
Mig langar að enda á sálmi um
trúna á frelsarann Jesú Krist sem
var Jólu kær og við sungum svo
oft í Sólheimakirkju.
Ég leit eina lilju í holti,
hún lifði hjá steinum á mel.
Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk
en blettinn sinn prýddi hún vel.
Ég veit það er úti um engin
mörg önnur sem glitrar og skín.
Ég þræti ekki um litinn né ljómann
en liljan í holtinu er mín!
Þessi lilja er mín lifandi trú,
þessi lilja er mín lifandi trú.
Hún er ljós mitt og von mín og yndi.
Þessi lilja er mín lifandi trú!
(Þorsteinn Gíslason)
Hvíl þú í friði í faðmi frelsarans
kæra vinkona.
En nú varir trú, von og kærleikur, þetta
þrennt, en þeirra er kærleikurinn mest-
ur. (1. Kor. 13: 13)
Sr. Sveinn Alfreðsson
og Valdís Ólöf Jónsdóttir.
Lovísa María
Erlendsdóttir
✝ Hildur Jóns-dóttir fæddist í
Reykjavík 4. janúar
1963. Hún lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 15.
apríl 2020.
Foreldrar Hildar
eru Jón Jónsson, f.
8. mars 1924, og
Hjördís Guðmunds-
dóttir, f. 11. apríl
1927, d. 16. október
2016. Bræður Hildar eru: 1)
Valdimar Jónsson, f. 22. júní
1953. Börn hans eru: a) Ásta
Hjördís, f. 15. feb. 1973, gift
Guðmundi Sigurðssyni, f. 22.
október 1973, börn þeirra eru
Tanja Dögg, f. 1997, Eydís
Erna, f. 2002, og Atli Dagur, f.
2006. b) Jón Ágúst, f. 6. ágúst
1978, giftur Sigurbjörgu Dóru
Ragnarsdóttur, f. 27. apríl 1980.
Börn þeirra eru Anton Darri, f.
2000, Telma Dröfn, f. 2002, og
Karen Brá, f. 2003. c) Brynjar, f.
15. október 1987, d. 4. desember
2014. d) Sölvi Mar, f. 9. ágúst
1996, unnusta Aníta Ýr Strange,
f. 8. nóvember 1996. Börn
þeirra eru Brynjar Leó, f. 2017,
og Oliver Dagur, f. 2018.
2) Sverrir Helgi Jónsson,
fæddur 30. september 1956.
Börn hans eru: a) Jón Þröstur, f.
31. desember 1980. Börn hans
eru Marielle, f. 2007, og Sebast-
ian, f. 2009. b) El-
ísa, f. 28. ágúst
1989. c) Emil, f. 10.
janúar 2001.
Hildur ólst upp í
Heiðargerði og
gekk í Hvassaleit-
isskóla. Hún lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum
við Hamrahlíð
1984. Hún vann við
skrifstofustörf
fyrstu árin eftir stúdentspróf en
útskrifaðist sem nuddari frá
Heilbrigðisskólanum í Ármúla
1996 og fékk meistarabréf árið
2000 og vann við það ásamt and-
legum málefnum sem áttu hug
hennar allan til síðasta dags.
Hildur kláraði BSc í við-
skiptafræði frá HR 2014 og tók
ýmis námskeið bæði sem tengd-
ust viðskiptum, bókhaldi, nuddi
og andlegum málefnum. Síðast-
liðin ár rak hún nuddstofuna
Óskaljós og einnig bókhalds-
stofuna Ásbókun.
Hildur var dugleg að ferðast
innanlands sem utan og oftar en
ekki bauð hún öldruðum for-
eldrum sínum með í ferðir.
Minningarathöfn um Hildi fer
fram í Lindakirkju í dag, 8.
september 2020, klukkan 11.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu
verða fjöldatakmarkanir í kirkj-
unni.
Þegar við heyrðum af andláti
vinkonu okkar reikaði hugurinn
til haustsins 1984. London var
borgin sem leiddi okkur saman.
Við vorum sjö íslenskar stelpur
sem bundumst þar ævilöngum
vináttuböndum. Nú er ein af okk-
ur fallin frá, elsku Hildur okkar.
Það er erfitt að trúa því að við
eigum ekki eftir að hittast allar
saman aftur aupair-skvísurnar.
Það hefur lengi verið draumur
okkar að fara saman til London
og rifja upp gamla tíma.
Hildur var ekki sú okkar sem
tók mesta plássið í hópnum, hún
var sú sem hlustaði á okkur hinar
og kom með góð snjöll ráð. Þegar
við hinar eyddum peningum okk-
ar í föt, skemmtanir og ferðir til
útlanda keypti Hildur hlutabréf.
Hún var sú sem maður gat leit-
að til, bæði til að létta af hjartanu
og líka til að fá gott nudd, en við
nutum góðs af því þegar elsku
vinkona okkar lærði til nuddara.
Hildur fór alltaf sínar eigin
leiðir, það var ekki hægt að fá
hana ofan af því að gera eitthvað
annað en hún var búin að ákveða.
Hildur auðgaði líf okkar, það var
hún sem kynnti okkur andleg
málefni, orkusteina og að til væri
annað líf eftir jarðlífið.
Góða ferð elsku Hildur.
Við viljum senda okkar inni-
legustu samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu Hildar.
Ásdís, Erla, Svava, Kristín
Á., Ragnhildur og Kristín Þ.
Hildur Jónsdóttir
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir
og amma,
ELENORA MARGRÉT
SIGURÐARDÓTTIR,
Reykjafold 20,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 27. ágúst.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn
10. september klukkan 13.
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug.
Sighvatur Sigurðsson
Sigurður H. Sighvatsson
Róbert Þór Sighvatsson Jóhanna Jónsdóttir
Anna María Sighvatsdóttir Jón Atli Kjartansson
og barnabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar