Morgunblaðið - 08.09.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.09.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 2020 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30, nóg pláss. Stólaleik- fimi kl. 10. Bíó í miðrými kl. 13. Tálgað í tré kl. 13. Postulínsmálun byrj- ar aftur þriðjudaginn 15. september kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20. Nánari upplýsingar í síma 411-2702. Allir velkomnir. Árskógar 4 Smíðar, útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12. Botsía með Guðmundi kl. 10. Handavinnuhópur kl. 12-16. Línudans með Ingu kl. 13.45. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 411-2600. Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í handavinnustofu kl. 10. Leikfimi með Silju kl. 13. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Qigong kl. 17-18, allir velkomnir. Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar djákna og Arnhildar organista. Eftir stundina verður gillpartý, söngur og gleði. Verið velkomin, hlökkum til að sjá ykkur. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og spjall við hringborðið kl. 8.50. Skráning á þátttökulista er á skrifstofunni kl. 8.50-16. Myndlistar- námskeið MZ kl. 9-11.30. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Myndlistarhóp- urinn Kríurnar kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Allir velkom- nir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45-15.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Gerðuberg 3-5 Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa, kl.09-12 keramik- málun (Grænagróf), kl. 10-10.20 leikfimi gönguhóps (Sólstofa), kl. 10.30 gönguhópur um hverfið, kl. 13-16 glervinnustofa með leiðbein- anda (Grænagróf). Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30. Jóga kl. 14.30–15.30. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Helgistund kl. 14, prestur frá Grensáskirkju þjónar. Korpúlfar Botísa kl. 10 í dag og helgistund í Borgum kl. 10.30. Spjall- hópur í Listasmiðju hittist kl. 13 í Borgum í dag. Sundleikfimi með Brynjólfi í Grafarvogssundlaug kl. 14. Hádegisverður kl. 11.30-12.30 og kaffitími kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir í Borgir, þar sem gleðin býr og minnum á kynningarhátíðina á morgun kl. 13, vonumst til að sjá ykkur sem flest. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag hittist bútasaumshópur kl. 9-12. Þá verður hópþjálfun með sjúkraþjálfara kl. 10.30-11.15. Bókband verður á sínum stað í smiðju 1. hæðar milli kl. 13-17 og einnig Handa- band milli kl. 13-15.30. Þá verður söngstund í matsal milli 13.30-14.30. Verið öll velkomin til okkar á Lindargötu 59! Seltjarnarnes Vatnsleikfimii í sundlauginni kl. 7.10. Kvennakaffi í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Pútt á Skólabraut kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Brids í Eiðismýri kl. 13.30. Helgistund á Skólabraut kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Ath. nk. fimmtudaginn verður bingó í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Allir velkomnir. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Leikfimi kl. 13. Bóka- bíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Veiði * samkvæmt Gallup jan.-mars 2019 Sölufulltrúi Berglind Guðrún Bergmann, berglindb@mbl.is, 569 1246 Ertu að leita að  FÓLKI? 75 til 90 þúsund manns, 18 ára og eldri, lesa blöð Morgunblaðsins með atvinnuauglýsingum í hverri viku* Þrjár birtingar á verði einnar Birt í atvinnublaði Morgunblaðsins í aldreingu  mmtudögum Birt í atvinnublaði Morgunblaðsins  laugardegi. Birt  mbl.is Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verk- efni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Húsviðhald mbl.is alltaf - allstaðar Vegna flutninga og skipulagsbreytinga Seljum neoprene mittisvöðlur og skó til strandveiða. Eining öndunarvöðlur og skó. Flugustangir og fluguhjól, strandveiðistangir, og hjól. Ásamt úrvali af spúnum til lax, silungsveiða og strandveiða, ásamt ýmsu veiðidóti til sportveiða. Opið verður á miðviku- og fimmtudag frá kl. 13.00-17.00 og föstudag frá kl. 13.00-16.00. I. Guðmundsson ehf., Nethyl 1, 110 Reykjavík, sími 533 1999 ✝ Jón KristjánSigursteinsson fæddist í Hlíð í Höfðahverfi í Grýtubakkahreppi 4. apríl 1947. Hann lést í Keflavík 3. ágúst 2020. Foreldrar Jóns voru Sigursteinn Jónsson, vélstjóri frá Grenivík, f. 12. júlí 1911, d. 18. ágúst 1949, og Þóra Kristjáns- dóttir, ráðskona frá Eyrar- húsum í Tálknafirði, f. 28. apríl 1913, d. 5. febrúar 2005. Jón átti þrjár systur. 1) Hild- ur Marý Sigursteinsdóttir, f. 18. ágúst 1940 á Akureyri. Hún lést 25. apríl 1999. Eiginmaður hennar var Níels Brimar Jóns- son, þau eignuðust 3 börn. 2) Þórunn Eydís, f. 12. maí 1944 á Grenivík. Eiginmaður hennar er Þór Þorvaldsson, þau eiga 5 dætur. 3) Steinunn, f. 18. sept- ember 1949 á Grenivík, d. 20. ágúst 1960. Jón kvæntist Guðnýju Fjólu Sigurðardóttur. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1. Guðmundur Þór, f. 25. apríl 1976, eiginkona hans er Helena Kaldalóns, f. 27. nóvember 1978. 2. Sigursteinn Mar, f. 26. júní 1978, hans kona er Hilma Dögg, f. 28. apríl 1981, þau eiga Guð- mund, f. 2017. Hilma Dögg á einnig Hávarð Mána, f. 2004, og Hönnu Mist, f. 2012. 3. Eydís Marý, f. 2. maí 1981. Henn- ar maður er Guð- mundur Gunn- arsson. Þau eiga fjóra syni. Elstur er Gunnar Örn, f. 2003, þá Helgi Þór, f. 2008, og tvíbur- arnir Fenrir Frosti og Ýmir Eldjárn, f. 2013. 4. Andvana drengur, f. 1987. Jón hóf ungur að stunda sjó- mennsku. Var rétt 15 ára gam- all þegar hann réð sig fyrst á togara, en hann var um ævina við sjómennsku af öllu tagi, á varðskipum, í fraktsiglingum, á fiskiskipum og róðrarbátum. Hann var um árabil á ýmsum skipum Útgerðarfélags Akur- eyringa. Eftir að hann flutti frá Akureyri þar sem hann bjó lengi var hann um árabil í Vest- mannaeyjum og stundaði þar sjómennsku á árunum 1999 og fram til áranna 2004 til 2005. Áður hafði hann um skeið búið í Fellabæ og starfað við bílasölu. Jón slasaðist illa við störf sín til sjós og byggði upp nýjan starfs- feril við bílasölu. Hann átti og rak Bílasölu Norðurlands á Akureyri um árabil. Minningarathöfn um Jón fór fram í Reykjavík 16. ágúst 2020 með nánustu ættingjum og vin- um. Jón, eða Nonni frændi eins og hann var iðulega nefndur, féll skyndilega frá. Þegar dauðinn kemur algjörlega að óvörum verður það nánustu ættingjum og vinum mikið áfall. Við gerðum ekki ráð fyrir öðru en að hitta hann aftur. Hann hafði nýlega verið á ferðinni fyrir norðan, í sínum gamla heimabæ. Einu sinni sem oftar að flytja bíl milli landshluta. Í Akureyrarferðum sínum dvaldi hann jafnan hjá systur sinni. Í þessari síðustu ferð Nonna til Akureyrar áttu þau systkinin góðar stundir yf- ir kaffibolla á morgnana áður en haldið var út í daginn. Þau rifjuðu upp gamlar stundir frá því þau voru að alast upp á Grenivík og fóru yfir lífið og tilveruna, en líkt og hjá flest- um skiptust þar á skin og skúr- ir. Jón var vinur vina sinna, traustur og vildi hvers manns götu greiða. Þá var hann rausnarlegur við sitt fólk og hafði gaman af að gauka að því einhverju sem gladdi. Á yngri árum þegar hann var á sjó leit hann iðulega í inniverum til systra sinna og kom þá gjarnan færandi hendi með fisk meðferðis. Það kom sér ágætlega fyrir heimilisbók- haldið. Stundum fékk hann systra- dæturnar til að hlaupa fyrir sig í búð að kaupa kók eða annað smáræði og alltaf var sá háttur hafður á að þær máttu eiga af- ganginn. Sem oftar en ekki var býsna drjúgur. Minnisstætt er þegar Nonni kom eitt sinn heim úr siglingu með fimm stórar og fallegar brúður sem hann færði systra- dætrum sínum. Brúður af því tagi höfðu ekki áður sést og þóttu mikið undur, stórar og glæsilegar. Þær voru árum saman stórglæsilegt stofustáss á heimilinu. Eins hafði hann gjarnan í farteskinu framandi útlent sælgæti sem enginn hafði áður bragðað á. Og varð fyrir vikið nokkuð vinsæll gaur á Stór-Skarðshlíðarsvæðinu. Samband okkar við Nonna frænda var alla tíð gott, enda ekki við öðru að búast af manni með hans geðslag. Hann var yfirleitt ekki að flækja hlutina. Sagði sína meiningu og var ekki að erfa neitt við nokkurn mann. Það sem upp úr stendur við leiðarlok er hversu einstak- lega greiðvikinn hann var og al- mennilegur, alla tíð boðinn og búinn að rétta hjálparhönd og aðstoða sitt fólk. Æviskeið manns líkt mistri dag einn sést, að morgni síðan hverfur. Fjarar það út, svo fljótt það getur gerst að fölnar lífsins skerfur. Mun hinn látni þá lífið aftur fá? Ljáðu eyra Drottins spá: Raust hans ljúf þá látnu vekur, aftur líf mun Guð þeim fá. Því hann af hjartans löngun mun þá handaverk sín þrá. Höfum trú og undrumst ekki, eyrum allra köll hans ná. Og líf um alla eilífð fær Guðs eigin sköpun þá. Engan sinn vin Guð yfirgefur þann sem armur dauðans tekur. Í minni sér Guð sífellt geymir hann, af svefni dauðans vekur. Sá sem upp þá rís öðlast, ef hann kýs, eilíft líf í paradís. (Jobsbók 14:13-15) Þínar systradætur; Margrét Þóra, Helga Sigríður, Ingibjörg Ebba, Hjördís Vala og Steinunn María. Jón Kristján Sigursteinsson Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.