Morgunblaðið - 08.09.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 2020
Við erum sérfræðingar
í malbikun
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Bjóðist tækifæri til að skemmta sér,
verða ástfangin(n), daðra, vera skapandi
eða leika við börn, skaltu grípa það.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert óvenjufélagslyndur þessa dag-
ana og átt auðvelt með að laða fólk að þér.
Vertu kurteis og gefðu þér smátíma til að
spjalla við samstarfsfólk í dag.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þörfin fyrir að gera sér glaðan
dag er allsráðandi. Oftast heldur þú þig vita
hvað gerist, en nú veistu það ekki.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Fátt er dýrmætara í lífinu en að eiga
góða vini svo leggðu þig fram um að halda
þeim. Einhver mun koma þér skemmtilega
á óvart í dag.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Ef þú kemur auga á veikleika þína
muntu forða þér frá því að gera sömu mis-
tökin tvisvar. Íhugaðu hvað það er sem þú
vilt og þá kemur hitt af sjálfu sér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þarft á öllum þínum sannfæring-
arkrafti að halda til þess að samstarfsmenn
þínir fallist á að fara þá leið sem þú vilt.
Leyfðu rómantíkinni að blómstra í lífi þínu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú þarft að berjast fyrir sjálfstæði þínu
bæði heima fyrir og í vinnunni. Gættu þess
að vera ekki of gagnrýninn við fólk nema þú
viljir endanlega losna við það.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Hugmyndir eru á hverju strái,
vinnan er skemmtun og allt flæðir án hindr-
ana. Vertu þolinmóður og hlustaðu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það getur eyðilagt góða vináttu
ef menn reyna að þröngva sínu fram án
nokkurs tillits til annarra. Persónuleg þján-
ing er góð fyrir sköpunarkraftinn.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ættir að nota daginn til að
velta langtímamarkmiðum þínum fyrir þér.
Eitthvað nýtt kemur í staðinn fyrir hið
gamla.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nú fer að líða að því að þú njótir
árangurs erfiðis þíns. Verðlaunin verða veitt
þeim sem þróar með sér eins mikla hæfi-
leika og mögulegt er.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Svo virðist sem ákveðin persóna eigi
erfitt með að þiggja aðstoð þína og þakka
fyrir sig. Hafðu í huga að það er erfitt að
heyra það sem aðrir segja meðan maður er
sjálfur að tala.
E
rla Ósk fæddist í
Reykjavík en flutti
fljótlega eftir fæðingu
til Grindavíkur. Hún
bjó í Grindavík þar til
hún fór í MR í menntaskóla að frá-
töldu rúmu ári þegar hún var sex ára
og fjölskyldan fluttist til Englands.
Síðan tók við háskólanám í Banda-
ríkjunum.
Hún lauk BA-námi í hagfræði og
tölvunarfræði með stærðfræði sem
aukagrein frá Macalester College, í
St. Paul í Minnesota með láði. Erla
Ósk kunni mjög vel við sig í háskól-
anum og og spilaði fótbolta og þekkti
marga. „Fjórum árum síðar, 2004,
ætlaði ég að flytja heim, en pabbi
hafði alltaf sagt við mig að ég myndi
ekki koma heim næstu tíu árin.“ Það
varð jú raunin, því Erla Ósk kom ekki
heim fyrr en níu árum eftir að hún fór
fyrst til Bandaríkjanna. Hún ákvað
að sækja um í vinnu á þjónustusviði
hjá orkufyrirtækinu Avant Energy
Inc. í Minneapolis, í Minnesota og
segir að umsóknarferlið hafi verið
mjög ólíkt því sem Íslendingar eru
vanir. „Þetta var eiginlega eins og að
taka þátt í American Idol, því það
voru svo mörg stig við ráðningarferlið
en ég endaði með að fá starfið.“ Hún
segir að starfið hafi verið skemmti-
legt og hún hafi íhugað að flytjast al-
veg til Bandaríkjanna, en sá fljótt að
hún vildi vera á Íslandi þegar til barn-
eigna kæmi. „Það er bara mjög erfitt
að láta fjölskyldulíf og krefjandi starf
ganga upp við þessar aðstæður. Við
erum svo heppin hvað það er hægt að
gera mikið á Íslandi. Það vantar svo
stuðningsnetið í Bandaríkjunum því
fjarlægðirnar eru svo miklar. Grinda-
vík er náttúrulega bara æðisleg og
það er ástæðan fyrir að maður getur
gert þetta allt er að maður á svo góða
að.“
Eftir þrjú ár söðlaði Erla Ósk um
og réð sig til Ocean Choice Inter-
national L.P. þar sem hún hafði um-
sjón með og hélt bókhald yfir upp-
setningu saltfiskvinnslu í Fortune á
Nýfundnalandi í Kanada. „Starfið var
fínt og umhverfið mjög fallegt, en ég
þekkti fáa og því gekk mér verr að að-
lagast en í Bandaríkjunum. Svo þegar
hrunið varð á Íslandi var ég búin að
vera í rúmt ár í Kanada og ég fann
það bara að það var tími til að fara
heim.“ Erla segir að margar ástæður
hafi legið að baki þeirri ákvörðun, en
hún hafi líka viljað leggja sín lóð á
vogarskálarnar hérna heima. Hún
hóf störf hjá Vísi hf. í Grindavík sem
verkefnastjóri í byrjun ársins 2009,
varð síðar framkvæmdastjóri Cod-
land ehf. í tvö ár en er nú aftur komin
til Vísis hf., fyrst sem þróunarstjóri
en núna sem mannauðsstjóri.
Eins og áður kom fram hefur Erla
Ósk alltaf verið í íþróttum. Eftir að
hún hætti í fótboltanum hefur hún
stundað langhlaup, hlaupið maraþon,
tekið þátt í WOW Cyclothon, stundar
crossfit og byrjaði í golfi núna í vor.
„Já, ég veit að ég er mjög virk en
þetta er bara svo gaman. Ég hljóp
heilt maraþon í Minneapolis og svo
hoppum við frænkurnar á hvaða
tækifæri sem er til að hafa það
skemmtilegt og eitt árið ákváðum við
að hljópa hálft maraþon og skelltum
okkur til New York og gerðum það.“
Síðan er Erla Ósk einnig með
kennararétti sem kundalini-jóga-
kennari. „Ég fór alltaf í meðgöngu-
jóga til Auðar Bjarnadóttur og þegar
Erla Ósk Pétursdóttir mannauðsstjóri Vísis hf. – 40 ára
Ljósmyndir/Úr einkasafni
Hálft maraþon í New York Frá vinstri: Aníta Ósk Ágústsdóttir, Þórkatla Albertsdóttir, Theodóra Káradóttir,
Erla Ósk, Ólöf Daðey Pétursdótti og Margrét Pétursdóttir. Fremst er Valgerður Ágústsdóttir.
Lífsgæði að búa á Íslandi
Fjölskyldan
Allt hægt að
gera þegar mað-
ur á svona góða
að. Frá vinstri í
kringum Erlu
Ósk eru Tómas,
Róbert,
Andrew, eig-
inmaður Erlu
Óskar, og Jón
Pétur.
Til hamingju með daginn
50 ára Tryggvi fædd-
ist í Reykjavík og býr
þar enn. Hann er
tölvunarfræðingur hjá
Mannviti og hefur mik-
inn áhuga á útivist,
hreyfingu og skútu-
siglingum.
Maki: Steinunn Egilsdóttir, f. 1963 ís-
lenskukennari.
Börn: Berglind Erna myndlistamaður f.
1993, Vésteinn háskólanemi f. 1995 og
Halldór Kossi Ange nemi f. 2012.
Foreldrar: Stefán Scheving Thor-
steinsson, var sérfræðingur í sauð-
fjárrækt hjá RALA, f. 1931, d. 2011 og
Erna Tryggvadóttir fv. bókari í Mos-
fellsbæ f. 1938.
Tryggvi Scheving
Thorsteinsson
60 ára Stefanía ólst
upp á Húsavík frá sex
ára aldri en fluttist
þaðan alfarin árið
1994 og býr núna í
Hafnarfirði. Stefanía
vinnur hjá Fóður-
blöndunni og hefur
áhuga á útivist, hjólreiðum og er ný-
byrjuð í golfi.
Maki: Óskar Aðalbjarnarson tölvunar-
fræðingur, f. 1969.
Börn: Jóna f. 1978, Viktor f. 1988, Erla f.
1997 og Atli f. 2000.
Foreldrar: Gunnar Jónsson f. 1932, d.
2014, starfaði síðast sem verkstjóri og
Jóna Jónsdóttir, f. 1932, fv. verslunar-
maður. Hún býr í Reykjavík.
Stefanía
Gunnarsdóttir
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is