Morgunblaðið - 08.09.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
Magnaður nýr spennuþriller
með Russell Crowe í aðalhlutverki.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
AÐRAR MYNDIR Í
SÝNINGU:
* Harry Potter
* Tröll 2 (ísl. tal)
* Hvolpasveitin (ísl. tal)
* The Secret :
Dare to dream
FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS
Nýjasta Meistaraverk
Christopher Nolan
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
Frábær ný teiknimynd fyrir
alla fjölskylduna.★★★★★
★★★★★
★★★★★
The Guardian
The Times
The Telegraph
» Hinar ýmsu og ólíku menningarstofnanir eru smám saman opn-aðar að nýju út um löndin en yfirleitt með stífum fjöldatakmörk-
unum vegna smithættu í kórónuveirufaraldrinum. Listamenn, sem
hafa upp til hópa verið atvinnu- og launalausir, leita jafnframt nýrra
leiða til að miðla list sinni, eins og rokkararnir í Los Lobos sem léku
fyrir gesti sem sátu í eða við bíla sína eins og hér má sjá.
Fjölskrúðugt en hikandi menningarlíf víða um lönd í kórónuveirufaraldri
AFP
Sótthreinsun Verkamenn sótthreinsuðu Framtíð-
arsafnið í Rio de Janeiro í Brasilíu hátt og lágt áð-
ur en það var aftur opnað gestum um helgina.
Rokk og ról Tónleikagestir fylgdust með tónleikum Los Lobos frá bílum
sínum í Ventura í Kaliforníu en tónlekaröðin kallast „Tónleikar úr bílnum“.
Bach-útgáfa Ein af ofurstjörnum klassíska píanósins, Lang Lang, kynnti
fjölmiðlamönnum í Beijing nýjan disk sinn, með Goldberg-tilbrigðunum.
Safnahundar Hundar biðu þolinmóðir fyrir utan Whitney-safnið í New York sem hefur nú verið opn-
að að nýju, með stífum fjöldatakmörkunum. Ekki er vitað hvort eigendurnir hafi skoðað sýningar.
Tékkneski kvik-
myndaleikstjór-
inn Jiri Menzel er
látinn, 82 ára að
aldri. Hann sló í
gegn með sinni
fyrstu kvikmynd
árið 1967 og
hlaut fyrir hana
Óskarsverðlaun
fyrir bestu „er-
lendu kvikmyndina“. Myndin nefn-
ist á ensku Closely Watched Trains
– og byggist á skáldsögu Bohumils
Hrabals Lestir undir smásjá en hún
gerist í seinni heimsstyrjöldinni.
Ásamt Milosi Forman var Menzel
í framlínu tékkneska kvikmynda-
vorsins á sjöunda áratug síðustu
aldar. Önnur kvikmynd Menzels,
Larks on a String, var einnig byggð
á sögu eftir Hrabal. Hún var bönn-
uð af stjórnvöldum og ekki sett í
sýningar fyrr en 1989 en hún vann
Gullbjörninn í Berlín ári síðar.
Melnzel gerði allmargar fleiri kvik-
myndir en glímdi við heilsuleysi síð-
ustu ár.
Leikstjórinn
Menzel allur
Jiri Menzel
Fjöldi aðdáenda
bandaríska tón-
skáldsins Johns
Cage (1912-1992)
safnaðist saman
við Saint Burch-
ardi-kirkjuna í
Halberstadt í
Þýskalandi á
sunnudag. Vildu
þeir verða vitni
að fyrstu breytingunni í tónverki
Cage, As Slow As Possible, í sjö ár
en þá tók nýr hljómur að óma.
Flutningur verksins hófst í kirkj-
unni í sérbyggðu orgeli fyrir 19 ár-
um, með „stuttu hléi“ sem varði í 18
mánuði, en flutningur þess á að
taka 639 ár.
Cage samdi verkið á níunda ára-
tugnum. Það er skrifað út á ein-
ungis átta síður en á að flytja sér-
lega hægt. Tiltölulega fljótlega
verður næst skipt um hljóm í verk-
inu, hinn 5. febrúar árið 2022.
Vitni að nýj-
um hljómi
John Cage