Morgunblaðið - 21.09.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.09.2020, Blaðsíða 6
Samkeppni á markaði með aflaheimildir, fiskveiðiárið 2019/2020 samanborin við samkeppni á markaði með matvöru og bankaþjónustu Heimild: Arev verðbréfafyrirtæki hf. V ið m ið un ar m ör k S K E um s am þj öp pu n Virkur markaður skv. viðmiðum SKE Samþjöppun á markaði skv. SKE Fákeppnismarkaður V ið m ið un ar m ör k ES B um s am þj öp pu n 0 500 1.000 1.500 HHI stuðull 2.000 2.500 3.000 3.500 Matvörumarkaður Bankamarkaður Makríll Grálúða Gullkarfi Ufsi Ýsa Þorskur Botnfiskur Andrés Magnússon andres@mbl.is Samkeppni er virk og samþjöppun lítil á öllum mörkuðum sem íslensk sjávarútvegsfyrirtæki starfa á, bæði innanlands og utan. Þetta er niður- staðan í tölfræðilegri athugun Arev, þar sem viðurkenndar, alþjóðlegar aðferðir voru notaðar við mat á virkri samkeppni á mörkuðum. Til samanburðar er samkeppni á mat- vörumarkaði og bankamarkaði á Ís- landi mun minni, en þar er afar mikil samþjöppun og hefur aukist hin allra síðustu ár, ólíkt því sem verið hefur í sjávarútvegi. Sjávarútvegsfyrirtækið Brim fékk verðbréfafyrirtækið Arev til þess að meta samkeppni og samþjöppun í ís- lenskum sjávarútvegi í framhaldi af ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins (SKE) frá í vor vegna viðskipta með hluti í Brimi. Þau taldi stofnunin til þess fallin að hafa áhrif á mat á yfir- ráðum í félaginu í skilningi sam- keppnislaga, en þar gæti verið um skaðlega samþjöppun að ræða. At- hugun Arev bendir ekki til þess að svo hafi verið. Athugun Arev beindist eðlilega mikið að starfsemi Brims, en þar er jafnframt litið til samkeppni og sam- þjöppunar í íslenskum sjávarútvegi í heild og hann meðal annars borinn saman við tvo aðra geira atvinnulífs og neyslumarkaðar, matvörumarkað og bankaþjónustu. Virk samkeppni skv. mæli- kvarða Samkeppnisstofnunar Arev reiknaði út svokallaðan HHI-stuðul, sem nær frá núlli upp í 10.000, en markaðir sem hafa HHI- gildi yfir 2.000 eru að öllu jöfnu álitn- ir mjög samþjappaðir markaðir (sjá hliðardálk um aðferðina). Þetta er sama aðferð og Samkeppniseftirlitið beitir í sínum störfum. Þegar litið er til markaðar með aflahlutdeildir botnfisks, metinn í þorskígildis- tonnum, kemur á daginn að hann var í heildina 479 stig árið 2019, en hafi yfirráð í Brimi breyst það ár hækk- aði hann samt sem áður aðeins í 605 stig, sem er langt undir þeim mörk- um sem einkenna fákeppni og sam- þjappaða markað, og kallaði því tæp- lega á íhlutun. Fákeppni á matvörumarkaði og í bankaþjónustu Það er fróðlegt að bera þá tölu saman við samsvarandi útreikninga á öðrum mörkuðum. Samkeppniseft- irlitið heimilaði þannig í fyrra sam- runa Festar og N1 annars vegar og Haga og Olís hins vegar, en í tengslum við þá ákvörðun var HHI- stuðullinn reiknaður. Fyrir var stuð- ullinn 2.796 og því vel yfir 2.000 stiga viðmiðunarmörkum SKE, en eftir samrunann hafði HHI-stuðullinn hækkað í 3.261 stig. Annar stór geiri atvinnulífs og neyslumarkaðar er bankamarkaður- inn, þar sem þrír stórir viðskipta- bankar ráða lögum og lofum. Sam- anlagður er HHI-stuðullinn þar 2.982 í heildarstarfsemi banka, en sé aðeins litið til hlutdeildar innlána er hann enn hærri eða 3.126 stig. Nefna má ýmsa fleiri markaði og greinar, þar sem mikillar samþjöpp- unar gætir og leiða má rök að því að samkeppni sé minni en æskilegt væri. Þar má telja tryggingar, olíu- verslun, flutninga, lyfsölu og fleira. Þeir markaðir sjávarútvegs, sem athugun Arev náði til, voru heildar- hlutdeild aflamarks árið 2019, afla- hlutdeild útgerða í einstökum fisk- tegundum sama ár, afurðir á neytendamarkaði bæði heima og al- þjóðlega, markaðir fyrir aðföng á borð við olíu og viðhaldsþjónustu, og loks var athuguð samkeppni á vinnu- markaði. Meginniðurstaða allra þessara at- hugana og útreikninga er að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki starfi á virk- um samkeppnismarkaði, þar sem samþjöppun er lítil. Sem er hreint ekki í góðu samræmi við það sem margir hafa gefið sér í opinberri um- ræðu um stjórn fiskveiða og íslensk- an sjávarútveg. Virk samkeppni um flestar fisktegundir Athyglisvert er að skoða einstakar fiskitegundir fyrir fiskveiðiárið 2019/ 2020, en þar er nokkur munur á milli tegunda. Þar var litið til tegunda, þar sem úthlutun er meiri en 10.000 tonn og HHI-stuðlar breytast, hafi ætluð yfirráð í Brimi breyst. Nær allir markaðir með einstakar fiskteg- undir, sem eitthvað kveður að, reyn- ast þar hafa lága HHI-stuðla. Þar er það helst karfi sem hefur hátt gildi eða 1.961 stig, sem þó er ekki yfir fyrrnefndu viðmiði um 2.000 stig. Hvað karfann áhrærir er rétt að hafa í huga að hann er fyrst og fremst hráefni sem selt er beint utan, en nánast engin vinnsla eða neysla er á honum á innanlandsmarkaði. Sú tegund sem mest hefur að segja er sem fyrr þorskurinn, en HHI-gildi hans var aðeins 371 stig fyrir, en væri 400 stig ef yfirráð í Brimi reyndust breytt. Það er langt innan við 2.000 stiga viðmiðið, en samkvæmt skilgreiningu Sam- keppniseftirlitsins teljast markaðir, þar sem HHI-gildi eru undir 1.000, vera virkir samkeppnismarkaðir. Í þessu samhengi er einnig vert að horfa til viðskipta með aflamark, en þau hafa verið lífleg undanfarin fisk- veiðiár. Á þorski hefur að jafnaði far- ið um fjórðungur aflamarks á milli aðila síðustu þrjú fiskveiðiár, um þriðjungur af ýsu og frá 20-40% af ufsa. Nokkuð stór hluti aflamarks er færður á milli skipa ár hvert og ekki verulegar breytingar þar á milli ára. Meirihluti aflamarksins er oftast færður milli ótengdra aðila. Þarna að baki búa opinberar upplýsingar frá Fiskistofu Íslands, sem einhverjum koma sjálfsagt á óvart, enda er oft látið sem raunin sé önnur í opinberri umræðu um kvótakerfið og íslensk- an sjávarútveg. Í samræmi við fyrri skýrslu Hagfræðistofnunar Þær ættu þó tæplega að koma mjög á óvart, því að niðurstöðurnar eru í góðu samræmi við samsvarandi útreikninga í skýrslu Hagfræði- stofnunar árið 2010. Niðurstaðan þá var sú að markaður með aflamark væri skilvirkur og útreikningar Arev nú benda til hins sama. Þegar litið er til helstu þátta, sem búa að baki verðmyndun hérlendis, sést að verð á erlendum mörkuðum ræður þar langmestu og gengi krón- unnar þar með. Mikið fall varð á olíu- verði á fyrri hluta þessa árs, en það hafði engin áhrif á fiskverð. Eins var verðdreifni á undanförnum fiskveiði- árum könnuð, en hún var á bilinu 4- 15% fyrir þorsk, sem bendir til þess að markaður sé ekki síður virkur nú en þegar skýrsla Hagfræðistofnunar var gerð fyrir áratug. Niðurstaða fyrir aðrar tegundir er mjög svipuð. Meginniðurstaðan er því að mark- aður með aflamark (eða leigukvóta, eins og hann er oft nefndur) sé al- mennt mjög virkur. Sem fyrr segir er verðið að langmestu leyti háð verði á viðkomandi fisktegund á er- lendum markaði. Það hversu langt er liðið á kvótaárið hefur ekki mark- tæk áhrif. Þegar horft er til markaðsumsvifa einstakra útgerða er þó ekki nóg að líta aðeins til kvótahlutdeildarinnar hér á landi, þegar haft er í huga að markaðir eru að langmestu leyti er- lendis. Enda þótt Íslendingar séu gild fiskveiðiþjóð í Norður-Atlants- hafi er hlutdeild þeirra á helstu mörkuðum í Evrópu ekki mikil. Það er helst að það megi merkja hana í karfa og stöku afurðaflokkum þorsks, en ekki á heildina litið. Sáralítil samþjöppun í sjávarútvegi  Tölfræðileg athugun Arev verðbréfaþjónustu fyrir Brim bendir til virkrar samkeppni í sjávarútvegi  Samþjöppun á matvörumarkaði og í bankaþjónustu hins vegar langt yfir viðmiðunarmörkum 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2020 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '*-�-��,�rKu�, Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla HHI (Herfindahl-Hirschman in- dex) mælir fjölbreytileika með einfaldri og auðskiljanlegri að- ferð, sem notuð er af samkeppn- isyfirvöldum víða um heim, einnig á Íslandi. Hlutdeild hvers aðila á markaði er margfölduð með sjálfri sér. Út- koman sýnir samþjöppunina hjá honum, en samanlagðir stuðlar allra aðila á markaðnum sýna samþjöppunina á honum í heild. Hámarkið er einokun 100% markaðshlutdeildar (100² = 10.000), en þar sem þrír eru á markaði, einn með helming hans og hinir fjórðung hvor (50² + 25² + 25² = 2.500 + 625 +625), er samanlagður stuðull markaðarins 3.750 og endurspeglar þá sam- þjöppun þess með helmingshlut- inn. HHI-stuðull yfir 2.000 þykir á Íslandi til marks um mikla sam- þjöppun, en í Evrópusambandinu er miðað við 2.500 stig. Notast við HHI-stuðul TÖLFRÆÐI Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það má reikna með því að gæsa- stofnarnir séu í alveg þokkalegu standi, mér sýnist stefna í ágætis ár,“ sagði dr. Arnór Þórir Sigfússon dýra- vistfræðingur. Hann er einn helsti gæsasérfræðingur landsins. Nýjar tölur úr gæsatalningum í Bretlandi í haust eru væntanlegar í byrjun október, sem er seinna en venjulega. Ástæða seinkunarinnar er kórónuveirufaraldurinn. Þeir sem ganga frá niðurstöðunum hafa ekki verið í fullri vinnu undanfarið. Margar gæsir bera nú senditæki sem skrá ferðir þeirra. Arnór sagði að merktar heiðagæsir séu byrjaðar að yfirgefa landið en engin grágæsanna. Merktir helsingjar halda sig enn á sínum stað. Spáð er norðanátt og þá getur heiðagæsin farið að fara. Arnór sendir gæsaáhugafólki Gæsafréttir og birtir á Facebook. Í nýjasta fréttabréfinu er greint frá því að blesgæsir hafi streymt til landsins. Þær dvelja hér allt fram í nóvember. Hann biðlar til veiðimanna að safna öðrum vængnum af veiddum gæsum og senda sér (ats@verkis.is). Lesa má aldurshlutföll veiðinnar úr vængj- unum. „Af því sem ég hef fengið virð- ist hafa verið þokkalegt varp hjá heiðagæsinni og það stefnir líka í góð- an árangur hjá grágæsinni. Sam- kvæmt vængjasýnunum er þokkalega hátt hlutfall af ungum.“ Það stefnir í þokkalegt ár hjá íslensku gæsastofnunum  Biðlar til veiðimanna að senda vængi af veiddum gæsum Merkt Dr. Arnór með grágæs sem ber tæki sem skráir staðsetninguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.