Morgunblaðið - 21.09.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.09.2020, Blaðsíða 24
A ri Fenger fæddist 21.9. 1980 í Reykjavík en ólst upp á Seltjarnarnesi alla barnæskuna. Hann gekk í Mýrarhúsaskóla en þaðan lá leiðin í Valhúsaskóla og spilaði Ari bæði handbolta og fótbolta með Gróttu alla yngri flokkana. Ari dvaldi í þrjú sumur í sveit hjá íslenskri fjölskyldu í uppsveitum New York-ríkis sem unglingur, sem endaði með því að ég dvaldi einn vet- ur þar sem skiptinemi og fór í Taconich Hills High School í bænum Craryville sem þjónar nærliggjandi sveitum og er nokkrum mílum norð- an við Hudsonána. „Þetta var mikil reynsla fyrir mig 16 ára gamlan að fara í skóla þar sem ég þekkti engan og mikil viðbrigði frá Seltjarnarnes- inu,“ segir Ari. Það sem bjargaði mál- um voru íþróttirnar og eftir að Ari var tekinn inn í knattspyrnulið skól- ans kynntist hann fullt af krökkum. „Ég bjó hjá íslenskri fjölskyldu sem sá um tamningu íslenskra hesta á stórum hestabúgarði sem var í eigu bandarísks manns, sem var að selja íslenska hestinn inn á Bandaríkja- markað.“ Ari segist nú ekki vera mik- ill hestamaður, en hann var þó liðtæk- ur í að moka stíurnar og vinna ýmis störf á bænum. „Svo fannst mér ekk- ert smáræðis spennandi að geta tekið bílpróf þarna aðeins 16 ára, en þannig er löggjöfin í New York-ríki, og ég keyrði þarna um allar sveitir og hafði mjög gaman af.“ Eftir skemmtilega dvöl í Banda- ríkjunum fór Ari heim og hóf nám í Verslunarskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist árið 2001. „Ég var ekkert alveg viss hvað ég vildi gera eftir Versló svo ég fór að vinna í fjölskyldufyrirtækinu, enda búinn að vera þar flest sumur og prófa alls konar störf svo ég þekkti fyrirtækið mjög vel. Það eru forrétt- indi að fá svona tækifæri og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Ari sem eftir fimm ár tók við sem fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins árið 2006. „Ég fann það strax á þessum tíma að þetta lá mjög vel fyrir mér og mér fannst þetta gífurlega skemmti- leg vinna.“ Árið 2008 fór varð Ari for- stjóri 1912 ehf., sem er eignarhalds- félagið sem á og rekur Nathan & Olsen, Ekruna og Emmessís, og hef- ur hann verið í forsvari fyrir félagið síðan. Hann hefur einnig setið sem stjórnarmaður í Viðskiptráði Íslands frá 2014 og nú sem formaður ráðsins. „Ég hóf setu í Viðskiptaráði árið 2014 og var í framkvæmdastjórn í tvö ár og tók svo við formennskunni núna í febrúar sl. Þetta er gífurlega spenn- andi verkefni og tala ekki um á þeim tímum sem við búum við núna,“ segir Ari og vísar þar til Covid-faraldursins og áhrifa hans á viðskiptalífið. En erf- iðleikarnir eru hvati til að finna lausn- ir og Ari ætlar að leggja sitt af mörk- um til þess. Ari er einnig stjórnarmaður í AMÍS, Amerísk-íslenska við- skiptaráðinu ásamt því að sitja í stjórnum fyrirtækja á vegum fjöl- skyldunnar. „Ég hef verið í AMÍS frá 2015 en Nathan & Olsen eru einn af stærstu innflytjendunum á varningi frá Bandaríkjunum. Sem dæmi flytjum við inn allt frá General Mills, svo seta mín í ráðinu tengist því hversu sam- skiptin eru mikil milli markaðanna.“ En lífið er ekki bara vinna og Ari leggur áherslu á að eiga gæðastundir með fjölskyldu og vinum. Hann hefur mikinn áhuga á ferðalögum, skíða- mennsku, veiði, golfi, og mat og víni. „Ég hef veitt mjög mikið í gegnum tíðina og átt frábærar stundir í veiði- ferðum bæði með vinum og fjölskyld- unni. Ég ólst upp við að fara í veiði Ari Fenger forstjóri 1912 ehf. – 40 ára Fjölskyldan Ari leggur mikla áherslu á gæðastundir með fjölskyldunni. Hér eru þau frá vinstri: Helga Lilja, Alexandra, Vilhjálmur Darri, Viktoría og Ari. Forréttindi að fá svona tækifæri Veiðimennskan Ari veiðir mikið með fjölskyldunni í Vopnafirði. Viðskiptin „Ari fann strax að við- skiptin áttu mjög vel við hann.“ 24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2020 ENGINN ÐBÆTTUR SYKUR ENGIN ROTVARNAREFNI 85% TÓMATPÚRRA VI 30 ára Hermann fæddist í Reykjavík en býr núna í Hafnarfirði. Hann vinnur hjá rafiðn- aðarverslunni Ískraft í Kópavogi. Hann hefur mikinn áhuga á golfi og hjólreiðum, auk sam- vista með fjölskyldu og vinum. Maki: Hildur Rós Guðbjargardóttir, f. 1992, kennaranemi. Börn: Aníta Röfn Hermannsdóttir, f. 2018, Svandís Karla Elmarsdóttir, f. 2014 og Ragnheiður Adela Elmarsdóttir, f. 2012. Foreldrar: Fanney F. Jóhannsdóttir, f. 1956, vinnur í leikskóla, og Hermann Hermannsson, f. 1955, vinnur hjá Sjóvá. Þau búa í Reykjavík. Hermann Hermannsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er kominn tími til að slaka á og taka það rólega. Njóttu þess að eyða tíma með fjölskyldunni næstu daga. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur orðið fyrir djúpum áhrifum frá nýjum kunningja. Erfið verkefni krefj- ast oft ferskra lausna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú verður beðinn um að höggva á hnút í deilumáli. Hlustaðu af kostgæfni á það sem fólk segir þér og vandamálið verður auðleyst. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ættir að endurskoða skilgrein- ingu þína á raunveruleikanum því þú hefur verið of svartsýnn undanfarið. Njóttu lofs sem þú færð því þú átt það skilið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vertu vakandi fyrir aðlaðandi og áhugaverðu fólki, það er vakandi fyrir þér. Samræður innan fjölskyldunnar eru dýpri en endranær. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er nauðsynlegt að velta fyrir sér öllum hliðum þegar að fjármálunum kemur. Einhver ný manneskja kemur inn í líf þitt með mikinn lærdóm. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér verður falið flókið verkefni í vinnunni á næstunni. Mundu að besti yfir- maðurinn er sá sem dregur fram það besta í þínu fari. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ástæðulaust að láta minniháttar erfiðleika stöðva framgang þess verkefnis sem þú ert nú að glíma við. Treystu á sjálfan þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú leggur grunninn að vinskap núna og hann reynist traustur. Auður, orka og aðstoð annarra koma þér til góða í dag. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú skalt varast óþarfa eyðslu í dag. Stundum þurfum við á því að halda að slá öllu upp í kæruleysi en þetta er ekki rétti tíminn til þess. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þótt einhver hrósi þér er ekki þar með sagt að hann upplifi sig sem óæðri þér. Láttu hendur standa fram úr ermum og komdu málum í framkvæmd sem hafa setið á hakanum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fyrrverandi elskhugar birtast hugsanlega óvænt í lífi þínu. Ígrundaðu allt sem þú gerir gaumgæfilega og mundu að hver er sinnar gæfu smiður. 30 ára Nanna ólst upp í Reykjavík og býr þar enn. Hún er viðskiptastjóri á hug- verkasviði hjá Sam- tökum iðnaðarins. Nanna hefur gaman af því að lesa og vera með fjölskyldunni og svo eru há- lendisgöngur orðnar æ meira spenn- andi. Maki: Ellert Björgvin Schram, f. 1991, tónlistarmaður og frístundaleiðbein- andi. Þau eiga von á barni í október næstkomandi. Foreldrar: Steinunn Ólafsdóttir, f. 1962, framkvæmdastjóri og Jakob Bjarnar Grétarsson, f. 1962, blaða- maður. Nanna Elísa Jakobsdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Erica Alba fæddist 14. nóv- ember 2019 kl. 20.24. Hún vó 3.332 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Markús Jónsson og Camilla Lilly Sigmundsdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.