Morgunblaðið - 21.09.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.09.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2020 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Égheyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Atli Steinn Guðmundsson skrifar frá Vadsø Í dag hefst aðalmeðferð í máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar fyrir Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Vadsø í Noregi þar sem Gunnari er gefið að sök að hafa haldið til heimilis hálfbróður síns, Gísla Þórs Þórarinssonar, í Mehamn upp úr klukkan fimm að morgni laugardagsins 27. apríl í fyrra með haglabyssu af hlaup- vídd 12 ga. Hafi Gunnar Jóhann, eftir því sem greint er í fyrsta lið ákæru, sem fjallar um manndráp af ásetningi, opnað öryggislás vopnsins og beint því að Gísla Þór. Í kjölfarið hafi komið til átaka milli þeirra hálfbræðra sem lyktaði með því að skot hafi hlaupið af haglabyssunni í læri Gísla Þórs sem í kjölfarið lést af blæðingu. Enn fremur er Gunnari Jóhanni, sem var handtekinn sama morgun, gefið að sök að hafa haft í hótunum við Gísla Þór og kær- ustu hans, Elenu Undeland, „við þær kringumstæður að hót- ununum var ætlað að vekja alvarlegan ótta“. Fleiri ákæruliðir Fjalla aðrir liðir ákærunnar um húsbrot á heimili Gísla Þórs, þar sem Gunnari Jóhanni er gefið að sök að hafa farið í heimild- arleysi inn í íbúð hálfbróður síns og beðið hans þar, stuld á bifreið Gísla Þórs, sem Gunnari Jóhanni er gefið að sök að hafa ekið frá heimili hálfbróður síns og í átt að Gamvik, og loks að hafa ekið um- ræddri bifreið undir svo miklum áhrifum áfengis og fíkniefna, að hann teldist ekki hafa getað stjórnað henni örugglega, en vín- andamagn í blóði Gunnars Jóhanns mældist, við blóðprufu sem tekin var klukkan 14:58 sama dag, 0,52 prómill og styrkur amfeta- míns í blóði 1,595 míkrómól á lítra. Lögregla sætti harðri gagnrýni vikurnar eftir atburðinn fyrir að hafa verið lengi á vettvang, en um langan veg var að fara til Mehamn, þurftu lögregluþjónar að ná sér í skotvopn auk þess að aka til Mehamn frá Kjøllefjord sem er um hálftíma akstursleið. Blæddi Gísla Þór út á heimili sínu á meðan, en sjúkraflutninga- fólki, sem komið var á vettvang, var ekki heimilt að fara inn í íbúð- ina fyrr en lögregla hefði tryggt vettvanginn. Uppruni skotvopnsins Eins heyrðust þær raddir, að lögreglu hefði verið kunnugt um að Gunnar Jóhann hefði aðgang að skotvopni, en Torstein Petter- sen, sem fór með stjórn lögreglurannsóknarinnar, þverneitaði því við mbl.is og norska fjölmiðla, að svo hefði verið, Gunnar Jóhann hefði útvegað sér vopnið aðfaranótt 27. apríl. Bjørn Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns, sagðist í samtali við mbl.is 21. janúar ákaflega ósáttur við að héraðssaksóknari Troms og Finnmerkur ákærði fyrir manndráp af ásetningi þar sem ásetningur Gunnars Jóhanns hefði eingöngu staðið til þess að skjóta hálfbróður sínum skelk í bringu. Gísli Þór hefði þrifið til skotvopnsins í höndum Gunnars Jóhanns og til átaka komið um vopnið. Hefði skotið þá riðið af og höglin hæft Gísla Þór í lærið. „Hann lýsir sig sekan um manndráp af gáleysi og viðurkennir að háttsemi hans hafi verið svo óábyrg að réttlæti að ákært sé fyr- ir gáleysi,“ sagði Gulstad við mbl.is. Hafnar slysi Mette Yvonne Larsen, réttargæslumaður brotaþola í málinu, sagðist í samtali við mbl.is 31. janúar lítið gefa fyrir gáleysisskýr- inguna, „…að kalla það slys þegar þú kemur heim til [hálf]bróður þíns, reiður út í hann og með hlaðið skotvopn. Þá máttu einfald- lega reikna með því að eitthvað gerist. Þú kemur ekki með hlaðið skotvopn ef þú ætlar ekki að gera neitt,“ sagði Larsen. Torstein Lindquister sækir málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Aðalmeðferð málsins hefur í tvígang verið frestað, fyrst í desem- ber vegna þess að héraðssaksóknaraembættið taldi ákæruna ófullnægjandi, en í síðara skiptið í mars vegna kórónuveiru- faraldursins. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð standi fram til þriðjudags 29. september. Aðalmeðferð Mehamn-málsins hefst í dag  Lögregla sætt harðri gagnrýni  Gunnar ber fyrir sig gáleysi Ljósmynd/Andrea Dahl/iFinnmark Dómshúsið Aðalmeðferð málsins hefur í tvígang verið frestað. Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Dómkirkjan Sagrada Família, sem lengi hefur verið einn helsti ferða- mannastaður í borginni Barcelona á Spáni, verður ekki tilbúin árið 2026 eins og áformað var, á 100 ára ártíð arkitektsins Antonis Gaudís. Er kórónuveirufaraldr- inum um að kenna. Embættismenn í borginni viður- kenndu í síðustu viku að miklar tafir hefðu orðið á framkvæmdinni í vor og sumar vegna faraldursins og einnig hefur hann haft áhrif á fjáröflun til verksins. „Faraldurinn hefur haft það í för með sér að við verðum að end- urskoða tímaáætlunina og ljóst er að ekki tekst að ljúka verkinu 2026 eins og áætlað var,“ sagði Esteve Camps, formaður bygging- arnefndar Sagrada Família, við AFP-fréttastofuna. „Við getum ekki við þessar aðstæður lagt fram nýja áætlun um verklok.“ Byrjað var að byggja dómkirkj- una árið 1882 eða fyrir tæpum 140 árum. Fullbúin verður kirkjan með 18 turna, sá hæsti 172 metra hár. Framkvæmdir við kirkjuna stöðvuðust fyrirvaralaust í mars sl. þegar spænsk stjórnvöld gripu til víðtækra aðgerða til að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar. Camps sagði ljóst að ekki yrði hægt að hefja verkið á ný fyrr en síðar í haust. Þá muni einnig hægja verulega á framkvæmdum vegna fjárskorts en byggingin hef- ur einkum verið fjármögnuð með frjálsum framlögum almennings og fyrirtækja og tekjum af miða- sölu til ferðamanna sem hefur fækkað verulega vegna faraldurs- ins. Nú er aðeins til fé til að ljúka byggingu turns, sem tileinkaður er Maríu mey, en það verður næsthæsti kirkjuturninn þegar kirkjan verður fullbyggð. Bygging Basílica de la Sagrada Família, dómkirkju heilögu fjöl- skyldunnar, hófst 19. mars 1882 undir stjórn arkitektsins Franc- isco de Paula del Villar. Rúmu ári síðar sagði Villar sig frá verkinu og Antoni Gaudí tók við því. Undir hans stjórn tóku bygging- aráformin miklum breytingum en hann sá fyrir sér mjög stóra kirkju, með grunnlögun eins og rómverskur kross og háa turna, með djúpa táknræna og trúarlega skírskotun. Gaudí teiknaði m.a. átján klukkuturna sem tákna Krist, Maríu mey, guðspjallamennina fjóra og lærisveinana tólf. Teikn- ingarnar byggðust á rúm- fræðilegum formum eins og gleið- fleti, fleygfleti, skrúffleti, keilu- og sporbaugsfleti. Veiran tefur kirkjubyggingu  Til stóð að ljúka byggingu kirkjunnar Sagrada Família í Barcelona árið 2026 á 100 ára ártíð Gaud- ís en nú er ljóst að það mun ekki takast  140 ár liðin frá því framkvæmdir hófust við dómkirkjuna AFP Enn í byggingu Dómkirkjan Sagrada Família í Barcelona umkringd bygg- ingarkrönum. Byggingin var skráð á heimsminjaskrá UNESCO árið 2005. Saga kirkjunnar » 19. mars 1882 Bygging kirkjunnar hefst eftir teikningu arkitektsins Francisco de Paula del Villary Lozano í nýgotneskum stíl » Lok árs 1883 Antoni Gaudí falið að halda verkinu áfram og hann vann að því til dauða- dags árið 1926 en þá var um fjórðungi byggingarinnar lokið » Júlí 1936 Kveikt í neðanjarðarhvelfingu kirkjunnar þegar borgara- styrjöldin á Spáni geisaði, smiðja kirkjunnar eyðilagðist og frum- drögin, vinnuteikningar og líkön glötuðust » 2026 Til stóð til að ljúka byggingunni á því ári þegar öld er liðin frá andláti Gaudís en nú er ljóst að það mun ekki takast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.