Morgunblaðið - 21.09.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.09.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2020 Bíldshöfða 16 - 110 Reykjavík - 414-8400 - www.batik.is - www.martex.is VINNUFATNAÐUR MERKINGAR Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ofbeldisbrotum í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað veru- lega að undanförnu, á sama tíma og skemmtistaðir á svæðinu hafa að miklu leyti verið lokaðir vegna kórónuveirunnar. Slíkt gefur til- efni til skoða að veirutímanum liðnum hvort endurskoða eigi af- greiðslutíma; að stöðum verði hugsanlega lokað fyrr á kvöldin eða aðrar breytingar gerðar. Þetta segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri Lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Sú var tíðin að skemmti- stöðum á miðborgarsvæðinu var lokað klukkan þrjú á nóttunni. Mikill mannfjöldi var þá til dæmis í Kvosinni fram undir morgun svo oft urðu úr pústrar og þaðan af alvarlegri atburðir,“ segir Halla Bergþóra. „Fyrir nokkrum árum var afgreiðslutíminn gefinn frjáls sem breytti ástandi klár- lega til hins betra. Í ljósi reynsl- unnar ættum við nú að taka um- ræðu um hvort t.d. stytta eigi tímann, geti slíkt dregið úr of- beldisbrotum.“ Verndari og beitir valdi Halla Berþóra kom til starfa á höfuðborgarsvæðinu sl. vor en hún á að baki langan starfsferli við löggæslu og réttarvörslu. „Starf lögreglumanna er ein- stakt. Lögreglan er verndari, sál- gætir, beitir fólk valdi, er með inngrip í líf fólks og bjargar því. Lögreglumenn eru oft með fólki á bestu og verstu stundum lífs þeirra. Starfið nær yfir allt mannlegt,“ útskýrir Halla Berg- þóra þegar Morgunblaðið heim- sækir hana á lögreglustöðinni í Reykjavík. Þar er hún með á skrifstofu á þriðju hæð, með gott úsýni til norðurs og vesturs. „Ég er enn að koma mér fyr- ir og ýmsu hér í húsi er verið að breyta og laga,“ segir Halla Bergþóra sem kemur jafnan til starfa á áttunda tímanum á morgnana. Daginn byrjar hún gjarnan á samtölum við yfirlög- regluþjóna og fær þannig upplýs- ingar um aðstæður og verkefni dagsins. Helstu stjórnendur emb- ættisins hittast síðan daglega og fara yfir stöðu mála. „Reglulegir fundir eru nauðsyn svo fólk sé á sömu blaðsíðu. Fundum verður þó að halda í hófi svo fólk nái að halda dagskrárvaldi í eigin lífi. Í svona starfi er auðvelt að drukkna í fundum.“ Starfinu lögreglustjóra segir Halla Bergþóra að fylgi að jafnan vera til taks: síminn hringi og skilaboð berist á öllum tímum samanber að lögreglan sefur aldrei. Embættið er líka stórt; starfsmenn eru vel á fjórða hundraðið og þar af eru um 180 manns í löggæslu úti á götunni. Sjálf segist lögreglustjórinn enn vera að læra á innviði og starf- semi embættisins. Einnig eigi hún eftir að hitta og kynnast öllu starfsfólkinu sem sér þyki nauð- synlegt. Hraði í borgarsamfélagi „Verkefni lögreglunnar eru svipuð hver staðurinn sé. Klár- lega er þó meiri hraði á öllu í borgarsamfélaginu en úti á landi. Ofbeldismál eru í forgangi hér enda eru það þau brot sem valda mestum skaða. Samfélaginu er orðið ljóst hve alvarlegt heimilis- ofbeldi getur verið, svo sem sál- rænar afleiðingar. Því skiptir meginmáli að geta gripið inn í at- burðarásina fljótt og brotið upp vítahringinn. Ofbeldi getur til dæmis verið andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt. Meginmálið er að veita þolandanum skjól og stöðva gerandann, segir Halla Bergþóra. Að mati lögreglustjóra næst vel að sinna almennri löggæslu á höfuðborgarsvæðinu, það er eft- irliti, viðbragði og hjálpar- beiðnum. Flestir lögreglumenn séu á vakt á Hverfisgötunni og svo áhafnir á tveimur lög- reglubílum á stöðvunum í Hafn- arfirði, Kópavogi og í Grafar- holti. „En vissulega þyrftum við fleiri lögreglumenn; svo sem til að sinna ýmsu fyrirbyggjandi starfi í grasrótinni. Samskipti við til dæmis börn og ungmenni koma aldrei í staðinn fyrir eftir- litmyndavélar eða stafræn sam- skipti,“ segir Halla Bergþóra sem viðurkennir að margt sem hún sjái og kynnist í starfi sé átak- anlegt. Einföld útköll verða erfið verkefni „Ég trúi þó alltaf á hið góða í manninum. Þó verð ég oft veru- lega hugsi til dæmis yfir ofbeldi gagnvart börnum, fötluðu fólki eða öðrum í viðkvæmum hópum. Að vera almennur lögreglumaður á götunni er krefjandi; útkall sem virðist einfalt getur á augnabliki snúist í erfitt verkefni. Best væri því að almenna lögreglan væri vel blönduð af lögreglumönnum með reynslu og svo yngra fólki,“ segir Halla Bergþóra og bætir við að lögreglumenn séu ekki að brenna út í stórum stíl, langt frá því. „Eftir erfið atvik eru haldnir viðrunarfundir, þá er félaga- stuðningur mikilvægur og einnig býðst lögreglumönnum sálfræði- þjónusta. Allt þetta er mikilvægt til að takast á við álagið í starfinu og mæta því.“ Vernd, valdbeiting og sálgæsla í einstöku starfi lögreglunnar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lögreglustjóri Ég trúi alltaf á hið góða í manninum, segir Halla Bergþóra um starf sitt og verkefnin þar. Ofbeldi skaðar mest  Halla Bergþóra Björnsdóttir er fædd 1969, frá Laxamýri í S- Þingeyjarsýslu. Lögfræðingur frá HÍ og með LLM-gráðu í Evr- ópurétti frá Stokkhólmi.  Byrjaði í lögreglunni við sumarafleysingar á Húsavík, starfaði lengi í dómsmálaráðu- neytinu. Sýslumaður á Akra- nesi 2009 til 2015.  Lögreglustjóri á Norðurlandi eystra 2015 til 2020 og kom til starfa á höfuðborgarsvæðinu 11. maí á þessu ári. Hver er hún? Hjá Framkvæmdsýslu ríkisins er nú unnið að því að koma allri starf- semi lögreglu og annarrar neyðarþjónustu í Reykjavík undir eitt þak. Nýlega var auglýst eftir 30 þúsund fermetra lóð eða húsnæði undir sameiginlega starfsemi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Land- helgisgæslunnar, Neyðarlínunnar, Tollstjóra, Ríkislögreglustjóra, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og slökkviliðs höfuðborgarsvæð- isins. Er nú verið að vinna úr ýmsum gögnum sem borist hafa. Marg- víslegur ávinningur er talinn nást verði starfsemi þessara aðila á sama stað, sem stefnan er að verði eftir fimm ár. „Við höfum lagt áherslu á það að höfuðstöðvarnar verði áfram tengdar lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Byggingu þar sem eðlislíkar stofnanir verða á einum stað með starfsemi sína þyrfti að velja stað í samræmi við þau sjónarmið okkar,“ segir Halla Bergþóra. Vilja áfram Hverfisgötu NEYÐARÞJÓNUSTA OG LÖGREGLA VERÐI UNDIR SAMA ÞAKI Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það hefur ekkert bæst við, frekar að þetta sé að fara í hina áttina. Maður vonar bara að ástandið lag- ist og að það finnist bóluefni gegn veirunni sem fyrst. Þá lagast þetta,“ sagði Sigþór Kristinn Skúla- son, forstjóri Airport Associates á Keflavíkurflugvelli. Félagið af- greiðir nú flugvélar tveggja er- lendra flugfélaga, Wizz Air frá Ungverjalandi og breska flugfélags- ins EasyJet. Sigþór segir að flug- umferðin sé í algjöru lágmarki og aðeins brot af því sem félögin höfðu ætlað sér miðað við eðlilegar að- stæður. Þegar umsvifin voru mest störf- uðu rúmlega 700 manns hjá Airport Associates. Fjölda starfsmanna var sagt upp eftir fall WOW air og áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar á millilandaflug urðu ekki til að bæta úr skák. Nú eru stöðugildin hjá Air- port Associates rétt rúmlega 100 og gegna þeim um 130 starfsmenn. Mötuneytið er öllum opið Meðan allt lék í lyndi var útbúin starfsmannaaðstaða fyrir um 700 manns með glæsilegu mötuneyti. „Þessi aðstaða er öll í notkun. Það eru bara færri sem nota hana,“ sagði Sigþór. „Mötuneytið er opið virka daga fyrir starfsmenn okkar og aðra sem vilja notfæra sér það. Þeirra á meðal eru verktakar, starfsmenn bílaleiga, lögreglunnar, tollsins, UPS og fleiri. Viðskiptavin- irnir eru ekki margir. Það er svo lítil starfsemi á Keflavíkurflugvelli að starfsmannafjöldinn er bara lítið brot af því sem hann var.“ Starfsemin er svipur hjá sjón  Nota mötuneyti Airport Associates Ljósmynd/Aðsend Keflavíkurflugvöllur Starfsmaður Airport Associates að störfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.