Morgunblaðið - 21.09.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.09.2020, Blaðsíða 32
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581 1552 | www.curvy.is UNDIRFATADAGAR Í CURVY 20% afsláttur af öllum undirfötum 21.-27. september Tónleikar Gyðu Valtýsdóttur, handhafa Tónlistar- verðlauna Norðurlandaráðs, sem eru á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík, fara fram á miðvikudags- kvöldið kemur í Norðurljósasal Hörpu. Yfirskrift tón- leikanna er Epicycle. Kemur Gyða fram með átta manna hljómsveit og munu í senn hljóma útsetningar hennar á verkum listafólks fyrri tíðar á borð við Messi- aen og Hildegard von Bingen, og verk íslenskra sam- tímatónskálda. Í frétt frá Listahátíð segir að til- hlýðilegt bil verði tryggt milli tónleikagesta. Listahátíðartónleikar Gyðu Valtýs- dóttur í Hörpu á miðvikudagskvöld MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 265. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Englandsmeistarar Liverpool stóðust fyrsta stóra próf- ið á nýju leiktíðinni er þeir heimsóttu gífurlega vel mannað lið Chelsea á Stamford Bridge í annarri umferð úrvalsdeildarinnar í gær. Liverpool vann 2:0-sigur, með mörkum Senegalans Sadio Mané, og eru meistararnir með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina. Heung-Min Son var í sviðsljósinu þegar Tottenham skoraði 5 mörk á útivelli gegn Southampton. »27 Englandsmeistararnir stóðust fyrsta stóra prófið á Brúnni ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Leiðir þýsku kvennanna Brigitte Bjarnason og Kirsten Rühl frá Hamborg, sem komu fyrst til Ís- lands sem skiptinemar 1982 og 1984, lágu saman í Hafnarfirði fyrir nokkrum árum. Í september í fyrra gaf þýska forlag- ið Acabus-Verlag Hamburg út bók þeirra Schwefel, Tran und Trock- enfish (Brenni- steinn, lýsi og skreið), sögulega ferðahandbók um Ísland fyrir þýskumælandi fólk, þar sem sérstök áhersla er lögð á sögu þýsku Hansakaupmannanna hér- lendis á 15. og 16. öld. Höfuðstöðvar Hansakaupmanna voru í Hafnarfirði og áður en Brigitte og Kirsten hittust fyrst höfðu þær tengst þeim hvor með sín- um hætti. „Við höfðum grúskað í sögunni og svo fór að við ákváðum að gefa út bók um starfsemi Hansa- kaupmanna á Íslandi og gera stöð- um, þar sem þeir voru, ákveðin skil,“ segir Kirsten, sem er fisktæknir, vinnur á Sólheimum í Grímsnesi ásamt því að vera leiðsögumaður. Ísland á kortið Brigitte vinnur sem leiðbeinandi á dagheimili á Selfossi en starfaði á bókasafni í Hafnarfirði þegar þær Kirsten kynntust. Hún segir að þær hafi haft forgöngu um að Þjóðverjar á svæðinu hittust mánaðarlega og þær hafi fljótlega farið að vinna við sameiginlegt áhugamál, tengsl Hansakaupmanna við Ísland og sér- staklega Hafnarfjörð. „Árangurinn er þessi sögulega ferðahandbók.“ Eftir að hafa gifst Jónasi Pétri Bjarnasyni bjuggu þau í sjö ár í Hamborg en fluttu aftur til Íslands 1992. Brigitte segist hafa búið víða á Íslandi og fengið innblástur að tveimur bókum áður en vinna hófst við bókina með Kirsten. Smásagna- safnið Dorsche haben traurige Aug- en (Þorskar hafa döpur augu) kom út 2011 og Auf den Spuren von Elfen und Trollen in Island (Á slóðum álfa og trölla á Íslandi) 2014. Faðir Kirsten var hafnarstarfs- maður í Hamborg. „Höfnin heillaði mig alltaf, skreiðin kveikti í mér og ég vann lengi í skreið hérlendis,“ rifjar hún upp. Hún rannsakaði með- al annars gögn í Sjómannasafninu í Hamborg og í miðstöð Hansakaup- manna í Lübeck. Hún segir að Ís- land sé ekki mikið nefnt í heimildum um Hansakaupmenn og bókin sé lið- ur í að bæta úr því. „Íslendingar seldu Hansakaupmönnum til dæmis mikla skreið, lýsi og brennistein fyr- ir utan ýmislegt annað,“ leggur hún áherslu á. Við höfnina í Hafnarfirði er stór steinbogi eftir þýska listamanninn Lupus til minningar um kirkju, sem Hansakaupmenn reistu þar. Kirsten bendir á að í Hamborg hafi þeir átt litla kapellu, þar sem beðið hafi verið fyrir þeim, þegar þeir hafi verið úti á rúmsjó. „Tengingar milli Hafnar- fjarðar og Hamborgar eru margar og með bókinni segjum við frúrnar frá Hamborg söguna.“ Til stóð að kynna bókina þýsku- mælandi ferðamönnum hérlendis, á bókamessum og árlegum Hansadög- um, en kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn. Stöllurnar segja samt að bókinni hafi verið vel tekið í Þýskalandi, en hún fæst líka m.a. á amazon.com og frujora.com, net- verslun Brigitte. Frúrnar frá Hamborg leysa frá skjóðunni Tenging Kirsten Rühl við steinbogann á hafnarbakkanum í Hafnarfirði.  Kynntust í Hafnarfirði og sendu frá sér bók um Ísland Í Þýskubúð Brigitte Bjarnason þar sem verslun var í Straumsvík á 15. öld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.