Morgunblaðið - 21.09.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.09.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2020 ✝ Guðrún ÁgústaHólmbergs- dóttir (Gústa) fædd- ist á Suðureyri við Súgandafjörð 27. júní 1955. Hún lést 12. ágúst 2020. For- eldrar hennar voru Hólmberg Guð- bjartur Arason, f. 11. júlí 1932 á Ísa- firði, og María Sig- ríður Bjarnadóttir, f. 28. desember 1934 á Suður- eyri við Súgandafjörð, d. 9. sept- ember 2013. Systur hennar eru: Oddný Björg, f. 16. nóvember 1954, Matthildur Bjarney, f. 28. júlí 1958, og Jóna, f. 1. apríl 1969. Gústa giftist Sveinbirni Reyni Einarssyni. Þau slitu samvistun. Sonur þeirra er Guðbjartur Ein- ar, f. 8. september 1976. Gústa ólst upp á Suðureyri, en fjöl- skyldan flutti til Ísafjarðar frá Suð- ureyri 1971. Eftir skólaskyldu flutti Gústa suður til Reykjavíkur þar sem hún hóf nám við Sjúkraliðaskóla Íslands. Eftir nám þar starfaði hún sem sjúkraliði fyrst á Landakoti en frá árinu 1982 á gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði. Frá árinu 1993 vann hún í mót- tökunni á Sjúkrahúsinu á Ísa- firði. Gústa vann við stofnunina í 37 ár. Vinnan skipti hana miklu máli; að hjálpa öðrum og láta gott af sér leiða var henni í blóð borið. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Gústa í móttökunni var andlit stofnunarinnar okkar í aldar- fjórðung. Hún hóf störf árið 1982, þá sem sjúkraliði á gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði. Árið 1993 flutti hún sig yfir í móttökuna þar sem hún var all- ar götur síðan. Hún glímdi lengi við bak- vandamál sem héldu henni oft frá vinnu og síðustu misseri gat hún lítið sinnt vinnunni vegna þeirra. Það var mikil synd og sjálfri þótti henni það grábölv- að. Gústa elskaði að koma í vinn- una. Henni leið vel í vinnunni. Hún var umhyggjusöm, bros- mild, umburðarlynd og gaf allt- af af sér. Hún kom fram við alla af virðingu og vinsemd. Við söknum hennar og vott- um aðstandendum, vinum og samstarfsfólki samúð. Gylfi Ólafsson forstjóri Heil- brigðisstofnunar Vestfjarða. Guðrún Ágústa Hólmbergsdóttir ✝ Cýrus Dane-líusson fædd- ist í Björnshúsi á Hellissandi 3. júlí árið 1925. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Jaðri í Ólafs- vík 6. september 2020. Hann var sonur Danelíusar Sigurðssonar og Sveindísar Ingi- gerðar Hansdóttur. Börn þeirra eru í aldursröð; Sig- urjóna, Hans, Vigfúsína Guð- björg, Cýrus, Pálmi Berg- mann, Guðrún Rut, Erla Bergmann og Sjöfn Berg- mann. Þau eru öll fallin frá nema Erla og Sjöfn. Cýrus giftist Guðríði Þor- kelsdóttur árið 1947 og bjuggu þau ávallt í húsinu Dags- brún á Hellissandi þar til þau fluttu á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Jaðar í Ólafsvík í desember 2018. Þau eignuðust tvö börn, Guð- rúnu Halldóru, f. 1946, og Þorkel, f. 1961. Afkom- endur Cýrusar eru nú 15 tals- ins. Cýrus starfaði mestan hluta starfsævi sinnar á Lóranstöð- inni á Gufuskálum. Cýrus var jarðsettur við hlið eiginkonu sinnar sem lést 3. mars síðast- liðinn að Ingjaldshóli. Útför Cýrusar hefur farið fram í kyrrþey að hans ósk. Þá er pabbi fallinn frá. Ann- an eins öðling var erfitt að finna en ákveðinn og fastur á sínu var hann ávallt. Hann var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa okkur hjónunum með hvað sem við tókum okkur fyrir hendur, málningarvinna, smíða- vinna eða hvað sem þurfti að gera, þá var hann ávallt mætt- ur. Eftir að hann hætti að vinna vegna aldurs þá fundum við upp einhver verkefni fyrir hann til að dunda við heima hjá okkur því á hans heimili var allt tipp topp. Ástæða þessa var að hann gat aldrei setið auðum höndum og gert ekki neitt, varð bæði skapvondur og eirðarlaus þá og eins gekk líf hans út á það að hjálpa niðjum sínum við hvað það sem þau tóku sér fyr- ir hendur. Fyrir hjálp hans get ég aldrei þakkað nóg. Sjaldan bað hann okkur að launa greið- ann og þurftum við að fylgjast með ef hann var að gera eitt- hvað heima hjá sér sem við gát- um hjálpað til við. Mamma féll frá í byrjun mars á þessu ári og er því stutt á milli þessara heiðurshjóna. Það kom ekki mikið á óvart verð ég að segja að stutt væri á milli þeirra þar sem þau voru ákaflega sam- rýnd og mikil virðing á milli þeirra. Með þessum fátæku orðum kveð ég pabba sem ég veit að nú er kominn til mömmu og þar leið honum allt- af vel. Hvíl í friði elsku pabbi. Þorkell Cyrusson. „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarð- neskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar rík- ir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“ –Halldór Kiljan Lax- ness – Heimsljós Í dag kveðjum við elskulegan bróður okkar. Cýrus fæddist á Hellissandi 3. júlí 1925, fjórði í röðinni af átta systkinum. Hann ólst upp á Sandi og bjó þar alla sína tíð, enda Sandari númer 1. Cýrus var í miklu uppáhaldi hjá okkur yngstu systrunum. Hann var okkar fyrirmynd í svo mörgu og litum við upp til hans. Hann kenndi okkur ým- islegt, t.d. að spila á spil og dansa og margt fleira. Seinna launuðum við bróður okkar allt sem hann kenndi okkur og gerðumst sendiboðar þegar hann þurfti að koma ástarbréf- um til verðandi eiginkonu sinn- ar. Við urðum að standa okkur í því, þrátt fyrir myrkfælni, því engin voru götuljósin, annars yrði ekki spilað í Snæfellsási á næstunni. Cýrusi var margt til lista lagt. Hann var mjög músíkalsk- ur og spilaði ágætlega á munn- hörpu. Þá var hann söngmaður góður og og söng í kór Ingj- aldshólskirkju ásamt Guggu sinni. Þá höfðu þau hjón gaman af því að dansa og dönsuðu tangó svo eftir var tekið. Á ár- um áður tók hann einnig þátt í leiksýningum í þorpinu. Cýrus var með duglegustu mönnum, mikið snyrtimenni og féll sjald- an verk úr hendi. Hann byrjaði ungur að vinna eins og títt var þá. Fjórtán ára fór hann til Reykjavíkur og réð sig í Breta- vinnuna. Stóð þar stutt við því vinnubrögðin voru ekki að hans skapi og réð sig í þess stað á síldarbát norður í landi. Í lífinu var Cýrus gæfumað- ur. Hann eignaðist góða og yndislega konu; Guðríði Þor- kelsdóttur, sem lést fyrr á þessu ári. Þau eignuðust tvö börn, Guðrúnu og Þorkel, og út af þeim fjölmarga músíkalska og samhenta afkomendur. Þau Cýrus og Gugga náðu þeim sjaldgæfa áfanga að fagna 70 ára brúðkaupsafmæli ekki alls fyrir löngu. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína. Og birtan himneska björt og heið boðar náðina sína. En alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. Vigdís Einarsdóttir Við kveðjum elskulegan bróður okkar í virðingu og þökk og sendum börnunum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minningin um mætan mann. Erla og Sjöfn Bergmann. Genginn er Cýrus Danelíus- son, afi minn. Það er þetta með að vera saddur lífdaga - setning sem hefur hljómað talsvert oft úr mínum munni síðastliðna daga. Ég veit að sú var raunin í hans tilfelli. Hann gekk á eigin vegum í gegnum lífið og gekk líka á eigin forsendum frá lífinu - fáeinum mánuðum eftir að lífsförunautur hans og sálu- félagi kvaddi, Guðríður Þor- kelsdóttir frá Hellissandi. Cýrus afi lifði fábreyttu lífi, en afar innihaldsríku. Hann hitti ömmu, þau dönsuðu, urðu hjón ung, eignuðust tvö börn, byggðu bú og bjuggu á Hellis- sandi í sama húsinu í tugi ára. Þau byrjuðu smátt og unnu fyr- ir hlutunum af alúð. Húsið, Dagsbrún, var lítið í fermetrum til að byrja með en með ár- unum var það stækkað og klæðskerasniðið að þeirra þörf- um. Ekkert var gert fram úr hófi og allt var nægilegt. Afi var nýtinn og hugsaði óskap- lega vel um sínar veraldlegu eigur. Ekki fór mikið fyrir kaupum á óþarfa hlutum, allt hafði hlutverk. Það verður seint sagt að kolefnisspor þeirra hjóna hafi verið stórt og það er hollt til þess að hugsa að líf- splanið þeirra var varðað af gildum sem gleymast stundum okkur af yngri kynslóðum í sí- byljandi og hröðum heimi; fjöl- skyldu, samveru, söng, dansi, nægjusemi og einfaldleika. Þeim fórst vel að hlúa vel að sínum gildum og hvíldu vel í sínu. Bæði afi og amma urðu langlíf og voru heilsuhraust. Ég er sannfærð um að lífsstíll þeirra og lífsviðhorf „gerðu trikkið“. Afi var harðduglegur verka- maður lengst af á Lóranstöð- inni á Gufuskálum. En hann var ekki vinnandi afi fyrir mér, heldur afi sem kom daglega í kaffispjall og var bara einhvern veginn alltaf þarna. Hann teiknaði, spilaði á munnhörpu og söng í kirkjukórnum. Hann fór með mig út á nes og kynnti mér náttúruna undir jökli, hrauninu og hellunum. Hann var hvergi banginn og bara gerði hlutina. Hann er mér sannkölluð fyrirmynd og þegar lífið hefur þrengt að sæki ég í hans karakter og þær gjafir sem hann gaf mér í hjartað, akkúrat þessar: Ganga örugg til þess sem þarf að gera, halda mig við efnið, horfa bæði skörp- um og skapandi augum á málin - og ekki flækja að óþörfu. Takk afi minn. Afi hafði sterkar skoðanir og var fylginn sér. Hann hresstist allur við þegar hann fékk að- eins að tuða. Góðmennska hans var ómælanleg en hann hafði aldrei þörf fyrir að vekja máls á hjálpinni, hann bara veitti hana - oftast óumbeðinn. Hann kunni nefnilega svo vel að vera til staðar - enda með skýr lífs- gildi sem sneru að lítilli fjöl- skyldu frá Hellissandi sem átti öll í þeim hjónum skjól, hlýju og kærleik. Við hittumst ótelj- andi oft á heimili þeirra. Þá spiluð „tía“ eða „ástand“, skraf- að, hlegið og notið samveru og kræsinga listakokksins ömmu Guggu. Tónlistin var ávallt skammt undan og afi dró oft fram munnhörpuna og krakk- arnir dönsuðu. Þannig minnist ég hans. Cýrus afi minn; stór- brotinn karakter og meistari í fegurð fábreytileikans, undi sér vel. Fyrirmynd. Sterkur, skýr og lét akkúrat engan valta yfir sig. Lífstöffari með meiru. Hvíl í friði, söng og dansi, elsku afi. Lilja Dögg Gunnarsdóttir. Árið 1946 tóku Cýrus móð- urbróðir minn og Gugga, kona hans, íbúðarhúsið Dagsbrún á Hellissandi á leigu og byrjuðu búskap. Ári seinna keyptu þau húsið og bjuggu þar til ársins 2018 eða í 72 ár. Alla tíð sem ég man var Dagsbrún best málaða og snyrtilegasta húsið á Hellis- sandi. Það var fátt sem Cýri frændi gat ekki. Hann smíðaði, málaði, múraði og ég veit ekki hvað, því allt lék í höndunum á honum. Seinna byggðu þau við Dagsbrún svo að húsið stækk- aði um helming. Cýri var sögumaður af guðs- náð og með afbrigðum minn- ugur. Oft í seinni tíð fórum við Fúsi, bróðir minn, í kaffi í Dagsbrún til að heyra sögur Cýra frá fyrri tíð. Við vorum búnir að læra að spyrja réttra spurninga og þá urðu til sögu- stundir. Eina sögu sem Cýri sagði okkur ætla ég að láta fljóta hér með. Sagan er af því þegar þau Gugga voru kornung að byrja að draga sig saman. Þau komu sér upp kerfi um það hvenær þau skyldu hittast. Cýri átti vasaljós sem hann bætti einni rafhlöðu aftan á og festi með einangrunarbandi til að fá skærara ljós. Á ákveðnum tíma fór hann á stað sem var í beinni sjónlínu frá heimili Guggu og blikkaði á sína tilvon- andi. Og þar með var næsta stefnumót ákveðið … Á meðan frændi sagði okkur þessa sögu heyrðist í Guggu: „Suss, suss! Vertu nú ekki að segja frá þessu!“ En Gugga hafði aug- ljóslega jafn gaman af þessu og við bræðurnir. Önnur saga sem ég læt fljóta hér með er mín saga. Þannig var að mig og vin minn langaði óskaplega mikið til að fara í Húsafell um verslunarmanna- helgina 1966. Gallinn við þessa góðu hugmynd var hins vegar sá að við vorum farlausir. Ég mannaði mig upp í að spyrja frænda hvort hann gæti keyrt okkur upp í Borgarfjörð en Cýri átti á þessum tíma rúss- neskan bíl af gerðinni Mosk- vits. „Það er alveg sjálfsagt,“ sagði frændi og það svar lýsir því vel hvern mann hann hafði að geyma alla tíð. Þess má geta að á þessum árum tók það að minnsta kosti tvo og hálfan tíma að keyra í Borgarfjörðinn – aðra leiðina. Bróðir minn var í fríi fyrir vestan þessa viku svo að mér datt í hug að spyrja hvort hann vildi ekki koma með, sem varð raunin. Við Cýri frændi berum töluverða ábyrgð á því hvernig fór – hann fyrir að keyra okkur og ég fyrir að bjóða bróður mínum með – því að þessa helgi náði bróðir minn í konuna sína (eða öfugt) og það hjónaband stendur enn. Cýri spilaði listavel á munn- hörpu og söng ásamt Guggu í kirkjukórnum á Sandi í áratugi. Að koma í heimsókn til þeirra hjóna í Dagsbrún var alltaf skemmtilegt og mér var tekið opnum örmum. Ég hef minnst nokkrum sinnum á Guggu í þessum skrifum enda ekki ann- að hægt, því þau hjón voru ein- staklega samrýnd. Gugga lést í mars síðastliðnum og því er ekki langt á milli þeirra hjóna. Ég veit fyrir víst að frændi er núna hjá Guggu sinni í sum- arlandinu eilífa. Ég sé þau fyrir mér sæl og glöð á ný, eftir ör- stuttan viðskilnað. Ég þakka frænda mínum ljúfa samleið og sendi Gunnu, Kela og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Alfreð Almarsson. Cýrus Danelíusson Það er með sorg og þakklæti sem ég minnist Haffýjar. Sorgin yfir að missa framúrskar- andi listamann, brautryðjanda og fyrirmynd, vinkonu og koll- ega. Þakklæti fyrir gjafirnar sem Haffý veitti okkur fjöl- skyldunni á vegferð lífsins með hlýrri og bjartri framkomu, vin- arþeli og fögrum flautuleik. Minningar um skemmtilegar samverustundir á námsárunum í Englandi, tónleikasamstarf í Norræna húsinu og Gerðubergi og foreldrastarf í Drengjakór Reykjavíkur koma upp í hug- ann, einnig hljómar vandaður og mjúkur flautuleikur Haffýjar á ótal Sinfóníutónleikum í end- urminningu um einstakan lista- mann. Ég dáðist að Haffý hvernig hún kleif hvern ham- arinn á fætur öðrum án þess að blikna, þannig beið lítil frænka mín í útlöndum eftir nýrri Max- imús-bók á hverju ári enda skemmtilegar og fræðandi tón- listarbækur sem geisla af gjöf- Hallfríður Ólafsdóttir ✝ Hallfríðurfæddist 12. júlí 1964. Hún lést 4. september 2020. Útför hennar fór fram 14. september 2020. ulu samstarfi þeirra Haffýjar og Þórarins. Einnig er víst að tónlistar- unnendur hafa beð- ið í eftirvæntingu undanfarin 25 ár eftir að koma á hina árlegu tón- leika Camerarc- ticaž, „Mozart við kertaljós“, sem hjónin Haffý og Ármann stofnuðu ásamt kolleg- um sínum. Haffý gaf af sér til samfélagsins til að efla hið góða og mannlega, tíminn hennar hér á jörð var allt of stuttur, við lút- um höfði í þakklæti. Nína Margrét Grímsdóttir Á hráslagalegum eftirmið- degi í janúar 2013 komu tónlist- arkonur saman í Hannesarholti til að formfesta stofnun KÍ- TÓN, félags kvenna í tónlist. Haustið áður hafði undiralda myndast á alnetinu þar sem tónlistarkonur þvert á stefnur ræddu stöðu kvenna í tónlist og þá sérstaklega 9% steftekjur tónlistarkvenna af útgreiddum steftekjum landsins. Nú skyldi undiraldan komast upp á yfir- borðið. Þennan dag var tilgang- ur félagsins mótaður og meitl- aður í stein við lófaklapp um 70 tónlistarkvenna; að skapa já- kvæða umræðu, samstöðu og samstarfsvettvang meðal kvenna í tónlist. Hallfríður Ólafsdóttir, 1. flautuleikari Sin- fóníuhljómsveitar Íslands, sat þar fremst meðal jafningja og var komin í fyrstu stjórn KÍ- TÓN eins og hendi væri veifað. Það var verk að vinna og á nokkrum mánuðum taldi félagið yfir 200 skráðar félagskonur. KÍTÓN varð strax hreyfiafl til góðra verka þar sem þunga- vigt Haffíar, innsæi og sköpun- arkraftur urðu máttarstólpar í æði mörgum verkefnum sem hrint var úr vör á skömmum tíma. Haffí stýrði m.a. klassísk- um tónleikaröðum og kom að hugmyndavinnu ótal samstarfs- verkefna. Hún hafði einstakt lag á því að sjá möguleikana alls staðar og þar féllum við saman eins og flís við rass. Aldrei var bilbug á henni að finna og að- dáun tónlistargesta leyndi sér ekki er Haffí stýrði félögum úr Sinfóníuhljómsveitinni, fyrst ís- lenskra kvenna á uppskeruhátíð KÍTÓN, í sjónvarpi allra lands- manna. Útgeislun Haffíar á sviðinu þetta kvöld mun seint líða okk- ur úr minni. Hvernig líkaminn dansaði í takt við Eld Jórunnar Viðar. Þetta kvöld, með eldmóði Haffíar, fundum við svo sterkt fyrir aflinu sem við vorum að leysa úr læðingi. Haffí reyndist í senn hnytt- inn og auðmjúkur lærimeistari, með dýrmæta þekkingu á tón- listarsögu, sagnahefð tónlistar- innar og ekki síst sögur af raun- um kventónskálda sígildrar tónlistar sem náðu margar aldir aftur. Þær mörkuðu djúp spor á vegferð Haffíar og efldu án efa hennar baráttuanda. Meðal tón- skálda og lífskúnstnera sem Haffí kynnti okkur fyrir var Hildegard von Bingen sem átti þau fleygu orð „ég er fjöður á andardrætti Drottins“. Þannig ræddum við um tónlistina, sem fjöður á andardrætti Drottins, þá uppsprettu sem hafði sam- einað okkur. Að sameinast um eitthvað æðra og betra en okk- ur sjálfar og fanga augnablikin af slíkri auðmýkt varð horn- steinn okkar vináttu. Líkt og fjöðrin fær engu um ferðalagið ráðið hefur almættið kallað einn fegursta flaututón- inn heim. Haffí hefur kvatt hið veraldlega hjóm, kölluð til ann- arra starfa í óskilgreindri vídd. Elsku fjölskylda, við vottum ykkur dýpstu samúð. Það var aðdáunarvert að fylgjast með ykkur síðustu árin. Finna sam- hljóminn ykkar á milli og djúpu virðinguna og ástina sem þið berið hvert til annars. Kæra vinkona. Það er svo sárt að kveðja þig en við stönd- um allar á herðum þínum, herð- um risans, og munum marséra áfram í takt, þér til heiðurs og af virðingu við allt sem þú lagð- ir af mörkum til tónlistarlífs, tónlistarmenntunar og anda- giftar tónlistarkvenna á Íslandi. Védís Hervör Árnadóttir og Lára Rúnarsdóttir, fyrrverandi formenn KÍTÓN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.