Morgunblaðið - 23.09.2020, Side 1

Morgunblaðið - 23.09.2020, Side 1
 Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur fengið frá Reykjavíkurborg eru samtals 320 nemendur í sex grunnskólum í sóttkví, þar af um 98 á yngsta stigi, 155 nemendur í 7. bekk og 46 á unglingastigi. Þá eru 43 starfsmenn á grunnskólastigi í sóttkví. „Við reynum sífellt að lesa í að- stæður í samráði við sóttvarna- yfirvöld hverju sinni og ákveðum út frá því hvaða form aðgerðir eigi að taka,“ segir Helgi Grímsson, sviðs- stjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Met var slegið í fjölda sýnataka hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í gær. »4 Morgunblaðið/Eggert Nemendur Samtals eru 155 börn í 7. bekk í borginni í sóttkví og 98 á yngsta stigi. Börn í sóttkví úr sex grunnskólum M I Ð V I K U D A G U R 2 3. S E P T E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  223. tölublað  108. árgangur  TJÁNING OG MIKIÐ DRAMA Í MENGI MIKIÐ LÍF Á FASTEIGNA- MARKAÐI HOLLT FYRIR FÓLK AÐ SYNGJA VIÐSKIPTAMOGGINN HÓLMFRÍÐUR SJÖTUG 20NÝ VERK STEINUNNAR 24 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu velgdi bronsliði síð- asta heimsmeistaramóts, Svíum, hressilega undir uggum á Laugardalsvellinum í gærkvöld þegar liðin skildu jöfn, 1:1, í undankeppni Evrópumótsins. Svíar voru marki yfir í hálfleik en Elín Metta Jensen fagnar hér jöfnunarmarki sínu í seinni hálfleiknum ásamt Sveindísi Jane Jónsdóttur, Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur. Úrslitin þýða að Ísland á áfram góða möguleika á að kom- ast beint í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer á Eng- landi sumarið 2022 án þess að þurfa að fara í umspil. Liðin mætast aftur í Svíþjóð eftir rúman mánuð og Ísland á einnig eftir útileiki við Ungverjaland og Slóvakíu. »23 Morgunblaðið/Eggert Bronslið HM slapp með eitt stig af Laugardalsvellinum Ómar Friðriksson Margrét Þóra Þórsdóttir „Við erum í miklum samskiptum við ríkisvaldið um með hvaða hætti við getum í sameiningu séð til lands,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formað- ur Sambands íslenskra sveitarfé- laga, en mikill umsnúningur til verri vegar hefur átt sér stað í rekstri sveitarfélaga. „Við erum að horfa til margra hluta, almenns framlags til að mæta tekjufalli eins og t.d. af út- svarinu en þar sýnist mér að sveit- arfélögin séu að missa 10 til 15 millj- arða,“ segir Aldís. Mikið tekjufall blasir því við sveit- arfélögum á árinu á sama tíma og veruleg aukning útgjalda á sér stað. Samband íslenskra sveitarfélaga birti í gær uppgjör fjögurra af fimm stærstu sveitarfélögum landsins á fyrri hluta ársins, þar sem í ljós kem- ur að afkoma þeirra hefur snúist til hins verra upp á tæplega sex millj- arða króna. 2,3 milljarða kr. rekstr- arafgangur á fyrri hluta seinasta árs hefur snúist í halla upp á 3,6 millj- arða króna í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri. Skuldir þessara sveitarfélaga hækkuðu um 10,2 milljarða frá áramótum. Ljúka þarf yfirstandandi viðræð- um við ríkisstjórnina og ganga frá samkomulagi milli ríkis og sveitarfé- laga fyrir næstu mánaðamót. „Ég lít þannig á að við höfum þessa viku og mögulega næstu til þess að ná lend- ingu um með hvaða hætti ríkisstjórn- in ætlar að vernda þessa þjónustu sem sveitarfélögin eru að sinna,“ segir Aldís. Akureyri er meðal þeirra sveitar- félaga sem glíma við slæma fjárhags- stöðu. Þar hafa meiri- og minnihluti í bæjarstjórn ákveðið að sameinast til að takast saman á við stöðuna. MVandi sveitarfélaga »2 og 10 Eru að missa 10 til 15 milljarða af útsvarinu  Meirihluti og minnihluti á Akureyri snúa bökum saman Breytingar Í bæjarstjórn Akureyr- ar starfa nú allir flokkar saman.  Jóhannes Geir Guðmundsson, forstjóri hug- búnaðarfyrir- tækisins Inecta, sem er með höf- uðstöðvar í Tri- beca í New York, segir að tekjur fyrirtækisins hafi aukist frek- ar en hitt í kór- ónuveirufaraldrinum. „Við stund- uðum ráðstefnur og sýningar eins og gengur og gerist, en það hætti skyndilega þegar faraldurinn skall á. Fólk flutti sig í staðinn á netið og notaði Zoom, Teams og annan fjar- fundabúnað. Það er áhugavert að salan hjá okkur datt ekkert niður þrátt fyrir þetta,“ segir Jóhannes Geir í samtali við ViðskiptaMogg- ann, en 50 starfa hjá Inecta. Spurður hvort þetta fyrirkomu- lag, að notast frekar við netið en að fara á ráðstefnur víða um heim, sé komið til að vera, er Jóhannes á því að svo sé ekki. Tekjuaukning hjá Inecta þótt faraldur geisi í New York Jóhannes Geir Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.