Morgunblaðið - 23.09.2020, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 23.09.2020, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2020 HVER restaurant á Hótel Örk er fyrsta flokks veitingastaður, fullkominn fyrir notalegar gæðastundir með vinum, fjölskyldu eða vinnufélögum. GIRNILEGUR OG SPENNANDI MATSEÐILL Pantaðu borð í síma 483 4700 | www.hverrestaurant.is Framkvæmdir eru nú hafnar við gatnagerð og lagnir í Hamranes- hverfi í Hafnarfirði. Þegar er búið að úthluta og gefa vilyrði fyrir lóð- um með um 1.000 íbúðum í hverfinu. Þar með talið eru 152 íbúðir sem Bjarg, húsnæðisfélag verkalýðs- hreyfingarinnar, ætlar að reisa. Þá hefjast framkvæmdir við fjölmörg önnur fjölbýlishús í hverfinu á næst- unni en lóðirnar eru eftirsóttar, seg- ir Ágúst Bjarni Garðarsson, formað- ur bæjarráðs Hafnarfjarðar. Vellir, Skarðshlíð og Hamranes eru syðst í Hafnarfirði; sunnan og vestan við Ás- fjallið. Valla- hverfið er því sem næst full- byggt og byggð og mannlíf í Skarðshlíð dafn- ar. Gert er ráð fyrir um 1.500 íbúum í Skarðs- hlíð, sem verður fullbyggð innan fárra ára. Því er byrjað að brjóta land undir bygg- ingar í Hamraneshverfi, þar sem verða um 1.200-1.500 íbúðir og íbúar í því fullbyggðu verða um 4.000 tals- ins. Að mörgu þurfti að huga áður en jarðvegsframkvæmdir og úthlutun lóða í Áslandshverfi hófst, s.s. að færa háspennulínur til bráðabirgða. Þá þurfti að ganga frá hönnun Ás- vallabrautar, sem tengir saman Vallahverfi og Ásland. Fram- kvæmdir við vegagerðina hófust nú síðsumars og á ljúka á næsta ári. Með brautinni nýju verða byggðir sitthvorumegin Ásfjalls tengdar saman, þ.e. úr Hamrahlíð og Skarðs- hlíð og af Völlum verður greið leið á Kaldárselsvegi og Reykjanesbraut. Ásvallabraut verður ein akrein í hvora átt með möguleika á breikkun í tvær akreinar í hvora átt. Börn úr Hamraneshverfi munu sækja Skarðshlíðarskóla, en reistur verður skóli fyrir hverfið nýja þegar þörf og aðstæður skapast í fyllingu tímans. Þétting í grónum hverfum „Við erum stöðugt að úhluta lóð- um í Skarðshlíð og ánægjulegt að sjá hve vel uppbyggingin þar geng- ur. Segja má að allt hafi farið á fulla ferð þegar raflínurnar voru loks færðar og framkvæmdir við Ásvalla- braut samþykktar,“ segir Ágúst Bjarni Garðarsson. „Bæjarfélagið er í þeirri góðu stöðu, eitt fárra sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu, að eiga talsvert byggingarland til ná- innar framtíðar. Samhliða þessu er- um við í þéttingarverkefnum í grón- um hverfum í bænum sem eru langt komin í skipulagsferli. Það hefur gengið vel að hjá okkur að skipu- leggja byggð fyrir íbúa framtíðar- innar það sem af er kjörtímabili.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ásvallabraut Hringtorgið er tilbúið en nú á að leggja veg yfir heiði sem verður tenging við Kaldárselsveg, Ásland, Setberg og Reykjanesbraut Úthluta lóðum fyrir 1.000 íbúð- ir í Hamranesi  Framkvæmdir í nýju hverfi  Bygg- ingarland til framtíðar í Hafnarfirði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skarðshlíð Góður gangur í fram- kvæmdum og byggðin öðlast svip. Ágúst Bjarni Garðarsson Lögreglan á sunnanverðum Vest- fjörðum hefur tekið í notkun nýjan og sérútbúinn lögreglubíl, sem kem- ur í gegnum Brimborg og er af gerð- inni Volvo XC90. Bíllinn verður stað- settur á Patreksfirði en kemur til með að þjóna víðfeðmu umdæmi lög- reglunnar á sunnanverðum Vest- fjörðum. Lögregluembætti landsins hafa verið að endurnýja bílaflotann í stórum stíl undanfarna mánuði. Þannig fékk lögreglan á Vesturlandi tvo Land Rover Discovery-jeppa í notkun í sumar. Verða þeir jeppar á Snæfellsnesi. Nýr lögreglubíll til Patreksfjarðar Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Lögregla Ágúst Gunnarsson varðstjóri og Véný Guðmundsdóttir. Fyrirhuguðu málþingi um meist- ara Jón Vídalín sem halda átti í Þjóðarbókhlöðunni laugardaginn 26. september nk. hefur verið frestað. Frá þessu er greint á heimasíðu þjóðkirkjunnar. „Nú hefur verið tekin upp grímuskylda í Þjóðarbókhlöðunni og var því talið nauðsynlegt að bregðast við henni með því að skjóta málþinginu á frest. Nánar verður tilkynnt um það síðar. Kórónuveirufaraldurinn truflar margt í samfélaginu eins og fólki er kunnugt um og er meistari Vídalín ekki þar heldur undanskil- inn,“ segir þar. Í síðasta mánuði kom út ævisaga Jóns Vídalín í einu bindi og rit- verk hans í öðru. Ævisöguna rit- aði dr. Torfi K. Stefánsson Hjal- talín. Tilefni út- gáfunnar er 300. ártíð Jóns. Á málþinginu átti að ræða um Jón Vídalín og nýútkomna ævisögu. Til stóð að flytja fjóra fyrirlestra á þinginu. Grímuskylda tekin upp í Þjóðarbókhlöð- unni og því var meistari Vídalín settur á ís Meistari Jón Vídal- ín þrykktur í stein.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.