Morgunblaðið - 23.09.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 23.09.2020, Qupperneq 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2020 ✝ Dr. GunnarMýrdal Ein- arsson, sérfræð- ingur í brjósthols- skurðlækningum og yfirlæknir við hjarta- og lungna- deild LSH, var fæddur á Akranesi 11. apríl 1964. Gunnar lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu 10. september 2020 eftir harða bar- áttu við krabbamein. Foreldrar hans voru Einar S. Mýrdal Jónsson, f. 1928, d. 2018, skipasmíðameistari á Akranesi, og Hulda Haraldsdóttir, f. 1929, fv. starfsmaður hjá Pósti og síma á Akranesi. Systur Gunn- ars eru: a) Rósa Mýrdal, f. 1955, verkefnastjóri hjá Heilbrigð- isstofnun Vesturlands á Akra- nesi, maki Guðmundur Ottesen Valdimarsson vélvirki. Þau eiga 2 syni; Einar Mýrdal og Valdi- mar Þór. b) Rikka Mýrdal, f. 1957, svæfingahjúkrunarfræð- ingur á Landspítala Fossvogi, maki Kristinn Ellert Guðjónsson rafvirki. Þau eiga tvær dætur; Guðrúnu Huld og Írisi Mýrdal. skurðlækningum 1998 og brjóstholsskurðlækningum frá Uppsalaháskóla árið 2001. Gunnar varði doktorsritgerð sína „Lung Cancer Epidem- iological and Clinical studies with Special References to Surgical Treatment“ við Upp- salaháskóla árið 2003. Hann lauk MBA-námi í stjórnun við HR árið 2016. Gunnar fór til sérnáms í Sví- þjóð árið 1996 þar sem hann starfaði við Centrallasarettet Västerås fyrstu tvö árin og síð- an við hjarta- og lungnaskurð- deild Uppsala Akademiska Sjukhus. Var yfirlæknir á hjarta- og lungnaskurðdeild Uppsala Akademiska Sjukhus árin 2006-2008. Gunnar fluttist heim til Íslands árið 2008 og starfaði sem sérfræðingur við brjóstholsskurðlækningadeild LSH frá þeim tíma og var yf- irlæknir við deildina frá 2016. Gunnar sat í stjórn Læknafélags Íslands 2018-2020 sem aðild- arfulltrúi Félags sjúkra- húslækna. Eftir Gunnar liggja margar fræðigreinar og rann- sóknaskýrslur sem verða ekki taldar upp hér. Útför Gunnars fer fram í dag, 23. sept. 2020, kl. 15 frá Hall- grímskirkju. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: https:// vimeo.com/event/305327/. Virkan hlekk á útför má nálgast á https://www.mbl.is/andlat/. Eiginkona Gunn- ars er Ingibjörg Kristjánsdóttir, f. 1979, lyflæknir og sérfr. í hjartalyf- lækningum. For- eldrar hennar eru Geirlaug Þorvalds- dóttir hóteleigandi, f. 1939, og Ernir Kristján Snorrason læknir, f. 1944, d. 2012. Gunnar og Ingibjörg eiga saman Geirlaugu Maríu Mýrdal, f. 2015, og ófædda dóttur. Börn Gunnars eru Hulda Mýrdal, f. 1989, nemi við HÍ, maki Þórunn María Kærnested, ritari á LSH, Dagmar Mýrdal, f. 1990, mark- aðsfræðingur, maki Bryndís María Theódórsdóttir læknir, dóttir þeirra er Kara Lív Mýr- dal, f. 2020, Erna Mýrdal, f. 1997, nemi við HÍ, maki Anton Ingi Sigurðarson nemi, Valdís Jóna Mýrdal, f. 2001, nemi, Gunnar Breki Mýrdal, f. 2003, nemi, Rafn Alexander Mýrdal, f. 2010. Gunnar lauk prófi frá Lækna- deild HÍ vorið 1991. Hann lauk sérfræðinámi í almennum Elsku besti pabbinn okkar. Fyrir ári fórum við í hjólatúra. Við elduðum saman. Við fórum í bíl- túra. Við fengum okkur kaffibolla saman. Við fórum í bröns saman. Við töluðum um lífið. Við horfðum á fótbolta saman allar helgar. Við gerðum allt saman. Okkur fannst ekkert yndis- legra en að vera öll saman, fá okk- ur ís (auðvitað) og kjafta um lífið. Við gátum hlegið endalaust öll saman en fyrst og fremst bara verið saman öllum stundum og notið þess. Og við gátum líka grátið hjá þér þegar lífið var leiðinlegt. Þú hlustaðir á okkur, þú dæmdir ekki og þú hjálpaðir okkur alltaf að finna lausn. Ekkert var of flókið til að leysa það í rólegheitunum. Hvert og eitt okkar átti sitt dýrmæta samband við þig. Núna ertu farinn. Það er svo óraunverulegt og það er martröð. Við áttum eftir að gera svo mikið saman. Hvernig einn sjúkdómur getur farið svona með pabba okkar á svona stuttum tíma er óskiljan- legt. Takk pabbi okkar fyrir allt. Takk fyrir hláturinn. Takk fyrir að vera hetjan okkar. En fyrst og fremst takk fyrir að vera vinur okkar. Þú verður alltaf með okkur í hjartanu okkar. Þú veist hvað við elskum þig mikið, aldrei gleyma því. Hulda, Dagmar, Erna, Valdís, Gunnar Breki og Rafn Alexander. Ég heimsótti Gunnar í vor og var þá nokkur tími liðinn frá því að ég sá hann síðast. Þegar ég gekk inn í herbergið stóð hann upp til þess að taka á móti mér. Hann brosti blítt til mín og sagði hughreystandi „þetta lítur verr út en það er“ á meðan tárin trilluðu óstöðvandi niður vangann á mér. Hann breiddi út faðminn og þegar hann sá að ég hikaði sagði hann „mér er alveg sama“ og tók utan um mig. Gunnar kom inn í líf mitt á tí- unda aldursári. Mér er minnis- stæður morgunn í Uppsölum þeg- ar mamma sagði mér að Gunnar hafði fengið að gista í rúminu mínu eftir næturvakt. Þrátt fyrir að eiga mitt eigið rúm gisti ég allt- af í hjónarúminu með mömmu. Ég hef eflaust sett upp einhvern svip því mamma fór strax að útskýra að hann hefði verið svo þreyttur eftir vaktina að hann hefði ekki komist heim til sín. Ég horfði skeptísk á mömmu mína og hugs- aði með mér að blokkin okkar væri ekki í leiðinni frá spítalanum heim til Gunnars. Eitt leiddi af öðru og fljótlega flutti Gunnar inn í litlu íbúðina okkar mömmu. Mér leist ágæt- lega á hann sem stjúpa; hann kunni að laga sprungið hjóladekk, allir dagar voru nammidagar og hann var mikill húmoristi sem fékk okkur mæðgur til að hlæja á hverjum degi. Ég skildi samt ekki af hverju hann þurfti endilega að gista, gat hann ekki bara verið með okkur á daginn og farið heim til sín á kvöldin? Ég sem dekrað einkabarn móður minnar var ekki alls kostar sátt við að þurfa að byrja að sofa í mínu eigin rúmi og tjáði honum hversu ósátt ég væri við að þurfa að víkja. Það er mér óskiljanlegt hvað hann var um- burðarlyndur og þolinmóður en fyrst um sinn gistum við þrjú í hjónarúminu. Nokkrum árum síðar lá ég and- vaka í herberginu mínu. Við Gunnar vorum ein heima þar sem mamma var á næturvakt. Fyrr um kvöldið hafði ég horft á mína fyrstu hryllingsmynd og farið með vinahópnum í andaglas. Ég lá í myrkrinu snöktandi þegar Gunnar gægist inn um dyrnar og spyr mig hvað sé að. Hann settist á rúmstokkinn og þerraði tár mín. Ég sagði honum frá uppátækjum kvöldsins og að ég væri hrædd um að draugurinn úr andaglasinu myndi ásækja mig. Gunnar átti erfitt með að fela brosið en sagði ákveðinn að þetta væri nú meiri vitleysan, umrædd hryllingsmynd væri ekki sannsöguleg og að and- ar sóuðu ekki tíma sínum í að svara spurningum um ástamál unglinga. Ég var ekki sannfærð og bauð hann mér að gista hjá sér í holunni hennar mömmu. Ég þáði það og sofnaði áður en höfuðið snerti koddann. Ég fór aldrei aft- ur í andaglas og forðast hryllings- myndir enn þann dag í dag. Þegar ég hugsa um Gunnar reikar hugur minn á vit glaðra og áhyggjulausra tíma í falukorv- rauða húsinu okkar á Sjutomtevä- gen. Ilmurinn af sírenurunnanum umlykur húsið og Gunnar er að grilla lax með mangó chutney og salthnetum, hann var afbragðs kokkur. Við erum öll að setjast við matarborðið þegar hann skýtur einhverju á mig í stríðni. Ég rang- hvolfi augunum og svara honum hneyksluð en í raun finnst mér enginn fyndnari. Þín á ská þú átt ávallt vinstri litlutá. Edda Laufey Laxdal. Það var haustið 1983 og við bæði í Fjölbrautaskólanum á Skaganum. Þú að klára og ég að byrja. Þú í grænu hermannaúlp- unni og frekar feiminn strákur. Þessa önn okkar saman þá komst ég fljótt að því að þú varst afar klár og þurftir lítið að hafa fyrir náminu. Mættir í tíma, glósaðir lítið, korter með langar ritgerðir og allt nám lá vel fyrir þér. Við vorum ungt par, þú fluttir til mín á Furugrundina og við eignuðumst Stubb. Elsku svarta sæta loðna fjórfætlinginn okkar. Man alla rúntana, verslunar- mannahelgar í Húsafell og Elli og Stebbi voru þínir bestu vinir. Fullt af partíum með vinum og farið á sveitaböll og í Hótelið. Og svo voru margar stundir á Brekku- brautinni, oft í eldhúsinu, Einar pabbi þinn að elda eða horfðum á mynd uppi í sjónvarpsherbergi. Þetta eru góðar minningar. Þú veltir fyrir þér námi, lyfja- fræði varð fyrir valinu fyrst en svo ári seinni kýldir þú á læknisfræð- ina. Ég vissi alltaf að þú yrðir góð- ir læknir. Herbergi 211 á Gamla garði, herbergið lengst inn í enda. Símaklefinn niðri og oft áttum við löng símtöl. Síðan Hávallagata 3 og svo Eggertsgatan, það var fyrsta heimilið okkar saman. Hulda okkar fæddist og þú ljóm- aðir af stolti og svo kom elsku Dagmar okkar ári seinna. Við vor- um orðin par með tvö börn, fjöl- skylda. Daginn sem þú útskrifað- ist sem læknir man ég vel, þú ljómaðir. Feimni Skaga- strákurinn sem hafði málað skip á sumrin, hafði tekist sinn draumur, að verða læknir. Mamma þín og pabbi og mamma og pabbi, allir svo glaðir. Það er margt góðs að minnast frá gömlu árunum. Stundanna á Skaganum þegar þið Frissi tókuð kandídatsárið ykkar þar. Sumarið 1991, sólarsumarið mikla. Minningarnar eru margar þeg- ar ég kveð þig með þessum orð- um. Sumar ljóslifandi, aðrar snjáðar. Í Reykjavíkinni bjuggum við fjölskyldan en þar skildi leiðir og þú fórst til útlanda í nám. Það var tóm og tíma tók að ná áttum. Sumt mun ég aldrei skilja. Sorgin og söknuðurinn er barnanna þinna núna þegar þú kveður, mömmu þinnar, konu og systra. Elsku börnin þín hafa misst mikið. Huldu og Dagmar okkar mun ég ávallt vera þér þakklátur fyrir og ég mun segja Köru Lív og okkar barnabörnum frá afa Gunnari sem var frábær læknir. Hildigunnur. Elsku Gunnar. Takk fyrir allar samverustundirnar í gegn um tíð- ina. Það er af svo mörgu að taka og erfitt að velja úr á stundu sem þessari en hér er kveðja frá mér til þín. Tár niður kinnar streymir veröldin ósanngjörn er við sorg og þegar á reynir sáran verk í hjarta ber. Minningar um mig streyma glaðvær, hnyttinn, klár og góður mun ávallt þær geyma og hugsa um þig minn annan bróður Elsku Gunnar minn þetta er sárt að rita betri frænda er erfitt að hugsa sér gott er samt að vita. hversu líkir krakkarnir eru þér. Vonandi muntu friðinn finna elsku besti frændi minn ég mun ávallt þig kynna sem bróður/frænda um sinn. Upp til þín ég ávallt hef litið frá því smákrakki ég var Ghostbusters-leyndarmál þið vitið átta ára Gutta þú passaðir þar. Tel mig vita að þú volæði vilt ei leyfi mér samt að grenja um stund ef stundin lengist ég segi nei. en huggun í harmi er að nú þú ferð á afa fund Takk fyrir allt minn kæri vinur síðasta kveðja frá mér til þín allt er erfitt er veröldin hrynur fyrir rest styttir upp og sólin skín Þinn frændi, Einar Mýrdal. Andartakið hér og nú er það eina sem við eigum og á ör- skammri stundu er það horfið út í eilífðina. Nú skilja leiðir en minn- ingin lifir. Það er með sorg og söknuði í hjarta sem við kveðjum okkar kæra vin og samstarfs- félaga, Gunnar Mýrdal. Um leið og hjarta okkar er sorgmætt er það einnig fullt af þakklæti, þakk- læti fyrir að hafa kynnst þessum mæta manni þegar leiðir okkar lágu saman á hjarta- og lungna- skurðdeild Landspítala þar sem við störfuðum saman í meira en áratug. Gunnar var frábær sam- starfsfélagi og mikill fagmaður ásamt því að vera úrræðagóður, traustur og ekki síst skemmtileg- ur með sinn kolsvarta húmor. Hann var þessi sem kom alltaf með bakkelsi á helgarvaktina og mætti gjarnan í ósamstæðum lit- ríkum sokkum sem lífguðu upp á vinnudaginn. Gunnar var mann- vinur og nálgaðist alla, hvort sem það voru vinnufélagar eða sjúk- lingar, sem jafningja og af virð- ingu sem gerði vinnustaðinn svo miklu betri fyrir alla sem þar unnu. Gunnar var mikill pabbi og var stoltur af öllum börnunum sínum, þau voru hans ríkidæmi. Það var augljóst að Gunnar var hamingjusamur með Ingibjörgu sinni og hlakkaði til framtíðar þeirra saman. Missir þeirra er mikill. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Við sendum fjölskyldu Gunn- ars, eiginkonu og börnum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Minn- ingin um góðan samstarfsfélaga og vin lifir. Þínir vinir, Lilja, Kolbrún og Ásta Júlía. Gunnar Mýrdal hjartaskurð- læknir er látinn eftir erfið veik- indi, langt fyrir aldur fram. Þegar fyrstu haustlaufin falla horfum við með eftirsjá eftir sumrinu og líf- inu sem leið allt of fljótt. Þannig var lífshlaup Gunnars sem kvaddi í blóma lífsins þegar hann átti svo margt ógert. Gunnar var einstakur fagmað- ur sem stóð í fremstu röð meðal jafningja. Hann var gæddur fá- gætum hæfileikum sem skurð- læknir. Tók að sér öll vandasöm- ustu verkefni í sinni sérgrein og leysti vel úr öllum málum. Allt lék í höndunum á Gunnari og ekkert virtist honum ofviða. Gunnar var jákvæður maður sem sá lausnir þar sem aðrir sáu vanda. Hann var bóngóður og lagði sig fram um að liðsinna skjólstæðingum sínum og hjálpa þeim til betri heilsu. Hann var áræðinn og hikaði ekki við að taka að sér erfiðustu tilfellin. Þar nutu mannkostir Gunnars sín best. Í samhentu teymi starfsfólks á skurðstofu Landspítalans, gjör- gæsludeild og hjartaskurðdeild 12G var hann leiðtogi og fyrir- mynd. Gunnar var vinsæll og naut virðingar meðal samstarfsmanna sinna. Hjartalæknar vissu að skjólstæðingar þeirra voru í góð- um höndum hjá Gunnari. Gunnar var leiðtogi í sinni sér- grein. Hann stjórnaði deild hjartaskurðlækninga sem yfir- læknir til dánardags. Hann hafði mikinn faglegan metnað og var umhugað um að byggja sérgrein sína upp á sterkum fræðilegum grunni. Hann var frábær sam- starfsmaður, hlýr, rólyndur og traustur. Við fráfall Gunnars Mýrdal hefur íslenskt heilbrigðiskerfi misst einstakan liðsmann úr sín- um röðum. Skarð hans verður seint fyllt. Samstarfsmenn og vin- ir á Landspítalanum sjá á bak frá- bærum fagmanni og vini. Þeir fjölmörgu sjúklingar sem hann meðhöndlaði standa í þakkar- skuld. Mestur er þó missir ástvina og fjölskyldu. Fyrir hönd samstarfsmanna á aðgerðasviði Landspítalans votta ég fjölskyldu og ástvinum mína dýpstu samúð. Karl Andersen. Það er okkur afar þungbært að kveðja kæran samstarfsfélaga, yf- irmann og vin, Gunnar Mýrdal Einarsson. Það var ekki langur tími sem leið frá því að hann greindist með þann illvíga sjúk- dóm sem lagði hann svo að velli. Þeir mánuðir sem hann háði sína baráttu voru honum, fjölskyldu hans og samstarfsfólki erfiðir. Það var nokkuð fljótt eftir grein- ingu sem hann varð að bakka út úr starfi sínu sem hjartaskurð- læknir og það var erfitt fyrir hann og alla hans samstarfsmenn í hjartaskurðteyminu. Gunnar hafði valið sér það starf að hjálpa og bjarga mannslífum á skurðar- borðinu og eins og hann sagði sjálfur í upphafi veikindanna: „… held mig við það jákvæða því ég hlakka svo til að koma strax inn á skurðstofu 5 sem er það mest gef- andi og skemmtilegasta starf í heimi“. Við hlökkuðum líka til að fá hann aftur í vinnu af því að það var alltaf markmiðið. Hann elsk- aði starf sitt og gaf sinn kraft og hug í það. Það átti best við hann að hafa mörg járn í eldinum og við grínuðumst stundum með það að honum liði best eins og hamstur í hjóli, alltaf á hlaupum. Gunnar var hvers manns hugljúfi, húmoristi og umfram allt mikill mannvinur. Hann bar svo mikla virðingu fyrir öllum og kunni svo vel að halda ut- an um samstarfshópinn og sjúk- lingahópinn sinn. Það var þessi persónulega nálgun sem ein- kenndi samskipti hans og gerði allt auðveldara. Við „perfusionist- ar“ á Landspítalanum vorum svo heppin að hafa Gunnar með okkur í starfi og líka hafa hann sem vin. Það var oft glatt á hjalla hjá okkur á litlu skrifstofueiningunni okkar, „Kaffi Pumpu“, margt spjallað og hugmyndum og sögum deilt allt frá skipulagningu á flóknum hjartaaðgerðum að innréttingu íbúða, barnaláni, námi, bílakaup- um, áhugamálum eða bara hvað sem var í gangi. Það var engin lognmolla í kringum hann, alltaf eitthvað að stússast, fann sér allt- af einhver spennandi verkefni að takast á við. Gunnar átti miklu barnaláni að fagna, hann var svo mikill pabbi og vinur barnanna sinna og svo stoltur af stóra flotta hópnum sínum, sem studdi hann svo vel allt til endaloka. Síðustu ár Gunnars voru mikil hamingjuár í lífi hans, hann hlakkaði svo mikið til framtíðarinnar með eiginkonu sinni Ingibjörgu. Missir okkar samstarfsfólksins er mikill en missir fjölskyldu hans, Ingibjarg- ar og barnanna er mestur og sendum við þeim okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, elsku Gunnar, við minnumst þín með virðingu, þakklæti og hlýju. Líney, Stefán, Hanna og Bjarnveig. Þann 10. september barst okk- ur sú harmafregn að okkar frá- bæri samstarfsfélagi og vinur Gunnar Mýrdal væri látinn. Ósanngjarnt er orð sem kemur strax upp í hugann. Erfið barátta við krabbamein hafði tapast og tekið frá okkur einstakan mann alltof snemma. Gunnar var hæfileikaríkur skurðlæknir og fagmaður fram í fingurgóma, ósérhlífinn og ávallt tilbúinn í fleiri verkefni og nýjar áskoranir. Hann helgaði líf sitt starfinu og það fundu allir sem unnu með honum hve mikla orku hann lagði í vinnu sína. Hann nálgaðist verkefni sín af virðingu og fagmennsku, tók yfirvegaðar ákvarðanir og hafði gaman af snúnum verkefnum. Hann kom fram við skjólstæðinga sína af mikilli virðingu, nærgætni og um- hyggju á þennan manneskjulega hátt sem eykur traust hjá fólki. Það undrar því engan að marg- ir skjólstæðingar hafa haft á orði hve þægileg nærvera hans var. Hann var einnig góður sam- starfsfélagi og vinur. Hann var hvetjandi og hlustaði vel á athuga- semdir og tillögur annarra. Fag- fólkið í kringum hann gat treyst á stuðning hans þegar lausna var leitað á verkefnum líðandi stund- Gunnar Mýrdal Einarsson Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA DÍANA STEFÁNSDÓTTIR, lést mánudaginn 14. september á hjúkrunarheimilinu Grund. Útför fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 25. september klukkan 15, en í ljósi aðstæðna verður einnig streymt frá athöfninni, astadianastefansdottir.is Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin. Ástvinir þakka starfsfólki Grundar fyrir frábæra umönnun og alúð. Guðlaug Birna Guðjónsdóttir Stefán Karl Guðjónsson Ásta Jóna Guðjónsdóttir Júlíus Þór Sigurþórsson Sigurjón Þór Guðjónsson Jóhanna Hjálmarsdóttir Sigurður Þ. Guðjónsson Ragnhildur Þórarinsdóttir Karólína Rósa Guðjónsdóttir Helgi Bjarni Birgisson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.