Morgunblaðið - 23.09.2020, Qupperneq 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2020
ar. Hann gat verið hrjúfur á yf-
irborðinu og stundum kaldhæðinn
en undir niðri var hann hlýr og
mikill húmoristi. Hann lagði sig
fram um að kynnast samstarfs-
fólki sínu, sama hvaða starfi við-
komandi gegndi. Allir voru mik-
ilvægir í hans augum, hver
einstaklingur í samhentu teymi
okkar skipti hann máli og hann
veitti öllum athygli. Gunnar leit
ekki stórt á sig og gerði sér far um
að falla í hópinn og naut þess að
sitja með starfsmönnum á kaffi-
stofunni, tók þátt í galsanum og
spjallinu þar og veitti jafnframt
innsýn í líf sitt og tilveru. Hvern
laugardagsmorgun sem hann átti
helgarvakt kom hann með brak-
andi ferskt bakkelsi fyrir starfs-
fólkið á vakt og ef tími gafst sat
hann með hópnum og spjallaði um
heima og geima. Þessar stundir
voru dýrmætar og gleymast seint,
enda voru þær uppbyggilegar,
stuðluðu að góðum starfsanda og
gagnkvæmri virðingu.
Það er stórt skarð höggvið í
raðir okkar á hjarta- og lungna-
skurðdeildinni sem ekki verður
fyllt. Missir fjölskyldunnar er þó
meiri og hugur okkar er hjá Ingi-
björgu, börnum, barnabarni, móð-
ur, systkinum og öðrum aðstand-
endum Gunnars. Við vottum
ykkur samúð okkar um leið og við
kveðjum kæran vin og félaga með
þökk fyrir góða samfylgd.
Fyrir hönd starfsfólks hjarta-
og lungnaskurðdeildar,
Bjarni Torfason og
Heiða Steinunn
Ólafsdóttir.
Það var mikið áfall að frétta af
fráfalli samstarfsfélaga míns og
vinar, Gunnars Mýrdals, yfir-
læknis á hjarta- og lungnaskurð-
deild Landspítala, enda Gunnar á
besta aldri og á hátindi ferils síns.
Báðir vorum við í hópi hátt í 200
nema sem þreyttu samkeppnis-
próf, numerus clausus, við lækna-
deild Háskóla Íslands árið 1985.
Aðeins 30 komust áfram og var
árgangurinn því óvenju fámenn-
ur. Það þétti þó hópinn og átti sinn
þátt í að byggja upp góða stemn-
ingu sem hélst í gegnum sex ára
læknanám og vinabönd sem hafa
haldist fram á þennan dag. Á þeim
tæpu þrjátíu árum sem liðin eru
frá brautskráningu hópsins árið
1991 höfum við oft hist og gert
okkur glaðan dag saman. Gunnars
verður sárt saknað á samkomum
hópsins í framtíðinni.
Strax á fyrsta ári náðum við
Gunnar vel saman og fylgdumst
oft að í hópvinnu og verklegum
æfingum. Hvorugan okkar grun-
aði þá að síðar ættum við báðir
eftir að fara í skurðlækningar og
starfa þar hlið við hlið árum sam-
an innan hjarta- og lungnaskurð-
lækninga. Gunnar var sérlega far-
sæll skurðlæknir, enda
handlaginn, lausnamiðaður og
fljótur að hugsa. Hann var ham-
hleypa til vinnu og verkkvíði var
honum algjörlega framandi. Auk
þess hafði hann gaman af stjórn-
un og sótti sér menntun á því sviði
og var lunkinn í mannlegum sam-
skiptum. Honum var því falið að
stýra hjarta- og lungnaskurð-
deildinni á háskólasjúkrahúsinu í
Uppsala og síðar deildinni á
Landspítala sem yfirlæknir.
Eftir kandidatsár og nokkur ár
sem deildarlæknir hér heima hélt
hann í sérnám í almennum skurð-
lækningum til Västerås í Svíþjóð.
Hjarta- og lungnaskurðlækningar
toguðu sterkt í hann og því færði
hann sig um set til Uppsala. Þar
lauk hann sérfræðiprófi en náði
samhliða klínísku sérnámi að
stunda rannsóknir og verja dokt-
orsritgerð um lungnakrabbamein
við Uppsalaháskóla. Smám saman
beindist áhugi hans að flóknum
hjarta- og ósæðaraðgerðum en
einnig noktun hjálparhjarta.
Þessi dýrmæta reynsla átti eftir
að koma sér vel þegar hann ákvað
að snúa aftur heim til Íslands og
bætast í hóp fimm hjarta- og
lungnaskurðlækna á Landspítala.
Sjálfur hafði ég flust heim nokkr-
um árum áður og tókum við fljót-
lega upp fyrri kynni úr lækna-
deild. Aldrei bar skugga á
samstarf okkar og ég minnist
samstarfs okkar á síðastliðinn
áratug með mikilli hlýju og eft-
irsjá. Söknuður bekkjarfélaga
okkar úr læknadeild er mikill en
sömuleiðis samstarfsmanna á
Landspítala, enda skilur Gunnar
skilur eftir sig stórt og vandfyllt
skarð í fámennu teymi hjarta- og
lungnaskurðlækna á Landspítala.
Missir fjölskyldu hans er þó lang-
mestur, ekki síst Ingibjargar eig-
inkonu hans og barnanna sjö, sem
frá fyrsta degi hafa stutt Gunnar
dyggilega í snörpum og illvígum
veikindum hans. Minningin um
góðan félaga og vin mun lifa.
F.h. útskriftarárgangs 1991 úr
læknadeild HÍ,
Tómas Guðbjartsson.
Gunnar Mýrdal, hjartaskurð-
læknir, félagi okkar og samstarfs-
maður, hefur kvatt þessa jarðvist
eftir erfið veikindi. Veikindin hans
voru óvænt, gangurinn hraður en
kallið kom einfaldlega alltof
snemma og við kveðjum hann með
trega. Hans verður sárt saknað.
Gunnar var gríðarlega öflugur
fagmaður sem var lítið fyrir að
berja sér á brjóst en lét frekar
verkin tala. Hann hafði orð á sér
fyrir að vera mjög fær skurðlækn-
ir þegar hann kom til starfa á
Landspítala eftir sérfræðinám í
Uppsölum í Svíþjóð og það kom
fljótt í ljós í öllum hans störfum.
Hann var frábær samstarfsmað-
ur, jákvæður, verkfús og afar
lausnamiðaður.
Gunnar hafði nýlega verið skip-
aður yfirlæknir hjartaskurðlækn-
inga á Landspítala og hafði metn-
aðarfull áform um enn frekari
eflingu sérgreinarinnar. Við höfð-
um talsvert rætt saman um sam-
starf hjartalækna og hjartaskurð-
lækna og mér fannst hugmyndir
hans í því tilliti mjög áhugaverðar.
Hann hafði fyrir nokkrum árum
lokið MBA-námi til viðbótar við
læknanámið og var því kominn
með breiðan og traustan grunn til
að takast á við nýjar áskoranir í
starfi. Því miður komu veikindi
hans í veg fyrir að hann gæti al-
mennilega hafið þessa vegferð.
Fráfall hans skilur eftir sig risa-
stórt og vandfyllt skarð innan
hjartaskurðlækninga á Landspít-
ala auk þess sem við höfum misst
frábæran félaga.
Takk fyrir samstarfið Gunnar
og hvíl í friði.
Við sendum Ingibjörgu okkar,
börnum Gunnars og öðrum að-
standendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd hjartalækna á
Landspítala,
Davíð O. Arnar.
Við litum öll forvitnum augum
á Gunnar þegar MBA-hópurinn
okkar kom fyrst saman haustið
2014. Satt best að segja fannst
okkur við lifa fremur fábreyttu lífi
við hliðina á honum. Hann sem þá
var sex barna faðir, svo sjö, og far-
sæll hjartaskurðlæknir sem ferð-
aðist á milli Svíþjóðar og Íslands.
Hann breikkaði svo sannarlega
reynsluheim hópsins okkar. Það
er ekki oft á lífsleiðinni sem við
fáum að kynnast svona áhuga-
verðum og marglaga manneskj-
um eins og Gunnari. Hógvær, yf-
irvegaður og glaðlyndur hellti
hann sér í hvert verkefnið af öðru
með hæglátum og áreynslulaus-
um hætti.
Hann lagði sig fram í starfi,
fjölskyldulífi, námi og félagslífi og
alltaf gaf hann sér góðan tíma fyr-
ir fólkið sitt. Við fengum að kynn-
ast ólíkum hliðum hans, öllum
góðum. Við nutum einlægra sam-
tala við hann um lífið og tilgang-
inn, samtala um heilbrigðiskerfið
og tækifæri til úrbóta.
Nokkrir úr hópnum kynntust
honum enn betur þegar þeir
þeystu um í spandexinu á sérút-
búnu hjólunum með Velominati-
reglurnar 95 að leiðarljósi. Af-
slöppunin á Nauthóli á eftir
gleymist ekki. Gunnar var ein-
stakur maður, hjálpsamur og
hlýr. Hópurinn sem stóð að loka-
verkefninu með honum fékk
djúpa innsýn í liðskiptaaðgerða-
biðröð landsmanna og starfsað-
stöðu hans í gámi við Landspítala.
Þar hafði Nespresso-vélin vart
undan.
Við söknum góðs vinar og fé-
laga og er nú í annað sinn höggvið
skarð í hópinn okkar á stuttum
tíma. Eftir sitjum við sorgmædd
en þakklát fyrir góð kynni. Minn-
ing um góðan dreng mun lifa
áfram með okkur sem eftir sitjum.
Elsku Ingibjörg, Hulda, Dag-
mar, Erna, Valdís Jóna, Gunnar
Breki, Rafn Alexander og Geir-
laug María, missir ykkar er mikill
og vottum við ykkur okkar dýpstu
samúð.
Fyrir hönd MBA-bekkjar HR
2016,
Pétur Ísfeld Jónsson.
Þegar ég hugsa til baka til
þeirra daga er við Gunnar kynnt-
umst þá spurði einn skólafélagi
minn hvort ég, aðkomudrengur-
inn, hefði eignast einhvern nýjan
vin á Akranesi. Ég neitaði því.
Hann spurði mig hvort ég væri í
íþróttum. Ég svaraði og gall þá í
honum: „Þú þarft að kynnast
Gunnari Mýrdal. Hann æfir líka
badminton.“ Við Gunnar urðum
mestu mátar og gátum talað sam-
an tímunum samann. Hann var
rólegur og yfirvegaður, öruggur í
fasi og dagfarsprúður.
Gunnar var stefnufastur og
vissi alltaf hvað hann vildi. Lang-
skólanám og læknisfræðin var
draumurinn. Hann var eljusamur
námsmaður og það var því oftar
en ekki að við félagar hans kíktum
til hans á Brekkubrautina í spjall
og hlátur.
Hörð vinna fyrri ára í fram-
haldsskóla skilaði nú árangri og
komst hann strax inn í læknis-
fræði við Háskóla Íslands.
Gunnar var á réttri hillu þarna.
Námið sóttist vel og hafði hann
metnað til að verða góður læknir.
Gerð fræðigreina og rannsókn-
arskýrslna fyrir doktorsnámið í
Svíþjóð lá einnig vel fyrir honum.
Hann gaf mér eitt sinn eintak af
einu ritverki sínu. Það eina sem ég
skildi úr þessu riti var setning
sem hann setti inn í opnukápu
verksins. „Vitur maður hefur ekki
óbifanlegar skoðanir. Hann lagar
sig eftir öðrum.“ Þessi orð Lao
Tse áttu ágætlega við Gunnar
sjálfan og lýsti honum ágætlega
seinni árin.
Gunnar flutti aftur heim. Hluti
af ákvörðun heimferðar voru
börnin hans. Þau voru honum
meira virði en framabraut erlend-
is. Það kom hins vegar ekki á
óvart að hann yrði yfirlæknir
hjarta- og lungnaskurðdeildar
Landspítalans, sæti í stjórn
Læknafélags Íslands o.fl.
Honum var umhugað um að
hafa gott starfsfólk í kringum sig
á spítalanum. Svo ég vitni í hann
sjálfan: Þótt hjartaskurðlæknir-
inn fengi allt umtalið og hrósið
fyrir að bjarga mannslífum væri
það nú oft svo að skurðlæknar
gerðu næstum út af við sjúkling-
inn í erfiðum aðgerðum. Þá þyrfti
allt hitt starfsfólkið í kringum þá
að sjá til þess að halda sjúklingn-
um á lífi á meðan og eftir aðgerð
þegar þeir sjálfir færu heim eftir
gott dagsverk.
Gunnar eignaðist stóra fjöl-
skyldu. Sjö eru börnin og eitt á
leiðinni. Að sjálfsögðu var slíkt
álag ekki lagt á eina nútímakonu.
Um fimmtugt bætti hann við
sig MBA-gráðu í rekstrarfræði
sem hann kláraði með sóma sam-
hliða vinnu og fjölskyldu.
Eftir þær fréttir að ný barátta
væri að hefjast sem tvísýn væri
tók hann því með æðruleysi. Þótt
leiðarlok væru nærri get ég enn
minnst ljúfra minninga er ég leit
inn hjá þeim hjónum. Sat ég hjá
Gunnari og litla skottið hans fimm
ára kom upp í rúm til að fara að
sofa hjá pabba sínum. Bað hún
mig að segja sér sögu fyrir svefn-
inn. Það var auðsótt og sagði ég
ævintýrasögu góða. Þegar ég var
hálfnaður stoppaði hún mig af og
sagði: „Ég þarf sko að fara í leik-
skólann í fyrramálið.“ Ég skildi
sneiðina og stytti góða sögu all-
mikið. Það má líkja þessu við þá
sögu vinar míns sem ég hélt í
höndina á meðan ævintýrasagan
var sögð. Hans góða ævintýra-
saga fékk allsnöggan og ótíma-
bæran endi. Þín verður sárt sakn-
að Gunnar minn.
Erling Bergþórsson.
Við Gunni kynntumst frekar
seint í lífinu. Fyrsta skiptið sem
við hittumst var í Lundi 2004
þegar við vorum báðir á nám-
skeiði um innsetningu gervi-
hjarta. Það var strax augljóst að
Gunni var fullur af eldmóði yfir
þessu verkefni, en einnig fann
maður að það var ekki bara áhug-
inn, ég hreifst strax af færninni
og hæfileikunum sem Gunni bjó
yfir. Þetta var mjög skemmtileg-
ur tími í Lundi og við náðum vel
saman og á kvöldin ræddum við
um framtíð hjartaskurðlækninga
á Íslandi.
Næst þegar við hittumst 2007
var Gunni fluttur heim og kom-
inn til starfa sem sérfræðingur í
okkar litla hjartateymi á Land-
spítalanum. Það var gríðarlegur
fengur að fá svona frábæran
skurðlækni heim. Á þessum tíma
þróaðist okkar góða og sterka
vinátta. Við vorum báðir að
ganga í gegnum erfiðleika í okk-
ar persónulega lífi og sátum oft á
vöktum og spjölluðum saman.
Það sem einkenndi Gunna var
mikið hispursleysi, hann talaði
hreint út en af miklu innsæi og
virðingu fyrir öllum sem um var
rætt.
Minningar mínar um Gunna
eru svo bjartar og fullar af gleði
þótt ýmislegt hafi gengið á. Ég
man eftir veiðiferðunum sem við
fórum saman í og mótorhjóla-
ferðunum sem enduðu oft á ein-
hverju kaffihúsi. Sérstaklega er
mér kært þegar Gunni hringdi í
mig eitt sinn rétt fyrir jól og bauð
mér í skötu á Þorláksmessu á
Þremur frökkum með tveimur
uppeldisvinum sínum af Skagan-
um, þetta varð síðan að hefð sem
við héldum í nokkur ár. En sterk-
ustu minningarnar eru af spítal-
anum, venjulegur dagur eða erfið
aðgerð, eða erfiðar ákvarðana-
tökur. Ég hef ekki kynnst koll-
ega sem naut slíkrar virðingar
sem Gunni, hann var alltaf
hreinn og beinn og gríðarlega
fær í sínu starfi bæði sem skurð-
læknir og stjórnandi. Hann skoð-
aði málin frá öllum hliðum og al-
gerlega laus við hlutdrægni tók
hann sínar ákvarðanir.
Síðasta skiptið sem við Gunni
unnum saman er mér mjög minn-
isstætt. Ég fékk tilkynningu um
að þrír drengir hefðu keyrt fram
af bryggjunni við höfnina í Hafn-
arfirði og tveir þeirra væru enn í
endurlífgun. Ég hringdi í hjarta-
skurðlækni á vakt sem var mjög
fær ungur maður frá Lundi, við
urðum strax sammála um að
hringja í Gunna til að fá hans
hjálp og reynslu. Þrátt fyrir veik-
indin var Gunni kominn innan
mínútna á spítalann og í stuttu
máli gekk allt eins og í sögu með
frábærri samvinnu alls teymisins
og ekki síst fyrir tilstilli Gunna
að koma drengjunum úr hjarta-
stoppi á hjartalungnavél. Dreng-
irnir lifðu báðir af. Þessu föstu-
dagskvöldi í janúar og samvinnu
okkar mun ég aldrei gleyma og
ég veit að drengirnir og fjöl-
skyldur þeirra verða Gunna eilíf-
lega þakklát.
Missir okkar vina og sam-
starfsmanna Gunna er mikill en
hugur okkar er hjá Ingibjörgu og
börnunum og votta ég þeim mína
dýpstu samúð. Gunni var ein-
stakur maður, hann barði sér
ekki á brjóst fyrir eigin ágæti en
hann var hetja. Ég hugga mig við
þá fallegu hugsun að þú og vinur
okkar heitinn Gummi Klem sitjið
saman og skipuleggið einhver
prakkarastrik.
Far í friði elsku vinur.
Felix Valsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
THEODÓR S. ÓLAFSSON
vélstjóri og fyrrverandi útgerðarmaður,
Bessahrauni 6 í Vestmannaeyjum,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum
16. september. Útförin fer fram frá Landakirkju föstudaginn
2. október klukkan 13.
Margrét Sigurbjörnsdóttir
Þorbjörg Theodórsdóttir Haukur Logi Michelsen
Hafþór Theodórsson Hanna Ragnheiður Björnsd.
Júlíanna Theodórsdóttir Ingólfur Ingólfsson
Bára Theodórsdóttir Tommy Westman
Björk Theodórsdóttir
Harpa Theodórsdóttir Örvar Guðni Arnarson
og fjölskyldur
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður og ömmu,
DÓRU DRAFNAR BÖÐVARSDÓTTUR.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Guðmundur Björgvin Stefánsson
Hrefna Guðmundsdóttir Hákon Hallgrímsson
Björg Guðmundsdóttir Friðrik Árnason
Sigríður Guðmundsdóttir Einar Sveinn Jónsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SVEINBJÖRN BENEDIKTSSON,
fyrrverandi bóndi
Krossi, Austur-Landeyjum,
lést þriðjudaginn 15. september
á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Útför hans fer fram frá Krosskirkju laugadaginn 26. september
klukkan 14. Vegna samkomutakmarkana verða fjöldatak-
markanir í kirkjunni en útvarpað verður fyrir þá sem verða í bílum
á staðnum.
Noelinie Lina
Cynthia Anne
Guðfinna Sif Sveinbjörnsd. Kjartan Kjartansson
Agnes Ólöf Thorarensen Þórhallur Svavarsson
Benedikt Sveinbjörnsson Sigríður Linda Ólafsdóttir
Margrét Sveinbjörnsdóttir Gylfi Freyr Albertsson
Axel Þór Sveinbjörnsson Silja Ágústsdóttir
Sigurður Óli Sveinbjörnsson Esther Sigurpálsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
UNNUR ELÍSABET GRÖNDAL,
lést á Dalbæ, heimili aldraðra,
10. september. Útförin fer fram frá
Langholtskirkju föstudaginn 2. október
klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna verður útförinni jafnframt streymt á https://ww
w.youtube.com/watch?v=pFQyS9IfejY&feature;=youtu.be
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík.
Benedikt Björnsson Bjarman
Halldóra Gísladóttir Sigurður Ragnar Sverrisson
Gísli Sigurður Gíslason Karólína Gunnarsdóttir
Hólmfríður Amalía Gíslad. Júlíus Baldursson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
ODDGEIRS ÍSAKSSONAR,
Hagamel, Grenivík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á
dvalarheimilinu Grenilundi, Grenivík, og einnig allir þeir er sendu
blóm, bakkelsi, kort og kærleikskveðjur.
Guð blessi ykkur öll.
Margrét Sigríður Jóhannsdóttir
Jóhann Oddgeirsson Herdís Anna Friðfinnsdóttir
Alma Oddgeirsdóttir
Ísak Oddgeirsson Svanhildur Bragadóttir
Gísli Gunnar Oddgeirsson Margrét Ósk Hermannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn