Morgunblaðið - 23.09.2020, Side 20

Morgunblaðið - 23.09.2020, Side 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú kannt að meta góða sögur. Ef þú stendur þig að því að vera hvass eða óþol- inmóð/ur við fólk bendir það til einhver kvíði kraumi undir. Taktu þér tak. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú færð ógrynni hugmynda til þess að auka tekjur þínar. Gætið ykkar á að ofmetnast ekki því dramb er falli næst. Makinn kemur þér á óvart í kvöld. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert undir miklu álagi og þarft nauðsynlega að draga úr því, því annars áttu á hættu að það komi fram í lík- amlegum kvillum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sá sem svarar kalli og réttir út hjálp- arhönd er ekki sá sem þú bjóst við. Þér leiðist nöldur meira en allt annað. Reyndu að loka eyrunum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu aðra vita af því, hvað þér þyk- ir vænt um þá. Ekki er allt gull sem glóir. Börn reyna á þolrifin. 23. sept. - 22. okt.  Vog Settu þér ákveðin markmið til að keppa að bæði í leik og starfi. Þú hefuralla þræði í hendi þér. Láttu reyna á hæfni þína í vissu máli. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú er rétti tíminn til að taka hendinni heima fyrir og losa sig við það sem þú hefur ekki þörf fyrir lengur. Leit- aðu inn á við næstu vikur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Fólk kann að meta frásagn- arhæfileika þína. Mundu að þú þarft að hugsa um sjálfa/n þig; annars hefur þú ekkert að gefa öðrum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það væri óviturlegt að taka þátt í veðmálum í dag. Svaraðu skilaboðum strax. Láttu það ekki fara í skapið á þér þó allt gangi ekki eins og þú óskir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert upp á þitt besta og get- ur nánast samið um hvað sem er því þú færð fólk svo auðveldlega á þitt band. Hik- aðu ekki við að láta í þér heyra ef þér er misboðið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú leggur grunninn að vinskap núna og hann mun reynast traustur. Leit- aðu að gleðinni í þér og hleyptu henni út. Kaupmannahafnar í lotunám og lærði að kenna rytmískan söng og fannst það mjög skemmtilegt og kynntist fullt af skemmtilegu fólki,“ segir Hólmfríður sem lauk diplómu- námi frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn árið 2007. útskrifaðist með mastersgráðu frá Indiana University árið 1990. Ekki var þó öllu námi lokið því enn átti hún eftir að bæta við sig. „Klass- ískur söngur á undir högg að sækja og ásóknin í rytmískt söngnám miklu meiri. Ég fór fimm sinnum til H ólmfríður Sigrún fæddist 23.9. 1950 og er uppalin á Húsavík hjá foreldrum sínum en eyddi mörgum stundum hjá móðurömmu sinni í Gamla Spítalanum á Akureyri. „Ég man eftir mér sex ára í rútu á leið- inni til Akureyrar að heimsækja ömmu, sem saumaði á mig falleg föt og mér þótti afskaplega vænt um hana.“ Hólmfríður ólst upp við tónlist á heimilinu og sjö ára byrjaði hún að læra á píanó sem hefur aldeilis nýst henni í starfi hennar sem söngkenn- ari og kórstjóri. Að loknu gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Húsavíkur lá leiðin í Kennaraskóla Íslands í Reykjavík. Þaðan lauk hún prófi 1971. Tónmenntakennaraprófi lauk hún frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1974 og einsöngvaraprófi undir handleiðslu Elísabetar Erlingsdóttur og Guðrúnar A. Krist- insdóttur úr Tónlistarskóla Kópa- vogs árið 1980. „Við Magnús Pétur vorum byrjuð saman í Kennaraskólanum og gift- um okkur 1972 og eignuðumst svo Magnús Eið og svo flutti ég hann með mér til Húsavíkur.“ Tengda- fjölskyldan tók Hólmfríði afskaplega vel og hjálpaði henni á alla lund með- an á náminu stóð. Hólmfríður hefur kennt við ýmsa skóla víðs vegar um landið, þar má nefna á Akranesi, á Akureyri, í Kópavogi og í Reykjavík en lengst af í heimabæ sínum Húsavík. Hún kenndi aðallega einsöng og tón- mennt, en auk þess ensku. Hún hafði einnig umsjón með bekkjum og vann ýmis önnur störf innan tónlistarskól- ans. Frá árinu 1975 og allt til 1981 var Hólmfríður skólastjóri Tónlistar- skóla Húsavíkur og hún hefur lifað og hrærst í tónlistarlífi Húsavíkur alla tíð. Árið 1986 fluttist fjölskyldan til Bandaríkjana þar sem Hólm- fríður var í mastersnámi í einsöng en Magnús Pétur stundaði nám í kenn- aradeild háskólans. „Þetta var alveg frábær tími fyrir okkur fjölskylduna og Ásta mín á enn vini sem hún eign- aðist þarna sem barn.“ Hólmfríður Þá hefur hún stjórnað mörgum kórum um ævina, s.s. Kvennakórn- um Lissý og Stúlknakór Húsavíkur, sem dóttir hennar Ásta Magnús- dóttir, hefur nú tekið við. Núna stýr- ir hún Sólseturskórnum, kór aldr- aðra í Norðurþingi, sem faðir hennar stjórnaði á árum áður. „Þetta er al- vörukór en það er ekkert aldurs- takmark í honum. Það er hollt að syngja og endorfínið fer út í líkam- ann alveg eins og þegar fólk hlær.“ Hólmfríður keyrir oft upp í Skóg- arbrekku á Húsavík þar sem hjúkr- unardeild aldraðra er til húsa. Þar er m.a. fólk með alzheimersjúkdóminn og það er hennar hjartans mál að láta það syngja. „Amma á Akureyri fékk alzheimer og eftir það var eina leiðin til að tengjast henni að syngja því þá tók hún undir.“ Árið 2015 hætti Hólmfríður störf- um við Tónlistarskóla Húsavíkur og var um leið gerð að heiðursfélaga Heiltóns, hollvinasamtaka skólans. Fjölskylda Eiginmaður Hólmfríðar er Magn- ús Pétur Magnússon, f. 27.12. 1950, Hólmfríður Sigrún Benediktsdóttir söngkona – 70 ára Kórstjórinn Hér sést Hólmfríður stjórna Sólseturskórnum á hinni árlegu tónlistarhátíð Skjálfanda. Hollt fyrir fólk að syngja Fjölskyldan Myndin var tekin á fermingardegi Kristjönu. F.v.: Magnús Eið- ur, Magnús Pétur, Ásta, Kristjana og Hólmfríður situr fremst fyrir miðju. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Til hamingju með daginn Seltjarnarnes Birna Margrét Stefánsdóttir fæddist 20. nóvember 2019 kl. 17.32. Hún vó 3.574 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Guðbjörg Gutt- ormsdóttir og Stefán Ólafur Stefánsson. Nýr borgari 50 ára Bjarki fædd- ist á Sauðárkróki og er Skagfirðingur í húð og hár. Hann býr á Akranesi og er verk- stjóri hjá Vigni G. Jónssyni, sem fram- leiðir kavíar. Maki: Kristín Mjöll Guðjónsson, f. 1973, leikskólakennari. Börn: Kristófer Már Maronsson, f. 1993, Júlía Ósk Baldvinsd., f. 1996, Hin- rik Freyr Baldvinsson, f. 1998, Laufey Dís Baldvinsd., f. 2000, Helena Hrönn Baldvinsdóttir, f. 2008, og Brynja María Baldvinsdóttir, f. 2011. Foreldrar: Baldvin Jónsson, f. 1934, d. 2018, verkamaður og Guðfinna Gunn- arsdóttir, f. 1942, d. 2012. Baldvin Bjarki Baldvinsson 50 ára Guðmundur ólst upp í Reykjavík í Neðra-Breiðholti en býr nú á Akureyri. Hann er íþróttakennari og er í námi meðfram vinnu hjá Skrifstofu- skólanum auk þess að stunda mannrækt innan Frímúrara- reglunnar. Maki: Therése Möller, f. 1978. Börn: Ragnhildur Sól, f. 2003, og Brynhildur Sól, f. 2006. Börn Theresu eru Hreinn, f. 1999, Alexander Rolf, f. 2002, og Jón Bjarni, f. 2005, Magn- úsarbörn. Foreldrar: Helgi Helgason, f. 1926, d. 1982, og Anna Guðmundsdóttir, f. 1929, d. 2010. Guðmundur Rúnar Helgason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.