Morgunblaðið - 23.09.2020, Qupperneq 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2020
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
ÉG SÉ DJÚPA LÆGÐ NÁLGAST ÚR NORÐ-
VESTRI, MEÐ STERKUM VINDHVIÐUM,
ÚRHELLI, ELDINGUM OG MÖGULEGUM
FLÓÐUM.
„ÉG ER BÚINN AÐ FINNA LEYNIHERBERGI!”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... koddahjal.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
EIRÍKUR, FRAMMISTAÐA ÞÍN Á VÍGVELLINUM
HEFUR VERIÐ SKAMMARLEG! HÉRNA, TAKTU
ÞESSA GULLPENINGA!
BARA AÐ
HREINSA
PÍPURNAR
OJ!
VÁ… TIL AÐ HVETJA
TIL DÁÐA?!
NEI, ÞETTA ER STARFSLOKAGREIÐSLA!
grunnskólakennari frá 1971. Faðir
hans var Magnús Már Sigurjónsson,
f. í Wynyard Sask í Kanada 21.10.
1916, d. 29.11. 2005. Hann vann alla
tíð við Rafmagnsveitu Reykjavíkur
og lék á túbu með Lúðrasveit
Reykjavíkur í yfir 50 ár en einnig
með Sinfóníuhljómsveit Íslands og í
Þjóðleikhúsinu. Eiginkona hans var
Ágústa Steingrímssdóttir húsmóðir,
f. 15.6. 1918, d. 18.1. 2016.
Börn Hólmfríðar og Magnúsar
Péturs eru: 1) Magnús Eiður, f. 1.10.
1972, vinnur í byggingarvinnu og
hefur verið í landsliðum Íslands í
bridds frá unglingsaldri. 2) Ásta, f.
10.8. 1979, tónmenntakennari og
kórstjóri á Húsavík. Hennar börn
eru Atli Freyr, f. 2001, Ásdís María,
f. 2006, og Thelma Björt, f. 2010. 3)
Kristjana, f. 29.3. 1982, d. 3.5. 2008.
Synir hennar eru Ásgeir Arnar, f.
1998, og Magnús Ingi, f. 2002.
Systkini Hólmfríðar eru Pálmi, f.
4.6. 1952, búsettur í Danmörku; Jón-
ína, íþróttafræðingur, f. 26.3. 1957,
búsett í Hveragerði; Helga, f. 2.3.
1963, búsett í Reykjavík, og Ingi-
björg Sara tannlæknir, f. 17.7. 1965,
búsett í Noregi.
Stjúpbræður Hólmfríðar, synir
Önnu seinni konu föður hennar, eru
Karl Hálfdánarson, f. 1951, búsettur
í Garðabæ, og Hjalti Hálfdánarson,
f. 1968, búsettur í Hafnafirði.
Foreldrar Hólmfríðar voru Ásta
Ottesen, f. 25.2. 1928, d. 15.6. 1980,
húsmóðir og starfsmaður Sjúkra-
hússins á Húsavík, og Benedikt
Ingvar Helgason, f. 30.12. 1926, d.
12.1. 2012, deildarstjóri við KÞ í
Hrunabúð og síðan tónlistarkennari
við Tónlistarskóla Húsavíkur. Þau
voru gift í 30 ár. Seinni kona Bene-
dikts var Anna Stefanía Sigfúsdóttir
húsmóðir, f. 3.10. 1933, d. 14.5. 2013.
Hólmfríður Sigrún
Benediktsdóttir
Helga Sigríður Helgadóttir
húsfreyja á Akureyri
Jón Björn Kristjánsson
útgerðarmaður á Akureyri
Jónína Guðrún Jónsdóttir
saumakona á Akureyri
Þorkell Valdemar
Þorkelsson Ottesen
prentari á Akureyri
Ásta Ottesen
húsmóðir á Húsavík
Elín Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavik
Þorkell Valdemar
Stefánsson Ottesen
Reykjavík
Þorbjörg Jónsdóttir
húsfreyja í Breiðuvík, S-Þing.
Benedikt Benediktsson
bóndi í Breiðuvík,
Húsavíkursókn, S-Þing.
Hólmfríður Benediktsdóttir
húsmóðir á Húsavík
Helgi Ólafsson
sjómaður á Húsavík
Katrín Árnadóttir
húsfreyja á Ísólfsstöðum
á Tjörnesi
Ólafur Jónas Magnússon
bóndi á Ísólfsstöðum á Tjörnesi
Úr frændgarði Hólmfríðar Sigrúnar Benediktsdóttur
Benedikt Ingvar Helgason
kaupmaður og kennari á
Húsavík
Áboðnarmiði segir Indriði áSkjaldfönn að heimsendaspá
hafi sínar jákvæðu hliðar með vísan
til limru eftir Ragnar Inga Aðal-
steinsson:
Þegar jörðin í sæinn er sokkin
og sólin af standinum hrokkin -
það er þó leið
þungbær en greið
til að losna við Framsóknarflokkinn.
Helgi Zimsen skrifar: „Fésbók-
arvinkona uppfærði mynd af sér
nærri fimmtugri undir myllumerk-
inu „enginnfilter“, flaug mér þá í
hug“:
Nótt og dag þótt tímans tönn
taktviss verði ei stoppuð
inni á Fésbók ertu sönn,
- ekki fótósjoppuð.
Ingólfur Ómar Ármannsson orti í
síðustu viku „Áframhaldandi rign-
ing“:
Vætudögum fjölga fer
flóir vatn um götu.
Hellidemba úti er
eins og hellt úr fötu.
Það var nú þá. Enn yrkir Ingólfur
Ómar:
Forðum eins og fló á skinni
funi svall í heitu blóði.
Ungur var ég einu sinni
eins og foli í merarstóði.
Kristjana Sigríður Vagnsdóttir
svaraði:
Flestir geta hjalað hjóm
hjartasárin gráta.
Fjörið dvínar, falla blóm
flest mun undan láta.
Nú er ekki nándin ný
næðir kuldi um vetur.
Folinn ekki fagnar því
að frelsið horfið getur.
Ármann Þorgrímsson yrkir og
kallar „Tvöfalt siðgæði“:
Þó að sjálf við segjumst góð
sjálfsagt fáa blekkjum;
við köllum okkur kristna þjóð
en kærleik lítið þekkjum.
Hallmundur Kristinsson orti um
helgina:
Ef myrkvast þinn hugur og missir þá sýn
að munir þú lífsgleði hreppa,
og neikvæð er verðandi núvitund þín,
nefnist það tilvistarkreppa.
Latínu-Bjarni var á vist í Rauðu-
skriðu hjá Benedikt lögmanni Þor-
steinssyni. Þóttist hann svelta á
Skriðu og kvað:
Heldur vildi ég hrings kvað baldur
hundur vera þar á grundu
en maður í hinni mögru Skriðu
matarlaus yfir tómu fati.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Heimsendaspá
og ekki fótósjoppuð