Morgunblaðið - 23.09.2020, Síða 22

Morgunblaðið - 23.09.2020, Síða 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2020 Sverrir Ingi Ingason og Mikael Anderson, landsliðsmenn í knatt- spyrnu, eiga báðir ágæta mögu- leika á að leika með liðum sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evr- ópu í vetur. Lið þeirra léku fyrri leiki sína í umspili í gærkvöld. Sverrir lék allan leikinn í vörn PA- OK frá Grikklandi sem tapaði naumlega 2:1 fyrir Krasnodar í Rússlandi og Mikael kom inn á hjá dönsku meisturunum Midtjylland sem gerðu 0:0 jafntefli gegn Slavia í Prag. Seinni leikir liðanna fara fram í næstu viku. Meistaradeildin er í sigtinu Morgunblaðið/Eggert PAOK Sverrir Ingi Ingason gæti leikið í Meistaradeildinni. Andrea Jacobsen, landsliðskona í handknattleik, reiknar með því að verða leikfær með sænska félaginu Kristianstad á ný eftir fjóra til fimm mánuði en hún sleit kross- band í hné í febrúar. Andrea segist sjá framhaldið fyrir sér með þeim hætti í samtali við netmiðilinn handbolti.is. Fari svo þá mun líða um það bil ár þar sem hún er frá keppni en það getur verið nokkuð misjafnt hversu lengi fólk er að jafna sig eftir krossbandslit. Kristi- anstad vann sig upp í úrvalsdeild- ina í vor eftir árs fjarveru þaðan. Andrea tilbúin eftir áramót Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Svíþjóð Andrea Jacobsen er leik- maður Kristianstad. 17. UMFERÐ Kristján Jónsson kris@mbl.is Björn Daníel Sverrisson var áber- andi þegar FH vann góðan útisigur á Fylki í 17. umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu á mánudags- kvöldið. Björn skoraði tvívegis í 4:1- sigri FH sem vann sinn fjórða leik í röð í deildinni og sjötta af síðustu sjö. „Þetta var bara fínt. Leikurinn var svolítið opinn í fyrri hálfleik. Þeir fengu færi til að skora en við fengum betri færi fannst mér. Í seinni hálf- leik fannst mér sigur okkar ekki vera í hættu. Sérstaklega ekki eftir að við náðum að skora þessi þrjú mörk á stuttum tíma. En góður sigur og mikilvægur,“ sagði Björn Daníel þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. Björn þandi net- möskvana þegar hann skoraði með hörkuskoti af löngu færi í síðari hálf- leik og kom FH í 2:0. Hann skoraði raunar fyrstu tvö mörk leiksins og um leið fyrstu mörk sín í deildinni í sumar. „Ég hef fengið nokkur góð færi til að skora í síðustu leikjum. Ég fékk einnig gott færi í fyrri hálfleik gegn Fylki áður en ég skoraði skallamark- ið. Í öðru markinu sá ég boltann koma skoppandi og þá kom ekki ann- að til greina en að láta vaða á markið. Ég var spurður á æfingu í dag hvort þetta væri flottasta mark sem ég hef skorað en ég er ekki viss um það en gott var það samt.“ Spurður um hvað hafi orðið þess valdandi að FH-ingar hafa náð stöð- ugleika í leik sínum segir Björn Daníel menn vera samstillta hjá FH og sjálfstraustið fari vaxandi. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er kliskjukennt svar en þetta er fyrst og fremst liðsheildinni að þakka. Það er kominn góður andi í þetta hjá okkur og maður finnur á æfingum og í leikjum að samstaðan er mikil. Manni finnst sjálfstraustið vera mikið í liðinu og menn hafa ekki mikla trú á því að við munum tapa. Mér finnst ég sjá það á mönnum að þeim líður betur með hverjum leikn- um sem við spilum. Einnig hefur hjálpað að við fengum góða leikmenn til okkar. Ég er gríðarlega ánægður með að við skyldum fá Eggert [Gunnþór Jónsson] og hann hefði styrkt hvaða lið sem er í deildinni. Auk þess síast smám saman betur inn þær áherslur sem þjálfararnir Logi [Ólafsson] og Eiður [Smári Guðjohnsen] leggja.“ Mikill hugur í mönnum FH er í 2. sæti með 29 stig eftir 14 leiki en Valur er á toppnum með 37 stig eftir 15 leiki. Liðin eiga eftir að mætast tvívegis og FH á því mögu- leika að elta Val uppi. Ljóst er orðið að kapphlaupið um titilinn mun standa á milli þessara tveggja liða nema Valsmönnum takist að hrista FH af sér einnig. Nú vill svo til að lið- in mætast annað kvöld í Kaplakrika og FH gæti hleypt spennu í mótið með sigri „Það er svolítið skrítið að eiga eftir báða leikina gegn Val þegar við erum búnir að spila fjórtán leiki. Ef þeir vinna leikinn þá eru þeir nokkurn veginn stungnir af. Við höfum nánast sett alla leiki upp eins og hver og einn sé mikilvægasti leikur sumars- ins en það er alveg hægt að segja að þessi sé töluvert mikilvægari en aðr- ir leikir. Ekki síst vegna þess að við höfum náð góðum úrslitum upp á síð- kastið. Heimir Guðjónsson [þjálfari Vals] hefur sýnt í gegnum árin að hann veit hvernig á að vinna leiki og titla á Íslandi. Það getur ekki hvaða lið sem er farið í Garðabæinn og skorað fimm mörk í einum hálfleik gegn Stjörnunni. Bæði lið eru á siglingu og því held ég að þetta verði geggjaður leikur. Ég fann í klefanum í dag að það er mikill hugur í mönnum fyrir leikinn á fimmtudaginn og býst við því að það sé ekki minna hjá Völsurunum. Framan af sumri var visst vandamál hjá okkur að halda markinu hreinu en það hefur gengið nokkuð vel í undanförnum leikjum. Í síðustu leikjum höfum við einnig náð að skora slatta af mörkum fyrir utan leikinn gegn Víkingi. Okkur tekst því að nýta okkar styrkleika á báðum endum vallarins. Menn fara örugg- lega varkárir inn í leikinn en þetta gæti orðið veisla,“ sagði Björn Daní- el Sverrisson, fyrirliði FH. „Kom ekki annað til greina en að láta vaða“  Leikur FH og Vals gæti orðið geggjaður, að mati Björns Daníels Morgunblaðið/Eggert Fyrirliðinn Björn Daníel Sverrisson var á skotskónum gegn Fylki í Árbænum en skoraði einnig með höfðinu. Þótt Valdimar Þór Ingimundarson sé farinn frá Fylki til Strömsgodset og hafi ekki leikið með gegn FH í 17. umferðinni í fyrradag er hann enn efstur í M-einkunnagjöf Morgunblaðsins. Valdimar er með 13 M samanlagt en hópurinn fyrir neðan hann þéttist. Patrick Pedersen, sem fékk 2 M fyrir frammistöðuna með Val gegn Stjörnunni og er í liði umferðarinnar hér að ofan, er kominn með 12 M eins og Atli Sigurjónsson úr KR, Steven Lennon úr FH, Ágúst Eðvald Hlynsson úr Víkingi og Stefán Teitur Þórðarson úr ÍA. Næstir með 11 M eru Kennie Chopart úr KR og Þórir Jóhann Helgason úr FH og svo þeir Aron Bjarna- son úr Val og Tryggvi Hrafn Haraldsson úr ÍA með 10 M hvor. 17. umferð í Pepsi Max-deild karla 2020 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 23-4-3 Gunnar Nielsen FH Björn Daníel Sverrisson FH Bjarni Gunnarsson HK Ísak Snær Þorvaldsson ÍA Aron Bjarnason Val Ægir Jarl Jónasson KR Patrick Pedersen Val Hrannar Björn Bergmann KA Kári Árnason Víkingi Tryggvi Hrafn Haraldsson ÍA Arnór Sveinn Aðalsteinsson KR 2 4 2 2 4 2 Pedersen nálgast toppsætið Undankeppni EM kvenna F-RIÐILL: Ísland – Svíþjóð ........................................ 1:1 Lettland – Ungverjaland......................... 0:5 Staðan: Svíþjóð 5 4 1 0 25:2 13 Ísland 5 4 1 0 21:2 13 Ungverjaland 6 2 1 3 10:17 7 Slóvakía 4 1 1 2 2:9 4 Lettland 6 0 0 5 2:30 0 Leikir sem eftir eru: 27.10. Svíþjóð – Ísland 26.11. Slóvakía – Ísland 1.12. Ungverjaland – Ísland A-RIÐILL: Eistland – Rússland ................................. 0:3  Holland 21, Rússland 12, Slóvenía 12, Kósóvó 9, Eistland 1, Tyrkland 1. B-RIÐILL: Bosnía – Ítalía........................................... 0:5 Malta – Danmörk ..................................... 0:8  Danmörk 21, Ítalía 21, Bosnía 15, Ísrael 4, Malta 4, Georgía 0. C-RIÐILL: Færeyjar – Hvíta-Rússland .................... 0:2 Noregur – Wales ...................................... 1:0  Noregur 15, Wales 8, Hvíta-Rússland 6, Norður-Írland 5, Færeyjar 0. D-RIÐILL: Pólland – Tékkland .................................. 0:2  Spánn 10, Tékkland 10, Pólland 8, Mol- dóva 3, Aserbaídsjan 0. E-RIÐILL:  Finnland 10, Skotland 6, Portúgal 4, Alb- anía 3, Kýpur 0. G-RIÐILL: Kasakstan – Austurríki ........................... 0:5 Norður-Makedónía – Frakkland ............ 0:6  Austurríki 15, Frakkland 12, Serbía 9, Norður-Makedónía 3, Kasakstan 0. H-RIÐILL Rúmenía – Króatía ................................... 4:1 Sviss – Belgía............................................ 2:1  Sviss 15, Belgía 12, Rúmenía 6, Króatía 3, Litháen 0. I-RIÐILL: Svartfjallaland – Þýskaland .................... 0:3 Úkraína – Grikkland ................................ 4:0  Þýskaland 18, Írland 13, Úkraína 6, Grikkland 4, Svartfjallaland 0. Meistaradeild karla Umspil, fyrri leikir: Krasnodar – PAOK ................................. 2:1  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. Slavia Prag – Midtjylland....................... 0:0  Mikael Anderson kom inn á hjá Midt- jylland á 76. mínútu. Maccabi Tel Aviv – Salzburg................... 1:2 Holland B-deild: Excelsior – Telstar .................................. 1:2  Elías Már Ómarsson lék allan leikinn með Excelsior. England Deildabikarinn, 3. umferð: WBA – Brentford ............................ (2:2) 6:7 Newport – Watford .................................. 3:1 West Ham – Hull ...................................... 5:1 Luton – Manchester United.................... 0:3 2. deild karla ÍR – Haukar.............................................. 2:1 Staðan: Kórdrengir 17 12 4 1 36:10 40 Selfoss 17 12 1 4 30:19 37 Þróttur V. 17 10 4 3 34:17 34 Njarðvík 17 10 3 4 33:22 33 Haukar 18 10 0 8 34:25 30 KF 17 8 1 8 29:33 25 Fjarðabyggð 17 7 3 7 26:22 24 Kári 16 5 4 7 23:22 19 ÍR 18 6 1 11 30:36 19 Víðir 16 4 1 11 19:41 13 Dalvík/Reynir 17 2 4 11 21:40 10 Völsungur 17 2 2 13 20:48 8  Evrópudeild karla 2. umferð, fyrri leikir: Azoty-Pulawy – Kristianstad ............ 24:25  Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 2 mörk fyrir Kristianstad en Teitur Örn Ein- arsson ekkert. GOG – Pfadi Winterthur .................... 33:24 Viktor Gísli Hallgrímsson varði 14 skot í marki GOG. Tvis Holstebro – RN Löwen............... 22:28  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði ekki fyr- ir Tvis Holstebro.  Ýmir Örn Gíslason skoraði 3 mörk fyrir Löwen en Alexander Petersson var ekki með. Skjern – Montpellier ........................... 31:30  Elvar Örn Jónsson skoraði ekki fyrir Skjern. Danmörk Köbenhavn – Aarhus United ............. 32.24  Thea Imani Sturludóttir skoraði ekki fyrir Aarhus United sem er í 6. sæti með 7 stig úr sex leikjum. Vendsyssel – Silkeborg-Voel ............. 26:29  Steinunn Hansdóttir skoraði 3 mörk fyr- ir Vendsyssel. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 5 skot í marki liðsins sem er neðst með eitt stig úr sex leikjum.  

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.