Morgunblaðið - 23.09.2020, Síða 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2020
Í LAUGARDAL
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Hversu mikilvægt verður stigið sem
Ísland fékk gegn HM-bronsliði Svía
á Laugardalsvellinum í gærkvöld?
Við komumst ekki endanlega að því
fyrr en undankeppni EM lýkur í
byrjun desember en úrslitin í leikn-
um, 1:1, gefa íslenska kvennalands-
liðinu byr undir báða vængi og auka
möguleika þess á því að komast
beint í lokakeppnina sem fram fer á
Englandi sumarið 2022.
Og ekki bara úrslitin. Frammi-
staða liðsins í seinni hálfleiknum er
líklega sú besta síðan það vann sig-
urinn óvænta í Þýskalandi haustið
2017. Þar tók íslenska liðið frum-
kvæðið í leiknum, jafnaði verð-
skuldað og þegar upp var staðið var
það stjörnum prýtt lið Svía sem gat
verið sáttara með niðurstöðuna. Eitt
stig á erfiðum útivelli.
Jón Þór Hauksson setti þrjá unga
leikmenn í byrjunarliðið fyrir leik-
inn gegn Lettum og eftir góða
frammistöðu þar voru þær Sveindís
Jane Jónsdóttir, Karólína Vil-
hjálmsdóttir og Alexandra Jóhanns-
dóttir verðlaunaðar með því að
halda sætum sínum gegn margfalt
sterkari andstæðingi. Þær reyndust
vandanum vaxnar, eins og liðið allt,
og sjaldan hefur íslenskt landslið
teflt fram jafn spennandi nýliða og
Sveindísi Jane. Þar er á ferðinni ós-
lípaður demantur sem getur náð
virkilega langt ef rétt er haldið á
málum. Þessi grannvaxna og eld-
fljóta stúlka frá Keflavík kom Svíum
hvað eftir annað í vandræði með
hraða, leikni og áræði, og svo eru
löngu innköstin hennar gríðarlega
beitt vopn. Enda kom jöfnunar-
markið eftir eitt slíkt þegar Elín
Metta Jensen stakk sér á milli varn-
armannanna og skallaði boltann í
mark Svía á 61. mínútu eftir að
Sveindís grýtti boltanum inn að
markteignum frá hægri.
Íslenska liðið fær líka hrós í heild
Morgunblaðið/Eggert
Návígi Kosovare Asllani, leikmaður Svía og Real Madrid, og Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður Íslands, í hörðum slag um boltann.
sinni fyrir að láta ekki mótlætið í
fyrri hálfleik hafa áhrif á sig. Svíar
komust yfir eftir hálftíma, mark
sem virtist löglegt var dæmt af Söru
Björk Gunnarsdóttur undir lok fyrri
hálfleiks og Dagný Brynjarsdóttir
skallaði yfir mark Svía úr fyrsta
opna færi Íslands í blálok hálfleiks-
ins.
Íslenska liðið með Söru Björk í
aðalhlutverki á miðjunni tók völdin
á löngum köflum í seinni hálfleik og
Svíar þurftu eflaust að eyða mun
lengri tíma í að verjast á seinni 45
mínútunum en þeir reiknuðu með.
Íslenska liðið hélt boltanum vel og
þar má sjá augljósar framfarir frá
síðustu árum, enda er það lykillinn
að því að taka næsta skref í átt að
bestu liðum álfunnar.
Sandra Sigurðardóttir var gríðar-
lega örugg í markinu. Hún hefur
lengi verið þriðji markvörður Ís-
lands en nú er sviðið hennar og það
virðist hún ætla að nýta sér. Glódís
Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sig-
urðardóttir mynda öflugt miðvarða-
par fyrir framan hana, þær spila
með tveimur af bestu liðum Norð-
urlanda og eru í háum gæðaflokki.
Ingibjörg þarf að bæta sending-
arnar út úr vörninni en hitt hefur
hún allt saman.
Elín Metta er búin að stimpla sig
endanlega inn sem framherji númer
eitt í þessari keppni. Hún er búin að
skora í öllum fimm leikjum Íslands
og virðist líkleg til að koma bolt-
anum í markið í hverjum einasta
leik sem hún spilar.
Seinni leikurinn við Svía er eftir
og það er alls ekki útilokað að ná í
eitt eða þrjú stig þar þó það verði
enn erfiðara verkefni. En þar sem
þrjú bestu lið í öðru sæti undanriðl-
anna komast beint á EM getur stig-
ið í gærkvöld vegið gríðarlega þungt
þegar upp verður staðið í vetur.
Eftir það lýkur undankeppninni á
útileikjunum í Slóvakíu og Ung-
verjalandi og þar mun þetta að sjálf-
sögðu allt ráðast endanlega. En
leikurinn í gærkvöld og frammi-
staðan eru stórt skref í rétta átt.
Stórt skref í rétta átt
Mótlætið efldi íslenska liðið og Elín Metta jafnaði metin gegn HM-bronsliði
Svía Úrslit sem geta reynst afar mikilvæg í lokin Sveindís spennandi nýliði
Guðmundur Ágúst Kristjánsson,
kylfingur úr GR, fór upp um þrjátíu
og tvö sæti á heimslistanum í golfi
eftir að hafa hafnað í 18.-23. sæti á
Opna portúgalska mótinu. Guð-
mundur er nú í 508. sæti á listanum
en var númer 540 fyrir mótið.
Guðmundur lék á níu höggum
undir pari á mótinu sem er hluti af
Evrópumótaröðinni. Guðmundur
Ágúst er með keppnisrétt á Áskor-
endamótaröð Evrópu en fékk tæki-
færi í Portúgal þar sem margir
sterkir kylfingar léku á Opna
bandaríska mótinu í síðustu viku.
Upp um 32 sæti
á heimslista
Ljósmynd/seth@golf.is
Golf Guðmundur Ágúst Krist-
jánsson var ofarlega í Portúgal.
Íslendingaliðin Kristianstad frá
Svíþjóð, GOG frá Danmörku og
Rhein-Neckar Löwen frá Þýska-
landi standa vel að vígi með að
komast í riðlakeppni Evrópudeild-
arinnar í handbolta eftir góð úrslit í
fyrri leikjum 2. umferðar í gær-
kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson
landsliðsmarkvörður átti þar frá-
bæran leik í níu marka sigri GOG á
Winterthur frá Sviss þar sem hann
var með 44 prósenta markvörslu.
Þá vann Skjern góðan heimasigur á
Montpellier. Tölur Íslendinganna í
leikjunum má sjá á bls. 22.
Íslendingaliðin
í góðri stöðu
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
GOG Viktor Gísli Hallgrímsson átti
stórleik í markinu í gærkvöld.
ÍSLAND – SVÍÞJÓÐ 1:1
0:1 Anna Avnegård 33.
1:1 Elín Metta Jensen 61.
Ísland: (4-3-3) Mark: Sandra Sigurðar-
dóttir. Vörn: Gunnhildur Yrsa Jónsdótt-
ir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg
Sigurðardóttir, Hallbera Guðný Gísla-
dóttir. Miðja: Dagný Brynjarsdóttir,
Sara Björk Gunnarsdóttir, Alexandra
Jóhannsdóttir. Sókn: Karólína Lea Vil-
hjálmsdóttir (Hlín Eiríksdóttir 81), Elín
Metta Jensen (Berglind Björg Þor-
valdsdóttir 86), Sveindís Jane Jónsdótt-
ir.
Svíþjóð: (4-3-3) Mark: Zecira Musovic.
Vörn: Amanda Ilestedt, Linda Sem-
brant, Magdalena Eriksson, Jonna And-
ersson. Miðja: Nathalie Björn (Julia Zi-
giotti Olme 78), Caroline Seger, Lina
Hurtig. Sókn: Sofia Jakobsson (Olivia
Schough 89), Kosovare Asllani, Anna
Anvegård (Mimmi Larsson 78).
MM
Sveindís Jane Jónsdóttir
M
Sandra Sigurðardóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir
Elín Metta Jensen
Dómari: Ivana Martincic, Króatíu.
Áhorfendur: Engir.
Jón Guðni Fjóluson, landsliðsmaður
í knattspyrnu, er genginn til liðs við
norska úrvalsdeildarfélagið Brann frá
Bergen en hann samdi um að leika með
liðinu út þetta tímabil. Hann var laus
undan samningi sínum við Krasnodar í
Rússlandi þar sem hann lék tvö síðustu
tímabil. Jón Guðni er 31 árs miðvörður
og lék sinn 17. A-landsleik gegn Belgíu í
Brussel fyrr í þessum mánuði. Hann lék
áður með Norrköping og Sundsvall í
Svíþjóð og Beerschot í Belgíu en hóf
meistaraflokksferilinn með Fram. Jón
Guðni verður fimmtándi Íslendingurinn
til að spila með Brann auk þess sem
Teitur Þórðarson þjálfaði liðið í samtals
sex ár.
Njarðvíkingar hafa fengið til liðs við
sig reyndan króatískan körfuknattleiks-
mann, Zvonko Buljan, sem er 33 ára
gamall og 206 cm hár miðherji eða
framherji. Hann lék síðast með liði Al
Dhafra í Sameinuðu arabísku fursta-
dæmunum en hefur komið víða við og
m.a. spilað með liðum í Rúmeníu, Belg-
íu, Sviss og Argentínu á undanförnum
árum.
Þórsarar frá Akureyri sem eru nýlið-
ar í Olísdeild karla í handbolta hafa
samið við Viorel Bosca, sem er 22 ára
örvhent skytta frá Rúmeníu. Hann kem-
ur frá Hasselt í Belgíu en lék áður með
Baia Mare í heimalandi sínu og hefur
spilað með yngri landsliðum Rúmeníu.
Tottenham komst í gær án fyrir-
hafnar í sextán liða úrslit enska deilda-
bikarsins í knattspyrnu. Liðið átti að
mæta Leyton Orient í grannaslag í
London en stór hluti liðs Orient hafði
greinst með kórónuveiruna og því var
Tottenham úrskurðaður sigur í leikn-
um.
Manchester United komst í sextán
liða úrslit enska deildabikarsins í knatt-
spyrnu í gærkvöld
með því að sigra B-
deildarlið Luton
2:0 á úti-
velli. Juan
Mata skor-
aði úr víta-
spyrnu undir
lok fyrri
hálfleiks og
þeir Marcus
Rashford og
Mason
Greenwood inn-
sigluðu sigurinn
með tveimur mörkum rétt
fyrir leikslok.
Eitt
ogannað
KNATTSPYRNA
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Húsavík: Völsungur – Tindastóll ........ 16.15
Víkingsv.: Víkingur R. – Fjölnir.......... 19.15
Akraneshöll: ÍA – Afturelding ................. 20
Kópavogsv.: Augnablik – Grótta.............. 20
2. deild karla:
Fjarðab.höll: Fjarðabyggð – Þróttur V .. 15
Ólafsfjarðarvöllur: KF – Völsungur ........ 16
Dalvíkurv.: Dalvík/Reynir – Kári ............ 16
Nesfiskvöllur: Víðir – Njarðvík........... 16.15
Framvöllur: Kórdrengir – Selfoss ...... 19.15
4. deild karla, 8-liða úrslit, seinni leikir:
Blönduós: Kormákur/Hvöt – KÁ (2:2)..... 16
Týsvöllur: KFS – KFR (1:2)..................... 16
Grýluvöllur: Hamar – KH (2:0) ................ 16
Vivaldi-völlur: Kría – ÍH (0:3) .................. 19
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Dalhús: Fjölnir – Snæfell..................... 18.30
Smárinn: Breiðablik – Valur ............... 19.15
Ásvellir: Haukar – Skallagrímur ........ 19.15
Blue-höllin: Keflavík – KR .................. 19.15
Í KVÖLD!