Morgunblaðið - 23.09.2020, Qupperneq 28
Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands flytur tvö verk í
kvöld, þriðjudagskvöld,
kl. 20 í Eldborgarsal
Hörpu. Á efnisskrá er
Fimmta sinfónía
Beethovens og Eva Olli-
kainen, nýskipaður aðal-
stjórnandi hljómsveit-
arinnar, stjórnar
verkinu. Einnig flytur
hljómsveitin Aeriality,
eitt mest flutta verk
Önnu Þorvaldsdóttur,
staðartónskálds
Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands. Tónleikarnir verða
í beinni sjónvarps-
útsendingu á RÚV og útvarpað á Rás 1. Miðar fást á sin-
fonia.is og harpa.is en sætaframboð er takmarkað og
tónleikarnir standa í klukkustund og eru án hlés.
Örlagasinfónía Beethovens í beinni
útsendingu á RÚV og Rás 1 í kvöld
„Það er svolítið skrítið að eiga eftir báða leikina gegn
Val þegar við erum búnir að spila fjórtán leiki. Ef þeir
vinna leikinn þá eru þeir nokkurn veginn stungnir af.
Við höfum nánast sett alla leiki upp eins og hver og
einn sé mikilvægasti leikur sumarsins en það er alveg
hægt að segja að þessi sé töluvert mikilvægari en aðrir
leikir. Ekki síst vegna þess að við höfum náð góðum úr-
slitum upp á síðkastið,“ segir Björn Daníel Sverrisson,
fyrirliði FH, í samtali við Morgunblaðið en efstu lið
Pepsi Max-deildar karla mætast annað kvöld. » 23
Leikur FH og Vals er töluvert mikil-
vægari en aðrir í ljósi stöðunnar
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Ársþing Héraðssambandsins Skarp-
héðins, HSK, var haldið á Hvolsvelli
fyrir helgi og við það tækifæri var
Jason Ívarsson útnefndur Öðlingur
ársins 2019. „Ég hélt að allir væru
búnir að gleyma mér fyrir austan,
því langt er síðan ég keppti þar, en
viðurkenningin er ánægjulegri fyrir
vikið,“ segir Jason, sem er kennari í
50% starfi við unglingadeild Austur-
bæjarskóla í Reykjavík.
Viðurkenningin er veitt fyrir
ástundun og árangur í keppni á ár-
um árum og félagsstörf og alúð við
íþróttir fram eftir aldri eins og til
dæmis þátttöku í mótum fyrir eldri
keppendur. Jason fellur vel að þeirri
skilgreiningu, var virkur í frjálsum
og blaki í áratugi, meðal annars
landsliðsmaður, hefur sinnt félags-
störfum í héraði og á landsvísu í um
hálfa öld og heldur sér við í ringói.
Jason keppti fyrst í frjálsum fyrir
Ungmennafélagið Samhygð 1968 og
tók þátt í héraðsmótum HSK og
landsmótum um árabil. „Ég byrjaði
að keppa í blaki fyrir mitt gamla fé-
lag og endaði blakferilinn með því á
héraðsmóti, en var í Þrótti í millitíð-
inni,“ segir hann lítillátur. Hann
kynntist blaki þegar hann var í Hér-
aðsskólanum á Laugarvatni og
keppti á fyrsta héraðsmótinu 1974.
Hann var HSK-meistari með Sam-
hygð í mörg ár og var í liðinu 1982
sem var hársbreidd frá því að leika
til úrslita í bikarkeppni Blak-
sambandsins. Hann er margfaldur
Íslands- og bikarmeistari með Þrótti
í Reykjavík og lék 15 landsleiki.
Enginn bolti í sveitinni
Jason er frá Vorsabæjarhóli í Flóa
og keppti í frjálsum fyrir Samhygð
nær óslitið frá 1968 til 2016.
„Í sveitinni var enginn bolti, ekki
nógu margir til að ná í lið í fótbolta
og handbolta og körfubolta þekkti
enginn. Það voru bara frjálsar og
beinast lá við að fara í þær. Við
systkinin útbjuggum sandgryfju í
túnfætinum og bræður mínir stukku
stöng á hrífuskafti,“ rifjar hann upp.
Sjálfur keppti hann einkum í grind
og þrístökki, meðal annars fyrir
unglingalandsliðið í landskeppni við
Dani í Danmörku fyrir tæplega 50
árum. „Þá keppti ég líka í boð-
hlaupi,“ minnir hann á, en Jason
keppti fyrir HSK í frjálsum íþrótt-
um, blaki og körfubolta á lands-
mótum UMFÍ 1975 til 1994. Á ný-
liðnum árum hefur hann svo tekið
þátt í nokkrum landsmótum UMFÍ
50+ og keppt í frjálsum og ringói.
„Ringó er ágætis tilbreyting frá
blakinu, fín eldriborgaraíþrótt,“ seg-
ir hann.
„Félagsmálin hafa líka tekið sinn
tíma,“ segir Jason, en hann hefur
verið formaður blaknefndar HSK,
stjórnarmaður í blakdeild Þróttar, í
stjórn Blaksambandsins í 20 ár og
þar af formaður í 14 ár, en hann
hætti á liðnu ári og var þá útnefndur
heiðursformaður BLÍ. „Tíminn
flaug og starfið gekk vel enda var ég
með mjög gott fólk með mér. En allt
tekur enda. Ég ætlaði mér aldrei að
vera lengur en sex til átta ár.“ Auk
þess hefur hann verið formaður
dómaranefndar BLÍ og er enn virk-
ur dómari. „Ef leitað er til mín og ég
get aðstoðað geri ég það.“
Útnefning Jason Ívarsson, íþróttakappi og félagsmálatröll úr Flóanum, er Öðlingur ársins 2019 hjá HSK.
Alltaf í viðbragðsstöðu
Jason Ívarsson útnefndur Öðlingur ársins 2019 hjá HSK
Ljósmynd/Engilbert Olgeirsson
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 267. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
ÍÞRÓTTIR MENNING