Morgunblaðið - 30.09.2020, Side 1

Morgunblaðið - 30.09.2020, Side 1
ÞURFA AÐ SJÁ FRAM ÍTÍMA Deutz-vínin eru mörg talin í hópi hinna bestu kampavína 8 Upplagt væri fyrir fámenna þjóð á lítilli eyju í miðju Atlantshafi að nota skattkerfið til að skapa ný tækifæri. 10 VIÐSKIPTA Við hönnun á nýju 650 íbúða hverfi s Smáralindar var gripið til þess ráðs a gera kannanir hjá markhópum. ALLIRTAPA ÁHÁUM SKÖTTUM u ð NN nnan 11 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020 Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. 10 milljarða fjárfesting í faraldri Fjárfesting í íslenskum sprotafyrir- tækjum frá því að kórónuveiru- faraldurinn byrjaði að geisa hér á landi í mars, og um víða veröld, með tilheyrandi skaða fyrir samfélög heimsins, nemur tæplega tíu millj- örðum króna, samkvæmt lauslegri samantekt ViðskiptaMoggans. Fjárfestingin skiptist á mörg fyrir- tæki og eru upphæðirnar misháar. Það fyrirtæki sem safnað hefur mestu fé á þessu tímabili er hugbúnaðar- fyrirtækið GRID, sem býr til skýrslu- gerðar- og útgáfutól sem vinnur með töflureiknum, s.s. Excel eða Google Sheets. Fékk félagið 12 milljónir bandaríkjadala, eða tæplega 1,7 millj- arða íslenskra króna. Næstmestu fé á tímabilinu hefur finnsk-íslenska tölvuleikjafyrirtækið Mainframe safnað, eða 8,1 milljón dala, sem sam- svarar rúmlega 1,1 milljarði króna. Þá hefur Lucinity safnað 6,3 millj- ónum dala, eða 875 milljónum króna. Lucinity framleiðir gervigreindar- hugbúnað sem hjálpar fyrirtækjum að berjast gegn peningaþvætti. Enn- fremur hefur efnagreiningarfyrir- tækið DTE, sem þróað hefur lausn til að efnagreina logandi heitt ál og aðra brædda málma, safnað 5,5 milljónum dala, eða 763 milljónum kr. 3,3 milljarðar í félög Frumtaks Af öðrum fjárfestingum í tæknifyr- irtækjum má nefna tölvuleikjafyr- irtækið Solid Clouds með 100 millj- ónir króna, Laki Power, sem framleiðir eftirlitsbúnað fyrir há- spennulínur, með 100 milljónir og IMS-innskönnunarfyrirtækið með 50 milljónir. Þá hafa 3,3 milljarðar komið inn í félög sem Frumtak fjárfestir í, bæði frá þeim sjálfum og erlendum aðilum. Ennfremur hafa fjárfestingar sem Stuðnings-Kría lánar á móti numið 1.370 milljónir á tímabilinu. Sömuleiðis hefur Crowberry capital fjárfest fyrir 1,1 milljarð í nokkrum ótilgreindum félögum, auk fjárfest- inga í Lucinity og Mainframe. Störfum að fjölga Störfum fjölgar í tæknifyrirtækj- unum þessu samhliða, en til dæmis hafa 184 þekkingarstörf orðið til hjá 14 fyrirtækjum í eignasafni Crow- berry capital. Þá hafa 660 störf orðið til í tengslum við fjárfestingar Frum- taks, en Svana Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri sjóðsins, segir að á næstu tveimur árum sé áætlað að 100-150 störf bætist þar við. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Þó að illa ári hér á landi eins og annars staðar vegna kórónuveiru- faraldursins hafa íslensk nýsköpunarfyrirtæki náð að safna talsverðum upp- hæðum í nýju hlutafé í miðjum faraldrinum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjálmar Gíslason stofnandi Grid, sem safnað hefur mestu fé í faraldrinum. EUR/ISK 30.3.‘20 29.9.‘20 165 160 155 150 145 140 155,15 161,95 Úrvalsvísitalan 2.100 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 30.3.‘20 29.9.‘20 1.729,7 2.089,02 Undirbúningur að flutningi Björg- unar ehf. frá Sævarhöfða til Álfsness hefur staðið yfir um árabil. Minja- stofnun setti nýlega strik í reikning- inn með athugasemdum sínum. Þorsteinn Víglundsson, forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir kerfið of svifaseint. „Vissulega eru stofnanir að ein- hverju leyti vanbúnar til að sinna skyldum sínum, en afgreiðsla tekur of langan tíma. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir hagkerfið að geta treyst á hraða og góða afgreiðslu og að það taki ekki mörg ár. Sé innan eðlilegra tímamarka Það er ekki verið að biðja um að kvikað sé frá þeim kröfum sem gera á til vandaðs undirbúnings, mats á umhverfisáhrifum o.s.frv., heldur eingöngu að stofnanir afgreiði slíkar umsóknir innan eðlilegra tíma- marka. Það er mikilvægt að leyfis- veitingar tefjist ekki úr hófi fram. Þó svo endurstaðsetning Björgunar sé umfangsmikil aðgerð er fráleitt að slíkt taki mörg ár. Þegar kerfið er orðið svo svifaseint er ljóst að fjöldi væntanlegra verkefna verða einfald- lega fórnarlömb slíkra tafa, sem bitnar harðar á litlum fyrirtækjum en stórum og því hamlandi fyrir samkeppni. Þetta er alvarlegt vandamál í dag,“ segir Þorsteinn. Til marks um mikilvægi málsins útskýrir hann að með lokun Sævar- höfða hafi þungaflutningar með efni aukist um milljón km á ári, með til- heyrandi eldsneytiskostnaði og slit- um á vegakerfinu. Því sé brýnt fyrir alla að flutningi Björgunar ljúki sem allra fyrst. Segir kerfið allt of svifaseint Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Þorsteinn Víglundsson segir kerfið of svifaseint og hamli samkeppni. Tafir í flutningi Björgunar orsaka mikla aukningu í þungaflutningum 6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.