Morgunblaðið - 30.09.2020, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020FRÉTTASKÝRING
Það var Lánasjóður íslenskra náms-
manna sem breytti mér í frjáls-
hyggjumann.
Þar til ég lét verða af því að taka
námslán hafði ég átt í sáralitlum
samskiptum við hið opinbera og
fannst sjálfsagt að láta skerf af laun-
unum mínum renna til samneysl-
unnar. Ég gekk að því sem vísu að
flinkir embættismenn og vel mein-
andi stjórnmálamenn myndu nýta
mitt litla framlag til góðra verka, á
úthugsaðan hátt, mér og samfélag-
inu til hagsbóta.
Sem lánþegi sló það mig strax
hvað reglur LÍN voru mikil hráka-
smíði; stagbættar, óþarflega flóknar
og þannig skrifaðar að hinn dæm-
gerði lánþegi gat varla áttað sig á
réttindum sínum og skyldum. Seinna
átti ég eftir að sitja í stjórn sjóðsins í
hálfan vetur, fyrir hönd SÍNE, og
fékk þar að sjá með eigin augum
hvernig vöntun á metnaði, getu,
frumleika og heildarsýn litaði náms-
lánakerfið allt.
Þetta var erfiður vetur fyrir náms-
menn. Fjármálakerfið og krónan
hrundu um haustið og ástandið svo
slæmt að þingnefnd boðaði fulltrúa
sjóðsins og lánþega á sinn fund. Í
fundarherbergi við Austurvöll upp-
götvaði ég, mér til skelfingar, að
fólkið sem átti að bera ábyrgð á
málaflokkinum vissi fátt og skildi lít-
ið. Í byrjun sumars sagði ég mig úr
stjórn LÍN í mótmælaskyni, búinn
að fá nóg af fúskinu.
Ég er hissa á því, í ljósi þess hve
margir hafa átt í viðskiptum við sjóð-
inn, að ekki skuli vera meiri eftir-
spurn eftir róttækri frjálshyggju á
meðal íslenskra kjósenda. Þeir sem
hafa reynt að reka fyrirtæki, byggja
hús eða fengið að glíma við kerfið út
af einhverju smámáli ættu að vita að
LÍN er víða, og að þeir sem hafa tek-
ið það að sér að semja lögin eða ráðið
sig til starfa hjá stofnununum eru
yfirleitt engir sérstakir snillingar.
Það hlýtur því að vera eftirsóknar-
vert markmið að hið opinbera hafi
sem minnst á sinni könnu.
Skattstjóri sveipaður dulúð
New York Times þóttist hafa flett
ofan af miklu hneykslismáli í byrjun
vikunnar þegar blaðið ljóstraði því
upp að skattagögn Donalds Trumps
sýndu að forsetinn hefði, með alls
konar tilfæringum, náð að lágmarka
skattbyrði sína niður í sama sem
ekki neitt. Kemur lesendum varla á
óvart að ég átti erfitt með að koma
auga á hneykslið og fannst þvert á
móti gott til þess að vita að peningar
Trumps hefðu endað hjá honum
sjálfum frekar en hjá ríkinu. Því
minna sem hið opinbera fær, og því
meira sem verður eftir úti í atvinnu-
lífinu hjá verðmætaskapandi fólki,
því betur ætti samfélaginu að farn-
ast.
Fréttirnar af skattakúnstum
Trumps veita samt ágætis tilefni til
að gera það sem Íslendingar gera
allt of sjaldan: að skoða kosti og galla
íslenska skattkerfisins. Það er nefni-
lega ekki bara út af djúpstæðri
gremju í garð Lánasjóðsins að ég vil
minnka ríkið og auka frelsið. Fræðin
benda til þess að Ísland hafi tekið
ranga stefnu í skattamálum og að
skattareglurnar hafi verið samdar af
jafnmikilli vanþekkingu og skamm-
sýni, og með alveg jafn ófrumlegum
hætti, og gert var þegar reglunum
hjá LÍN var klambrað saman hér í
den.
Til að gæta sanngirni þá má finna
eitt og annað í íslenskum skatta-
reglum sem er til fyrirmyndar. Í
samanburði við Bandaríkin eru ís-
lensk skattalög t.d. sáraeinföld og
meginreglurnar skýrar. Bandaríska
skattkerfið hefur fyrir löngu breyst í
risavaxinn óskapnað enda vinnur þar
fjölmenn stétt endurskoðenda og
skattalögfræðinga við það að kemba
lagasöfnin í leit að glufum og undan-
þágum fyrir þá sem ættu að vera af-
lögufærastir.
Á móti kemur að þótt íslensku
reglurnar séu skýrar þá er mikil
óvissa í kringum framkvæmd þeirra
og túlkun. Íslenskir skattasérfræð-
ingar hafa t.d. bent á að í löndum
eins og Bretlandi og Danmörku séu
skattayfirvöld miklu duglegri að gefa
út leiðbeiningar og bindandi álit svo
að fyrirtæki og einstaklingar geta
vitað upp á hár hvar þau standa.
Einn flinkasti skattasérfræðingur
landsins sagði mér að hjá skattstjóra
hefði ástandið versnað svo mikið að
starfsmenn embættisins vildu helst
ekki veita skrifleg svör við fyrir-
spurnum um túlkun og tæknileg at-
riði, ef ske kynni að það hentaði
stofnuninni að skipta um skoðun
seinna meir.
Langt á eftir Írlandi
Verst af öllu er samt hvað skattar
á Íslandi eru háir og hægt að færa
fyrir því sterk rök að skattbyrðin sé
að valda þjóðarbúinu miklu tjóni til
lengri tíma litið með því að gera ís-
lensk fyrirtæki minna samkeppnis-
hæf, fæla erlent fjármagn í burtu og
draga þrótt úr hagkerfinu. Í sam-
anburði við önnur OECD-lönd er
skattheimta hins opinbera á Íslandi,
sem hlutfall af landsframleiðslu, rétt
undir miðgildi og skattarnir ekki
nærri því jafn íþyngjandi í löndum
eins og Írlandi, Sviss, Litháen og
Japan – svo að nefnd séu nokkur
lönd sem reyna að gæta hófs í skatt-
lagningu en halda samt úti ágætis
velferðarkerfi og halda vegakerfinu í
horfinu.
Væri alveg upplagt fyrir fámenna
þjóð á lítilli eyju í miðju Atlantshafi
að nota skattkerfið með frumlegum
hætti til að skapa ný tækifæri og
nýja tekjustofna. „Skattaumherfið er
þannig að stjórnvöld virðast halda að
ástandið hér sé eins og í Þýskalandi
þar sem fólk og fyrirtæki verða að
gera sér að góðu háa skatta því það
sé svo mikið um að vera í hagkerf-
inu,“ sagði annar sérfræðingur um
háu skattana á Íslandi og benti í leið-
inni á hve galið það væri að skattar á
fyrirtæki væru hærri á litla Íslandi
en þeir eru í Bretlandi.
Háir skattar dempa hagvöxt
Það er ekki að því hlaupið að mæla
það tjón sem hlýst af of háum skött-
um. Sú rannsókn sem gefur hvað
besta vísbendingu um umfang tjóns-
ins kom út árið 1998 þar sem James
Gwartney og félagar skoðuðu hag-
vöxt hjá OECD-ríkjunum yfir 36 ára
tímabil og báru saman við umfang
ríkisútgjalda sem hlutfall af lands-
framleiðslu. Að miða við ríkisútgjöld
gefur nákvæmari mynd en að ein-
blína einvörðungu á skatttekjur sem
hlutfall af landsframleiðslu því þann-
ig má telja með þau útgjöld sem fjár-
mögnuð eru með skuldasöfnun og
peninganprentun. Alla jafna eru rík-
isútgjöld og heildarskatttekjur samt
á svipuðu reki.
Niðurstöðurnar voru sláandi: þeg-
ar búið var að leiðrétta fyrir helstu
breytum kom í ljós að hjá þeim lönd-
um þar sem útgjöld hins opinbera
voru undir 25% af landsframleiðslu
mátti vænta 6,6% árlegs hagvaxtar
að meðaltali, en á 25-29% bilinu
lækkaði meðalhagvöxturinn niður í
4,7%. Á 30-39% bilinu varð hag-
vöxtur 3,8% og á 40-49% bilinu (þar
sem Ísland er) aðeins 2,8% hag-
vöxtur. Færu útgjöld ríkis yfir 50%
af landsframleiðslu mátti eiga von á
2% hagvexti.
Ég veit ekki til þess að rannsókn
Gwartneys hafi verið endurtekin en
við lauslega skimun virðist mér að
hagvöxtur hjá OECD-ríkjunum und-
anfarin tuttugu ár hafi verið nokkurn
veginn eins og Gwartney hefði spáð.
Lesendur geta svo reynt að
ímynda sér hvar hagkerfið væri statt
í dag ef úthugsuð lágskattastefna
hefði verið innleidd á Íslandi fyrir
tveimur áratugum með tilheyrandi
áhrifum á hagvöxt. Munurinn á 2,8%
hagvexti og 4,7% hagvexti, þegar
áhrifin safnast upp yfir tuttugu ára
tímabil, er svo mikill að fær hárin til
að rísa.
Gráðuga fólkið
Ég á það sameiginlegt með
hagfræðingnum snjalla Thomas
Sowell að augu okkar opnuðust eftir
að hafa unnið fyrir hið opinbera.
Sowell hefur áður komið við sögu á
þessum stað í blaðinu enda einstak-
lega snjall fræðimaður og flinkur
penni.
Sowell var gallharður marxisti
langt fram á þrítugsaldur, og það
þrátt fyrir að hafa setið tíma hjá
sjálfum Milton Friedman. „Að vinna
fyrir ríkið í eitt sumar var nóg til að
sannfæra mig um að hið opinbera
væri ekki með lausnina,“ sagði Sow-
ell söguna í bráðskemmtilegu viðtali
hjá Peter Robinson sem finna má á
YouTube.
Sumarvinna Sowells fólst í því að
skilja óvenjulegt samband lágmarks-
launa og atvinnuleysis í sykuriðnaði
Púertó Ríkó. Sowell var vandi á
höndum, en eftir miklar vangaveltur
tilkynnti hann kollegum sínum hjá
atvinnumálaráðuneytinu að hann
hefði fundið lausnina: tjón af völdum
hvirfilbylja gæti verið breytan sem
skipti mestu máli, og það eina sem
hann vantaði væri tölur sem sýndu
hve mikið væri af sykurreyr á ökr-
unum áður en hvirfilbyljir hefðu
gengið þar yfir. „Ég hélt að sam-
starfsfélagarnir myndu óska mér til
hamingju en í staðinn horfðu þau á
mig í forundran – asninn ég hafði
gert uppgötvun sem myndi gera út
af við þau,“ segir hann söguna. „Það
rann þá upp fyrir mér að á meðan
mér var í mest mun að komast að því
hvort lögin um lágmarkslaun gögn-
uðust lágtekjufólki var kollegum
mínum efst í huga að þessi sömu lög
sköffuðu þriðjunginn af öllum fjár-
framlögum ríkisins til ráðuneyt-
isins.“
Sowell er með svarið handa þeim
sem vilja verja háa skatta á Íslandi í
nafni réttlætis, jöfnuðar og sam-
tryggingar og væna þá um græðgi
og eigingirni sem eru á annarri skoð-
un: „Ég hef aldrei skilið hvers vegna
það er kallað „græðgi“ að vilja fá að
eiga sjálfur þá peninga sem maður
hefur aflað sér, en að það þyki ekki
græðgi að vilja taka peninga af öðr-
um.“
Af skattakúnstum og fúski
Ásgeir Ingvarsson
skrifar frá Istanbúl
ai@mbl.is
Leiða má líkum að því að ef
skattar á Íslandi væru lægri
væri hagvöxtur umtalsvert
meiri. Ekki er nóg með að
skattprósentan sé há held-
ur er framkvæmd laganna
ekki nógu vönduð og
skattayfirvöld í öðrum
löndum miklu duglegri að
gefa út bindandi álit og
leiðbeningar.
AFP
Trump Bandaríkjaforseti borgar litla skatta. Gott hjá honum!