Morgunblaðið - 30.09.2020, Page 9

Morgunblaðið - 30.09.2020, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020 9SJÓNARHÓLL hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 Eigum úrval af Stjórnsýslulög nr. 37/1993 tóku gildi 1. janúar1994. Helsta markmiðið með setningu þeirravar að tryggja sem best réttaröryggi aðila í skiptum þeirra við hið opinbera, jafnt ríki sem sveit- arfélög. Það er undirstöðuregla íslenskrar stjórnskip- unar að stjórnvöld eru bundin af lögum. Í því felst annars vegar að ákvarðanir stjórnvalda verða að eiga sér stoð í lögum, og hins vegar mega þær ekki vera í andstöðu við lög. Þessi regla er almennt nefnd lög- mætisreglan. Með gildistöku stjórnsýslulaga nr. 37/ 1993 varð mikil breyting til hins betra á því hversu aðgengilegar reglur um málsmeðferð hjá stjórnvöld- um voru og gildissvið slíkra reglna varð einnig skýr- ara. Það sama má segja um efni reglnanna, sem áður höfðu að meginstefnu verið ólögfestar. Meðal þeirra reglna sem lögfestar voru með stjórnsýslulögum nr. 37/1993 voru reglur um leið- beiningarskyldu stjórnvalda og málshraða auk rannsókn- arreglu, jafnræðisreglu og meðalhófsreglu. Meðalhófs- reglan hefur þó þekkst úr lög- gjöf lengur, t.a.m. í ákvæðum um valdbeitingu lögreglu og á sviði barnaverndar. Í lögfestri meðalhófsreglu stjórnsýslulaga felst að stjórn- vald skal aðeins taka íþyngj- andi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauð- syn ber til. Í meðalhófsreglunni felast þrír megin- þættir. Í fyrsta lagi verður efni íþyngjandi ákvörð- unar að vera til þess fallið að þjóna lögmætu markmiði sem að er stefnt. Ekki er þó nauðsynlegt að markmiðinu sé náð að fullu. Í öðru lagi felur regl- an í sér að ef stjórnvöld hafa val um fleiri en eina leið til að ná því markmiði sem að er stefnt skuli velja það úrræði sem vægast er. Loks felur reglan í sér að gæta verður hófs í beitingu þess úrræðis sem verður fyrir valinu. Brot gegn meðalhófsreglunni fel- ur í sér efnisannmarka sem getur leitt til þess að við- komandi ákvörðun telst ógildanleg. Þá getur brot gegn reglunni leitt til bótaskyldu. Stjórnsýslulög nr. 37/1993 gilda ekki um alla starf- semi stjórnsýslunnar heldur afmarkast gildissvið þeirra við stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, þegar teknar eru ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Nánari afmörkun gildissviðsins er að finna í fyrsta kafla laganna. Sumar þeirra reglna sem lögfestar voru með stjórnsýslulögum nr. 37/1993 eiga þó einnig við í öðrum störfum stjórnvalda og teljast þær þann- ig óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttarins. Á það meðal annars við um áðurnefnda meðalhófsreglu. Reglan byggist á sömu sjónarmiðum og hin lögfesta meðalhófsregla og leiðir til þess að stjórnvald verður að gæta hófs í meðferð valds síns. Stjórnvald getur því ekki eingöngu horft til markmiðs sem starf þess stefnir að heldur verður einnig að taka tillit til hags- muna og réttinda þeirra aðila sem athafnir eða vald- beiting stjórnvaldsins beinist að hverju sinni. Stjórnvöld þurfa að fara ákveðinn með- alveg á milli þessara and- stæðu sjónarmiða hverju sinni. Má því segja að með- alhófsreglunni sé ætlað að koma í veg fyrir að stjórnvöld gangi lengra en nauðsynlegt er í valdbeitingu sinni gagn- vart borgurum. Hin ólögfesta meðalhófs- regla gegnir mjög mikilvægu hlutverki þegar kemur að at- höfnum og aðgerðum stjórnvalda sem ekki falla innan gildissviðs stjórnsýslulaga. Meðalhófsreglan á sér langa sögu og byggist á þeim grunni að opinberu valdi skuli setja skorður þegar teknar eru ákvarðanir sem takmarka réttindi einstaklinga. Um er að ræða slíka grundvallarreglu að stjórnvöld þurfa almennt að hafa hana að leiðarljósi í öllum sínum störfum. Erfitt getur reynst að vinna gegn neikvæðum áhrifum sem óhóflega íþyngjandi aðgerðir stjórnvalds hafa á orð- spor og ásýnd aðila vegna samskipta þeirra við stjórnvöld. Þannig eiga aðilar að geta treyst því að stjórnvald grípi ekki til aðgerða sem ganga lengra en nauðsynlegt er í hverju tilviki, jafnvel þótt um sé að ræða tilvik sem ekki falla beint innan gildissviðs stjórnsýslulaga og hinnar lögfestu meðalhófsreglu. Að gæta meðalhófs LÖGFRÆÐI Bjarney Anna Bjarnadóttir lögmaður á BBA//Fjeldco. ” Í lögfestri meðalhófsreglu stjórnsýslulaga felst að stjórnvald skal aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu mark- miði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti. kampavína af þeirri gerð er fagur lit- urinn. Hann er ekki hefðbundinn Rosé heldur fremur í átt að rósagulli. Það er litur sem Rosé getur borið með stolti og hugrenningatengslin augljós. Líkt og næstum öll Rosé brást Deutz ekki bogalistin þegar vínið var parað við sushi. Þar er þó ágætt að sneiða að mestu hjá mjög sterkum bit- um. Þeir eiga það til að kæfa þau ein- kenni sem helst er sóst eftir með Rosé. Það er yfirleitt ávaxtakennt og léttleikandi, en þolir ekki harða sam- keppni við aðgangshörð krydd. Óhætt er að hvetja fólk til að hafa augun opin fyrir Deutz á ferðalögum erlendis – þ.e. þegar lífið kemst í fast- ar skorður að nýju. ses@mbl.is Litur vínsins er í ætt við rósagull og fer vel á því. Vínið fer vel með léttu sushi en góð vinkona myndi velja önd með því ef hægt væri að koma slíkri pörun við. Morgunblaðið/Stefán E. Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.