Morgunblaðið - 30.09.2020, Page 7

Morgunblaðið - 30.09.2020, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020 7VIÐTAL ekki aðeins fyrirtækin, heldur eru ríki og sveitarfélög komin í mikinn hallarekstur og þurfa að taka á sig verulegar launahækkanir á næsta ári. Við þekkjum það frá árunum fyrir þjóðarsátt að víxlhækkanir launa og verðlags skila að lokum engum kaupmætti. Það er mik- ilvægur lærdómur sem ekki má gleyma.“ Ertu að kalla á nýja þjóðarsátt? „Ég myndi segja það, já. Við ofnotum kannski orðið, en það hefur reynst okkur vel í ámóta kringumstæðum að aðilar setjist niður við sama borð og leiti sameiginlegra lausna. Það reyndist vel á tíunda áratugnum við að koma okkur úr mjög erfiðri kreppu og víta- hringur verðbólgu var rofinn. Þetta var ekki auðvelt og mjög reyndi á í samskiptum milli manna á þessum tíma. Sama á við um eftirhrunsárin, þó margt hafi tekist miður vel í endurreisninni, þá var samstarf að- ila yfirhöfuð gott og það skiptir gríðarlegu máli. Því miður er það svo að nú virðist ekkert traust ríkja á milli aðila til að finna lausnir, hvorki innan verkalýðshreyfingarinnar né á milli hennar og stjórnvalda. Við erum að eiga við alþjóðlega kreppu sem við vitum ekki hve- nær endar. Við þurfum að gæta okkar að breyta henni ekki í langa og heimatilbúna kreppu.“ Hverjar eru hinar aðsteðjandi hættur? „Fyrirtæki eru að skera niður með því að fækka fólki og svo koma launahækkanir í kjöl- farið. Þessu þarf að mæta með einhverjum hætti. Það er marg- rannsakað að launa- hækkanir sem ekki er innistæða fyrir brjótast fram með tvennum hætti: at- vinnuleysi og verðbólgu. Í umhverfi þar sem gengið er fast, t.d. í Danmörku, þá orsakar það atvinnuleysi þar sem ekki er hægt að leið- rétta með lækkun gengis. Við höfum séð þetta bæði í Danmörku og Þýskalandi sem hafa far- ið í sársaukafullar aðlaganir með því að frysta laun yfir mjög langt tímabil til að laga sam- keppnisstöðu sína og draga úr atvinnuleysi. Að neita þessu er eins og að neita þyngdarlögmál- inu. Öll Norðurlöndin glímdu við mikinn efna- hagslegan óstöðugleika, mikla verðbólgu og tíðar gengisfellingar á áttunda og níunda ára- tug síðustu aldar. Frændum okkar tókst að brjótast út úr þeim vítahring með endur- skoðun á vinnumarkaðslíkani sínu. Þjóðar- sáttin var vísir að sambærilegum breytingum hér á landi og varð vissulega til þess að rjúfa vítahring óðaverðbólgunnar. Hins vegar lukum við aldrei skipulags- breytingum á vinnu- markaði í kjölfarið. Nágrannar okkar á Norðurlöndum hafa allt frá 1990 búið við mjög stöðugt verðlag, lága vexti og mikla kaupmáttaraukningu en mun minni launa- hækkun en hér á landi. Ef sagan er dregin saman síðustu 30 ár, þá er niðurstaðan sú að laun hafa að meðaltali hækkað hér um rúmlega sex prósent á ári, en liðlega þrjú prósent annars staðar á Norður- löndum. Á sama tíma hefur verðbólga verið hér að meðaltali um fimm prósent á ári borið saman við tvö prósent hjá frændum okkar. Af- leiðingin er sú að gengi íslensku krónunnar fellur á ca. sjö ára fresti til að rétta af sam- keppnisstöðu okkar. Ábyrgð þessa óstöðug- leika liggur að stærstum hluta hjá vinnumark- aðinum.“ Sáttur og kominn heim Eftir þessa miklu yfirferð er eðlilegt að blaðamaður spyrji Þorstein hvort hann sakni stjórmálanna og hvort hann boði endurkomu? Hann hlær við og svarar: „Ég neita því ekki að ég hef gaman af stjórnmálum, en þetta er klárlega ekki vís- bending um endurkomu. Mér líður vel í núver- andi starfi og er á vissan hátt kominn heim. Margt er skemmtilegt og gefandi í stjórn- málum en margt líka síðra. Átakamenning stjórnmálannna er skaðleg og stundum eins og þátttakendur hafi meiri áhuga á leiknum sjálfum en því sem honum er ætlað að skila, það er bættum lífskjörum fyrir þjóðina. Það er aldrei að vita með framtíðina. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er.“ Morgunblaðið/Arnþór Birkisson g kallar eftir þjóðarsátt ” „Mér líkar illa sú orðræða sem sem felur í sér að þjóf- kenna atvinnurekendur“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.