Morgunblaðið - 30.09.2020, Side 11

Morgunblaðið - 30.09.2020, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020 11FRÉTTIR Námið og reynslan frá Sviss nýtist Sindra Má örugglega vel hjá Klasa. Félagið vinnur núna m.a. að skipulagi stærsta þróunarsvæðis höf- uðborgarsvæðisins, í Elliðaárvogi, og í mörg horn að líta hjá fjármálastjóranum. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Klasi stendur eins og er í uppbyggingu á hverfinu sunnan Smáralindar, 201 Smára. Þar reisum við um 650 íbúðir þar sem heildar- fjárfesting verður um 32 milljarðar kr. Hugs- unin okkar er að skapa nútímalegt hverfi með hagkvæmum og vel skipulögðum íbúðum sem standast um leið kröfur um gæði og þægindi. Þegar lagt var upp í þetta þróunarverkefni gerðum við kannanir hjá markhópum og ljóst var að fólk leggur mikla áherslu á að rýmin í íbúðum séu vel nýtt, þær útbúnar nýjustu snjalllausnum og tilbúnar fyrir framtíðina með deilibílum og rafhleðslustæðum. Á sama tíma þurfa verðin að vera viðráðanleg svo þetta hef- ur verið talsverð áskorun. Viðtökur markaðar- ins hafa verið frábærar hingað til svo við hljót- um að vera á réttri braut. Almennt er sú áskorun falin í þróun á svona stórum svæðum að lesa eftirspurnina rétt. Stórt þróunarverkefni sem þetta tekur fjölda ára að setja í verk og erfitt er að vita hvað kaupendur vilja þegar íbúðirnar koma loksins á sölu, sem er vanalega mörgum árum eftir að skipulagsvinnan átti sér stað. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Ég les mikið og sæki mér upplýsingar og þekkingu úr greinum og umfjöllunum um áhugaverð málefni. Svo hef ég verið heppinn að vinna með frábæru fólki í gegnum tíðina sem ég hef dregið mikinn lærdóm af. Þetta hefur verið mikilvægur hluti af starfinu mínu eftir að ég byrjaði hjá Klasa, enda nýr í þess- um iðnaði. Einnig kom ég á fót, ásamt nokkr- um öflugum strákum í atvinnulífinu, félagi ungra athafnamanna. En þar förum við m.a. í kynningarferðir í ýmis fyrirtæki til þess að læra betur um starfsemina, iðnaðinn og rekst- urinn. Hugsarðu vel um líkamann? Síðustu ár hef ég verið að hlaupa mikið, sér- staklega utanvega, en mér finnst fátt skemmtilegra en að vera á skokki langt frá næstu byggð á einhverjum kindaslóðum í nátt- úrunni. Mér tókst svo að draga bróðurpart stjórnar Klasa með mér í Laugavegshlaupið, en það er erfiðasta hlaupið sem ég hef farið í hingað til. Það gekk sem betur fer mjög vel hjá öllum, ég er alla vegana enn þá með vinnu. Annars hef ég komist að því að einbeiting og framleiðni eykst til muna hjá mér ef mér tekst að hreyfa mig eitthvað á hverjum degi. Hvað myndirðu læra ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu? Ef ég færi í það að bæta við mig námi yrði það líklega ekki bóknám. Ég hef oft gælt við það í huganum að læra eitthvað í húsasmíði. Það er bara svo praktískt að geta gert eitthvað af viðhaldinu heima sjálfur. Draumurinn væri svo að byggja mitt eigið hús einhvern tímann og geta tekið stóran þátt í því sjálfur. Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Vextir á fasteignalánum eru sögulega lágir í augnablikinu, en það hefur hjálpað kaup- endum mikið við fjármögnun og endur- fjármögnun húsnæðis í sumar. Sömuleiðis tel ég að uppsafnaður sparnaður heimilanna, hár kaupmáttur og ráðstöfun séreignasparnaðar hafi stutt mikið við markaðinn. En það hefur verið sérstaklega ánægjulegt að yfir fjórð- ungur kaupenda hjá okkur í 201 Smára eru ungt fólk milli 20 og 29 ára. Á móti kemur að kórónuveiran hefur skap- að mikla óvissu í nánustu framtíð, sér í lagi um gengi krónunnar, verðbólgu og aukningu at- vinnuleysis. Óvissan hefur því talsverð áhrif á skammtímaáætlanir. Áætlanir til lengri tíma eru hins vegar áfram bjartsýnar og uppsöfnuð þörf á íbúðum verður enn til staðar þegar far- aldurinn gengur yfir. Hvað gerirðu til að fá orku og innblástur í starfi? Mér finnst fátt betra en að skella mér í stutt hlaup í hádeginu og snúa til baka endur- nærður. Uppspretta nýrra hugmynda kemur oftast í samvinnu með vinnufélögunum sem búa yfir gríðarlegri reynslu í bransanum. Svo reyni ég að nota vini og tengslanetið þegar ég get til þess að fá nýja sýn á hlutina. SVIPMYND Sindri Már Kolbeinsson fjármálastjóri Klasa Áætlanir bjartsýnar til lengri tíma Morgunblaðið/Árni Sæberg NÁM: Verzlunarskóli Íslands, 2008; Háskóli Íslands, iðnaðarverkfræði, 2012; ETH Zürich, rekstrarverkfræði, 2015. STÖRF: Credit Suisse, eignastýring og greinandi, 2014-2015; Citibank, verk- efnastjóri í einkabanka 2015-2016; PwC, ráðgjafi í bankageira, 2016-2017; Credit Suisse einkabanki, verkefnastjóri, 2017-2018; Klasi ehf., fjármálastjóri frá 2018. ÁHUGAMÁL: Íþróttir hafa alltaf verið stór hluti af mínu lífi. Núna er ég kominn á kaf í hlaupin og hef farið í Laugavegshlaupið síðustu tvö skipti. Svo reyni ég að komast í skvass og fótbolta þegar tækifæri gefst. Annars hef ég mjög gaman af gítarglamri, fjallgöngum með fjölskyldunni og að elda góðan mat. Ég les líka mikið en leslistinn samanstendur aðallega af vísindaskáldsögum í augnablikinu. FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Bryndísi Jónsdóttur grunnskólakennara og á börnin Val og Öldu Magneu. HIN HLIÐIN Allt um sjávarútveg SKILTAGERÐ Ljósakassar Ljósaskilti 3D stafir Hönnun Ráðgjöf Uppsetning Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is Við erum í hjarta borgarinnar að Þverholti 13. Komdu við í kaffisopa eða sendu okkur línu og óskaðu eftir tilboði í prentverkið þitt, stórt eða smátt. MIÐBORGIN Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum „Fólk leggur mikla áherslu á að rýmin í íbúðum séu vel nýtt, þær útbúnar nýjustu snjalllausnum og tilbúnar fyrir framtíðina með deili- bílum og rafhleðslu- stæðum,“ segir Sindri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.