Morgunblaðið - 30.09.2020, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020SJÓNARHÓLL
Við erum sérfræðingar
í malbikun
KRISTINN MAGNÚSSON
Fyrirtæki um heim allan glíma við fordæmalausar að-stæður og mikil óvissa ríkir í mörgum greinumvarðandi rekstrarmöguleika fyrirtækja til fram-
tíðar. Líkur standa til þess að mörg fyrirtæki þurfi að gera
miklar breytingar í rekstri sínum til að tryggja rekstrar-
hæfi sitt. Jafnframt er ljóst að einhver fyrirtæki munu
mæta örlögum sínum í gjaldþrotameðferð og bendir allt til
þess að þau fyrirtæki komi til með að verða nokkuð fleiri
næstu misseri en í venjulega árferði.
Hér á landi hefur löggjafinn brugðist við þessum að-
stæðum m.a. með því að veita fyrirtækjum fjármuni til að
standa skil á launagreiðslum til starfsmanna og lánafyr-
irgreiðslur, ásamt því að setja
ný lög nr. 57/2020 um tíma-
bundnar heimildir til fjár-
hagslegrar endurskipulagn-
ingar. Markmið þessara
aðgerða er göfugt þótt tíminn
verði að leiða í ljós hvaða ár-
angri þær skila varðandi
rekstrarmöguleika fyrirtækja
til framtíðar. Beiting slíkra
úrræða er hins vegar jákvæð
og í samræmi við almenna grunnreglu gjaldþrotaskipta-
réttar um að gjaldþrotaskipti skuli vera þrautaúrræði.
Dugi þessi úrræði hins vegar ekki til eða skilyrði eru
ekki fyrir hendi til beitingar þeirra mun greiðsluvandi fyr-
irtækja geta haft þau áhrif að fyrirtæki þurfi að sæta
gjaldþrotameðferð samkvæmt lögum nr. 21/1991 um
gjaldþrotaskipti o.fl. Við gjaldþrotaskipti myndast ný
sjálfstæð lögpersóna sem tekur við öllum réttindum og
skyldum þrotamanns og lýtur stjórn skiptastjóra með
þátttöku kröfuhafa. Markmið gjaldþrotaskipta er að slíta
þrotabúinu þannig að tilvist þess ljúki með því að greiða
kröfuhöfum allar eignir búsins eftir fyrirframákveðnum
leikreglum. Nánast öllum þrotabúum sem skipt er hér á
landi lýkur með þessum hætti.
Þrátt fyrir að við gjaldþrotaskipti glati eigendur þess
yfirráðum og réttindum yfir félaginu eiga þeir hins vegar
enn möguleika á að endurheimta fyrirtæki sín úr gjald-
þrotameðferð. Í XXI. kafla gjaldþrotaskiptalaga er mælt
fyrir um það að unnt sé að ljúka gjaldþrotaskiptum með
nauðasamningi. Nauðasamningur er samningur um
greiðslu skulda eða eftirgjöf af skuldum sem kemst á milli
skuldarans og áskilins meirihluta kröfuhafa hans og hlýtur
síðan staðfestingu fyrir dómi. Ferli nauðsamningsumleitana
undir gjaldþrotaskiptum er ekki sérstaklega flókið en það
lýtur fyrst og fremst að frumvarpsgerðinni sjálfri og sam-
skiptum við atkvæðismenn þar sem vilji þeirra til sam-
þykktar nauðsamnings er kannaður. Reynist ekki mögulegt
að ná fram nauðasamningi halda gjaldþrotaskiptin áfram.
Þrátt fyrir að fyrirtæki hafi verið tekið til gjaldþrota-
skipta eiga eigendur þannig enn möguleika á að forða enda-
lokum þess með því að ná nauðasamningi við kröfuhafa. Af-
ar sjaldgæft er hins vegar að þessu
úrræði sé beitt eftir upphaf gjald-
þrotaskipta. Vekur það nokkra furðu
enda verður að telja gjaldþrota-
meðferð félags álitlegt tímamark til
að gera kröfuhöfum forsvaranlegt til-
boð um uppgjör krafna sinna, e.a.
með breyttu formi á greiðslu. Við
gjaldþrotaskipti liggja fyrir upplýs-
ingar um alla kröfuhafa félagsins,
áætlað verðmæti eigna og það hvort
mögulegar riftanlegar ráðstafanir hafi átt sér stað. Á þessu
tímamarki verður þannig séð til enda með hvort og þá hvað
kröfuhafar komi til með að fá í sinn hlut ljúki tilvist þrota-
bús með hefðbundinni úthlutun eigna til þeirra.
Það er almennt ekki óskastaða neins kröfuhafa að tilvist
fyrirtækja ljúki með gjaldþrotaskiptum, enda þurfa kröfu-
hafar þá jafnan að afskrifa kröfur sínar eftir litlar eða engar
heimtur. Við slíkar aðstæður má ætla að kröfuhafar séu al-
mennt opnir fyrir raunhæfum og vel útfærðum tillögum um
uppgjör krafna sinna sem fengið gæti þeim ásættanlegri
efndir en við gjaldþrotaskipti. Samhliða tækist eigendum að
tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins með tilheyr-
andi jákvæðum áhrifum fyrir samfélagið. Í þeim tilvikum
þegar staðið hefur verið af heilindum að rekstri fyrirtækja,
og gjaldþrotaskipti þess má fyrst og fremst rekja til ófyr-
irséða ytri aðstæðna, má ætla að slíkir nauðasamningar
komi almennt til með að fá nokkuð jákvæð viðbrögð frá
kröfuhöfum. Tilefni er til að láta á það reyna í ríkara mæli
en gert hefur verið.
LÖGFRÆÐI
Birgir Már Björnsson
hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu og
kennari í skuldaskilarétti við Háskólann í Reykjavík
Nauðasamningar
við gjaldþrotaskipti
”
Við gjaldþrotaskipti liggja
fyrir upplýsingar um alla
kröfuhafa félagsins, áætlað
verðmæti eigna og það
hvort mögulegar riftanlegar
ráðstafanir hafi átt sér stað.
Þeir eru engin smásmíði, kjallararnir
sem kampavínshúsið Deutz hefur yfir
að ráða. Þar hvíla um þessar mundir
11,5 milljónir flaskna. Þær bíða síns
tíma. Sumar verða innan skamms
komnar í hendur neytenda en aðrar
eiga eftir að standa á gleri í allt að 15
ár uns þeim verður komið í „neyslu-
hæft“ ástand og undir korktappa sem
varðveitir bubblurnar fram að
neysludegi.
Höfuðstöðvar Deutz eru í hinum
þekkta bæ, Ay, sem liggur spölkorn
austur af Epernay. Frægð bæjarins
er tengd nokkrum af frægustu og
umsvifamestu kampavínshúsum
heimsins, m.a. Veuve Clicquot, Moët
& Chandon og Bollinger. Deutz hefur
lengst af verið litli bróðirinn í þeim
hópi en þó ekki lengur. Á tveimur
áratugum hefur ársframleiðsla fyrir-
tækisins vaxið úr tæplega 600 þúsund
flöskum í u.þ.b. 2,5 milljónir. Slík
framleiðsluaukning er nærri óþekkt
meðal fyrirtækja í Champagne og í
þeim tilvikum þar sem slík útþensla
hefur átt sér stað hefur það gjarnan
komið niður á gæðum, hið minnsta til
skamms tíma litið.
Sú er ekki reyndin í tilviki Deutz
og margt af því sem húsið sendir frá
sér er talið í hópi hinna bestu kampa-
vína, ekki síst þau sem grundvölluð
eru að mestu leyti eða öllu á Pinot
Noir-þrúgunni sem ræktuð er upp í
héraðinu Montagne de Reims (sem er
eitt fimm undirhéraða Champagne).
Fæst því miður ekki á Íslandi
Því miður er með öllu ómögulegt
að nálgast vínin frá Deutz hér á landi
og því sætti ég færis fyrir nokkru
þegar góður vinur átti leið heim frá
Leipzig í Þýskalandi (þar sem þetta
vín nýtur nokkurra vinsælda) og bað
hann að kippa nokkrum flöskum með
til landsins. Því miður leyfði tösku-
pláss ekki flutning á nema einni
flösku. Allt er hins vegar hey í harð-
indum og flöskunni var fagnað með
tilþrifum við komuna til landsins, rétt
eins og þegar skáldið frá Fagraskógi
orti um hvíta hestinn og hinn góða
vin, forðum daga. Ekki er loku fyrir
það skotið að textinn hafi farið um
varir viðtakanda þegar afhending átti
sér stað.
Fyrir valinu varð eitt af betri inn-
gangsvínum hússins, Deutz Brut
Rosé sem er á viðráðanlegu verði úti
eða 60 evrur sem leggur sig á tæpar
10 þúsund krónur vegna óhagstæðs
gengis krónu gagnvart evru um þess-
ar mundir.
Í þessari blöndu sem er að grunni
til frá árinu 2014 er aðeins 10% Char-
donnay og 90% Pinot Noir. Þar af eru
um 8% blöndunnar rauðvín úr síð-
arnefndu þrúgunni. Vínið er látið
standa þrjú ár á geri, nærri því þre-
falt lengur en lágmarkskröfur segja
til um. Þá er viðbættur sykur 8,5 g/l.
Það myndi enginn halda því fram
að það bresti á með flugeldasýningu
með þessu víni, enda er það mjúkt og
elegant. En það sækir á og fá ef nokk-
ur Rosé bjóða upp á jafn skemmti-
lega jarðarberjaangan og þetta.
Kemur hún ekki síst fram þegar vínið
er orðið 10-12 gráðu heitt.
Rósagull með réttu
Það sem gerir Rosé frá Deutz einn-
ig að skemmtilegum kosti meðal
Það hús sem vaxið
hefur hvað hraðast
HIÐ LJÚFA LÍF