Morgunblaðið - 30.09.2020, Side 2

Morgunblaðið - 30.09.2020, Side 2
hlýtur að grundvallast á því að greinin komist í gang síðari hluta næsta árs en um tvær milljónir ferðamanna komu hingað í fyrra. Telur bankinn að taka muni nokk- urn tíma að ná upp ferðavilja. Ef spáin raungerist verður mikið offramboð í ferðaþjónustu á spátím- anum og líkur á gjaldþrotum aukast. Raunverðið lækkar 2021 Raunverð íbúðarhúsnæðis er talið munu standa í stað í ár en lækka um 1% á næsta ári. Ber að hafa í huga að raunverðið er nú sögulega hátt. Samkvæmt spá bankans verður 7,8% atvinnuleysi í ár sem er heldur minna en bankinn spáði í maí. Hins vegar verði það meira næstu tvö ár Þetta kom fram í kynningu Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræð- ings Íslandsbanka, á spánni. „Það er vert að halda því til haga að lykilforsendan í þessari spá er að komið verði bóluefni fyrir mitt næsta ár. Gangi það ekki eftir og verði háönn ferðaþjónustunnar fyrir miklum skaða áfram fram eftir næsta ári eru horfur á að efnahags- lífið verði töluvert lengur af stað aft- ur en hér er spáð,“ sagði Jón Bjarki. Áður en spáin var kynnt sagði Ás- mundur Tryggvason, framkvæmda- stjóri fyrirtækja og fjárfesta hjá Ís- landsbanka, að sjaldan hefði verið jafn erfitt að spá og einmitt nú. Ekki hefðu öll samtöl við viðskiptavini að undanförnu verið auðveld. Nærri 9% samdráttur Samkvæmt spánni verður 8,6% samdráttur í vergri landsframleiðslu í ár en 3,1% hagvöxtur á næsta ári og 4,7% hagvöxtur 2022 (sjá graf). Sá bati er sem fyrr segir háður því að veiran verði kveðin niður. Spáin gerir ráð fyrir 500 þúsund erlendum ferðamönnum í ár, 800 þúsund á næsta ári og 1,2 milljónum árið 2022. Slík fjölgun á næsta ári en bankinn spáði í maí (sjá graf). Kaupmáttur er talinn munu aukast minna næstu tvö ár en í ár og spáð er vexti einkaneyslu næstu tvö ár eftir mikinn samdrátt hennar í ár. Þá er því spáð að stýrivextir verði óbreyttir fram á mitt næsta ár en fari síðan hækkandi með minni slaka. Verðbólga verði að jafnaði 2,7% 2020 og 2021 en 1,9% árið 2022. Sem fyrr segir eru tafir á afhend- ingu bóluefnis taldar geta leitt til meiri verðbólgu en ella. Það gæti aftur haft áhrif á vaxtastig bankans. Loks telur Greining Íslandsbanka að gengið muni haldast stöðugt. Seðlabankinn hafi keypt 340 millj- ónir evra frá áramótum en hafi þá haft 6 milljarða evra forða. Því sé Seðlabankinn í góðum færum til að viðhalda stöðugu gengi. Frystingar að renna út Eftir kynningu Jóns Bjarka á spánni var boðið upp á pallborð með honum og Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, og Ás- geiri Jónssyni seðlabankastjóra. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir það hafa komið fram í sex mánaða uppgjöri bankans að nærri 20% af lánasafni bankans séu í frystingu, að stærstum hluta lán til fyrirtækja. Óvissan hafi verið mikil og skilyrðin fyrir frystingu ekki verið ströng í upphafi. Um- ræddar frystingar hafi byrjað að renna út í september en stærstur hlutinn muni renna út í október. Bankinn hafi áætlað að um 50% þessara fyrirtækja muni geta farið í eðlilegt greiðsluflæði þegar fryst- ingu er aflétt. Hinn helmingurinn sé að stærstum hluta í ferðaþjónustu og þar muni lífvænleg fyrirtæki þurfa áframhaldandi frystingu, eða t.d. einhver hinna sértæku úrræða sem ríkisstjórnin hefur kynnt. Birna vék einnig að endur- fjármögnun íbúðalána og sagði lán- taka hafa aukið skuldsetningu minna en hún hefði búist við. Samþjöppun fram undan Ásgeir Jónsson sagði samþjöppun framundan í ferðaþjónustu, en það hefur áður komið fram í máli hans. Áherslan færi úr magni yfir í gæði. Þá vakti hann athygli á því að hag- vaxtarauki, sem kveðið er á um í lífs- kjarasamningnum, gæti vafist fyrir atvinnurekendum á næsta ári, ef það verður hagvöxtur eftir kreppu. Jón Bjarki sagði aðhald í ríkisfjár- málum á undanförnum árum hafa sætt gagnrýni en að nú skapi lítil skuldabyrði ríkissjóðs svigrúm til fjárfestinga sem geti, ásamt aukinni samneyslu, vegið á móti samdrætti. Tveir þriðju hlutar samdráttar í ár væru tilkomnir vegna samdráttar í útflutningi. Þriðjungur vegna minni innlendrar eftirspurnar. Fjárfesting muni aukast um 1,5% á næsta ári og 6,7% árið 2022 og vöxtur opinberrar fjárfestingar muni vega upp samdrátt í einka- fjárfestingu. Sveiflan í fjárfestingu verði miklu minni en eftir hrunið. Brothætt batamerki í hagkerfinu Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samkvæmt nýrri þjóð- hagsspá Greiningar Ís- landsbanka er hægur bati fram undan. Hann er þó undir veirunni kominn. Einkaneysla, kaupmáttur og atvinnuleysi 2011-2022, % Þjóðhagsspá Íslandsbanka fyrir 2020-2022 10% 8% 6% 4% 2% 0% -2% Verg lands- framleiðsla 2019-2022 Breyting frá fyrra ári (spá fyrir 2020 til 2022) Spá fyrir 2020 til 2022 Spá um atvinnu- leysi sem hlutfall af vinnuafli 2020 til 2022 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2020 2021 2022 Kaupmáttur Einkaneysla Atvinnuleysi Atvinnuleysisspá Framlag utan- ríkisviðskipta Þjóðarútgjöld Verg lands- framleiðsla Spá ÍSB frá maí Spá ÍSB í sept. Heimild: Hagstofa Íslands og Greining Íslandsbanka 1,9% 9,6% 7,8% 7,6% 4,7% 3, 8% 3, 8% 5, 8% 5, 8% -8,6% 3,1% 4,7% 2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020FRÉTTIR VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) Mesta lækkun ICEAIR -16,67% 0,95 Mesta hækkun EIK +2,26% 7,23 S&P 500 NASDAQ +3,97% 11.096,055 +2,73% 3.335,11 +1,28% 5.897,5 FTSE 100 NIKKEI 225 30.3.’20 30.3.’2029.9.’20 1.400 1.777,88 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 40,61 +1,95% 23.539,1 10 30 1.800 29.9.’20 1.530,7 50 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 22,76 ræstingarmálin Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is Haustið er góður tími til að endurskoða Hafðu samband og við gerum fyrir þig þarfagreiningu og tilboð í þjónustu án allra skuldbindinga. Vefverslunin Kostur.is, sem fór í loftið í byrjun ársins, verður frá og með næstu viku með 450-500 vöru- númer. Með því hefur framboðið fimmfaldast frá því verslunin tók að taka við pöntunum í janúar. Tómas Sullenberger, eigandi verslunarinnar, segir eftirspurnina hafa aukist jafnt og þétt. Af þeim sökum séu margar vörur uppseldar. Meðal nýrra vara hjá Kostur.is eru gosdrykkir frá Lacroix og óáfengur rótarbjór frá IBC. „Salan hefur verið mjög góð. Það er meira og minna allt búið,“ segir Tómas sem afhendir vörur á staðn- um eða sendir með Íslandspósti. Eigin dreifing til skoðunar Tómas segir aðspurður að vegna aukins umfangs sé til skoðunar að Kostur.is hefji dreifingu á vörum. „Það styttist í að ég fari að keyra út vörur sjálfur, að minnsta kosti hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann. Afhending með Íslandspósti tekur nú 1-2 daga. Vörur eru heimsendar án endurgjalds sé verslað fyrir 9.998 krónur eða meira en jafnframt má sækja vörurnar í verslun félagsins í Tónahvarfi 3 en hún er opin frá klukkan 12.30 til 17 alla virka daga. Verslunin setti upp eigin lager í sumar en leigði áður lagerrými. Konur í meirihluta Tómas segir konur vera 60-70% viðskiptavina og að fáir viðskipta- vinir séu eldri en 55 ára. Á næstunni muni verslunin leggja meiri áherslu á matvörur. Spurður um eftirspurnina segir Tómas að Kostur.is hafi eignast tryggan hóp viðskiptavina sem sæk- ist eftir bandarískum vörum. Meðal annars versli við hann starfsfólk Ice- landair sem getur ekki verslað í Ameríku sem stendur vegna faraldursins. baldura@mbl.is Kostur.is eykur söluna og fer í 500 vörunúmer Morgunblaði/Arnþór Birkisson Vefverslun Tómasar nýtur vaxandi vinsælda. Vöruúrvalið er að aukast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.