Morgunblaðið - 30.09.2020, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020FRÉTTIR
Við Fellsmúla | Sími: 585 2888
ÚRVAL ÚTILJÓSA
Stjórnir Kviku banka og TM hafa
samþykkt að hefja viðræður um
sameiningu félaganna. Forsendur
viðræðna byggjast á því að TM verði
dótturfélag Kviku banka og Lykill
fjármögnun hf., núverandi dóttur-
félag TM, sameinist Kviku banka.
Um yrði að ræða stærsta samruna
hér á landi eftir hrun, eða nálægt 50
milljarða samruna miðað við mark-
aðsvirði félaganna í dag, en samruni
N1 og Festar árið 2018 var nálægt
40 milljörðum.
Eins og fram kemur í tilkynningu
frá félögunum munu viðræðurnar
fara fram á næstu vikum. Í tilkynn-
ingunni segir einnig að stjórnir fé-
laganna telji raunhæft að ná fram
eins milljarðs króna kostnaðarsam-
legð með sameiningu félaganna, án
viðskipta- og einskiptiskostnaðar.
Gert er ráð fyrir að stærsti hluti
kostnaðarsamlegðar komi til vegna
hagkvæmari fjármögnunar. Þá segir
að sameinað félag verði fjárhagslega
sterkt fyrirtæki með breiðan tekju-
grunn sem muni geta boðið við-
skiptavinum sínum upp á fjölþætta
þjónustu á öllum helstu sviðum fjár-
mála- og tryggingaþjónustu.
Þreifingar hófust í sumar
Marinó Örn Tryggvason, banka-
stjóri Kviku banka, segir í samtali
við ViðskiptaMoggann að þreifingar
um hugsanlega sameiningu hafi
byrjað í sumar hjá stjórnum félag-
anna, en síðan hafi ekkert gerst fyrr
en nú í haust. Hann segir að megin-
ástæðan fyrir því að menn nái aftur
saman nú sé að í sumar hafi stjórn
Kviku þótt sem Kvika ætti að vera
verðmeiri en rætt var um þá.
„Stjórninni fannst fyrirhugað
skiptahlutfall ekki endurspegla
sanngjarna skiptingu. En síðan hef-
ur markaðsverðmæti Kviku hækkað
aðeins meira en TM og skiptahlut-
fallið er þannig að hluthafar Kviku
eignast 45% en hluthafar TM 55%.
Áhugavert er að með samrunanum
er hægt að ná fram verulegu kostn-
aðarhagræði,“ segir Marinó í sam-
tali við ViðskiptaMoggann.
Marinó segir að viðræðurnar
verði skipulagðar á næstu dögum,
og hann væntir þess að það sjái til
lands á næstu fjórum til sex vikum.
Eins og fram kom hér á undan er
samlegð í sameinuðu félagi talin
vera einn milljarður, en endur-
fjármögnun á einhverju af skuldum
Lykils á fjármagnskostnaði bankans
getur orðið veigamikill hluti hag-
ræðingarinnar, að sögn Marinós.
Önnur samlegð næst einkum með
sparnaði í stjórnunarkostnaði og
skipulagi félagsins, eins og Marinó
útskýrir. Hann segir að tiltölulega
auðvelt ætti að vera að ná fram sam-
legð með endurfjármögnun á skuld-
um Lykils.
Geta veitt stærri útlán
Marinó segir jafnramt að ákveðin
vaxtartækifæri séu í sameinuðu
fyrirtæki, en stefnan sé að halda
áfram á sömu leið og bankinn hefur
verið á. „Með meiri fjárhagslegum
styrk getum við veitt stærri útlán en
áður. Auk þess verður markhópur
okkar til að sækja viðskipti mun
stærri fyrir bæði félög. Við verðum
þannig betur í stakk búin til að
keppa við stóru bankana. Þetta ætti
líka að auka samkeppni á markaði.“
Eins og Marinó bendir á verður
sameinað félag það þriðja eða fjórða
stærsta í kauphöll að markaðsvirði,
eða nálægt 50 milljörðum. „Með
þessu verður félagið orðið stórfyrir-
tæki á íslenskan mælikvarða.“
Marinó bendir á að með samein-
ingunni verði efnahagsreikningur-
inn um 200 milljarðar króna. Sam-
einað félag eigi að geta þjónustað
flestalla aðila á Íslandi sem ekki
geta sótt sér fjármagn erlendis.“
Marinó segir ennfremur að mark-
miðið með sameiningunni sé ekki
stærðin, heldur að ná fram góðri
arðsemi, en til að ná henni fram
þurfi að veita viðskiptavinum góða
þjónustu.
Fjárfestar á hlutabréfamarkaðinum tóku vel í sameiningarviðræður Kviku banka og TM. Gengi bréfa Kviku hækkaði
um 6,73% í Kauphöllinni í gær, og endaði í 11,1 krónu á hlut en gengi TM hækkaði um 4,61%, og er nú 36,3.
Stærstu hluthafar TM og Kviku banka
10 stærstu hluthafar TM 10 stærstu hluthafar Kviku banka
1 Stoðir 11,66% Lífeyrissj. verslunarmanna 8,53%
2 Lífeyrissjóður verslunarmanna 9,58% SNV Holding ehf. 6,5%
3 Gildi lífeyrissjóður 9,25% Arion banki hf. 6,23%
4 Íslandsbanki hf. 7,51% Lífeyrissj.starfsm. rík. A-deild 5,03%
5 Lífeyrissj. starfsm. rík. A-deild 7,03% Landsbankinn hf. 5%
6 Birta lífeyrissjóður 6,61% Vátryggingafélag Íslands hf. 4,8%
7 Stapi lífeyrissjóður 4,39% Sindrandi ehf. 3,01%
8 Brú, lífeyrissj. starfsm. sveitarf. 3,92% Lífsverk lífeyrissjóður 2,98%
9 Stefnir - ÍS 15 3,09% Almenni lífeyrissjóðurinn 2,75%
10 Kvika banki hf. 2,87% Íslands banki hf. 2,59%
10 stærstu hluthafar sameinaðs félags
1 Lífeyrissjóður verslunarmanna 9,11%
2 Stoðir 6,41%
3 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, A-deild 6,13%
4 Íslandsbanki 5,3%
5 Gildi lífeyrissjóður 5,09%
6 Birta lífeyrissjóður 4,66%
7 Arion banki 3,74%
8 SNV Holding ehf. (Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir) 2,93%
9 Stapi lífeyrissjóður 2,41%
10 Landsbankinn 2,25%
Stærsti samruni
frá hruni
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Kvika banki og TM hafa
ákveðið að hefja viðræður
um sameiningu fyrirtækj-
anna. Marinó Örn Tryggva-
son, forstjóri Kviku, segir
að félagið muni með aukn-
um fjárhagslegum styrk
geta veitt stærri útlán.
Morgunblaðið/Árni Sæberg