Morgunblaðið - 30.09.2020, Qupperneq 12
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16
www.betrabak.is
HÄSTENS VERSLUN
Faxafeni 5, Reykjavík
588 8477
VERTU VAKANDI
Í FYRSTA SKIPTI
Á ÆVINNI
Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú skilja virði þess að ná
fullkomnum nætursvefni. Rúmin eru framleidd með einstöku samspili
handverks og hráefna þar sem hvergi eru gerðar málamiðlanir í gæðum
náttúrulegra efna eða tíma við óþreytandi handverkið.
Þú sérð það ekki en þú munt fi nna fyrir því. Allan sólarhringinn.
Heimsæktu Hästens í Faxafeni eða pantaðu vörulistann á hastens.com.
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir,
framkvæmdastjóri Veganbúðar-
innar, segir verslunina hafa verið
opnaða í Hafnarfirði 1. nóvember
2018. Þá sem netverslun þar sem
viðskiptavinir pöntuðu heim eða
sóttu vörur í 30 m2 verslunarrými.
„Við vorum þá með 30 vörur.
Þetta var lítið og krúttlegt en smám
saman hefur eftirspurnin verið svo
kröfuhörð og hávær að við höfum
stigið eitt skref í einu til að anna
henni. Við höfðum fyrst opið í fjóra
tíma á laugardögum í litlu rými við
Strandgötu í Hafnarfirði. Og smám
saman hefur þetta breyst í alvöru-
búð sem fólk mætir í og gerir stóran
hluta sinna innkaupa.“
Í kringum samkomubannið
Veganbúðin var á Strandgötu þar
til hún var flutt í Faxafen 14 í mars
sl., eða rétt eftir að samkomubann
var sett út af kórónuveirunni.
„Fólki fannst gaman að koma til
okkar á laugardögum, skoða sig um
og prófa eitthvað nýtt. Valið var
annaðhvort að stækka búðina veru-
lega og hafa hana opna alla daga,
eða halda okkur við netsöluna. Við
renndum að sumu leyti blint í sjóinn
með því að fara í svona miklu stærra
húsnæði með miklu meira vöruúrval.
Það veðmál gekk upp.
Það hefur gengið ævintýralega
vel. Við áttum von á að þetta myndi
verða mjög rólegt til að byrja með
og kannski vaxa upp í að verða al-
vörubúð á nokkrum árum en við höf-
um þrisvar þurft að stækka rýmið í
búðinni og höfum eiginlega ekki haft
undan. Þannig að viðtökurnar hafa
verið framar villtustu vonum.“
Geta treyst á vörurnar
Spurð hvað skýri þennan mikla
áhuga segir hún vegan-samfélagið á
Íslandi vera að stækka hratt, við-
skiptavinum þyki gott að koma í
verslun þar sem ekki þurfi að lesa
utan á umbúðir til að fá fullvissu um
að vörurnar séu vegan og svo sé stór
hópur með ofnæmi eða óþol.
Þá megi nefna dýraverndunarfólk
og fólk sem hugsar um umhverfið.
„Síðan kemur stór hópur af því að
við erum með margar öðruvísi vörur
sem fást ekki annars staðar. Miklar
gæðavörur. Við erum t.d. með mikið
úrval frá Bandaríkjunum. Fólk talar
oft um að þetta sé svolítið eins og að
koma inn í Whole Foods,“ segir hún.
Sömu eigendur hafa einnig rekið
heildsölu með veganvörur í mörg ár,
ásamt því að reka veganstaðinn
Jömm á Kringlutorgi sem Sæunn
segir njóta mikilla vinsælda.
Morgunblaðið/Eggert
Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Veganbúðarinnar.
Veganbúðin er
í miklum vexti
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Veganbúðin byrjaði sem lítil
netverslun í Hafnarfirði en
hefur á aðeins tveimur
árum eignast stóran hóp
viðskiptavina. Eigendurnir
anna nú vart eftirspurn.
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
Ein af ambögum íslensks máls erþegar menn líkja þrautum
sínum við göngu milli Pontíusar og
Pílatusar, sem auðvitað er einn og
sami maðurinn. Það var á milli
Heródesar og Pílatusar sem Jesús
hraktist sem lauk svo með píslar-
göngunni á Golgata.
En að öðrum smið. Ég þekki einnslíkan sem hefur staðið í
ströngu við að reisa fjalir í kringum
rekstur í miðborg Reykjavíkur.
Hann er ýmsu vanur, þekkir leik-
reglurnar vel og hefur reyndar oft
orð á því að laga- og reglugerða-
umgjörðin sé mikilvæg neytenda-
vernd. Gott og vel. Þegar ég hitti
hann nýlega var hann þreytulegur
og sagði farir sínar ekki sléttar.
Hann var þá í miðju ferli að ganga
milli Heródesar og Pílatusar til að
ganga frá leyfisveitingum frá ýms-
um opinberum stofnunum og lýsti
fyrir mér flækjunum og seinagang-
inum í kerfinu.
Ég hlustaði þolinmóður á þessaskemmtilegu frásögn og varð
hugsað til annarrar sögupersónu
sem lenti í klóm Rómverja. Í sög-
unni Ástríkur og þrautirnar tólf
tekst hinn geðþekki Gaulverji á við
þá einföldu þraut að sækja upplýs-
ingar frá rómverskri skrifstofu. Til
að gera langa sögu stutta, þá fjallar
sagan um hvernig skrifræðið við-
heldur sjálfu sér og gerir hinn al-
menna borgara sturlaðan. Ástríkur
vinnur loks sigur með því að rugla
kassahausana í ríminu og egna þá
hvern gegn öðrum.
Þessi blaðamaður hefur talað viðmarga úr viðskiptalífinu sem
hafa svipaða sögu að segja: að stofn-
anir geti verið dragbítar á fram-
göngu mikilvægra verkefna. Sumir
ganga svo langt að tala um að ein-
staka forstöðumenn hafi slíkt vald að
þeir „deili og drottni“ í krafti stöðu
sinnar yfir íslensku viðskiptalífi. Var
það ekki Júlíus Sesar Rómarkeisari
sem ýtti þeirri aðferðafræði úr vör?
Heródes
og Pílatus Styr stendur nú um skattaTrumps forseta og segir New
York Times hann hafa beislað skáld-
fákinn í yfirlýsingum um auð sinn.
Svo vill til að Trump gerði greinfyrir eignum sínum í viðauka
bókar sinnar, Great Again: How to
Fix Our Crippled America (2016).
Í fyrsta lagi voru ýmsar eignir, þarmeð talið reiðufé og verðbréf,
metnar á 302 milljónir dollara.
Í öðru lagi fasteignir sem væru í100% eigu Trumps. Atvinnu-
húsnæði í New York var metið á 1,7
milljarða dala, íbúðarhúsnæði á 335
milljónir dala, golfklúbbar og
skyldar eignir á tvo milljarða dala
og eignir í þróun á 302 milljónir
dala. Þá voru tilgreindar eignir sem
voru ekki í 100% eigu Trumps,
þ.m.t. bygging Bank of America í
San Francisco, Starret-hverfið í
Brooklyn og Trump-turninn í Las
Vegas, sem metnar voru á 943
milljónir dala.
Samningar um afnotarétt á vöru-merki hans, þ.m.t. í fasteignum,
voru metnir á 3,3 milljarða dala, sem
var ríflegt. Þá var keppnin ungfrú
alheimur, ungfrú Bandaríkin og
sama fegurðarsamkeppni í unglinga-
flokki metin á 14,8 milljónir dala og
aðrar eignir á 317 milljónir dala.
Alls voru þetta 9,24 milljarðardala en á móti komu skuldir
upp á 503 milljónir dala. Heildar-
eignir voru því 8,737 milljarðar dala.
Hins vegar áætlar tímaritið Fortune
að hann eigi nú 2,5 milljarða dala en
kreppan bítur á fasteignasafnið.
Milljarðar til og frá
AFP
Trump-turninn á Manhattan.