Morgunblaðið - 30.09.2020, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2020VIÐTAL
byggist á alþjóðlegum stöðlum og er vottuð af
EFD-stofnuninni í Noregi. Þetta merkir að nú
er hægt að fá nákvæmar upplýsingar um kol-
efnisspor steypunnar á öllum stigum fram-
leiðslu, frá hráefnum til dreifingar. Bætt yfir-
sýn gefur möguleika á því að lækka kolefnis-
spor framleiðslunnar um allt að 35%. Við
höfum lagt mikla vinnu í þessa innleiðingu og
erum afar stolt af því að geta boðið viðskipta-
vinum þennan valmöguleika. Við höfum einsett
okkur að draga verulega úr kolefnisfótspori
steinsteypu á næstu 10 árum og þessi vottun
er fyrsta skrefið í þá átt.“
Flutningur Björgunar til Álfsness
Undirbúningur flutnings Björgunar frá
Sævarhöfða hefur lengi staðið yfir. Snemma á
síðasta ári var skrifað undir samkomulag við
Reykjavíkurborg um að starfsemin fengi lóð
undir starfsemi sína í Álfsnesvík, að undan-
gengnu margra ára undirbúningsferli. Í apríl á
þessu ári tilkynnti Minjastofnun að hafinn
væri undirbúningur að friðlýsingu svæðisins.
Þorsteinn segir það undarlegt að Minjastofnun
skuli koma með athugasemdir svo seint í ferl-
inu, eftir að hafa haft tækifæri til þess miss-
erum saman.
„Við erum á lokametrunum við að flytja
Björgun í Álfsnesvík og það er umhugsunar-
vert að þegar legið hefur fyrir í nærri þrjú ár
að þessi staðsetning yrði fyrir valinu komi
Minjastofnun fyrst fram með þessi áform nú.
Lóðin var færð til á sínum tíma til að koma til
móts við sjónarmið Minjastofnunar og því kom
þetta okkur mjög á óvart. Það er áhyggjuefni
að svo langan tíma skuli taka að ljúka endur-
staðsetningu félagsins. Starfsemin er hvorki
flókin né mengandi, hún er kannski ekki mikið
fyrir augað, en samt nauðsynleg og hryggjar-
stykkið í byggingariðnaði. Við það bætist að
núverandi ástand kallar á mikla efnisflutninga
sem hafa aukið akstursvegalengd efnis um
milljón kílómetra á ári frá því að starfsemi á
Sæviðarhöfða var aflögð.“
Kveður sér hljóðs vegna kjaramála
Þorsteinn hefur í liðinni viku gengið fram
fyrir skjöldu og opinberað það álit sitt að for-
sendur lífskjarasamninganna séu brostnar.
Með bakgrunn í kjara- og stjórnmálum segir
hann blóðið renna sér til skyldunnar að stíga
fram og taka þátt í umræðu um þetta stóra
mál.
Hvað finnst þér um umræðuna eins og hún
birtist í dag?
„Mér líkar illa sú orðræða sem felur í sér að
þjófkenna atvinnurekendur og tel það til
skammar fyrir verkalýðsforystuna sem á að
vita betur. Umræðan ætti að einkennast meira
af gagnkvæmri virðingu og skilningi. Að lokum
er þetta sameiginlegt verkefni og nú er það
öðruvísi en áður var. Eftir hrun var það
endurræsing hagkerfis sem varð fyrir gríðar-
legu höggi og það tókst ágætlega. Ég tók þátt
í því verkefni að hluta og var viðriðinn kjara-
samningsgerð á árunum 2015-19. Það reyndi
mjög á þolrif fyrirtækja og víða var talað um
að of langt væri gengið í hækkun launa, en
hagþróun varð betri en gert var ráð fyrir, svo
að þetta slapp kannski til. Nú erum við í þeim
veruleika að hagkerfið hefur tekið á sig mikið
högg og við verðum að setjast niður og spyrja
hvernig fyrirtækin eigi að takast á við það. Og
Hornsteinn og dótturfélög: BM Vallá, Björgun
og Sementsverksmiðjan, eru í meirihlutaeigu
Heidelberg Cement, sem er alþjóðlegt félag og
eitt það stærsta í heimi í sements- og steypu-
framleiðslu. Félagið er þýskt og skráð í þar-
lendri kauphöll. Tæplega helmingshlutur er
síðan í dreifðri eigu íslenskra fjárfesta.
Hvernig er að stýra fyrirtæki með slíkt
eignarhald?
„Það er auðvitað öðruvísi en lærdómsríkt að
koma inn í fyrirtæki sem er hluti af alþjóð-
legum rekstri; mjög margt sem maður lærir
af, vinnuumhverfið agaðra og formfastara“.
Dótturfélög Hornsteins framleiða öll efni til
steypugerðar. Eru öll eggin í sömu körfunni?
„Já, það má segja það að nokkru leyti, en
við höfum talsverða breidd gagnvart bygging-
ariðnaðinum, erum á mörgum sviðum fram-
leiðslu með sementi, steypu og einingum,
þannig að höfum við marga snertifleti. Bygg-
ingariðnaðurinn er ágætis barómeter á hag-
kerfið og enginn vafi á að uppsveiflan sem náði
hámarki síðasta vor hefur verið að dragast
saman allar götur síðan. Sementssala hefur
t.d. dregist saman um 30% og sterka niður-
sveiflu má sjá á nýbyggingarsviði. Á móti veg-
ur að viðhaldsmarkaðurinn tekur gjarnan kipp
á móti þegar losnar um iðnaðarmenn í önnur
störf“.
Hver eru áhrif á reksturinn?
„Það mun hjálpa okkur að hafa breiða að-
komu, meðan einhverjir hlutir ganga vel, þá
ganga aðrir verr á móti. Til lengri tíma hef ég
ekki áhyggjur af greininni þar sem allar und-
irliggjandi forsendur eru góðar og fyrirtækið
stendur vel. Það er hins vegar ekkert launung-
armál að við stefnum í erfitt ár. Það er ekkert
öðruvísi í þessari grein en öðrum“.
Til hvaða úrræða hyggist þið grípa og koma
uppsagnir til greina?
„Það þarf að laga sig að markaðsaðstæðum
hverju sinni og við höfum verið að gæta mikils
aðhalds undanfarna 18 mánuði. Starfsfólki hef-
ur fækkað og ekki verið endurráðið í stöður.
Við höfum valið þá leið og vonandi gengur það
áfram svo ekki þurfi að koma til uppsagna.
Ósk allra er mjúk lending, en það getur
brugðið til beggja vona. Við lítum á það sem
sameiginlegt verkefni að verja störfin innan
fyrirtækisins. Reynslumikið starfsfólk skiptir
miklu máli, því þarf að sýna tryggð og vona að
það verði endurgoldið á hinn veginn, en öllum
ber skylda til að passa sinn rekstur. Við sjáum
að störfum er að fækka og atvinnuleysi eykst
mjög hratt“.
Hvað mun koma okkur út úr þessu ástandi?
„Það var ferðaþjónustan sem dró vagninn,
dró íslenska hagkerfið áfram. Það er lang-
stærsta breytan og við getum þakkað ferða-
þjónustunni fyrir þetta langa hagvaxtarskeið.
Sú atvinnugrein er algerlega á hnjánum núna
og hagkerfið mun ekki taka við sér fyrr en
hún hefur náð vopnum sínum á ný“.
Umhverfisáhrif byggingariðnaðar
Nú er það þekkt að sementsframleiðslu
fylgir mikil losun gróðurhúsalofttegunda. Hef-
ur einhver þróun átt sér stað í átt að grænni
lausnum?
„Það er rétt að steypunni hefur fylgt mikil
losun, en BM Vallá hefur nú fyrst íslenskra
framleiðenda fengið útgefna svokallaða EPD-
umhverfislýsingu á steinsteypu sína. Hún
Gagnrýnir orðræðuna o
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
Eftir mikla yfirferð og skyndilegt brotthvarf úr stjórnmálum stýrir Þorsteinn
Víglundsson nú eignarhaldsfélaginu Hornsteini sem er umsvifamikið í
íslenskum byggingariðnaði. Líkt og önnur glímir félagið við kólnandi hag-
kerfi og alræmda óvissu. Gegnum ramma taug fortíðar hefur Þorsteinn
stigið fram og afdráttarlaust lýst skoðun sinni á ástandi kjaramála hér á
landi. Afhonum má skilja að lítill lærdómur hafi verið dreginn af drauga-
gangi fyrri tíma; nú þurfi að slíðra vopnin og opna á umræðu þess sem
koma skal á næstu misserum í íslensku atvinnulífi.
Eftir efnahagshrunið fór fram hörð barátta um framtíð og yfirráð ýmissa fyrirtækja.
ViðskiptaMogginn birti árið 2016 svokallaðan „dauðalista“ Arion banka þar sem BM Vallá
kom við sögu. Blaðamaður spyr Þorstein hvort gróið hafi um heilt í því máli?
„Já og nei. Faðir minn heitinn jafnaði sig aldrei á þessu, fannst hann miklum órétti beittur
og réttilega. Ég held að því miður hafi á engan hátt verið í lagi hvernig unnið var að endur-
reisninni á sínum tíma. Þegar öllu er á botninn hvolft fór hagkerfið á hausinn og var endur-
reist með því að blóðmjólka atvinnulífið. Ef menn hefðu strax í upphafi farið í viðreisn á
grundvelli þess svigrúms sem skapaðist eftir endurskipulagningu bankanna, hefðum við ver-
ið mun fljótari að ná okkur að nýju. Það er gott að hafa það hugfast þegar við tökumst á við
það aftur, það er það borgar sig að hjálpa fyrirtækjum, sérstaklega þegar um er að ræða
svona utanaðkomandi skell.“
Hvað með ábyrgð þeirra sem stóðu við stjórnvölinn hjá fyrirtækjum á þessum tíma?
„Fyrirtækin og við feðgar þar með talið getum líka kennt sjálfum okkur um margt. Íslensk
fyrirtæki voru of skuldsett og við reyndum á eigin skinni áhættuna að vera með lán í erlendri
mynt. Á sama tíma má segja að umhverfið hafi verið með þeim hætti að fyrirtæki voru ekki
samkeppnishæf nema að taka þátt. Bankarnir buðu upp á þetta og ekki var hægt að leiða
þetta forskot hjá sér.
Hvað mig varðar þá hef ég alltaf borið sterkar taugar til fyrirtækisins og með komunni aftur
er ákveðnum hring lokað og á sama tíma skapast næði og svigrúm til að græða gömul sár.“
Gömul sárindi og lærdómur hrunsins