Morgunblaðið - 25.09.2020, Page 6

Morgunblaðið - 25.09.2020, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 „Flísarnar í forstofu og sjónvarpsholi eru frá Birgisson og heita Amani Bronze, í eldhús og stofu notuðum við sama parketið og var fyrir og nýbúið að leggja á neðstu hæð hússins en það er einnig frá Birgisson.“ Forstofan tók töluverðum breytingum en Gríma lét fjarlægja stóran fataskáp í forstof- unni til að létta á rýminu. Hún segir að það hafi ekki þurft fataskáp því í forstofunni sé hurð inn í geymslu þar sem hægt er að geyma útiföt og slíkt. „Þar rifum við út stóran fataskáp þar sem í forstofunni er góð geymsla sem nýtt er undir útiföt, skó og allt sem því fylgir og settum upp fljótandi bekk úr reyktri eik og reyktan spegil þar á bak við í opið þar sem fataskápurinn var. Þessar breytingar gerðu mikið fyrir rýmið, bæði stækkuðu það og lofthæðin fékk að njóta sín mun betur.“ Í vinnu þinni sem innanhússhönnuður, finnst þér fólk vilja mikið það sama eða er fólk til í að taka áhættu? „Heilt yfir er gaman að sjá hvað Íslendingar fylgjast vel með nýjustu straumum og stefnum í hönnun en á sama tíma virðumst við vita hvað við viljum og erum í heild heldur klassísk í lita- og húsgagnavali.“ Hvað ertu ánægðust með á heimilinu? „Eldhúsið kom virkilega vel út og erum við báðar mjög ánægðar með útkomuna.“ Finnst þér áherslur fólks vera að breytast eftir að veiran fór að gera vart við sig og fólk ver meiri tíma inni á heimilinu? „Mín tilfinning er sú að fólk hafi verið í mikl- um framkvæmdahug allt þetta ár og eru margir að taka heimilið hjá sér í gegn, þá sérstaklega eldhús og baðherbergi, eitthvað sem hefur setið á hakanum en nú þegar við ferðumst minna gefst loks tækifæri til þess að ráðast í verkið.“ Ertu með eitthvert gott ráð fyrir þá sem vilja fá fallegra yfirbragð á heimilið? „Góð, mjúk og stillanleg lýsing finnst mér stór partur af fallegu heimili. Lýsing skapar stemningu, jafnvægi og hlýju. Plöntur eru skemmtileg og ódýr leið til þess að hressa heim- ilið við. Það er ýmislegt hægt að gera og fer allt eftir því hversu róttækur maður er tilbúinn að vera. Allt frá því að endurraða, færa til og breyta skipulagi þess sem fyrir er yfir í að mála rými í nýjum lit, lakka/sprauta hurðir og inn- réttingar, leika sér með gólf-, vegg- og loftalista, svo gera speglar ótrúlega mikið fyrir nánast öll rými og mér finnst alltaf gaman þegar þeir eru notaðir á frumlegum stöðum. Svo getur breytt gífurlega miklu að skipta út gardínum, blöndunartækjum í eldhúsi og jafnvel borð- plötu, en þá er maður vissulega kominn út í ör- lítið stærri framkvæmdir.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg „Góð, mjúk og stillanleg lýs- ing finnst mér stór partur af fallegu heimili. Lýsing skap- ar stemningu, jafnvægi og hlýju. Plöntur eru skemmti- leg og ódýr leið til þess að hressa heimilið við. Gríma og Jóna voru sammála þegar kom að eldhúshönn- uninni. Jóna vildi fá opið eld- hús og alls ekki svart eða hvítt. Egg Arne Jacob- sens er einstaklega fallegt og nýtur sín vel í gráa litnum. Borðstofustólarnir eru hannaðir af Arne Jacobsen. Ljósið fyrir ofan borðstofuborðið er hann- að af Jehs & Laub fyrir Nemo.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.