Morgunblaðið - 25.09.2020, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020
V
ið réðumst í heilmiklar breytingar,
bæði utan og innan. Inni færðum
við veggi, settum gólfhita, tókum
burðarvegg í stofu. Breyttum inn-
réttingum, fengum nýjan stein,
máluðum og fleira og fleira. Að utan settum
við nýja glugga í allt ásamt því að síkka
nokkra og setja hurð úr hjónaherbergi út í
pott. Steyptum bílaplan og pall ásamt niður-
gröfnum „pytti“ með heitum potti og eld-
stæði, steyptum veggi og settum skjólveggi
úr timbri á móti, máluðum húsið og klædd-
um að hluta til, gerðum ný beð, færðum tré
og svo mætti lengi telja. Ég hef reyndar
breyst í mikinn blómálf eftir þessi ævintýri
úti og elska að dúllast í blómapottunum og
spúla pallinn,“ segir Sæja.
Er öðruvísi að hanna eigið heimili en að
hanna fyrir annað fólk?
„Já, að vissu leyti, hér heima fæ ég auð-
vitað að ráða þessu sjálf en nálgunin er allt-
af sú sama, að ná því besta úr hverju rými
fyrir sig sem hentar heimilisfólkinu.“
Í vor neyddist Sæja til að fara í fram-
kvæmdir þegar upp kom leki í eldhúsinu.
„Í vor vöknuðum við upp við hálfgert
gufubað og þegar fram var komið var allt á
floti í sjóðandi vatni með tilheyrandi
skemmdum og veseni. Lagnir í krananum í
eyjunni gáfu sig og þurftum við því að fjar-
lægja eyjuna þar sem hún var ónýt en sem
betur fer slapp flest annað. Þar sem við
ákváðum að fjarlægja burðarvegginn í stof-
unni í samráði við verkfræðing gafst tæki-
færi til að minnka eyjuna og koma fyrir
borðstofu þar fyrir aftan en það var ógerlegt
þegar veggurinn var til staðar. Við þessar
breytingar breyttist rýmið svakalega og ég
gat hugsað það alveg upp á nýtt. Ég hélt
háu einingunni, enda þykir mér hún alltaf
mjög falleg, en ákvað að dekkja nýju eyjuna
í brúngráan tón og valdi stórkostlegan
marmara sem heitir Kenya og er frá Gran-
ítsmiðjunni. Hann er til dæmis eitthvað sem
kúnnar gætu hræðst en eftir að ég valdi
hann heim hef ég fengið að nota hann til
dæmis sem „feature“-vegg bakvið svart bað-
kar í æðislegu húsi sem er í vinnslu. Þannig
getur verið öðruvísi að hanna fyrir mig frek-
ar en kúnna þar sem ég get gert tilraunir
heima sem þeir svo eru frekar til í eftir að
hafa séð hjá mér. Ég hannaði svo einnig
barskáp í stíl við eyjuna sem setur punktinn
yfir i-ið.“
Inni í stofu er einstaklega fallegur skenk-
ur úr marmara.
„Steinninn er svo fallegur að ég ákvað að
útbúa „pall“ undir hillu og þar fyrir ofan er
sjónvarp. Sjónvörp eru þó sjaldan næs á
mest áberandi staðnum í húsinu og því feng-
um við okkur Samsung Frame, algjör snilld,
og ekki skemmir fyrir þetta fallega „mál-
verk“ sem ég fékk í bónus.“
Hvað ertu búin að búa lengi í húsinu?
„Við keyptum húsið 2013 og höfum búið
hér síðan. Vorum að hugsa um að flytja en
staðsetningin er bara svo æðisleg að ég gat
ekki hugsað mér það. Því ákváðum við að
fara heldur í breytingar svo húsið hentaði
okkur betur. Hér verðum við því vonandi
alltaf.“
Þegar fjölskyldan festi kaup á húsinu var
það í upprunalegu ástandi.
„Planið var að taka gólfefnin og bíða og
sjá til svo með framhaldið og taka tíma í að
hanna það. Það endaði þó með fokheldu húsi
eftir þrjá daga en það er önnur saga. Við
Ljósmyndir/Guðfinna Magnúsdóttir
Getur loksins haldið matar-
boð fyrir fleiri en sex
Sæbjörg Guðjónsdóttir eða Sæja eins og hún er kölluð á einstaklega fallegt heimili. Í vor neyddust hún og maður
hennar til þess að fara í framkvæmdir þegar vatnsrör sprakk í eldhúsinu og það þurfti að setja nýja eyju og ýmislegt fleira.
Marta María | mm@mbl.is
SJÁ SÍÐU 10
Sæja neyddist til að setja nýja eyju í
eldhúsið þegar það kom upp vatnsleki
í gamla eldhúsinu. Hún reif niður vegg
sem gerði það að verkum að nú andar
vel á milli eldhúss og stofu.
Sófinn í stofunni er frá Minotti
en Sæja lét yfirdekkja hann. Í
bakgrunni má sjá nýju eyjuna
en ekki þurfti að skipta um
skápavegginn.