Morgunblaðið - 25.09.2020, Side 18

Morgunblaðið - 25.09.2020, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 því það síðarnefnda þolir miklu meira og svo finnst mér fallegt að brjóta þetta upp. Svo er- um við með stóra SMEG-eldavél og við vildum að hún fengi að njóta sín,“ segir Guðrún. Gard- ínurnar í eldhúsinu eru svipmiklar en þær keypti Guðrún í Rúmfatalagernum. Þegar Guðrún er spurð út í eigin stíl segir hún að það sé enginn sérstakur stíll hjá sér. Hún velur það sem henni finnst fallegt og minnist á að það þurfi ekki allt að kosta mikla peninga, samanber eldhúsgardínurnar úr Rúmfatalagernum. Innbúið samanstendur af allskonar fallegum hlutum sem hún og maður hennar eru búin að eiga lengi og hafa sankað að sér í gegnum tíð- ina. „Borðstofuborðið er til dæmis orðið 15 ára gamalt en það var keypt í Tekk-vöruhúsi á sín- um tíma. Svo er ég með gamla Philippe Starck-stóla sem ég nota á móti Ton-stólunum sem ég keypti nýlega,“ segir hún. Fyrir ofan 15 ára gamla borðstofuborðið hanga ljós sem keypt voru í Heimili og hug- myndum. „Þau eru ekki mjög bein, heldur klunnaleg og þung og passa vel við borðið,“ segir hún. Langaði að verða arkitekt Við ræðum um heimilisfegurð og þrána að vilja hafa fallegt í kringum sig. Guðrún segir að hún hafi alla tíð kunnað að meta fagurt um- hverfi og á tímabili langaði hana að læra meira í þeim efnum. „Ég ætlaði mér alltaf að læra arkitektúr en svo hafði ég ekki möguleika á því á ákveðnu tímabili,“ segir hún. Fjölskylda og vinir hafa þó notið góðs af hæfileikum hennar á þessu sviði og hefur hún margoft aðstoðað sitt fólk við að fegra í kringum sig. Hún játar að hún fái mjög mikið út úr því og finnist það gaman. Mjög samstiga Guðrún er mikill raðari og hefur alltaf jafn- gaman af því að færa til hluti. Stundum leggur hún hluti til hliðar og hvílir þá og dregur svo fram aftur. Þegar Guðrún er spurð að því hvort þau maðurinn hennar séu alltaf sammála segir hún að þau vinni vel saman. „Við erum rosalega samstiga í þessu. Hann er mjög handlaginn og þúsundþjalasmiður,“ segir hún. „Það var aldrei vesen þegar við vorum að gera þetta hús. Við unnum ofboðslega vel sam- an í þessu. Þegar ég hugsa til baka þá gekk þetta svo vel. Ég ræð svona hvernig hlutirnir enda en hann er meira í þessu faglega en við unnum þetta mestallt sjálf,“ segir hún. Þeir sem hafa gert upp húsnæði vita að það getur tekið á. Það er í mörg horn að líta svo ekki sé minnst á allar ferðirnar í byggingar- vöruverslanir sem eru kostnaðarsamar og tíma- frekar. Þegar ég spyr Guðrúnu út í þetta játar hún að hafa orðið svolítið þreytt í byrjun ársins. „Ég krassaði í janúar eða febrúar en svo hristi ég það af mér og hélt áfram,“ segir hún. Hafið þið ekkert pælt í því að stofna fyrir- tæki sem aðstoðar fólk í framkvæmdahug? „Ég hef oft fengið þá spurningu. Við gætum verið með fyrirtæki til að sjá um svona fyrir fólk, en höfum ekkert tekið það lengra,“ segir hún. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Guðrún safnar fallegum bókum. „Við erum rosalega samstiga í þessu. Hann er mjög hand- laginn og þúsund- þjalasmiður.  SJÁ SÍÐU 20 Borðstofuborðið var keypt í Tekkhúsinu fyrir um 15 ár- um. Stólarnir eru frá Philippe Starck og frá Ton. Á heimilinu eru mörg falleg listaverk. Í eldhúsinu er stór eldavél frá SMEG. Gardínurnar eru úr Rúmfatalagernum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.