Morgunblaðið - 25.09.2020, Síða 28
heimsóknir frá vinkonum þar sem við fórum yfir
málin og ég snerist bara í enn fleiri hringi rakst
ég á auglýsingu frá Sólveigu Andreu innanhúss-
arkitekt á Facebook sem var nýbúin að hanna
svona flutning á eldhúsi og leist svo vel á. Ég
lenti svo í sóttkví í byrjun framkvæmda og þá
var algjörlega frábært að hafa hana. Hún lagði
til hugmyndir að lit á veggjum, eina sem ég bað
um var ekkert grátt. Mér leist svo vel á tillög-
urnar að ég ákvað að treysta henni bara alfarið
fyrir þessu. Það var góð ákvörðun því ég er al-
veg rosalega ánægð með litavalið.“
Hvernig breytir það stemningunni á heim-
ilinu að þið færðuð allt til?
„Það breytir fjölskyldulífinu þónokkuð mikið
að sá sem er að stússa í eldhúsinu er ekki einn í
einhverju herbergi frammi heldur eru allir í
sama rýminu. Það er miklu notalegra, hvort
sem verið er að hjálpast að við eldamennsku eða
fjölskyldumeðlimir að sinna mismunandi verk-
efnum. Það kemur mér líka á óvart hversu mik-
ið það breytti að fá sérherbergi fyrir dótturina.
Hún nýtur þess svakalega vel að vera með sitt
dót í sínu herbergi, fram að breytingum hafði
það að mestu verið í stofunni svo það er gott að
losna við það þaðan. Hún fær oft vinkonur í
heimsókn og það er æðislegt hvað þær eru dug-
legar að vera inni í herbergi og leika sér með
dót í lengri tíma.“
Þurftuð þið að fjárfesta í nýjum húsgögnum
við þessa breytingu?
„Við þurftum að kaupa nýtt borðstofuborð og
-stóla en það sem við áttum passaði ekki lengur.
Við gerðum mjög góð kaup í notuðu borði sem
hafði verið nýtt sem fundarborð í Hrím á
Laugavegi. Svo keyptum við nýjar hillur sem
pössuðu betur inn, eina sem vantar núna er góð-
ur kústaskápur.“
Eru einhverjar breytingar í kortunum á
heimilinu eða er þetta komið?
„Eina sem vantar núna er fyrrnefndur kústa-
skápur og svo er á planinu að teppaleggja stiga-
ganginn. Við erum annars alveg ótrúlega lukku-
leg hér með það sem okkur finnst vera nýja
íbúðin okkar.“
Þegar Katrín er spurð út í hverfið sitt, Laug-
ardalinn, segir hún að það hverfi búi yfir fjöl-
mörgum kostum.
„Laugardalurinn er yndislegur. Ég er alin
upp Langholtsmegin en bý nú í Laugarnesinu.
Hér er skjólsælt og upplifunin smá þannig að
hér sé alltaf gott veður. Það er hægt að sækja
nánast alla þjónustu innan hverfis og börn geta
stundað nánast allar íþróttir sem eru í boði hér í
nágrenninu. Það er stutt í græn svæði og nátt-
úru og stemningin er bara almennt notaleg.
Börnin eiga marga vini í hverfinu og sonur minn
fer allra sinna ferða áhyggjulaus á hjólinu sínu.
SJÁ SÍÐU 30
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í stofunni er hægt að
hafa það afar huggulegt
fyrir framan sjónvarpið.
Grængrái litur-
inn á veggjunum
passar vel við
skrautmuni
heimilisins.
Á ganginum er
hillum komið fyrir
til að nýta plássið
sem best.
„Það breytir fjöl-
skyldulífinu þónokk-
uð mikið að sá sem er
að stússa í eldhúsinu
er ekki einn í ein-
hverju herbergi
frammi heldur eru
allir í sama rýminu.