Morgunblaðið - 25.09.2020, Side 38

Morgunblaðið - 25.09.2020, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 Á rmú l a 1 9 | 5 5 3 - 9 5 9 5 | g a h u s g o g n@g a h u s g o g n . i s | www. g a h u s g o g n . i s instagram.com/gahusgogn F U L L K O M N A Ð U S V E F N H E R B E R G I Ð með sérsniðnum rúmgaf l H erdís Hallmarsdóttir lögmaður starfar hjá Húsnæðis- og mann- virkjastofnun. Hún hefur áhuga á flestu því sem viðkemur húsum og hönnun eins og sjá má á henn- ar heimili. Hún segir eitt það mikilvægasta við heimilið að það haldi vel utan um fjölskylduna. Fegurð og notagildi skiptir hana einnig máli. „Þegar ég var að leita að húsi var mér bent á lóð á einstökum stað sem hafði verið skilað. Ég sótti um og var víst ekki ein um það, en dregið var milli umsækjenda og hafði ég heppnina með mér. Þannig kom þetta upp í hendurnar á mér, þetta einstaka tækifæri til að byggja mitt eigið draumahús – hannað af arkitektinum henni mömmu.“ Þess má geta að móðir Herdísar er arki- tektinn Sigríður Sigþórsdóttir, stofnandi Basalt-arkitektastofunnar. Húsið, sem stendur í náttúruparadísinni við Elliðavatn, er einstaklega vel hannað og er náttúran eins og listaverk inn um glugga heimilisins. „Ég verð að hrósa mömmu og félögum hennar á Basalt fyrir að gera okkur kleift að njóta náttúrunnar til hins ítrasta. Húsið er á þremur hæðum, það lagar sig vel að landinu og við njótum útsýnisins alls staðar í húsinu en fáum líka skjólsælan garð sem er mjög „prí- vat“ og snýr í suðurátt. Þrátt fyrir stóra glugga eru þeir þannig staðsettir að ég þarf varla á gardínum að halda. Ég nýt útsýnisins en horfi aldrei inn til nágrannana. Einfaldleiki í efnisvali er gegnumgangandi í hönnuninni. Sjónsteypa að utan sem tekur á móti manni og leiðir mann í gegn, í bland við hlýleika frá hnotu sem er í hurðum og innréttingum sem gefur sterkan blæ. Stórar grábrúnar flísar tengja það svo saman á hlutlausun hátt. Guð- jón L. Sigurðsson í Lisku sá um lýsinguna og það skiptir verulegu máli að hún sé góð. Húsið er líka hannað með það í huga að geta tekið breytingum eftir aðstæðum og fjölskyldu- stærð.“ „Þakklát mömmu fyrir að hanna drauma- húsið mitt“ Herdís Hallmarsdóttir lögmaður býr í fallegu húsi sem stendur í mikilli náttúruperlu við Elliðavatn. Hún býr í draumahúsinu sínu sem móðir hennar, arkitektinn Sigríður Sigþórsdóttir, hannaði. Hugmyndin um að mæður viti best fær byr undir báða vængi í þessu viðtali. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Útsýnið úr svefnher- berginu er engu líkt en náttúran fær að flæða óhikað inn í rýmið. Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt hjá Basalt er móðir Herdísar og sá hún um að teikna húsið fyrir dóttur sína. Steyptu veggirnir fara vel við hnotuna sem prýðir innréttinguna. Hátt er til lofts og vítt til veggja og fallegt út- sýni til suðurs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.